Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009 Fjölbreytt notagildi Þegar skýla þarf viðkvæmum augum fyrir sterkum sólargeislum án þess að taka niður lesgleraugun getur kort af Reykjavík komið að góðum notum. Eggert FYRIR vinnuafl í Evrópu lítur árið 2009 – hið minnsta á yf- irborðinu – ekki út fyrir að verða mjög gott ár. Í Evrópu er atvinnuleysishlutfall nú nærri 8,5 % og mun hærra í sumum löndum álfunnar. Það eru blikur á lofti um að hlutfall atvinnu- lausra muni hækka enn frekar á næstu mánuðum. Atvinnuleysi með- al ungs fólks er sérstaklega áhyggjuefni. Á tímum sem þessum hljóma röksemdir um mikilvægi hreyfanleika vinnuafls fyrir alla Evrópubúa ef til vill hjákátlega. Þegar grannt er skoðað koma þó staðreyndirnar í ljós. Frjálst flæði vinnuafls er mikilvægur liður í auk- inni framleiðni, sem gegnir að sama skapi stóru hlutverki í hagvexti. Hagvexti okkar er ógnað vegna slæmrar blöndu af óvissu um efna- hagshorfur okkar og óvissu um hvernig alþjóðastjórnun verður háttað á komandi árum. Þegar slík óvissa ríkir verður almenningur skiljanlega varkár og í varnarstöðu. Slík viðbrögð eru einungis mannleg, en hjálpa okkur lítið ef við leitum framþróunar. Það er auðvelt að kenna ein- hverjum af erlendum uppruna um að „stela starfinu þínu“ en stað- reyndir málsins styðja ekki slíkar fullyrðingar. Öll rök leiða að þeirri niðurstöðu að efnahagslíf með hreyfanlegu vinnuafli sé fært um að ná sér fyrr af fjárhagslegum skelli og niðursveiflum en í löndum þar sem vinnuafl er síður hreyfanlegt. Efnahagslíf með hreyfanlegu vinnu- afli hefur meiri möguleika til að að- lagast breytingum. Starfsfólk í slíku umhverfi hefur meiri sveigjanleika til að færa sig til nýrra landa og á milli svæða, finna þar atvinnu og efla þannig atvinnulífið. Kreppa dagsins í dag, bæði fjár- hagsleg og efnahagsleg, krefst skjótrar aðlögunarhæfni af fjöl- mörgum starfs- mönnum í Evrópu, til að færsla vinnuafls til svæða þar sem ný störf hafa verið sköpuð nái fram að ganga og atvinnulausir og óvirk- ir einstaklingar hefji aftur þátttöku á vinnu- markaði. Til lengri tíma litið mun Evrópa þurfa að horfast í augu við skort á vinnuafli. Búist er við því að árið 2015 hafi fólki á vinnualdri fækkað um helming. Á milli 2010 og 2030, ef flæði innflytjenda þróast í sömu átt og nú, mun fækkun fólks á vinnu- aldri þýða samdrátt í störfum 20 milljóna starfsmanna. Slík þróun mun hafa mikil áhrif á hagvöxt og samkeppnishæfni, á meðan vinnu- veitendur berjast við að finna það starfsfólk sem þeir þarfnast. Í því samhengi gegnir hreyfanleiki á vinnumarkaði mikilvægu hlutverki fyrir almenna borgara, atvinnurek- endur og aðildarríki. Atvinnurekendur þurfa nú að horfast í augu við þann vanda, sem getur hlotist af lágu hlutfalli hreyf- anleika og valdið óheppilegri sam- setningu á fagþekkingu og atvinnu. Ef tekið er á þessum vanda mun framleiðni aukast. Hið efnahagslega og fjárhagslega ástand nútímans er að valda samdrætti í eftirspurn kaupenda á vörum og þjónustu og um leið breytingum á vinnumark- aði. Hreyfanlegra vinnuafl hjálpar viðskiptalífinu að aðlagast þessum nýju markaðsöflum. Auknar að- gerðir í atvinnumálum bæta mögu- leika fyrirtækja til að færa sig í átt að nýjum markaðsaðferðum. Á þetta sérstaklega vel við lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru 99,8 % af fyrirtækjum í Evrópu. Venju- lega vinna þau á innanlandsmark- aði og mörg af þeim ganga í gegn- um erfiðleika við að finna starfsfólk sem uppfyllir kröfur þeirra um fagþekkingu. Af þeim sökum er afar mikilvægt að stuðla enn frekar að hreyfanleika starfs- fólks og bæta samþættingu á milli starfs og fagþekkingar. Almennir borgarar eru líklegri til að finna starf, ef þeir uppfylla skilyrði um hreyfanleika vinnuafls. Meðalhlutfall starfsfólks með at- vinnu er hærra hjá þeim sem hafa tileinkað sér hreyfanleika. Það starfsfólk hefur betra aðgengi að ráðningarsamningum