Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Qupperneq 7
inn. „Nú skal ég segja þér söguna af tröllkarlinum, sem
álli heima hérna frammi á afréttinni. Þú sérS Hellis-
hnjúkinn hérna af hlaðinu. Kailinn fór austur á Hóls-
fjöll að sækja hangikjöt, en dagaði u])j)i og varð að
sleini í fjallinu fyrir ofan Drangshlíð. Ég skal sýna þér
steindrangann í kvöld í kíkinum mínum“, sagði gamla
konan. Svo fór hún að segja mér af huldukonunni, sem
bjó í Álfhól. Það var hóll fyrir ofan túnið á Vaðbrekku.
Sögurnar entust þangað lil Helga kallaði á okkur í
kaffið. Svo ])lokkaði hún með okkur seinnipart dagsins
og hlustaði á sögurnar, eins og við krakkarnir. Um
kvöldið horfðum við svo í kíkinn.
Eftir helgina fór Geirlaug að þvo ullina, ég skol-
aði í læknum. Þegar krakkarnir voru sofnuð á kvöldin,
settist hún á taðkláf, sem hvolfdi undir skálagluggan-
um. Ég sat á fötu, sem stóð þar hjá. Svo litum við í
kíkinn eftir ullinni og fleiru á hinum bæjunum. Hof-
leigur hét yzti bærinn, sein sást frá Vaðbrekku. Ekki
var seinlætið með ullaiiþvottinn þar. Hún var deginum
á undan okkur, hún Bergljót, og hvít og falleg var
ullin hjá henni. Það er nú eins og annar myndarskap-
urinn á því heimili. Ullin á Reynimel var heldur blakk-
ari, hann sást á flestu sóðaskapurinn þar. Þá var nú
ekki úr vegi að líta heim á stórbýlið, Drangshlíð, þar
sem kitkjan var og þinghúsið, þar sem oddvitinn bjó
sínu rausnar búi. Þau voru svo sem nógu mörg ullar-
drílin þar, en það var ekkert víst, að þau væru öll fal-
leg. Það var misjafn sauður í mörgu fé. Það sáust
margir fleiri bæir og við litum heim á þá alla. Mér
leiddist aldiei og fann ekki snert af heimþrá, þótt ég
sæi skipin úti á sólglituðum Mávafirðinum langt í
fjarska.
Eftir vikudvöl í Vaðbrekku koinu boð um, að hald-
inn yrði framboðsfundur í Drangshlíð n.k. miðviku-
dag. Það áttu sem sé bráðúm að fara fram þingkosn-
ingar. Þá hætti Geirlaug að tala um ullina á bæjunum.
Nú voru það stjórnmál og aftur stjórnmál. Hún var
Framsóknarmanneskja og mjög ákveðin í skoðunum.
Tómas frá Tungu hét hann þáverandi formaður Fram-
sóknarflokksins og einn af ráðherrunum. Margt hafði
hann látið gera fyrir velferð landsins, eftir því sem
Geirlaug sagði. Brúa mörg vatnsföll o. fl. Hún hafði
horft á mann drukkna, þegar húii var unglingur, og
var hún síðan svo vatnshrædd, að engu tali tók.
Ef Þorsteinn á Bjarmalandi kæmist á þing, svo hét
frambjóðandi hennar l’lokks í kjördæminu, var hún
viss um, dð hann liefði þau áhrif á Tómas, að hann
léti innan skamms brúa hana Arnardalsá, og svo yrði
gamla þinghúsið rifið og skólahús byggt í staðinn. —
Þangað gætu þau gengið, Stebbi og Ása, þegar þau
hefðu aldur til. Þeir voru orðnir nokkrir skólarnir,
sem hann Tómas hafði lálið byggja. Eða Alþingishátíð-
in í fyrra, sem var landi og þjóð lil svo mikils sóma.
Ætli það hefði orðið mikil mynd á henni, ef Tómasar
Tómassonar frá Tungu hefði ekki notið við? ísleifur
Örn hét sá, sem hún taldi skæðastan í íhaldsflokknum,
sem þá hafði raunar skipt um nafn og nefndist Sjálf-
stæðisflokkur. Geirlaug taldi hann vitanlega Þránd í
Götu allra fiamfara og menningarmála. Hún leit
aldrei í blað eða bók, nema guðsorðabækur á sunnu-
dögum, enda lílill tími til bókalesturs um þetta leyti
árs. — En hún vissi hitt, hvað varðaði velferð lands-
ins, það var nóg, og J'ón sonur hennar vissi það líka,
Guði sé lof! Hún fékkst ekki urn það, þó að Jón færi
á fundinn á virkum degi ogekki heldur, þó að þeir færu
báðir, Geiri og hann, á fund, sem haldinn var í næstu
sveit, og fannst henni þó alltaf nóg til að gera.
Sunnudaginn 10. í sumri var ákveðinn kjördagur.
Það rigndi mikið daginn áður. Geirlaug sat á rúmi
sínu og gerði skó. Ég kembdi tog í þráð. „Ó, að Guð
gefi, að áin verði ekki í flóði á morgun,“ sagði Geir-
laug. „Það munar um atkvæðið mitt og hennar Helgu,
og ekki kemui hún þá heldur hún Vilborg í Miðhúsum,
hún skaðar ekki velferð landsins, konan sú, þó að hún
sé með valbrá.“ Helga kom inn í þessu. Hún hafði verið
að baka vöfflur og færði okkur krökkunum sína hverja.
„Það vildi ég, að hún Anna á Hóli yrði lögzt á sæng
á morgun, svo að hún kæmist ekki að Drangshlíð til
að kjósa íhaldið“, sagði Geirlaug. „Ég lield, að það
geti skeð, að þú fáir þá ósk up])fyllta,“ sagði Helga
hlæjandi. „Við liöfum ekkert frétt þaðan síðan á mið
vikudag.“ „Heldurðu ekki, að Halldór gamli á Ystabæ
verði nú heima á morgun? Hann hefur verið við rúmið
síðan löngu fyrir sumarmál,“ sagði Geirlaug. „0, ég
veit ekki,“ sagði llelga. „Hann er afar einbeittur".
„Já. það er hann, óhræsis íhaldslurkurinn“, sagði Geir-
laug. Helga leit til mín og sagði: „Ég ætla nú að biðja
þig, Hulda mín, að fara suður í garð og ná í rabar-
bara. Ég ætla að sjóða sultu, ef einhver kæmi hingað
á morgun í heimleiðinni.“ „Já, ég vona nú bara, að
það verði ekki Halldór,“ sagði Geirlaug. „Mér væri
sama, þó að Óli greyið kæmi, hann er alltaf svo al-
mennilegur.“
Ég stóð U])j) og fór út. Það var hætl að rigna. Sólin
skein milli drungalegra skýja. Arnardalsá niðaði þungt,
mórauð og mikil. Piltarnir stóðu á hlaðinu, óhreinir
og blautir. Þeir höfðu verið að rista torf. Þegar ég
kom aftur með rabarbaraleggina, höfðu þeir farið úr
bleytunni og voru að drekka kaffi í maskínuhúsinu.
„Ég ætla að biðja þig að skreppa út að Miðhúsum og
ná í brýnin, sem hann nafni minn ætlaði að kaupa fyrir
Framh. á bls. 10.
NÝTT KVENNABLAÐ
i