Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Blaðsíða 10
eftir Chr. P. Hansen. Er við komum inn í bókasafnið, eftir miðdegisverðinn, vakti iljótt eftirtekt mína brjóstmynd, sem hékk á einum veggnum. Langt var síðan ég haiði heimsótt minn gamla góða vin, Percy Worm. Það var jm með nokkurri forvitni, að ég Lit óspart í krignum mig til að athuga breytinguna, sem orðio haiði á, frá því Percy var iítt þekktur lögfræðingur þar til hann var orðinn okkar þekktasti málaflutningsmaður. Aug- ljóst var að cfnin höf..u auk.zt og veitt honum marga hluti, sem fullnægðu smekk hinna vandlátu. Sérstaklega glöddu mig nokkrar kínver^kar lágmyndir. Kínversk list er mitt sérnám. Ég ætlaði einmitt að fara að rannsaka þær nánar, er ég rak augun í brjóstmyndina, en gleymdi þá samstundis öllu um kin.erska list, já, öllu í kringum mig. Myndin tók mig föstum tck_m. Ilún bjó yfir einhverju seiðmagni, það var eitthvað hjartnæmt við þessa litlu, fínu konu með föla ávala andlitið, um það Lku sér villtir, brúnir lokkar. Myndin var innblásin af næmleika, sem fullkomnaðist í angurblíðum svip augnanna. Þaina var svo mikið innsæi, og líka þróttur. Konan eins og steig ii.andi út úr myndinni, óliáð tíma og rúmi. Eg stóð heill- aður og ha.ði naumast tekið eftir orðum vinar míns. — Mú, hvernlg líkar þér hún? — Guðdómleg! stamaði ég út úr mér. Hvar fékkstu hana? Hver er listamaðurinn? Þekki ég hann? — Nei, líkl.ga ekki. Ifann er alveg óþekktur. — Það getur varla verið. Ilann hlýtur að vera einn af þeim stóru. Myndin er listaverk. Við vorum truflaðir, framreitt var kaffi og koníak. En vinur minn skynjaði óþolinmæði mína eftir að heyra meira. — Þe:si mynd gæti eins og þú segir verið eftir nafnkunn- an listamann. Það er ekki nokkur vafi á því, að hún er lista- verk. En málaranum tókst bara ekki að skapa nema þetta eina, hinar myndirnar hans voru lítils virði .Ef þú hefur áhuga fyrir honum, skal ég segja þér sögu hans. Það er saga um ást og tryggð. Percy dreypti á koníakinu, fékk sér einn vænan reyk og blés mekkinum frá sér, svo hóf hann frásöguna: — Fyrir nokkrum árum var mér falið að hafa málsvörn fyr- ir ungan innbrotsþjóf. Oft haíði ég fjallað um slík mál og bjóst við að þetta yrði öðrum likt. En mér kom á óvart eins og reyndar oftar að mæta öðrum en ég liafði búizt við. Ég bjóst við að hitta niðurbrotinn mann, ásakandi sjálfan sig, eða þá harðan skalla, sem talaði borginmannlega um sakleysi sitt á meira eða minna sannfærandi hátt. Sá ákærði, sem ég heimsótti j>essu sinni var mjög ungur maður, með djarft upplit og stór dreymandi augu. Ég kynnti mig og sagðist vera kominn til þess að hjálpa honum. Ilann skyldi tegja mér allan sannleikann og ekki draga neitt undan. Ha:in lelt á mig augum, sem minntu mig á skáld og sagði: — Ég held ég óski ekki eftir neinni hjálp. Ég hef brotizt inn í eitt hús. Það viðurkenni ég og er ásáttur um að taka á méti hegiingunni. En ástæðuna fyrir verknaði mínum munu hvorki þór, eða neinn annar skilja. Þessu hafði ég ekki búizt við. En þar sem það var mitt hlut- verk að hjálpa honum, svaraði ég æðrulaust: — Mundi það ekki