Nýtt kvennablað - 01.12.1962, Blaðsíða 12
Bygging Hallveigarstaða Kafin
Langt er síðan vakinn var áhugi kvenna fyrir
byggingu Hallveigarstaða, en lítið gekk, ótrúlegir
erfiðleikar hafa orðið á vegi framkvæmda. En nú í
skammdeginu er hafizt handa og byrjað að byggja.
Er þetta mikið gleðiefni. Þess er vænst, að bygg-
ingin verði fullgerð á næsta sumri.
Hallveigarstaðir eru sjálfseignarstofnun, en stjórn
er þannig skipuð: Þrjár konur kosnar af Kvenfé-
lagasambandi íslands, þrjár konur kjörnar af Kven-
réttindasambandi íslands, ein skipuð af ríkisstjórn-
inni, ein af bæjarstjórn Reykjavíkur og ein af Al-
þýðusambandi íslands.
svipaðan hátt og barnið byggir sér hús úr sandinum.
— Mér þætti gaman að sjá þessa mynd, sagði
stúlkan. — Það er meira en velkomið. Má ég koma
með hana heim til þín? Þú átt hana í rauninni.
— Ég bý í matsöluhúsinu við járnbrautarstöðina.
Ég verð þar fram yfir jól.
— En þú átt eftir að segja mér nafn þitt. Konan
tók nafnspjald upp úr tösku sinni. Þór kveikti á
eldspýtu. Það sloikknaði fljótt á henni, en hann
sá samt í svip fölt og frítt andlit á bak við blæj-
una. Konan gekk út um sáluhliðið í áttina til þorps-
ins, þar sem brautarstöðin var. Þór hikaði. Átti
hann að fara á eftir henni. Nei, í nótt vill hún
vera ein.
En er hún var horfin úr augsýn, gat hann ekki
annað en svalað forvitni sinni. Hann gekk að gröf-
inni og fylgdi hinum smáu sporum hennar í snjón-
um. Kertaljósið blakti enn í snjóskýlinu og snjór-
inn hafði fokið af krossinum, svo að hann gat
lesið nafn námustjórans, sem eitt sinn hafði drottn-
að hér. Þetta hlaut þá að vera dóttir hans, hún
Anna, sem hann hafði svo oft heyrt getið um.
Dóttirin, sem með óþreytandi fórnfýsi og kærleika
hafði annazt sinn stranga föður eftir að hann missti
heilsuna, og síðan hafði orðið að flytja burtu ein-
mana og allslaus.
Þór gaf Önnu málvcrkið „Ljósið í kirkjugarð-
inum“. En hann fékk að hafa það hjá sér þrátt
fyrir það. — Þau giftu sig ncfnilega árið eftir í litlu
ikirkjunni í skóginum og sama dag fengu þau Ótta-
stað í brúðargjöf til eignar og umráða.
(Þýtt úr sænsku) Margrét Jónsdóttir.
Tízkan
Nýtt kvennablað
óskar öllum kaupendum sinum og les-
endurn gleðilegra jóla og farsals kom-
andi árs með pökk fyrir viðskiptin og
samstarfið á árinu, sem er að kveðja.
NÝTT KVENNABLAÐ
10