Morgunblaðið - 18.07.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.07.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009 „ÉG teldi ekki gott að fresta af- greiðslu frum- varps um ríkis- ábyrgð vegna Icesave-samn- inganna,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, formað- ur utanríkis- málanefndar Alþingis. Utanríkismálanefnd þingaði í gær með fulltrúa Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna, en í fyrra- dag komu fulltrúar Seðlabankans á fund nefndarinnar. Einn möguleik- inn sem rætt var um í fjárlaganefnd Alþingis í gær er að afla frekari gagna og bíða með að leggja málið fyrir Alþingi til haustsins. Formaður utanríkismálanefndar segist ekki geta séð að það vanti mikið af gögnum fyrir utanríkis- málanefnd en vel megi vera að fjár- laganefnd þurfi á frekari gögnum að halda. „Ég tel að það sé ekki góður kost- ur að slá málinu á frest og það er mat flestra sem hafa komið að mál- inu,“ segir Árni Þór. the@mbl.is Segir það vera slæman kost að fresta Icesave Árni Þór Sigurðsson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi konu um borð í erlenda skólaskútu sem stödd var við mynni Patreksfjarðar. Þyrlan var stödd á Ísafirði er beiðni um aðstoð barst en konan hafði veikst og var hún mjög þjáð. Töluvert flókið er að sækja fólk, sem statt er um borð í skútu, í þyrlu. Konan var því færð um borð í léttbát ásamt aðstoðarmanni þang- að sem hún var síðan sótt um borð í þyrluna. Er það töluvert nákvæmn- isverk þar sem báturinn þarf að vera í togi á ákveðinni ferð til að honum hvolfi ekki undan vindi frá spöðum þyrlunnar. Aðgerðin tókst vel og var komið með konuna á Landspítalann í Foss- vogi skömmu eftir klukkan níu í gærkvöldi. sigrunbirna@mbl.is Þyrla sótti veika konu í skólaskútu Útkall Konan sem veiktist var um borð í svipaðri skútu og þessari. FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÞAÐ var varla búið að slökkva á at- kvæðaskiltinu í þingsal Alþingis í fyrradag, þar sem tölurnar 33 já, 28 nei blöstu við, þegar hafinn var þrýstingur á þingmenn, stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga, að ganga nú snöfurmannlega til verks í næsta máli, Icesave-málinu. Ásta R. Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, hefur ritað þingnefndum bréf öðru sinni og beðið um að afgreiðslu mála verði hraðað í þingnefndum. Icesave- málið er á forræði fjárlaganefndar, sem hefur óskað eftir umsögn frá efnahags- og skattanefnd og utan- ríkismálanefnd. Fjárlaganefnd fundaði um málið í gærmorgun. Beðið eftur umsögnum Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki lægi ljóst fyrir hvenær nefndin fengi um- sagnir frá efnahags- og skattanefnd og utanríkismálanefnd. Ekki yrði hægt að ljúka við nefndarálit fjár- laganefndar fyrr en þær umsagnir hefðu borist, því þær yrðu aug- ljóslega hluti af áliti fjárlaganefndar. Samkvæmt mínum heimildum höfðu oddvitar ríkisstjórnarinnar gert sér í hugarlund að hægt yrði að afgreiða Icesave-málið úr nefndum eigi síðar en á mánudagskvöld, en samkvæmt sömu heimildum þykir deginum ljósara að það náist ekki. Í fyrsta lagi sé hægt að gera sér vonir um að Icesave-málið komist á dag- skrá þingsins á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku, sem þýði að þinglok verði aldrei fyrr en í þar næstu viku og virðast flestir viðmæl- endur hallast að því að þinglok geti dregist fram undir mánaðamót. Þingmenn stjórnarandstöðunnar úr röðum Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Borgarahreyfing- arinnar eru ekki ýkja spenntir fyrir því að hraða afgreiðslu svo þýðing- armikils máls og telja margir að málið sé langt frá því að vera þing- tækt enn sem komið er og enn vanti nokkuð á að allar þær upplýsingar og gögn, sem nefndarmenn hafi ósk- að eftir, séu