verða þrátt fyrir allt léttir fyrir yður að segja mér frá öllu, þó yður kannske í svipinn sýnist, að það mcgi einu gilda. Þér yrðuð ef til v.ll seinna feginn að fá mildari dóm. — Það sem ég þrái getur enginn veitt mér, en mér er alveg sama hvar ég er. Ég fékk tækifæri til að sjá hana, það er ég þakkLtur fyrir. Ifún er það eina, sem hefur nokkurt gildi fyrir mig. — Hún, ég skil ekki samhengið. Kemur það nokkuð við inn- brotinu. — Já, það kemur því við ,ég óskaði bara eftir að sjá mál- verkið. Það var þó Ása mín. Það síðasta sagði hann veikri röddu ogi brast í grát. Eftir stundarkorn lyfti liann höfðinu. — Þér ímyndið yður, að ég sé ekki með öllum mjalla. Það er ég ef til vill heldur ekki. En hún var mér svo mikið. Við vorum bundin svo sterkum böndum. — Ég ætti samt sem áður kanske að segja yður allt. — Það er ekki málaflutningsmaður- inn, sem ég vil tala við, mér er svo óendanlega mikið sama um hann .En ég vil segja yður sögu mína, af því ég finn að þér eruð maður. Það eru þrjú ár síðan. Við hittumst af tilviljun, en það haíði þjðingu fyrir allt lífið. Trúið þér á forlög? Ég efast ekki um, að þelta var fyrirfram ákveðið. Ég hef víst ekki sagt yður, að ég er lislmálari, ckki get ég þó lifað af því, en það er mitt eðli og áhugamál. Ása var líka listnæm, svo við áttum vel saman, líka á því sviði. Við giftum okkur og fluttum saman. Ása fékk góða stöðu, en það var ráðagerð okkar, að ég hefði ró til að mála, svo ég seinna næði svo langt að verða viður- kenndur. Það var rétt eftir að við giftum okkur, sem ég málaði hana. Og álít ég það mitt bezta málverk. Við vorum mjög hamingjusöm. Ég málaði það í sælli leiðslu og skynjaði á mcðan ekkert nema hana. Þegar ég hafði lokið málverkinu, kom hún eins og Htil kisa og smeigði sér til mín. Þannig var allt samhljóma. Aðeins ásótti mig kvíði um að svona gæti það ekki orðið alltaf. -—- Ása varð veik um veturinn. Ég stundaði hana eins vel og ég gat, en erfiðleikar voru á að framfleita lífinu. Það var hræðilegur vetur. Það ár var mikið atvinnuleysi. Við náðum í lækni og það þurfti að kaupa dýr meðöl, en ég hafði enga peninga. Ég reyndi að selja eitthvað af myndunum mínum, en það gekk illa. Bara ein var ég viss um að seldist. Það var myndin af Ásu. En í hvert skipti, sem ég hafði ákveðið að fara með hana, sá ég mig um hönd. Ég gat ekki látið hana frá mér. Að s'ðustu, þegar allir aðrir möguleikar voru úti, ákvað ég þó að selja málverkið. Innst inni vonaði ég, að mér heppnaðist að selja einhverja hinna myndanna. Á Sankt Jörgenstorgi hitti ég mann, sem áður hafði skoðað myndir mínar. Hann virtist eins og áður hafa mikinn áhuga fyrir þeim. Ég athugaði hnakkadrambið á honum, meðan hann beygði sig yfir mynd- irnar. Þegar hann sá myndina af Ásu gekk hann nokkur skref aftur á bak til að njóta hennar betur og smjattaði af velþókn- un. Hvernig hann skoðaði málverkið gerði mig alveg sturlaðan. — Hvað kostar það? spurði hann. — 3000 krónur, sagði ég til að fá hann til að hverfa frá. — Það var mikið verð, en það er þá líka falleg mynd, sagði 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.