Morgunblaðið - 02.09.2009, Side 15

Morgunblaðið - 02.09.2009, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 Það er800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 95 5 Aukinn hraði og meira gagnamagn INTERNET SÍMANS Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu, Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum. Nýjar og betri áskriftarleiðir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STJÓRN Hf. Eimskipafélags Ís- lands leggur til að nafni félagsins verði breytt í A1988 hf. á hluthafa- fundi hinn 8. sept- ember næstkom- andi. Stjórnin leggur einnig til að heimildir hennar til að framselja allar eigur félagsins til skiparekstrar til dótturfélagsins Eimskip Ísland ehf. verði stað- festar. Hlutafé þess félags verði þannig hækkað og í staðinn fáist sem gagngjald hluti í Eimskip Ísland ehf. Jafnframt er lagt til að hluthafafundurinn stað- festi heimild til stjórnar félagsins að framselja þessa hluti í Eimskip Ís- land ehf., ásamt öllum öðrum eignum félagsins, að frátöldum 51% hlut í Eimskip Tango ehf., til félagsins L1003 ehf. gegn afhendingu hluta í L1003 ehf. Engin sérstök merking Sindri Sindrason, stjórnarformað- ur Eimskipafélagsins, segir að skipafélagið muni bera nafnið Eim- skipafélag Íslands. Gamla móður- félaginu sé hins vegar ætlað að lifa þangað til búið verður að ganga frá ákveðnum hlutum. Að því loknu muni það sem eftir standi í því renna inn í skipafélgið. Hann segir að nafn- ið A1988 hafi enga sérstaka merk- ingu. „Þetta snýst um að verja gamla nafn Eimskipafélags Íslands, en ekki að það verði á skúffufyrirtæki sem ætlað er að ganga frá lausum endum. Skipin og bílarnir munu því sigla og aka undir nafni Eimskipafélagsins. Þetta snýst um að viðhalda nafninu á réttri starfsemi,“ segir Sindri. Í tilkynningu frá Eimskipafélag- inu segir að framangreind tillaga sé gerð sem liður í fjárhagslegri end- urskipulagningu félagsins í fram- haldi af samþykkt nauðasamnings félagsins sem staðfestur var þann 28. ágúst 2009 af Héraðsdómi Reykja- víkur. „Í samningum sem gerðir voru í tengslum við nauðasamnings- frumvarp félagsins var gert ráð fyrir að skiparekstur félagsins yrði færð- ur til nýs félags, L1003 ehf. (sem síð- ar mun fá nafnið Eimskipafélag Ís- lands ehf.). Samkvæmt nauðasamningi félagsins munu kröfuhafar þess fá hluti í L1003 ehf. sem greiðslu á kröfum sínum á hend- ur félaginu,“ segir í tilkynningunni. Miklar breytingar Eignarhald Hf. Eimskipafélags Íslands breyttist mikið í september árið 2003 í tengslum við miklar hrók- eringar í íslensku viðskiptalífi. Landsbankinn og tengdir aðilar, Björgólfsfeðgar og Magnús Þor- steinsson, náðu þá yfirráðum yfir fé- laginu. Í kjölfarið var félaginu skipt upp í tvennt, í flutningaarminn Eim- skip og fjárfestingaarminn Burðar- ás. Í janúr 2004 var sjávarútvegs- armur Eimskipafélagsins seldur og í mars sama ár var nafni Hf. Eim- skipafélags Íslands breytt í Burðar- ás hf. Dótturfélagið Eimskip fékk þá nafnið Eimskipafélag Íslands. Í lok maí 2005 keypti eignarhalds- félagið Avion Group, sem Magnús Þorsteinsson var stærsti hluthafinn í, Eimskipafélagið af Burðarási. Í nóvember 2006 var svo ákveðið að breyta nafni Avion Group í Hf. Eim- skipafélag Íslands. Tap Eimskipafélagsins á síðasta rekstrarári var mikið. Í júní s.l. ósk- aði félagið eftir nauðasamningum. Eimskipafélagið verður áfram Sindri Sindrason Í HNOTSKURN » Landsbankinn og tengdiraðilar náðu yfirráðum yfir Eimskipafélaginu 2003. Var því skipt upp í tvö félög. » 2004 var nafni Eimskipa-félagsins breytt í Burðar- ás. Dótturfélagið Eimskip varð Eimskipafélagið. » 2005 keypti Avion Eim-skipafélagið. » 2006 var Avion breytt íEimskipafélag Íslands. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Goðafoss Skipafélagið mun bera nafnið Eimskipafélag Íslands um ókomna framtíð að sögn Sindra Sindrasonar, stjórnarformanns félagsins. TAP á rekstri VBS Fjárfesting- arbanka nam á fyrstu sex mán- uðum ársins 4,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var 880 milljóna króna tap á rekstri bankans. Mikið munar um virðisrýrnun út- lána og annarra eigna upp á 5,2 milljarða króna, en í fyrra nam rýrnunin 1,1 milljarði. Eiginfjár- hlutfall er 15,2%. Þá vekur athygli að í reikningi fyrirtækisins er að finna 2,2 millj- arða króna tekjufærslu, sem m.a. er sagður hagnaður sem myndast hafi í skuldauppgjörum við lán- ardrottna bankans. Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Þórisson, forstjóri VBS, að um sé að ræða einskiptisfærslu. „Við vorum í við- skiptum við banka, sem ekki eru lengur starfandi. Voru þessi við- skipti gerð upp og seldum við eign- ir í því skyni. Þessar eignir höfðu þegar verið virðisrýrðar í bókum okkar, en þar sem söluhagnaður af eignunum var meiri en við höfðum gert ráð fyrir gekk þessi virð- isrýrnun að nokkru til baka. Þá höfðum við gjaldfært vaxtakostnað vegna þessara viðskipta, sem einn- ig gekk til baka eftir að þau voru gerð upp.“ bjarni@mbl.is Fjögurra milljarða tap Jón Þórisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.