Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Qupperneq 12
VELFEBB EANDSINS. Framluild af bls. 5. mig,“ sagði Jón við Geira. „Það er verst, að j>að verð- ur svo framorðið, Jiegar þú kemur aftur, að við nenn- um ekki að bera niður í kvöld.“ „Jú“, sagði Geirlaug, sem kom fram í þessu. „Það má til að byrja í kvöld, laugardagur til lukku.“ Þú gelur byrjað með brýnis- garminum, sem er í hnífaparaskúffunni". „Jæja“, sagði Jón, „kannske maður reyni það.“ — En Geiri fór og kom fljótlega aftur með brýnin og þá frétt, að Anna á Hóli hefði eignast son þá um nóttina. „Hann kom í heiminn á réttum tíma“, sagði Geirlaug. „Það verður fleira lánlegt fyrir honum, blessuðum drengnum“. Piltarnir brýndu og slógu væna spildu fyrir sunnan bæinn. Það kólnaði með kvöldinu. Úlfgráar og illúðlegar þokuslæður teygðu sig fram með fjallahlíðunum. Um nóttina dró úr ánni, hún glitraði eins og silfurband í skini morgunsólarinnar. Þornandi daggarperlur glóðu eins og demantar á iðgrænum möttli fjallkonunnar. Hæstu fjallabrúnirnar báru hvítan fald, en yfir svifu sólgyllt ský. Jón bóndi fór snemma yfir að Drangs- hlíð, hann var trúnaðarmaður síns flokks og þurfti að vera viðstaddur frá byrjun. Nokkru eftir hádegi kom ég sunnan frá læk með plögg, sem ég hafði verið að þvo. Þá kom Geirlaug fram í bæjardyrnar, þvegin og greidd í peysufötum með glansandi silkisvunlu og skýjabekkjaslifsi. Hún var bæði fríð og fönguleg í sín- um þjóðlega spariskrúða. Hún hefði verið sómi hvers stjórnmálaflokks hvað útlit sneiti. Hún var með kík- inn. En nú var hún of fín til að sitja á kláfnum: „Skyldi maður ekki fara að sjá til mannaferða?“ sagði hún. „Jú, þarna er eilthvað að koma undan Tröllbakkanum, en svo nefndist hátt og bratt melbarð niður við ána, utan og neðan við Vaðbrekku. Hann skyggði á reið- götuna á stórum parti, en svo tóku við sléttar grundir suður af Vaðbrekkuvaðinu, sem bærinn dró nafn sitt af. Þetta var heill hópur, karlar og konur. Hláturinn og skvaldrið í jiví heyrðist lieim á hlað. Það þeysti úl í ána á vaðinu. „Sjá þessi læti“, sagði Geirlaug. „Þó að áin sé lítil gæti það farið hægar. Og stúlkurn- ar klofast á hnökkunum, eins og aumustu flökkukerl- ingar í mínu ungdæmi“, Nokkru seinna komu fjórar manneskjur í ljós, kven- maður í hnakk á gráum hesti, karlmaður með svartan hatt, en teymdi undir söðulkvenmanni og annar karl- maður, sem rak á eftir. „Ja, Guð hjálpi mér“, sagði Geirlaug. „Þarna kemur fólkið á Hóli og ljósmóðirin með því. Kerlingin, sem teymt er undir, er hún Rósa móðir hans Gísla sauðamanns. Hún er steinblind, hún á að bæta það upp, að Anna kemst ekki“. Helga kom nú fram í bæjardyrnar í hnakkreiðfötum með bláa alpahúfu. — „Nú ætla ég að biðja þig, Hulda mín, að líta eftir kúnum og passa krakkana og halda við eldinum, þangað til við komum aftur.“ Ég lofaði góðu með það. — Enn komu tveir menn undan Tröllabakk- anum, annar á skjóttu hrossi, hinn á moldóttu. Ekki fóru þeir hart yfir foldu. Geirlaug tók viðbragð: „Þetta eru fegðarnir á Yztabæ. — Halldór gamli með sjóhatt og í klofháum reiðsokkum, gaurinn sá arna, á honum Molda sínum. Að hann skuli ekki skamm- astsín að vera að þvælast þetta, allur haltur og skakkur“. Nú hló Helga. „Þú ættir ekki að Iáta svona, Geirlaug“, sagði hún. „Þú myndir sjálf reyna að fara, þótt Jiú værir blind á báðum augum og hölt eins og Halldór. En við skulum nú fara að flýta okkur af stað. Það eru allir farnir á undan okkur.“ — Geiri fór að leggja á hestana, sem voru bundnir við 'hestasteininn. Reið- týgin voru geymd í skemmu suður á hlaðinu. Þar var eitthvert ferlíki uppi á bitum vafið í strigapokum og bréfum. Geirlaug sagði, að það væri kistan sín. Hún hafði pantað hana, þegar smíðað var utanum hann Stefán hennar, sem nú var dáinn fyrir þrem árum. Hún vildi hafa hana svarta. Það var ekki víst, að Jón myndi eftir því. Hann var stundum viðutan, þótt hann væri það ekki, Guð sé lof, þegar velferð Iandsins var annars vegar. — Söðullinn hennar Geirlaugar var lagður á Grjáskjóna. Hann var öllum hestum traustaH í vatni. Geirlaug var nú komin í dragsítt reiðpils og til- svarandi treyju. Hún var með barðastóran stráhatt með silkiborðum, blómum og fjöðrum. „Amma er í fjór- um pilsum,“ sagði Ása, hátíðleg og alvörugefin. Og það var rétt. Geirlaug hafði sýnt mér sparifötin sín, sem hún geymdi í rósamálaðri kistu í stofunni. Nær- pilsið var hvítt, blúndulagt, millipilsið þverröndótt í ákaflega glossalegum litum. „Finnst þér nú ekki mun- ur að sjá búninginn okkar?“ sagði Geirlaug við mig og horfði á tengdadóttur sína laus við aðdáun. „Víst er höfuðfatið þitt fallegra“, sagði ég. „En er ekki hræði- lega heitt að vera í öllum þessum pilsum?“ „Ó, ég held ekki,“ sagði Geirlaug. „Þegar ég var ung, voru gömlu konurnar í 5 pilsum við hátíðlegustu tækifæri og reiðhempunni þar utanyfir og varð ekki óglatt af. En nú er bezt að halda af stað“. Þau kvöddu og héldu úr hlaði. Sólin var komin langt útfyrir nónskál. Ég var uppi á Álfhól að byggja rétt úr smásteinum með krökkunum. Kýrnar lágu og jórtruðu á Hvítugrund og reykjareim- urinn frá bænum sýndi, að allt var í lagi með eldinn, Kópur þaut upp með gestalátum heirna við bæinn. Við litum upp. Það var hópur af fólki að koma neðan túnið. Krakkarnir hlupu í spretti heim og ég á eftir. N’fTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.