Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Blaðsíða 11
Þegar stórkaupmaðurinn frétti þetta, vildi hann ólmur kaupa málverkið. Hann íkom einn daginn inn í vinnustofu Þórs í þeim tilgangi. — Til hamingju, sagði hann og klappaði á öxl sonar síns. — Það ber ekki á öðru. Þeir eru að segja það í blöðunum, að sonur minn sé mikill listamaður. Þór brosti og bauð föður sínum vindling. — Þakka, sagði kaupmaðurinn. — En ég reyki ekki svona hey. Hann tók upp vindlaveski sitt úr gulli. — Ég er kominn til að kaupa málverkið þitt. sagði hann. — Það er ekki til sölu. — Hvað heyri égl Nú ert þú orðinn svo frægur, að þú getur fengið fyrir þessa mynd þína, hvað sem þú setur upp. Og svo segist þú ekki vilja selja hana. — Ég mála ekki vegna peninganna, svaraði Þór. — Til hvers málar þú þá eiginlega? — Til þess að mála. — Nú, já, einmitt það. Þetta getur maður sagt. þegar maður á ríkan föður að bakhjarli. Ungi listamaðurinn roðnaði, og æðarnar á enni hans þrútnuðu. — Segðu mér, pabbi, hefur þú þurft að sjá mér tarborða, síðan ég var í skólanum? — Nei, því miður. En þú ert líka illa til fara og ræíilslegur. Kaupmaðurinn klappaði syni sínum föðurlega á herðarnar. Lofaðu mér nú að kaupa af þér myndina, svo að enginn annar geri það. Þú hefur vænti ég ekki hugsað þér að láta hana á eitthvert safnið. Þetta er aldeilis hræðileg mynd. — Hvað ætlar þú þá að gera við hana? spurði Þór. — Koma henni eitthvað undan. Hengja hana upp einhvers staðar, kannski á Óttastað. — Þangað fer hún nú hvort sem er. — Hvað áttu við-------? — Ég get gefið þér hana ef þú vilt. En ég sel hana ekki. Ég get ekki skilizt við hana. — Eins og þér sýnist. Eigðu hana þá. Ég kæri mig ekki um að fá hana að gjöf. En það er náttúrlega ánægjulegt, að þú hefur öðlazt frægð. Það gleður föðurhjartað. — Þakka þér fyrir, pabbi. Mér þykir vænt um, ef ég hef orðið þér til sóma. Myndin, „Ljósið í kirkjugarðinum", var til sýnis víðsvegar um allt landið. En um næstu jól, þegar Þór fór til Óttastaðar, tók hann hana með sér. Og er hún stóð á ný á málaragrindinni í loftherberginu, var eins og hann hefði endurheimt garnlan vin. Seint á aðfangadagskvöld stóð Þór við gluggann í herbergi sínu, alveg eins og árið áður. Þarna hafði hann staðið, er hann fékik hugmyndina að málverk- NÝTT KVENNABLAÐ inu. Og enn sér hann, að ljós er kveikt í kirkju- garðinum. Þótt undarlegt megi virðast, hafði hann aldrei liugsað um, hver konan hefði verið, sem hann málaði myndina af. Nú varð hann skyndilega forvitinn og langaði að vita. hver það gæti verið, sem enn á ný kveikti ljós þarna í garðinum á sjálfa jólanóttina. Hann hikaði eitt andartak. En brátt var hann alklæddur á leið út í kirkjugarðinn. Nú var snjórinn svo djúpur, að hann náði honum upp í hné. Það var ekki stjörnubjart þessa nótt en kaldur næðingur með snjófjúki — og ljósið blakti, svo að það var að því komið að slokkna. Og konan lá ekki á hnjánum heldur nærri því flöt í snjónum eins og hún vildi faðma leiðið og þann dána, sem þar lá grafinn. Við og við heyrðist hún andvarpa. Hún lá þarna svo lengi, að Þór fór að brjóta heil- ann um, hvort hún ætlaði að láta sig frjósa í hel. En að lokum reis hún þó á fætur. Þegar Þór sá það, læddist hann hljóðlega burt og inn I kirkjuna. Þar beið hann. Sá hann nú grann- vaxna stúlku í sorgarbúningi með blæju fyrir and- liti koma gangandi. Konan kom auga á hann og veik til hliðar eins og hún þyrði ekki að ganga framhjá. — Vertu óhrædd, sagði hann, — og fyrirgefðu, ef ég er nærgöngull, en mig langar mjög til að vita. hver þú ert? — Ég get sagt þér nafn mitt, svaraði stúlkan, ef þú gerir slíkt hið sama. Hún talaði lágt og rauna- lega, en Þóri fannst rödd hennar fögur. Þór sagði nafn sitt og bætti síðan við: — þú hefur líklega ekki heyrt getið um málverk, sem nefnist „Ljósið í kirkjugarðinum?“ — Nei, það hef ég ekki, svaraði stúlkan. — Nú, það var gott. Ég var hræddur um, að þú hefðir séð það. — Og hvers vegna varstu hræddur um það? — Það hefði ef til vill getað sært þig. Mér fer að skiljast, að ég hafi kannski breytt illa gagnvart þér. — Mér? Ég skil ekki, hvað þú átt viðl — Ég á við það, skal ég segja þér. Ef maður sæi einhvern syrgja, jafnvel gráta, væri það þá ekki rangt að taka ljósmynd af sorginni? Eða mála hana? — Það er sjálfsagt undir því komið, hvernig myndin yrði. — Þakka þér fyrir, að þú svaraðir þannig spurn- ingu minni. Ég verð þá að viðurkenna, að ég hef málað mynd af þér. En ég sel ekki þessa mynd. Það er ekki hægt að selja sorgir annarra. — Þú hefur málað af mér mynd. Og hvers vegna gerðirðu það? — Vegna þess, að ég er málari. Málarinn málar á 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.