Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 9
GuSrún frá Lundi:
ÖLDUFÖLL
FRAMHALDSSAGAN
„Og láta engan heyra þig eða sjá. Ekki nema það þó,
að ætla syni þínum að laka að sér fertuga kerlingu,
sem þar lil og með er alin upp á sveit. Það verður
sjálfsagt ekki þetta árið, sem sú trúlofunin verður bor-
in milli bæja.“
„Hana! Þar tók sú gamla af skarið“, flissaði Hrólf-
ur. „En það er nú svona, þó að ég búist við, að Gunn-
vör hefði ekkert á móti mér, þykir mér bún heldur
óblómleg. Ég beld ég reyni heldur við Steinunni
Bjarnadótlur. Faðir bennar liefur áreiðanlega ekkert
á móti mér sem tengdasyni, livað sem henni líður.“
„Það skaltu gera sonur sæll,“ sagði Herdís. „Hún er
geðug stúlka, og ég skal kenna benni að vinna og búa,
en það kann það ekki á Stóru-Grund.“
„Ég segi þá alveg eins og ég meina,“ sagði Gunn-
vör,“ að þó að ég hefði tekið orð Helga í alvöru, hefði
ég áreiðanlega ekki skipt um til þess betra, því að á
þessu heimili verður engin tengdadóttir annað en arg-
asta ambátt. Ég sé það er satt, sem margir álíta, að
hann sé skynsamastur af sinni fjölskyldu.“ Hún greip
yfirsjalið undir handlegg sinn, kastaði kveðju á fólkið
og fór fram úr baðstofudyrunum. Það yrði varla næsta
sunnudag, sem hún yrði gestur á þessu heimili.
Það næsta, sem fréttist af Bensa var ,að hann væri
byrjaður á að byggja yfir sig stærðar steinhús, rétt
við hliðina á Bjarnahæ. Sjálfsagt væri tengdafaðir
lians tilvonandi í félagi við hann, að minnsta kosli
vann hann og synir hans að því öllum stundum, sem
þeir voru ekki á sjónum. Sá færi víst laglega á haus-
inn, þessi snáði, var algengasti spádómurinn um fram-
kvæmdirnar hjá Bensa. Margir álitu, að faðir hans stæði
á bak við allt hans hrask. Hann liafði riðið út að
Grund um veturinn til að tala við hann og boðið hon-
um víst einhver kostakjör, vegna þess að liann náði
meðulunum handa honum í manndrápsveðri. Karlinn
hafði verið orðinn meðvitundarlaus, þegar þau komu,
en rétt við undir eins og búið var að koma þeim ofah
í hann. Og svo hafði hann verið svona þaEklátur fyrir
að fá að tóra, að liann hafði riðið á fund sonar síns,
sem hann hafði aldrei litið réttu auga fyrr, og boðið
honum að ganga í ábyrgð fyrir öllu hans vitlausa
hraski.
Jóna, systir Signýjar í Bjarnabæ hafði hrugðið sér
vestur á land lil að finna Sigríði dóttur sína, en frétti
svo öll þessi ósköp, þegar hún kom heim og var fljót
að heimsækja systur sína strax sama kvöldið. Það var
þá allt í móupptekt, fólkið í Bjarnabæ, svo að hún
settist inn hjá Grétu í Móunum. Hún tók henni vel
ein og vanalega. „Sýnist þér nokkurt veldi vera á því,
þarna í nágrenninu,“ sagði Gréta. „Ég á nú bara engin
orð yfir þetta írafár,“ sagði Jóna. „Strákurinn er orð-
inn vitlaus, reyndar hefur hann alltaf verið það. Hvaða
fé skyldi hann hafa til að byggja aðra eins liöll og
þessa? Ég trúi því ekki, að þau ætli að verða í því með
honum, Jónas og Signý. Þau hafa víst aldrei haft af-
gang þær manneskjur.“ „Það hjálpast víst margir að
þar. Hallfríður hefur nú sjálfsagt verið húin að safna
lalsvert, alltaf sama sem einhleyp. Strákurinn fór líka
snemma að vinna. Ekki er hægt annað að segja um
hann, en hann sé duglegur,“ sagði Gréta, „og það get
ég sagt þér, Jóna mín, að Signý er alveg liætt að
stynja, síðan Sigga setti upp hringinn.“ „Þá er hún
áreiðanlega ánægð,“ sagði Jóna.
Hún heimsótti systur sína næsta dag. Feðgarnir,
Jónas og Mundi sonur hans, voru við steypuna. Jóna
gaf þeim hornauga og hauð' góðan dag, því það voru
þar einhverjir fleiri. Signý var inni í eldhúsi. „Sæl og
blessuð systir,“ sagði Jóna og marg kyssti hana og skil-
aði kveðju frá dóttur sinni. Signý bauð hana velkomna
og spurði, hvernig Sigga hennar hefði það núna? „0.
jæja, það er svona upp og ofan fyrir henni eins og
fyrri. Hún er nú tekin saman við þann þriðja, hvernig
sem það endar. Hún vill helzt fá drengangann, sem
lijá mér hefur verið til að fá meðgjöfina. Auðvitað
er ég ekki orðin nein manneskja til að hugsa um hann.
litla skinnið, en tómlegt verður að vera ein í kofanum,
þegar hann er farinn.“ „Það er skárra traustið, sem
hún ber til þessara karlmanna. Ég er hrædd um, að
ég væri búin að missa áhuga fyrir þeim,“ sagði Signý.
„Ójá, það gengur nú svona. Það hefur einn og annar
búizt við að hetra lægi fyrir Sigríði minni, þessari
myndaistúlku,“ sagði Jóna. „Það held ég geti verið,“
sagði Signý áhugalaust." En hvernig heldurðu, að trú-
lofun dóttur þinnar endist? Það spá margir lrálf leið-
inlega fyrir lrenni. Strákurinn lrefur aldrei verið í
miklu áliti hjá Víkurbúum,“ sagði Jóna. „Það læt ég
vera. Það er víst ekki hægt að segja annað en golt um
lrann, og líklegt þykir mér ,að trúlofunin endi ekki
öðruvísi en vel,“ sagði Signý og hrosli ánægjulega.
„Svo er liann bara farinn að byggja þetta líka litla
lrús! Sá er þó ekki aldeilis blankur, nýbúinn að kaupa
vélbát. Það er sagt, að faðir hans liafi hlaupið undir
bagga með honum og Þorbjörg í Nausti. Þið eruð svei
mér hjálpleg við hann. Jónas Jrrælar við það með
drengnum, þegar þeir eru ekki á sjónum. Fær svo nátt-
NÝTT KYENNABLAÐ
7