Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 15
MATUIR KJÖTBÚÐINGUR. 1. mjólk eÖa kjötsóö, 50 gr. hinjörlíki, 60 hveiti, 1—2 1 effgiahvíta. Salt, sykur, pipar. Kifinn laukur. Sinjörliki brauðmylsna. 125 til 150 gr. saxað kjöt. Þegar mjólkin sýður, er smjörlíkið, sem hrærl hefur verið með hveitinu, látið út í. Rifinn laukur látinn út • ásamt kryddinu. Sósulitur látinn í jafninginn. Soðið í 5 mín. KæÞ í skál og salti stráð yfir. Degið er hrærl með eggjarauðunum um stund. Saxaða kjötinu hland- að í og síðast hinum stífþeyttu eggjahvítum. Látið í smurt mót, sem stráð er brauðmylsnu. Brauðmylsnu stráð yfir. Bakað í 3—4 stundarfjórðunga. — Borðað með kartöflum, grænmeti og bræddu smjöri. LJÓS SÓSA, með soðnum og steiklum fiski (fyrir4). 1 matsk. smjör, — 3 niatsk. hveiti, — V/t dl. fisksoð, — salt og- pipar, — 1 eggjarauða, — 2 niatsk. rjómi, — 1 tcsk. kalt smjör. — Sósuna má hvort heldur sem er baka npp eða þykkja með hveitijafningi. BÖKUÐ: Smjörið hrætt í skaftpolti, hveitinu sáldrað út í. Þetta jafnað með því að hræra í. En það verð- ur að gæta þess, að það verði ekki hrúnt. Ilella vökv- anum í smátt og smátt. Þykkt með hveitij.: Vökvinn settur í skaftpottinn. Hveitið hrært út í köldu valni og síðan sett út í heitt fisksoðið. Með hvorri aðferðinni, sem notuð er, á sósan að sjóða, vægri suðu, í 5 mín- útur. (Það er misjafnt hversu þykka fólk vill hafa sósuna). Hræra verður í við og við, svo að hún brenni ekki við. Sósan verður mjög góð, ef hún er hætl með eggi. Hrærið eggjarauðuna með rjómanum og síðan saman við sósuna, sem eftir það má alls ekki sjóða. örh'tið kalt smiör að síðustu sett út í. Þetta er upphaflega sósan, sem gera má svo af brigðilega, eftir því hvort maður vill, lauk — agúrku — steinselju — sinneps — eða spínatsósu. — Setja 2 matskeiðar af hökkuðum graslauk út í liana, þá notuð með soðnum fiski og grænmeti. Setia I V2 mat- skeið fínt hakkaða agúrku eða pickles út í, þá höfð með steiktum fiski. — Setja 2—-3 matskeiðar af hakk- aðri steinseliu, eða þá 1—2 teskeiðar af sinnepi (hræra það fyrst út í köldu vatni) sinnepsósa. Eða 100—150 gr. hakkað spínat ef fólki þykir spínatsósa góð. Þessi síðuslu afbrigði notuð með soðnum íiski. Eflir hvers og eins smekk. * * „Sérhver Iflendingur getur lesið og skrifað og margir þeirra eru lærðir málarar eða tónlistamenn eða myndhöggvarar eða eitthvert samhland af þessu öllu.“ (Umsögn Bandaríkjamanns.) LÍF OG LITÍR iieitir ný ljóðabók eftir íngibjörgu Þorgeirsdóttur. Hefur hún oft skrifað í Nýtt kvenuablað, svo að les- endum blaðsins er ekki alveg ókunn hin skarpgáfaða kona. Hafa ljóð hennar hlotið góða dóma. Geðbrigð- um vakti hjá mér kvæðið: „Þung er þrautab$.“ í .,Liðnu öldinni“ er fyrirsögn með feitu letri: Kona sezt á skáldabekk, er ég las liana, kom Ingibjörg Þor- geirsdóltir mér í hug og okkar tímar. Allir hafa af nokkru að státa. Öska ég henni til hamingju með út- gáfuna. G. St. SvÖr Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, London, Paris, Bonn og Nev» York. Gestur Oddleifsson hinn spaki. Hann var forvitri, ])ótti sem Bolli stæði yfir höfuðsvörðum Kjartans og inni sér samtímis höfuðbana. Margréti Jónsdóttur. ORÐUVEITING. Á nýársdag sæmdi forseti íslands, að tillögu orðunefndar, frk. Ólafía Jónsdóttur, forstöðukona Kleppjárnsreykjahælis, riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu, fyrir hjúkrunarstörf. * * Bókmennta- lista- og listiðnaðarsýning kvenna var opnuð i bogasal t>jóamtnjasaínsins 27. þ. m., í tllefnl af 50 ára afmæll Kvenréttindafélags Islands. * * Vegna áramótanna vill Nýtt kvennahlað flytja útsölukonum blaðsins þakkir og árnaðaróskir. líÍTX ItVENNABLAB - Afgretðela: Fjölnlsveg 7 í Heykjavfk. Síml 2740. - Itltstj. og Abm.: Gnðrún Stefúnsdótttr. - Borgarprent

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.