Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1957, Blaðsíða 13
Ingibjörg SigurSardóttir: BYLG JIJR NÝ FRAMHALDSSAGA En ekki þýðir að ganga beint íraman að Steinari og banna lionum slíkt. Það yrði bara til að gera illt verra, og ekki kann bún við að reka Huldu ú dyr að svo stöddu. Hún má heldur ekki missa hana á þessum tíma. Hún getur ekki annað en viðurkennt það fyrir sjálfri sér, að Hulda er sú bezta stúlka, sem verið hefur i vist hjá henni. En tengdadóttir hennar skal vinnukonan aldrei verða. Með viti sínu og einbeittum vilja verður hún að afstýra frekara hneyksU'. llún skal höfuðsitja þau, aldrei gefa þeint neitt tækifæri til að ná saman í einrúmi, jafnvcl þó að liún verði að víkja skrifstofustörfunum til ltlið- ar þessar vikur til vertíðarlokanna. 1 þetta sinn skal hennar vilji sigra, hvað sem það kostar. Frú Unnur gengur örugg út úr skrifstofu sinni og leggst til livíldar. Hin hljóða nótt sezt að völdum...... Fölleitir morgungeislar falla inn tnn litla kvistherbergisglugg- ann í kaupmannshúsinu. Hulda vaknar til hins kalda veru- Jeika á ný. Hún liggur kyrr um stund og Jiorfir hljóð á fölt, dapurlegt geislaskin morgunsins. Minningarnar frá síðastliðnu kvöldi streyma fram í sál Jiennar, og Iijartað slær órótt af kvíða. Hvað bíður hennar nú í skauti hins rísandi dags? Hún Jitur á úrið sitt, klukkan er orðin sjö og skyldustörfin kalla. Hún hraðar sér á fætur, fer niður í eldhúsið og framreiðir inorgun- kaffið. Ævar og frú Unnur korna saman inn í þorðstofuna. Þau bjóða Huldu góðan dag. Ilmandi morgunkaffið bíður þeirra á borðinu. Frúin talar ekkert við Huldu á meðan þau sitja að borðum, en svipur liennar er kaldur og hörkttlegur. Vinnu- konuna svíður undan tilliti hennar. Ævar og frú Unnur fara til sinna starfa. Hulda er aftur ein. Degi er tekið að halla. Fiskibátamir streyma inn fjörðinn. Frú Unnur stendur við gluggann i skrifstofu sinni og horfir niður á höfn. I fyrsla sinn á ævinni fylgist ltún af áhuga með því, sem þar er að gerast. Hún »ér »on *inn koma heim. Hið nýja hlutverk hennar or að hefjast. Hún braðar »ér niður til móts við hann. Þau mætast í andd>TÍnu. Kveðjur þeírra eru stuttar. Frúin fylgist með syni BÍnuin inn i eldhúsiö til Huldu. — Komdu sæl, Hulda mín! segir Steinar, rödd lians er glað- leg og ófeiinin. — Koindu sæll! Hulda þorir varla að líta upp. Hún hraðar sér að bera matinn á borðið fyrir liann. Frú Unn- ur tekur sér sæti i eldhúsinu og köld, rannsakandi augu liennar hvíla á þeim til skiptis. Þeim er báðum kvöl að návist hennar °g segja ekki orð, en einu getur hún ekki afstýrt með nær- veru sinni: augu þeirra mætast öðru hvoru og tala liinu lielga máli ástarinnar, þá tungu getur ekkert fjötrað. Steinar hefur lokið við að borða. Hann liraðar sér út aftur og niður að sjó, þar liíða hans ótal verkefni. Erindi frú Unnar niður í eldhúsið hefur náð tilgangi sínum, hún gengur aftur upp i skrifstofuna. Dagurinn er liðinn. Æðandi stomur kveður ömurlega við dimmt vetrarkvöldið. Sjómennirnir leggja bátum sínum við festar, í kvöld siglir enginn þeirra á liafið. Hulda situr ein í eldhúsinu og biður með kaffið handa Steinari. Hann er ókom- inn heim frá sjónum. Hún hlustar gegnum óveðursgnýinn eftir fótataki hans, og tímiim líður. — Loksins heyrir hún rösk- nýtt kvennablað lega gengið inn i húsið. Hún þekkir, hver þar er á ferð. Unaðs- leg gleðitilfinning fer um sál hennar. Steinar er kominn heim. Hann nemur staðar í anddyrinu, og Hulda heyrir, að hann er þar ekki einn. Gleði hennar daprast. Steinar kemur inn í