Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Síða 15
stokkinn og danglaði í Molda sinn með krókslaf, sem
hann hafði fyrir keyri. Ólafur var að fara á bak, Helga
stóð hjá honunr. „Það segi ég satl, Ólafur“, sagði Geir-
laug, „að ég er þér hjartanlega þakklát fyrir hjálpina,
þótt ég verði líklega aldrei sú manneskja að launa í
neinu“. „Ég á engin laun skilið'1, sagði Ólafur. „Ég
gerði ekki annað en það, sem sjálfsagt var að gera og
allir hefðu gerl í mínum sporum, en láttu það vera
gleymt, sem gamli maðurinn sagði. Hann er genginn
í barndóm, aunringinn." Ólafur kvaddi og fór.“ „Ég
held, að hann hafi alltaf verið svona, óhræsið að tarna,“
sagði Geirlaug. „Ætli hann sé ekki hálfgalinn af því
að koma ekki tengdadóttur sinni af stað. Hún er frá
framsóknar-heimili og hefur alllaf setið heima síðan
hún giftist.“ „Það er ég viss um, að hann Árni minn
hefði orðið alveg galinn, ef ég hefði ekki viljað fara,“
sagði Vilborg.
Við gengum lil stofu, Geirlaug hitaði kúmenkaffi,
og Helga kom með kókó handa okkur krökkunum. Við
sátum öll kringum rauðmálaða stofuhorðið og tókum
hraustlegá til matar. Það var ánægjuleg stund að kveldi
hins róslusama dags. Svo komu þeir Jón hóndi og
Árni í Miðhúsum og voru ekki settir lijá. Jón tók
óþvegið upp i sig yfir hestaskiptunum, þó að hann sæi
góðan tilgang móðúr sinnar.
Ekki voru rnargar sólir af lofti. þegar Jón brá sér
yfir að Drangshlíð, en Jrar var símstöð, og kom heim
með þær góðu fréttir, að Þorstoinn á Bjarmalandi hefði
náð kosningu með 11 atkvæða mun. Þá var Geirlaug
glöð. Hún gaf heimilisfólkinu kúmenkaffi og kom með
glerfatið sitt góða, ])ótt enginn væri gesturinn.
Halldór ú Ystahæ dó seint um sumarið og var jarð-
aður í Drangshlíð. Áin var þá ófær með kerru, svo
að kistan var höfð um þverbak á hesti. „Hann var
þversum og ólánlegur, bæði lifandi og dauður,“ sagði
Geirlaug. Húu var óskaplega lirædd um Jón sinn, hann
fylgdi. En huggaði sig við það, að nú }>yrfti ekki lengi
úr þessu að hræðast ána.
Það var tólf árum seinna, að ég kom að Vaðbrekku
kaldan haustdag. Svarta kislan hennar Geirlaugar var
horin út úr hænum og látin á kerru, sem garnli Grá-
sjóni dró yfir að Drangslilíð. Honum varð ekki fóta-
skortur í ánni heldur en fyrri daginn, og var hún þó
hreint ekki lítil. Það hafði dregizt að brúa ána, ]>ó að
hann Þorsteinn á Bjarmalandi kæmist á |>ing og berðist
fyrir velferð landsins.
(Gamall kúasmali.)
Þetta fallega veggteppl er saumað 'meö góbelínsaum yfir 4
þræði í hvitan, svartan eða dökkbrúnan jafa. Stæröin er
110x215 cm. Verð á öliu efni kr. 480.00. Einnig má sauma
þetta mynztur með góbelínsaum yfir 3 þræði, og er til i það
dökkbrúnn og ijósgrænn jafi. Stærðin er þá 80x170 em. Verðið
i hlutfalli minna.
Vefnaðarstofan verður lokuð frá 29. marz til 20 april. —
Athugið að senda pantanir áður, eða sem fyrst. Vcfnaðarstofiv
Karólínu Guðmundsdóttur, Ásvallagötu 10a Keykjavik.
Þegar Ilaraldur og Rannveig afsöluðu sér þingsætinu að af-
stöðnum þingkosningum:
Sér örlögin stríðu Ej'vindur skóp,
á eftir honum svo Halla hljóp.
— Nú réttvísin híður rannsóknar
á Rannveigar sögu og Haraldar.
Svör við spurningum á 3. síðu.
1. Guðný Böðvarsdóttir.
2. Florence Nightingale.
3. Hann lofar öllu fögru, og svíkur svo allt.
Að fá sér sopa svolítinn,
sfzt ég lasta kynni.
Og út I dropa eilítinn,
eftir löngun sinni
Þorvaldína Helgadóttir.
Vetrarnótt meS veðrabál
verður tíðum löng'.
Gott er þá að geyma í sál
glaðan vorsins söng.
Guörún Jónsdóttir.
Húsfreyja var ein inni að gegna húverkum. Allt í einu kem-
ur dóttir hennar, 7 ára gömul, hlaupandi inn. Hún er rjóð i
andlitl og er auðsjáanlega mikið niðrl fyrir: „Mamma, mamma!''
segir hún, „það er kominn hingað góður gestur: hann heilsaði
mér, eins og hinu fólkinu."
Nýtt kvcnnablað. Verð kr. 25.00 árg. Afgreiðsla: Ejölnesvcg 7, Bvík. Sími 12740. Bitstj. og ábm.: Guðrún Stcfánsd. Borgarprent.