Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Vill Ísland inn í ESB
Utanríkisráðherra Þýskalands vill Ísland í ESB og segir landið mun þróaðra en
nokkurt annað ríki sem vill komast inn í ESB Kristilegir demókratar andvígir
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
UTANRÍKISRÁÐHERRA Þýskalands, Frank-
Walter Steinmeier, er hlynntur því að Ísland fái
aðild að Evrópusambandinu (ESB).
„Íslenski forsætisráðherrann kom að máli við
mig nýlega á fundi í Brussel og ég gerði honum
ljóst að við myndum styðja umsókn Íslendinga um
aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Steinmeier í
viðtali við ZDF-sjónvarpsstöðina í gær.
„Allir vita að Ísland er mun þróaðra ríki en
nokkurt annað ríki sem vill komast inn í Evrópu-
sambandið.“ Hann bætti svo við: „Ég get ekki
ímyndað mér að Angela Merkel kanslari sjái málið
með öðrum augum en ég.“
Steinmeier er í þýska Jafnaðarmannaflokknum
sem myndar ríkisstjórn Þýskalands ásamt kristi-
legum demókrötum (CDU/CSU). Hann verður
kanslaraefni flokksins í þingkosningum í Þýska-
landi sem haldnar verða í september.
Í dagblaðinu Süddeutsche Zeitung á laugardag
kom fram að kristilegir demókratar í Bæjaralandi
(CSU) væru andvígir því að Ísland fengi aðild að
Evrópusambandinu.
Markus Ferber, leiðtogi CSU á Evrópuþinginu,
sagði í samtali við blaðið að Evrópusambandið
gæti ekki bjargað Íslandi út úr efnahagskrepp-
unni. Það væri því eðlilegra að ræða uppbyggingu
ESB áður en fleiri ríkjum yrði boðin aðild og vís-
aði hann þar til jákvæðra viðbragða framkvæmda-
stjórnar ESB þegar Íslendingar afhentu aðildar-
umsóknina á fimmtudag.
Framkvæmdastjóri CSU, Alexander Dobrindt,
sagði í samtali við blaðið á ráðstefnu flokksins í
Nürnberg á föstudag að það væri stefna flokksins
að hægja á fjölgun ríkja í sambandinu og að ekki
ætti að taka fleiri ríki inn en Króatíu að svo
stöddu.
Af þeim sökum ætti Ísland ekki að fá aðild að
ESB. Flokkurinn vill að greidd verði þjóðarat-
kvæði í Þýskalandi um hvort stækka eigi ESB.
RÍFLEGA þrjú þúsund skátar hvaðanæva úr
veröldinni eru nú staddir hér á landi í tilefni evr-
ópska skátamótsins Rowerway, sem hefst í
Reykjavík í dag. Á næstu dögum munu þátttak-
endurnir, sem koma frá alls 44 löndum, ferðast
víða um land og kynna sér mannlíf og menningu.
Dagskráin er mjög fjölbreytt rétt eins og skáta-
starf almennt er. Undir lok vikunnar verður svo
reist risastórt skátaþorp austur við Úlfljótsvatn
þar sem sitthvað verður til gamans gert. „Það er
einstakt tækifæri fyrir okkur að halda þetta mót
þar sem þjóðin eignast marga nýja Íslandsvini,“
segir Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi Ís-
lands. Í gær voru skátarnir, sem margir halda til
á tjaldsvæðinu í Laugardal, að leggja upp í skoð-
unarferðir um borgina og þá lá beint við að taka
strætó, sem er þegar allt kemur til alls þarfasti
þjóninn í umferðarys borgarinnar. sbs@mbl.is
ALLIR SKÁTARNIR ÆTLA MEÐ STRÆTÓ
Morgunblaðið/Ómar
Skátar frá 44 löndum á evrópska skátamótinu Rowerway sem hefst í dag
„MÉR þykir býsna ótrúlegt að ís-
lenskur dómstóll hnekki þeim,“ segir
Indriði H. Þorláksson, ráðuneyt-
isstjóri í fjár-
málaráðuneyt-
inu, um líklega
málshöfðun
kröfuhafa í
þrotabú Lands-
bankans til að fá
neyðarlögunum
hnekkt.
Kröfulýsingar
í þrotabú Lands-
bankans verða að
liggja fyrir í
haust. Indriði H. Þorláksson segir að
þá komi í ljós hvaða kröfur verði
skilgreindar sem forgangskröfur og
gera megi því skóna að þeir sem
ekki falli í þann hóp höfði mál til að
fá neyðarlögunum hnekkt.
Fram hefur komið að áætlað er að
allar eignir gamla Landsbankans
fari í að greiða niður Icesave-
skuldina og aðrir kröfuhafar fái því
ekki greiddar kröfur sínar. Neyð-
arlögin settu innstæðueigendur í for-
gang og því vilja eflaust aðrir kröfu-
hafar fá breytt.
