Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Blaðsíða 14
Sigga í þeirri von að sleppa, og það varð. Herdís lin- aði á lakinu. „Hann má biðja fyrir sér. Ég segi nú ekki annað,“ sagði Herdís. Sigga smaug fram um hálf- opnar dyrnar. Hana langaði til að kasta því framan í kerlinguna, að hún hefði verið að skrökva þessu öllu til að losna við hana, en hún þorði það ekki. Hún væri vís til að koma á eftir henni og hengja hana í greip sinni. Bjarni bóndi gekk unr gólf framan við húsdyrnar og vissi svona hér um bil hvað þær höfðu tulað, því að Herdís hafði verið hátöluð. Nú kom hann innfyrir og sýslaði eitthvað niðrí skrifpúlti, sem var þar skammt frá dyrunum. Herdís gekk í veg fyrir hann og spurði: „Eru þau virkilega trúlofuð, hún og §trákóþverrinn hann Bensi?“ „Ekki hef ég séð nein merki þess,“ sagði Bjarni. „Hún segir það. En kannske er hún bara að ljúga því. Hún er svo sem vís til þess, því að hún lítur heimskulega út,“ sagði Ilerdís. „Þetta er ómerkilegt vinnufólk, sem þú hefur, það verð ég að segja.“ „Það læt ég vera. Ég hefði ekkert á móti því, að fá hann fyrir tengdason. Þetta er dugnaðarpiilur og vel skyn- samur,“ sagði Bjarni og glotti sínu glaðlyndisbrosi. „Og kannske þá hana fyrir tengdadóttur?“ bætti Her- dís við og hló stórum hlátri. „Það hef ég ekki hugsað út í. Hún er víst okki efni í sveitakonu, en hann er dugnaðarpiltur að hveriu sem hann gengur,“ sagði Bjarni. „Þá óska ég þér til ham- ingju með nágrannahyllina, því að varla gleymum við Litlu-Grundarmæðgini því, sem gerðist í gærdaa,“ sagði Herdís með erfiðismunum og rigsaði fram baðstofu- gólfið með skýluna og vettlingana í hendinni. Frammi í bæjardyrunum kvaddi hún Friðriku húsfreyju og Gunnvöru, sem bauðst til að fylgja henni, því að tekið var að bregða birtu. „Ég fer ekki milli bæja til þess að láta leiða mig, meðan ég hef þessa heilsu,“ sagði hún snúðugt. Friðrika andvarapði af feginleik, þegar hún gekk úr hlaði. „Ekki er hún alúðleg á svipinn,“ sagði Gunnvör. „Fróðlegt að vita, hvað þær hafa ræðst við.“ „Hvað skyldi mann varða um það,“ hnusaði húsmóðir hennar. Bensi var að telja inn í ærhúsin, þegar Herdís gekk heimleiðis. Hún sendi honum tóninn, án þess að heilsa áður: „Ekki þætti mér ósennilegt að Hrólfur sonur minn ætti eftir að finna þig í fjöru, þó seinna veiði, lagsmaður!“ Hann svaraði í sömu raddhæð: „Ég get verið róleg- ur og óhræddur meðan hann liggur með heita bakstra, vesalingurinn! Annars finnst mér, að þeir ætlu ekki að vera að troða illsakir við aðra, sem eru þær „lúpur“ að leggjast í rúmið á eftir.“ „Ekki vantar þig digurmælin, en máltækjð segir, að sá hlær bezt, sem seinast hlær. Mundu það, hrappur!“ Það var eins og allir væru samtaka um að minnast ekki á þessa óskemmtilegu heimsókn. En Siggu fannst það liggja í augnaráði húsmóðurinnar og Gunnvarar, að hún væri orsök þessarar óvenjulegu misklíðar, sem orðið hafði milli bæjanna, þó að hún væri jafn saklaus og aðrir á heimilinu að hafa stuðlað að þvi á nokkurn hátt. Hún heyrði að Gunnvör gjallaði frammi í búri einn daginn, þegar hún átti leið um göngin: „Hvað svo sem þurfti Bensi eiginlega að skipta sér af Hrólfi?“ „Það var ágætt, að hann lét lrann ekki mölva fjóshurð- ina,“ sagði bóndi. „Hann hefði þó sjálfsagt ekki gert Sigriði neitt, þótt hún hefði opnað hurðina. Mér finnst hún ekki vera sérlega kurteis við hann,“ sagði Friðrika. „Auðvitað hefur hún verið blóð-hrædd við lrann, stúlku- vesalingurinn,“ sagði Bjarni. „En bölvaður gikkshátt- urinn,“ rausaði Gunnvör. „Skyldi hún fá betra en setj- ast í búið á Litlu-Grund, allslaus vesalingur.“ „Ég held þú hefðir ekki getað fengið þig sjálfa til að þiggja það, þó að þú eigir líklega ekki annað framundan en pipra,“ sagði Bjarni og hló stríðnislega. (Frh.) Víðar er Guð en í Görðum. (Konur, sem ckki gleymast.) I»uríði formanni ei fataðist stjórn, forðaði ’ún bátinn sjóum. Þóra dyggðuga færði fórn í fátæktinni í Skógum. — En ranglætið yfir byggðir bar, l>á Bríet á næsta leiti var og orð hafði fyrir öðrum. Sjá, víðar er Guð en í Görðum. Hundruðum saman hervæddumst l»á, hvers konar vanda að lótta. Áorka héldum miklu má, ef margar til liendi rétta. Kusum formenn að liugsa hátt, ef heima fyrir var risið lágt og umhyggjan fráliverf öðrura, því víðar er Guð en í Görðum. 1 kosningaréttinum sumir sjá sætleik komnndi daga. Menntun og kjörgengi kvenna má kolsvart ranglæti laga. — Þó unnustinn meyjar glepji gcð, góð var Bríet og Þuríður með. En Þóru við goðstall gjörðum! Svo víðar er Guð en í Görðum. G. St. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, kennari, minntist á það í útvarpserindi, að farið gæti vel á því, er reist væri ný kirkja á Reykhólum, að tengja hana að einhverju leyti minningu Matthíasar og Þóru í Skógum, móður hans. 12 NtTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.