Morgunblaðið - 20.07.2009, Blaðsíða 31
Menning 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2009
ÚTSALA
Útsalan hefst í dag
allt að
70%
afsláttur
Kringlan-5680800. smáralind-5659730. laugavegur-5629730. aKureyri-4627800.
BANDARÍSKA söng- og leikkonan
Jessica Simpson hefur átt löng sím-
töl við fyrrverandi eiginmann sinn,
Nick Lachey, að undanförnu, eða
allt frá því að ruðningshetjan Tony
Romo sagði henni upp. Fregnir
herma að Simpson sé í mikilli ást-
arsorg, og leiti sér huggunar til Lac-
heys.
„Nick hefur aldrei hætt að elska
Jessicu. Þau hafa verið í miklu sam-
bandi frá því þau urðu bæði einstæð
að nýju fyrir skömmu,“ segir heim-
ildarmaður um málið. „Þau hafa átt
fjölmörg mjög löng símtöl, stundum
standa þau yfir í meira en klukku-
tíma, sérstaklega eftir að Tony og
Jessica hættu saman.“
Þrátt fyrir þetta eru ekki taldar
mjög miklar líkur á því að Simpson
og Lachey byrji aftur saman, sér-
staklega vegna þess að samband
Lacheys og föður hennar, Joe Simp-
son, er ekki gott.
Eins og margir eflaust muna voru
raunveruleikaþættirnir Newlyweds
um þau Simpson og Lachey.
Aftur með
Nick?
Reuters
Ást Bandaríska söngkonan Jessica
Simpson og þáverandi eiginmaður
hennar, Nick Lachey, árið 2005.
Það fer ekki milli mála aðskáldsagan De Niro og éger byggð á tilvísun í nokkurverk heimsbókmenntanna.
Höfundurinn Rawi Hage er alinn upp
í rústunum af Beirút í borgarastríð-
inu þar og sagan ber þessum áfalla-
heimi vitni. Titillinn vísar augljóslega
í Hjartarbanann (The Deer Hunter)
en þar lék De Niro aðalhlutverkið í
kvikmynd gerðri eftir þeirri sögu.
Þar sem verkið vísar einnig til Út-
lendingsins eftir Camus – en sú heim-
speki er þar sett á oddinn að einungis
sé til eitt mikilvægt heimspekilegt
viðfangsefni og það sé sjálfsmorðið –
verður sagan að einhvers konar rúss-
neskri rúllettu tveggja vina. En þess-
ar tilvísanir eiga ekki síður við um
tónblæ sögunnar, harmsöguna, til-
vistarnauðina og áfallastreitu stríðs-
ins.
Aðalpersónunum, Bassam og
George, er lýst sem ungum, gröðum
mönnum í hópi hinna kristnu í Beirút.
Þeir eru vinir sem hafa alist upp sam-
an, tengjast skipulagðri glæpastarf-
semi og hernaðaröflunum, hvor með
sínum hætti. George er þátttakandi í
ofbeldinu og blóðbaðinu en Bassam,
sem sagan fylgir eftir, vill komast
burt. Í stríðinu tapast allt, meira að
segja vináttan. Þetta er því fremur
myrk saga.
Helsti galli skáldsögunnar er raun-
ar hversu einstefnan til glötunar er
órofin og fyrirséð og hversu reyf-
arakenndur endir hennar er. Á hinn
bóginn hefur sagan mikinn styrk af
stílfimi höfundar sem á vissan hátt
yrkir þessa sögu með einhvers konar
stílblöndu arabískrar ljóðlistar, bibl-
íulegra tilvísana (Bók Ezekíels spá-
manns) og nútímalegs hasarstíls sem
minnir nokkuð á amerísk beat-skáld.
Textinn er því ljóðrænn og léttleik-
andi, kryfjandi og nánast sprengi-
kynjaður á köflum.
Þýðing Önnu Maríu Hilmarsdóttur
er með ágætum, ekki síst í þeim köfl-
um þar sem reynir á ljóðræna fágun.
Rússnesk rúlletta
Þýdd skáldsaga
De Niro og ég
Eftir Rawi Hage. Anna María Hilm-
arsdóttir þýddi. Bjartur 2009 – 239 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Hjartarbaninn Robert De Niro.
GEORGE Lucas, kvikmyndagerð-
armaður og skapari Star Wars, er
hæst launaði einstaklingurinn í
Hollywood samkvæmt bandaríska
tímaritinu Forbes. Lucas hafði um
170 milljónir dollara í tekjur á síð-
asta ári, en það nemur um 22 millj-
örðum íslenskra króna. Þessar
miklu tekjur má rekja til velgengni
sjónvarpsþáttanna Star Wars: The
Clone Wars og kvikmyndarinnar In-
diana Jones and the Kingdom of the
Crystal Skull.
Leikstjórinn Steven Spielberg er í
öðru sæti með 150 milljónir dollara í
tekjur.
Reuters
George Lucas Brosir breitt.
Með hæstu
tekjurnar
Topp tíu og tekjur í dollurum:
1. George Lucas 170 milljónir
2. Steven Spielberg 150 milljónir
3. Jerry Bruckheimer 100 millj.
4. Jerry Seinfeld 85 milljónir
5. Dr. Phil McGraw 80 milljónir
6. Tyler Perry 75 milljónir
7. Dick Wolf 75 milljónir
8. Simon Cowell 75 milljónir
9. Bruce Springsteen 70 milljónir
10. Howard Stern 70 milljónir