Fjármálaráðherra kynnir í dag
drög að eignarhaldi gamla Kaup-
þings og Glitnis. steinthor@mbl.is
Segir
neyðarlög-
in standa
Stjóri Indriði H.
Þorláksson
Samkomulag um
bankana kynnt í dag
EGGJUM var
hent í hús og á
bíla við heimili
Davíðs Odds-
sonar, fv. seðla-
bankastjóra og
forsætisráðherra,
við Fáfnisnes í
Skerjafirði í
Reykjavík í fyrrinótt. Auk þess var
níðvísa skrifuð á húsið með rauðum
tússpenna. Lögregla var kölluð á
vettvang en upplýsingar fengust
ekki um hvort „skáldið“ náðist.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
fólk sem tengist stjórnmálum og
bankahruninu verður fyrir ónæði af
þessum toga. Má þar nefna að máln-
ingu hefur verið slett á hús Hann-
esar Smárasonar, Bjarna Ármanns-
sonar, Björgólfs Guðmundssonar,
Steingríms Wernerssonar og Birnu
Einarsdóttur, bankastjóra Íslands-
banka. sbs@mbl.is
Davíð Oddsson
Egg og níð á
hús Davíðs
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„SÍÐUSTU þrjár vikurnar hafa verið skjálftar
á um 10 kílómetra dýpi undir Eyjafjallajökli og
það svipar mjög til atburða árin 1994 og 1999.
Bæði árin var þar á ferð kvikuinnskot undir
Eyjafjallajökli og í seinna skiptið hafði það
augljóslega áhrif á Kötlu þótt það hafi ekki
valdið gosi. Það eru dæmi um það að virkni
undir Eyjafjallajökli geti virkað eins og gikkur
fyrir Kötlu og þessar eldstöðvar eru svo ná-
lægt hvor annarri að þær geta haft áhrif hvor á
aðra,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur.
Hann segir mögulegt að jarðhræringar und-
ir Eyjafjallajökli geti valdið eldgosi í Kötlu.
„Þetta gerðist síðast árið 1821 þegar gos
varð í Eyjafjallajökli sem stóð í tvö ár og því
lauk með Kötlugosi árið 1823.“ Páll segir það
geta tekið nokkra mánuði að greina nákvæm-
lega hvað gerist undir Eyjafjallajökli. „Þetta
tók talsverðan tíma árin 1994 og 1999 en það
er ekki ólíklegt að við séum nú að horfa á upp-
hafið að myndun kvikuinnskots undir Eyja-
fjallajökli. Við mælum þetta sérstaklega með
því að fylgjast með landrisinu.“
Páll segir erfitt að segja til um hvers konar
gos geti orðið í Kötlu. „Katla á sér margar
hliðar en síðustu gos virðast flest hafa verið af
svipaðri gerð. Þau verða þá undir þykkum ís
inni í miðri öskjunni í Kötlu. Þegar gosið kem-
ur upp bráðnar mikið af ís og úr verður Kötlu-
hlaup. Þetta gerðist til dæmis árið 1918; það
var stórt gos með miklu hlaupi og er talið hefð-
bundið Kötlugos. Ef maður skoðar hins vegar
jarðfræðina í kringum Kötlu er ljóst að hún á
sér margar aðrar hliðar. Það geta til dæmis
orðið gos utan við öskjuna og það er því erfitt
að segja hvað mun gerast nákvæmlega,“ segir
Páll.
Jarðskjálftar hafa einnig greinst við Goða-
bungu og alþjóðleg rannsókn hefur sýnt að
bráðnun jökla orsaki þar jarðskjálfta við rætur
Kötlu og þeir eigi því engin tengsl við yfirvof-
andi eldgos. Páll segir hins vegar að sú rann-
sókn eigi ekkert skylt við skjálftana undir
Eyjafjallajökli. „Kvikuinnskotið er mjög traust
skýring á þessum skjálftum undir Eyja-
fjallajökli. Þetta hefur verið mælt mjög vel.“
Kvikuinnskot gæti vakið Kötlu
Jarðhræringar undir Eyjafjallajökli hafa áður haft áhrif á eldfjallið Kötlu „Kvikuinnskotið er
mjög traust skýring á þessum skjálftum undir jöklinum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
Í HNOTSKURN
»Páll Einarsson jarðeðlisfræðingursegir að skjálftavirkni undir Eyja-
fjallajökli orsakist að öllum líkindum af
því að þar sé kvikuinnskot í myndun.
»Hann segir Kötlugos mögulegt afþessum sökum enda hafi hræringar
undir Eyjafjallajökli áður „vakið“
Kötlu.Morgunblaðið/RAX
Eldfjall Katla gaus síðast árið 1918.