þeim aðgengileg. Sömuleiðis sögðu þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu að ef keyrt yrði á það með „ofbeldi“ að rífa mál- ið úr nefnd, þá væri viðbúið að eng- inn friður yrði um málsmeðferð við aðra umræðu. Umræður um Icesave gætu þannig orðið afar djúpar og dregist á langinn, með öðrum orð- um; málþófi yrði beitt. Stjórnarliðar ekki sannfærðir Áform um þinglok fyrir næstu helgi eru því í uppnámi og mjög ólík- legt er að þingheimi takist að ljúka störfum í næstu viku. Um það eru viðmælendur úr stjórnarliði sem liði stjórnarandstæðinga nokkuð sam- mála. Það sem kann að gera málið enn snúnara fyrir ríkisstjórnina er sú staðreynd að engin sterk sann- færing mun vera fyrir hendi fyrir því í Samfylkingunni og Vinstri grænum að Icesave-samningurinn sé þess eðlis að réttlætanlegt sé að sam- þykkja hann í óbreyttri mynd. Um þetta hafa stjórnarþingmenn að sjálfsögðu ekki hátt, því það er eindreginn ásetningur þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að keyra Icesave- samninginn í gegn á þessu sum- arþingi, enda hafa a.m.k. ráðherrar Samfylkingarinnar staðfasta sann- færingu fyrir því að Icesave- samkomulag sé ígildi góðs að- göngumiða að viðræðunum um aðild að Evrópusambandinu. En miðað við miklar efasemdir ákveðins hóps stjórnarþingmanna úr báðum stjórnarflokkunum og andstöðu allrar stjórnarandstöð- unnar er allt eins líklegt að Icesave- samningurinn verði felldur í at- kvæðagreiðslu á Alþingi, verði hann borinn upp til atkvæða í óbreyttri mynd. Viðmælendur vildu í gær ekki leggja mat á hvað verður, ef frum- varp fjármálaráðherra tekur mikl- um stakkaskiptum í meðferð fjár- laganefndar. Engin vissa um meiri- hluta fyrir Icesave Í HNOTSKURN »Fjárlaganefnd fundaði ígærmorgun og fundar á ný um Icesave-málið á mánu- dag. »Beðið er umsagna Sið-fræðistofnunar, efnahags- og skattanefndar og utanrík- ismálanefndar. »Reynt verður að ljúka af-greiðslu Icesave-málsins á sumarþingi, en búist er við að frumvarpið muni taka breyt- ingum í meðferð þingsins. Morgunblaðið/Eggert Þrýstingur Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vill að störfum þing- nefnda verði hraðað. Nefndafundir verða á mánudag og þing daginn eftir. Forseti Alþingis vill að þing- nefndir hraði störfum eftir megni. Stjórnarandstöðuþing- menn hóta að beita málþófi ef Icesave verður afgreitt með „of- beldi“ úr þingnefndum.  Ákveðnir stjórnarþingmenn með miklar efasemdir í garð Icesave-samningsins  Þinglok gætu dregist til mánaðamóta  Þrýstingur frá forseta að klára málið „ÞAÐ eru engin merki um yfirvofandi eldgos en það þarf að fylgjast vel með hræringunum,“ segir Matthew James Roberts, jöklafræðingur hjá Veðurstofunni. Frá því snemma í júní hefur skjálftavirkni verið viðvarandi. Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að orsök hræringanna sé sennilega kvikuinnskot, svipuð þeim sem ollu skjálftum árin 1994 og 1999. Þá segir að búast megi við frekari smá- skjálftavirkni á svæðinu. Roberts bendir á að árin 1994 og 1999 hafi ekki gosið þrátt fyrir svipaðar aðstæður, en segir þó ekkert úti- lokað: „Náttúran hefur þann vana að vera óútreiknan- leg.“ Hann telur þó ólíklegt að gos sé í uppsiglingu og segir ekki ástæðu til óttast í bili. Til þess þyrfti staðan að breytast mikið; skjálftarnir að verða öflugri, vera nær yfirborðinu og fram yrðu að koma merki um raunveru- lega eldvirkni. „Og ég veit fyrir víst að þau sjást ekki í augnablikinu.“ skulias@mbl.is Viðvarandi skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli Engin teikn á lofti um að gos sé í uppsiglingu í jöklinum Morgunblaðið/Rax Undir jökli Fljótshlíð undir Eyjafjallajökli, þar sem jörð hefur titrað að undanförnu með smáskjálftum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.