Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 6
3E3 e rn skxaxn ixx xx ixx gar
„Amma mín, Una SigurSardóttir andaSist 19. nóv. 1953,
tœpra 89 ára. Vorum viS búnar aS tala um, aS ég skrijaSi og
sendi Nýju kvennablaSi meSfylgjandi sögur. — Á komandi
sumri á aS reisa Bólu-IIjálrnari minnismcrki, þykir einhverjum
lcannski gaman aS heyra, hvernig hann kom samferSamónnum
fyrir sjónir á elliárum.“ — U. Á.
Fyrstu endurminningar mínar eru fiá vorinu 1869.
Það vor var mörgum minnisstætt, vegna óvenju mikils
kulda og harðinda. Var það ýmist kallað harða vor-
ið, eða Iris-vorið, en það nafn var dregið af því, að
danskt kaupskip, sem Iris hét strandaði þá úli við
Siglunes. Allir fiiðir á Norðurlandi voru fullir af
hafís, hindraði það siglingar og fiskiveiðar. Þraut þá
fljótt kornvara í verzlunum og matbjörg á öllum fá-
tækum heimilum.
Þegar leið á vorið var ekki annar matur til á Ytri-
Hofdölum en ögn af kæstum hákarli, sem hafður var í
stöppu og mjólkin úr kúnum. Sumir þoldu ekki að
borða hákarlinn, svo var með Jón bróður minn, sem
var þá eini vinnufæri karlmaðurinn á heimilinu, faðir
olckar var veikur. Einn sunnudaginn fór mamma til
Hofsstaðakirkju og frétti þá, að fólk frammi í Blöndu-
hlíð hefði tekið sig saman um að fara til grasa suður á
heiðar. Datt henni nú í hug að slást í hópinn, lnrfði
oft farið svona grasaferðir og látið vel af, en nú var
lítið um nestisföng. Bað hún nú tvær nágrannakonur
að hjálpa sér um eitthvað matarkyns. Onnur gaf henni
nokkur æðaregg, en hin korn í pottköku, sagði hún
að báðar þessar konur hefðu þá verið búnar að miðla
öðrum matbjörg, þangað til þær voru ekki aflögul'ær-
ar, þó að þær gerðu henni þessa úrlausn. Voru þetta
sterkefnuð heimili. Þá drap hún á dyr á þriðja ríkis-
heimilinu, bóndinn var ekkjumaður, hafði verið gilt-
ur einkasystur hennar og náfrændi hennar lika, en
litlir voru kærleikar þar á milli. Bað hún hann að
lána sér 2 harðfiska, tók hann því ekki illa í fyrstu,
en gekk til skemmu sinnar og kom aftur að vörmu
spori. Fórnaði hann þá upp höndunum og bað Guð
að hjálpa sér: hann ætti ekki nema 7 fiska í eigu
sinni. En þessir 7 fiskar urðu drjúgir, því það vissi
mamma fyrir víst, að gömul skreið var borðuð þar
á hverjum degi allt sumarið. Hún lagði nú af stað með
eggin og pottkökuna og smjör, sem hún átti nóg, því
taðan entist svo vel að hægt var að halda mjólkinni
í kúnum.
Ég var ekki nema 4 ára, þegar þetta gerðist, mér
leiddist ákaflega mikið, þegar mamma var farin. Ég
fór suður fyrir bæjarvegg og sat þar skælandi og horfði
fram til fjallanna, í áttina þangað sem mamma var.
Þcgar kaldast var, fór ég ekki lengra en í eldhúsið
og sat þá í skoti á bak við hlóðirnar. Eins og áður er
sagt strandaði skip úti við Siglunes, fóru menn fram-
an úr Skagafirði þangað að kaupa strandgóss. Einn
daginn brá ég mér í Syðri-Hofdali, höfðu þá menn úr
slíkum leiðangri komið þar og gefið mömmu minni,
Steinunni Pétursdóttur hagldabrauð (kringlur), höfðu
þær blotnað í sjónum, þegar skilið strandaði og voru
dálítið mylgaðar og þættu sjálfsagt ekki girnilegur
matur nú á dögum.
Þetta brauð gaf hún mér og varð óg himinlifandi
fegin, batt hún það í sjalklút, sem hún átti og man ég
enn hvað ég var glöð, þegar ég hljóp með þetta heim,
hafði ég þetta með mjólkinni minni.
Nú víkur sögunni til grasafólksins. Það fór langt
suður á heiðar og tjaldaði þar í góðu grasalandi. Kalt
var á fjöllunum ekki síður en í byggð, og þótti illt
að geta ckki hitað sér kaffisopa á kvöldin, til hress-
ingar eftir langan og kaldan vinnudag, en einhver
hafði haft með sér ketil, þótt ekkert kaffi væri til
og hitaði grasate. Fleiri voru illa nestaðir en mamma
og það svo mjög, að haldið var heimleiðis löngu áð-
ur en ákveðinn dvalartími á grasafjallinu var út-
runninn. Einhvers staðar frammi í óbyggðum fundust
fáeinir harðfiskar, sem týnzt höfðu úr skreiðarbagga,
á leið að sunnan. Mamma átti eftir smjör, var þá
fiskinum og smjörinu skipt bróðurlega á milli allra.
Komið var heirn á bæi og beðið um „að drekka“,
var það fúslega í té látið, en ekki var boðinn annar
greiði, fyrri en á Bakka í Hólmi, þar var því gefinn
grasagrautur og nýmjólk og varð það lrarla fegið.
Þótti grasafengur mömmu furðu mikill, nriðað við
hinn stutta dvalartíma á fjallinu. Þetta varð hennar
seinasta grasaferð, Sigurlaug systir mín, sem var 14
ára, þegar þetta gjörðist tók við af henni. Sagði hún
að oft væri „glatt á Hjalla“ í tjaldinu á kvöldin,
sagðar sögur, sungið og kveðist á.
Svo er Guði fyrir að þakka, að ég man ekki eftir
tilfinnanlegum matarskorti, nema þetta vor, hvorki á
Hofdölum eða annars slaðar, þar sem éþ hef átt heima.
Það mun hafa verið þetta sama sumar, að ég var
að leika mér fyrir ofan bæinn seint að degi í góðu
4
NÝTT KVENNABLAÐ