til lengri tíma og meiri möguleika á að fá stöðu- hækkun. Hreyfanlegt vinnuafl hefur einnig meiri möguleika á hærri launum í nýju starfi og nýtur enn- fremur góðs af því að kynnast nýj- um menningarheimum, vinnuað- ferðum og umhverfi. Evrópa getur átt lykilhlutverki að gegna í þessu samhengi. Að tengja saman tvo þætti – vinnuveit- anda og starfsmann – er höfuðhlut- verk EURES – EES vinnumiðl- unar. EURES – EES vinnumiðlun er ráðningarþjónusta sem starfar víðsvegar í Evrópu og er studd af aðildarfélögum Opinberrar vinnu- miðlunar Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Hlut- verk hennar er að miðla upplýs- ingum, veita ráðgjöf og aðstoða fólk við að finna vinnu og ganga frá ráðningum, til hagsbóta fyrir starfsfólk og vinnuveitendur, á svæði Evrópusambandsins (auk Noregs, Íslands, Liechtenstein og Sviss). EURES – EES vinnumiðlun nýt- ur í gegnum tengslanet sitt starfs- krafta meira en 750 sérfræðimennt- aðra ráðgjafa, sem bjóða í hverju landi fyrir sig upp á þjónustu við bæði fólk í atvinnuleit og atvinnu- rekendur. Þessir sérhæfðu ráð- gjafar bjóða upp á persónulega að- stoð vegna flutnings á milli landa og eru með fagþekkingu í hagnýtri, lögfræðilegri og stjórnsýslulegri ráðgjöf vegna hreyfanleika vinnu- afls innan landa og milli þjóða. Atvinnuleysi er stór áskorun fyr- ir fjölskyldur og veldur oftast miklu umróti og álagi. Því þarf að hafa í huga þá staðreynd að það er vönt- un á hæfu fólki með fagþekkingu á ákveðnum svæðum í Evrópusam- bandinu, vöntun sem ekki er hægt að leysa úr innanlands. Skilaboðin hljóta því að vera þessi – hreyfanleiki virkar, betur nú en áður. Hann mun hjálpa öllum Evrópubúum til að skapa sér betri framtíð. Hreyfanleiki á vinnumarkaði – Evrópa þarfnast hans meira nú en áður Eftir Vladimír Spidla » Öll rök leiða að þeirri niðurstöðu að efna- hagslíf með hreyfanlegu vinnuafli sé fært um að ná sér fyrr af fjárhags- legum skelli … Vladimír Spidla Höfundur er framkvæmdastjóri at- vinnu-, félags- og jafnréttismála hjá EES-vinnumiðlun. ÞAÐ hefur farið fram hjá mörgum í umræðum um ESB-málin að ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillögu um að íslenska þjóðin fengi að greiða atkvæði um væntanlegan samning um inngöngu Íslands í ESB. Rök forystumanna ríkisstjórnarinnar voru þau að nóg væri að halda ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Slíkt fyrirbæri er nýtilkomið og undirrit- aður hafði aldrei heyrt á það minnst fyrr en í þeirri umræðu sem að framan greinir. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fer þannig fram að þjóðin kýs um væntanlegan samning og síð- an ætla forystumenn ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að ,,þeirra“ þingmenn greiði atkvæði á alþingi í samræmi við hana! Nú verður hver að meta það fyrir sig hvort að það er líklegt að samfylkingarþingmenn muni greiða at- kvæði á móti samningnum ef að atkvæðagreiðsla fer á þann veg að minna en 50% atkvæðabærra ein- staklinga tækju þátt og höfnuðum honum t.d. með 5 atkvæðum. Ætli það myndi ekki heyrast hljóð úr horni. Í 48. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að: ,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sann- færingu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Það hefur sömuleiðis verið upplýst á alþingi að þingmenn munu ekki fara eftir skipunum sinna forystumanna. Það þýðir að í raun hefur ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki annað vægi en að vera dýr skoðanakönnun. Þrátt fyrir langa setu Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttir á Alþingi þá er hvergi minnst á þau í áðurnefndri stjórnarskrá. Því síður að þingmenn eigi að hlýða þeim. Finnst þeim aðilum sem styðja ríkisstjórnina og aðild Íslands að Evrópusambandinu þetta vera boð- legt? Guðlaugur Þór Þórðarson Íslendingar fá ekki að greiða atkvæði um ESB-samninginn Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.