Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 14
Þefsi púði fæst á Vefnaðarstofu Karólími Guðmundsdóttiu Ásvallagötu lOa, Rvík. — Jafi, (annað borðið) garn og mynztur kostar kr. 80.00. — Ef keypt eru bæði púðaborðin, er hægt að setja púðann þannig upp: að sauma húllsaum í kring og rekja svo til kögurs. '* sæmilega um verkin sín. en iþetta er bara óuppdregin sveita- stelpa. Frú Unni er litið á son sinn, bún rnætir augum hans, og þau horfast í augu andartak. Hún lítur undan. Blóð hennar ókyrrist. Hvað sér hún í augum sonar sins, sein henni stendur ótti af? Hulda kemur aftur inn í stofuna. Athygli þeirra, sem inni eru beinist að henni á ný. Kinnar hennar eru óvenju- heitar og rjóðar, og það eykur yndisþokka litlu vinnukonunn- ar. Unga stúlkan við borðið virðir hana fyrir sér. Hvað hefur þessi ómenntaða sveitastelpa til að bera, sem vekur þvílíka at- hygli á henni. Eitthvað er það meira en ítur vöxturinn og brúnu augun. Það er eitthvað í framkomu hennar, sem hefur persónu gildi. Augu skólastjóradótturinnar fylgja hverri hreyf- ingu hennar meðan hún raðar réttunum smekklega á veizlu- borðið. Hrefna lítur á Steinar, hann horfir á eftir Huldu og augun blika af ástheitum Ijóma, sem hún hefur ekki séð þar áður. Hver á þann eld, sem leiftrar í augum hans? Getur það verið þessi ómenntaða sveitastelpa? Hefur vinnukonan virki- lega rænt því, sem hún sjálf þráir að eiga? Nei, Hrefna á bágt ineð að trúa því. Frú Unnur býður gestum sínum að taku til matar. Þau setjast öll að borðinu og snæða liinn ljúffenga kvöldverð. Skólastjórahjónin eru kát og halda uppi fjörugum samræðum, en dóttir þeirra tekur lítinn bátt í glaðværðinni. Hún er annars hugar. Er máltíðinni er lokið ber vinnukonan aftur fram af borðinu. Frú Unnur kemur með spil og segir til gestanna: — Nú tökum við fjöruga vist. — Við erum of mörg t;l að spila vist, svarar Steinar. — Getum við ekki spil- að til skiptis? spyr frú Unnur. Gestirnir taka því vel. Þau spila til skiptis og skemmta sér hið bezta. En í gegnum glað- værðina við spilaborðið hlustar ungi formaðurinn eftir storm- hljóðinu úti, sem óðum kyrrist, og röðin er komin að honum að ganga úr spilamennskunni. Hann stendur á fætur. — Ég ætla að líta eftir verðrinu á meðan þið spilið hringinn. Frú Unnur lítur hvasst á son sinn. — Vertu þá ekki lengi, segir hún. Steioar svarar því engu. Storminn er að lægja. Það er korrið bezta sjóveður. Steinar hraðar sér inn aftur og beina leið í eldhúsið. Hulda stendur við eldhúsbekkinn og þvær disk- 12 anu eftir kvöldverðinn. Steinar staðnæmist brosandi við hlið hennar og segir heitri, bliðri röddu: — Ég þakka þér fyrir frammistöðu þína í kvöld ást.... Hunn þagnar skyndilega, þungt fótatak berst að eyrum liuns, og eldhúshurðin er opnuð. Frú Unnur nemur staðar í dyrunum. Hún horfir kalt á son sinn og skiptir litum. — Hvernig lízt þé;r á veðrið? segir hún háðsk. Steinar snýr sér að móður sinni og mætir óhræddur augum hennar. — Það er komið bezta sjóveður, og ég er á för- um á sjóinn. — Nú, það er bara svona, en gestirnir óska eftir að heyra þig spila og syngja nokkur Iög, áður en þeir fara. — Ég má varla vera að því. Svo er ég nú orðinn stirður að spila á orgelið. — Það er þér sjálfum að kenna, þú gazi valið aðra stöðu i þjóðfélaginu, þar sem hæfileikor þínir hefðn iengið að njóta sín betur. — Ég vildi ekki skipta á minni stöðu og neinni annarri. Ég kaus og kýs það, sem ég vil sjálf- ur. Steinar fylgdist með móður sinni upp í stofu til gestanna. Skólastjórinn segir víð hann: — Okkur langar svo mikið til að heyra þig spila og syngja nokkur lög áður en við förum, Steinar minn. Steinar brosir. — Ég er nú orðinn heldur stirður á hljóðfærið, sezt þó við orgelið. Hendur hans líða létt og fimlega yfir nótnaborðið, og hreimfögur, þróttmikil rödd hans hljómar um stofuna í hrífandi söng. Hann spilar og syngur hvert lagið af öðru. Þýður ómur af söng hans berst niður til vinmtkonunnar. Húu opnar eldhúsliurðina, gengur fram að stiganum, stendur þar og hlustar. Hulda veit að það er Stein- ar, sem á þessa yndisfögru söngrödd, og hún stenzt ekki freist- inguna. Hún gengur hljóðlega upp stigann, staðnæmist fyrir framan stofudyrnar og hlustar í heillandi leiðslu. Steinar hætt- ir að syngja. Hulda heyrir skólastjórann segja: — Þú hefðir átt að halda söngnáminu áfram, Steinar minn. Þá hefðir þú orðið frægur söngvari. — Mig langar ekkert til þess að verða frægur. Næst heyrir Hulda, að Hrefna segir: — Spilaðu einu sinni fyrir mig gamla uppáhalds lagið okkar, Steinar! — Hvaða lag er það nú? — í kvöld, þegar fleyið ber þig burt frá mér. ... — Ég veit varla, hvort ég kann að spila það, — Jú, þú kannt það áreiðanlega. Hann spilar lagið, Hrefna syngur með þýðri, dreymandi röddu. Unga stúlkan fyrir framan stofuhurðina 'hlustar: 1 kvöld, þegar fleyið ber þig burt frá mér, bið ég að gæfan megi fylgja þér, meðan oss skilja hafsins svölu sund sælt er að eiga von uq endurfund. — Hvert, sem að fleyið ber þig burt frá mér, brennandi þrá, og ást mín fylgja þér. .. . Hulda hlýðir ekki lengur á sönginn. Þetta er þá gamlu uppá- haldslagið þeirra. Gleði hennar er skyndilega horfin. Ný heit og sár tilfinning vaknar i sál hennar. Hún hraðar sér niður i eldhúsið, tekur til nestið handa Steinari á sjóinn, setur nestis- kassann ú eldhúsborðið. Fer inn í búrið, lokar því og slekkur ljósið. Þögult myrkrið hylur hryggð ltennar.--------Steinar hættir að spila, lokar orgelinu og stendur á fa'tur. Hann kveð- ur gestina og býr sig í skyndi á sjóinn. Timi er kominn til að kalla á hásetana. Hann hraðar sér niður og opnar eld- húsið, matarkassinn stendur á borðinu, en hún, sent hann þráir að sjá er horfin. — Hulda! segir hann hátt, en þögnin gefur ekkert svar. Hann verður að fara án þess að kveðja Huldu. Hunn þrífur nestiskassann sinn og snarast út og niður að sjó. Skyldustörfin kalla. . . . Framhald. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.