eld- húsið og móðir hans með honuin. Ifann sezt þögull við eldhús- borðið. Hulda stendur á fætur og liellir kaffinu i bollann hans. Frú Unnur snýr sér að lfuldu og segir kuldri röddu. — Ifafið iþér ekki lokið við kvöldverkin í eldhúsinu? — Jú. — Þá skuluð þér fara upp í herbergi yöar. Hún mætir livössum, skipandi augum frúarinnar og hlýðir. — Góða nótt, segir hún og gengur út úí eldliúainu, upp í herbergi sitt. Frú Unnur nair sér í bolla og drekkur kaffi, syni sínum til samlætis. Hvorugt mælir orð. Steinar kann illa þessari nýbreytni, hann skilur tilgang móður sinnar, og í kvöld má hún gjarnan eiga leikinn. Það breytir í engu fyrirætlun hans. Þau verða samferða upp á loftið og ganga til svefnlierbergja sinna. Hin dimma vetrar- nótt hjúpar allt. — — — Stormurinn knýr sína voldugu strengi, bárur hafsins rísa hátt og lúta mælti lians. í Höfn er landlegudagur. Frú Unnur lætur Huldu hafa nóg að starfa og sjálf er hún alltaf með henni í eldhúsinu. í kvöld ætlar frúin að liafa boð fyrir skólastjóralijónin og dóttur þeirra. Steinar á oft erindi niður í eldhúsið, en alltaf er móðir lians þar fyrir, liann hefur því stutta viðdvöl, hverfur fljótt upp í herbergi sitt aftur, en kemur jafn hraðan niður á ný. Undir kvöld segir fni Unnur syni sínuin frá gestaboðinu, liann svarar því fáu. Honum liefur ætíð likað vel við skólastjórahjónin, en Hrefna dóttir þeirra liefur aldrei náð hylli hans. Þau eru jafnaldrar og léku sér stundum saman smábörn, hún var frek og ráðrík, en hann þoldi illa yfirgang hennar og hætti því fljótt að leika sér við hana. Eftir að þau urðu fullvaxta hefur hún alltaf verið blið og elskuleg í viðmóti, þegar fundum þeirra hefur borið saman, en það hefur ekki haft hin minnstu áhrif • á liann. Móðir hans heldur mest upp á Hrefnu af öllum ungum stúlkum, og honum er það löngu ljóst, að hún óskar eftir lienni og engri annarri, fyrir tengdadóttur, en hann er sjálf- ur á annarri skoðun. Hrefna er að visu glæsileg í sjón og mikið menntuð, en hún er stórlát eins og móðir hans, þær eiga vel saman, en hann er gagnstæður þeim. — Dagúrinn er liðinn, kvöldið færist yfir. Stebiar býr sig i sparifötin. Enginn skal geta sagt með sanni, að hann fagni ekki ge«tum sinum vel. Hann tekur á móti þeim ásamt móður sinni. Skrautlega itofan i kaupmannshúsinu er uppljómuð. Mæðginin sitja þar með gestum sinum og ræða við þá. Hulda er ein í eldhúsinu og framreiðir dýra veizlurétti. I kvöld skal hún leggja sig alla fram. Hún gengur inn í gestastofuna og raður diskunum á borðið, lijarta liennar slær ótt og höndin titrar litið eitt. Hún finnur köld, athugul augu frú Unnar hvíla á sér og veit það vel, að í kvöld er hún mæld og vegiri. En það eru fleiri, sem veitn henni athygli, en húsmóðir henn- ar.------Ilún ber fyrsta réttinn á borðið. Kona skólastjórans snýr sér að frú Unni og segir: — Þú hefur náð í mjög geðslega vinnukonu, hvaðan er hún? — Ég hef aldrei liirt um að vita, livaðan hún er. Prestsfrúin í Breiðvik réði hana hingað, ofan úr einhverjum afdal. — Það er auðséð, að hún er úr sveit, segir Hrefna með lítilsvirðingu. — Já, það er auðséð að þetta er saklaust sveitabarn. Mér lízt mjög vel á hana, svaraði móðir hennar. — Þær eru nú ekki betri, þessar sveitastelpur, þó að þær fari kannske hægar á yfirborðinu, segir frú Unnur og rödd hennar er nístandi köld. Kona skólastjórans er hissa á tilsvörum vinkonu sinnar. — Líkar þér ekki vel við þessa stúlku? segir hún. —- Þvf veröur ekki neitað, að hún hugsar 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.