Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Síða 3

Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Síða 3
NYTT KVENNABLAD 19. árgangur. 2. tbl. febrúar 1958. H U G R Ú N : Filippía Kristjánsd. P vn< .rei: Það er bjart yfir borginni í dag, sólskin og stillilogn. '— Góð tilbreyting eflir alla stormana. Vetur karl- inn er í rétti sínum. Þegar ég var lílil í sveitinni, gerði ég mér í hugarlund, að Þoiri og Góa væru hjón. Ég hugsaða mér Þorrann stóran vexti, hálfgerðan risa, gráhærðan með sítl skegg með klakakleprum, sem hringlaði í, þegar hann gekk. Hann var önuglyndur og ujipslökkur og hafði það til að skyrjia langar leiðir °g stundum framan í fólk, jiegar hann reiddist. Það v»ru haglélin. Oft var hann iþó góður. Þá brosti hann í kampinn, eins og jólasveinn. Góa, konan hans, var mesta geð- Prýðiskvendi og óþarflega undirgefin bónda sínum, ekki framtakssöm né gáfuð, en allra bezla skinn og vildi bæta fyrir rustaskap karlsins. Einmánuður, sonur þeirra, var líkur þeim báðum, þó mildari en faðirinn og gáf- uðri en móðirin. Hann var ráðríkur og vildi láta taka eftir sér. Hlýr var hann í viðmóti, nema þegar hann var reittur til reiði. Svona voru nú hugmyndirnar, sem eg skapaði mér í þá daga. .. . Ég veit ekki, hvort það er algengt, að nútímabörn skajii sér svijiaðar liugmyndir. Það er svo margt sem truflar. Um leið og þau fara að vitkast sogast þau út í hringiðu tíðarandans. Þau horfa a tœknina, ævintýradraumarnir eru orðnir að veruleika. Nú þykir það ekkert undur, þótt klæðið fljúgi, eða að 'jósið t^ndrist með jiví að einhver styður á hnapp í veggnum. Munum við ekki ævintýrasögu, sem sagði okk- ur frá töfrahnyklirium, sem rann áfram án sýnilegrar stjórnar, eða spjaldinu, sem huldukonan gaf karlssyn- ■num, þegar hann var að sækja kóngsdótlurina í trölla- hendur ? Ef hann sló á rauða reitinn, kom eldhríð1, ef hann sló á þann gráa, kom þoka, o.s.frv. Hvað hefur skeð? Mennirnir eru farnir að framleiða ský, regn, eld- hríðar og snjódrífu, og guð má vita hvað verður á NÝTT KVENNABLAÐ næstunni. Sennilega halda þeir áfram, þangað til þeir missa tökin á öllu saman. Hvað skeð- ur þá? Svarið verður ógn- þrungið. Hvað svo sem öllu þessu líður, breyta þeir ekki gangi jiess kerfis, er skapari alls lífs hefur grundvallað. Allt verð- ur það á sínum stað, þar til sá tími kemur, að hann segir: Hingað og ekki lengra. Mennirnir miklast af vizku sinni og framkvæmdum. Þeir kcjrpa hver við annan og geta ekki einu sinni þagað yfir Jiví, sem er að gerast, þangað til verkum er lokið. Svo jiegar mistökin verða, gleðjast andstæðingarnir hjartanlejp. Strákarnir á götunni segja: Ég var á undan, ég var fyrstur. Hvers vegna gátu Bandaríkjamenn ekki þagað um það, bve þeim þótti miður, að Rússar voru á Undan þeim með gervidólið sitt upj3 í háloftin, og hvers vegna ijiögðu þeir ekki um Jiað, að nú ætluðu jieir að skjóta sinni kúlu, sem misfórst. Rússar þögðu þó, þar til séð var fyrir endann á að allt væri í lagi. Ég geri þá kröfu til menningarinnar, að hún sýni, að hún sé eitthvað meira en menningarleysið eða kyrr- staðan, að hún verðskuldi titilinn. Orðið menning á víðtækt hugtak og er mikið misnotað. Svo ekki meira um það. Ég er sennilega komin þarna út á hálan ís. En ég er nú ennþá litla telpan, og geri mér mínar hug- myndir eins og þá, er ég stóð við gluggann heima og horfði á frostrósir þorrans. Ég skildi að nokkru leyli, hvað þau málverk táknuðu, en nú, þegar ég stend og horfi á rnörg nýtýzku málverkin, sem af mönnum eru gjörð, veit ég ekki mitt rjúkandi ráð. Stundum fvllist 1

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.