Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 7
Ólafssonar læknis, fylgdisí hún með þeim þar og þráði
hverja frétt. Hún hlaut ástúð og virðingu barna, tengda-
harna og barnabarna, þau komu öll til hennar, hún
var hin góða og göfuga æltmóðir, sem þau elskuðu.
En henni hlotnaðist sú gæfa, að niðjar hennar eru gott
°g myndarlegt fólk.
Ekkert vildi ég segja hér um önnu Guðmundsdótt-
ur, er oflof mætti kallast. Rúman aldarfjórðung þekkti
ég hana, og áður en ég sá hana fyrst var búið að segja
mér svo margt fallegt um hana af þeim, sem þekktu
hana vel. Engan skugga bar á okkar kynningu, mér
viitist allt dagfar hennar mótað af góðvild og ein-
lægri trú. Trúin var liennar styrkur í mikilli reynslu
langrar ævi, hjarta hennar hrærðist með þeim, sem
minna máttu sín í lífinu, eða áttu við andstreymi að
húa. Hún var sannorð og alúðleg í framkomu, það var
henni mikil gleði að gera öðrum gott og marga ánæju-
stund mun hún hafa átt, sem veilul húsmóðir, bæði á
nieðan hún bjó búi sínu í sveitinni og eins eftir að
hún flutti til Akureyrar. Hún naut þess að gera öll-
um gott, sem á leið hennar urðu. Margur mun hafa
farið glaðari af fundi hennar, en hann kom. En hún
gaf fleira, hún fræddi gesti sína og gaf holl ráð, hún
var svo margt búin að læra af mikilli lífsreynslu og
kynnum við margt fólk. Anna var skýr kona í liugsutt
°g hispurslaus í máli, en í fjölmenni var hún fámál
og hlédræg. Hún unni fögrum ljóðum og sögum og
kunni mikið. Húrí hafði yndi’ af öllum gróðri. í glugg-
anum hennar voru alltaf blóm. Og reyniviðarhríslan
fyrir utan gluggann gerði birtuna í fallegu, litlu stof-
unni hennar svo skemmdlega breytilega og milda, þar
innan veggja hlaut öllum að líða vel.
Anna gladdist yfir því, hvað unga fólkið átti hægara
nieð að fá að læra en áður var og fylgdist af alhug með
námi barnabarna sinna. Hún sá marga gamla siði og
tæki hverfa úr sögunni og nýtt og betra koma í stað-
mn. Hún fann líka breytinguna á fólkinu, ekki veit ég,
hvort henni hefur geðjast að því öllu, en hún lifði nú-
timann og fylgdist af áhuga með því, sem gerðist. Hún
elskaði æskuna og landið og bað til þess Guðs, sem
hafði verið hennar styrkur í lífinu að vernda íslenzku
þjóðina.
Það er athyglisvert, að þessi góða kona skyldi ljúka
vegferð sinni hér á jörð á páskum, á þeirri hátíð, er
skærast lýsir í trúarlífi kristinna manna. Að leiðarlok-
utn er hægt að segja, að hún var eitt af ilmgrösunum í
hinum mikla jurtagarði mannlífsins.
Skrifað í desember 1956,
Laufey SigurSardótdr frá Torfufelli.
IJT KOMU BÆKUR EFTIR ÞESSAR
KONUR Á ÁRINU 1956:
Guðrúnu frá Lundi: Römm er sú taug, Arnrúnu frá Felli:
Margs verSa hjúin vis, Hugrúnu: Hafdís og Ileiðar (annað
bindi), Evu Hjáimarsdóttur: Á dularvegum, Margréti Jónsdótt-
ur: Góðir gestir (harnabók), Ragnheiði Jónsdóttur: Vala og
Dóra, Dagbjörtu Dagsdóttur: Ásdis i Vík, Jakobinu Johnson:
Kertaljós (ljóð), Ingibjörgu Þorgeirsdóttur: Líf og litir (Ijóð),
Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi: Milli lækjar og ár
(ljóð), Ragnhildi Gísladóttur: Hvildu þig jörð (ljóð), Þuru
í Garði: Vísur Þuru í Garöi, Guðrúnu Áuðunsdóttur: í föður-
garði fyrrum (þulur), Hnu Jónsdóttur frá Sólbakka: Blandaðir
ávextir (sögur og ljóð), Iierdisi Egilsdóttur: Bangsi læknir
(barnabók), Helgu Sigurðardóttur: Jólagóðgæti.
★
Spumingar:
Ilvar eru þeir búsettir, hinir sex ambassadorar Islands, er
fluttu ávarpsorðin á Nýársdag?
Hver var spurður: „Hvat berr nú þess við, faðir minn, er
þér hrynja tár?“
Eftir hvern er þessi vísuhelmingur:
— Aldrei síðan alveg bjart
er í stofu minni. Svör á bls. 13.
LÓFALESTUR
I lófa hvers manns eru þrjár aðallínur heilsulínan
(merkt a), samvizkul. (b), og ástarl. (c), og aðrar
smærri línur þær heita, auðœfalínan (d), hyggindal.
(e), heimskul. (f), sannleiksl. (g), ánœgjul. (h), ham-
ingjul. (i) og óhófslínan (m). — Séu línur þessar lang-
ar og greinilegar, hefur viðkomandi maður til að bera
mikið af því einkenni, sem línan er kennd við. Séu
línurnar aftur á móti stuttar og ógreinilegar, hefur'
hann lítið af því einkenni.
Milli línanna eru aftur átta ,,fjöll“ er heita eftir
ýmsum stjörnum. Sólfjalli'ð (A) sé það hátt, merkir það
bráðlyndi, en lágt þolinmœði. — Tunglf jalli'ö (B) hátt
dugnafi, lágt ódugnað. — Venusfjalli'ö (C) hátt þakk-
látsemi, lágt vanþakklœti. —- Júpiterfjalliö (D) hátt
óþjálni, lágt blíðu. — Marzfjallið (E) hátt illgirni,
lágt góðgirni.. — Merkurfjallið (F) hátt óreiðu, lágt
reglusemi. — Úranusfjallið (G) liátt leti, lágt iðju-
semi. — Saturnusarfjallið (H) hátt fegurð, lágt Ijót-
leiki.
NÝTT KVENNABLAÐ
5