Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 2
EVA SEEBER: Duttlungar brúðarinnar Dyrabjallan hringdi án afláts. Þegar ég opnaði hurðina var þar komin skrifstofustúlka, sem vann með mér áður fyrr, og hélt á stórum blómvendi. — Þú mátt eiga hann, sagði hún og fleygði honum frá sér um leið og hún kom inn. Þegar hún klæddi sig úr kápunni og ég sá dýrlega kjólinn, sem hún var í, lukust upp augu mín: Var það ekki í dag, sem þú ætlaðir að gifta þig? — Jú, ég gifti mig hjá borgarfógeta fyrir klukkutíma síðan — eða hálftíma. Við settumst. Við vorum í raun og veru ekki nákunnugar — höfðum jú spjallað eitt og annað á skrifstofunni. — Ég varð að tala við einhvern — ég þekki fáa, og að minnsta kosti engan, sem héldi ekki að ég væri gengin af vitinu. — Ég setti blómin í vatn. Þetta voru fagurrauðar rósir og fjórlaufaðar, hvítar liljur. .. . Ungfrúin nálgaðist þrítugsaldurinn. Ég rifjaði upp með sjálfri mér, hvernig hún var á skrifstofunni: Alltaf róleg, eins og hún ætti einhvern lítinn heim fyrir sig. Hún roðnaði, þegar hún sagði einu sinni: að hún vildi gjarnan eiga mörg börn, þrjú eða fjögur. Hún vissi hvað við hin hugsuðum: „Að henni veitti þá ekki af að fara að koma sér að því.“ — Hún var ekki ófríð, en heldur ekki falleg, óþarflega grá og guggin. Hvers vegna var hún ekki gift? Flest höfðum við velt þeirri spumingu fyrir okkur. Hún var eins og sköpuð til þess sérstaklega, að annast heimili og sýna öðrum umhyggju og ástúð. — En hún beið alltaf eftir þeim, sem hún yrði hrifin af, þeim eina. Þess vegna hafði hún ekki áhuga fyrir ungum mönnum, sem urðu á vegi hennar. Hún sá strax, að það var ekki hann, sem hún var að bíða eftir. Sjálf var hún viss um, frá því hún mundi eftir sér, að hún myndi dag nokkum mæta manni og fyndi samtímis að það væri hann, að þau ættu samleið. Hún tók eitt og eitt blóm úr vasanum og reytti það sund- ur án frekari umhugsunar, lítið eitt kímin á svipinn, en blíðleg eins og ævinlega: — Fannst þér ég vera heimsk? sagði hún. Nei, sagði ég. Ég veit ekki hvort það er endilega einhver einn, sem maður verður að finna á lífsleiðinni. Eða hvort vandinn er aðeins að velja milli hundrað, tvö hundmð eða þrjú hundruð manna, svo hægt sé að hafa það gott. — Ég var áður alveg viss um að það væri einhver ákveðinn, sagði hún. Og samt fór ég að efast um það. Allar vinkonur mínar giftu sig. Ég var boðin til þeirra, en mér var eins og ofaukið, vildi vera gift líka. •— Manstu eftir skrifstofustjóranum? Hann hefur verið á eftir mér í mörg ár. Ég þekki hann vel og mér fellur hann ágætlega. Hann vill eignast heimili og börn •— að minnsta kosti eitt. Hann er mjög vingjarnlegur. Ég varð hrærð yfir að sjá hvað glaður hann varð, er ég að lokum sagði já. Ég hélt, að ég hefði gert rétt á endanum. Það gat ekki verið meiningin að bíða og bíða og verða pipar- mey vegna alltof rómantískra drauma. Ég neita því ekki að undirbúningur brúðkaupsins hefur verið skemmtilegur tími Við vomm strax svo heppin að ná í íbúð. Og höfðum ráð á að kaupa húsgögn og eld- húsinnréttingu að eigin geðþótta. Það er gaman að reisa frá grunni nýtt heimili. Hversu margar kimningjakonur mínar hafði ekki dreymt um nýjar gardínur, veggfóður, klæði og heimilistæki! Af hverju heldurðu að stafi vandræði milli hjóna? Heldurðu að þau hafi aldrei verið ánægð hvort með annað? Heldurðu að það komi fyrir hjá hjónum, sem eru hrifin hvort af öðm? Heldurðu ekki að vandræðin komi hjá þeim, sem hafa gift sig mest til þess að vera gift, því þá er ekkert, sem bindur þau, þegar nýjabrumið er farið af stofunum? Það liggur í augum uppi, að erfiðara er að sýna umhyggju og tryggð þeim, sem maður hefur gifzt þannig, en hinum, sem maður er hrifin af. Þetta hélt ég alltaf áður, og nú held ég það á ný. Ég trúi því að öllum sé ákvarðað, að hitta fyrr eða síðar rétta mótpartinn, og vesalingar, vesalingar! sem þá hafa gifzt! — Vesalingar, sem álíta að þeir hitti aldrei neinn, sem þeir felli hug til á allt annan hátt en til allra annarra, sem þeir þekkja. — Það óvænta getur borið að hvenær sem er. Það skeður ekki aðeins í rómantískum frásögum. — Hlustaðu á mig: Við vorum að koma út úr ráðhúsinu. Mér skrikaði fót- ur, var næstum dottin, hélt þó jafnvægi, en missti veskið mitt og allt, sem í því var, valt niður á götuna. Ég flýtti mér í ofboði niður tröppumar til þess að tína það upp, en strax fór maður, sem þarna gekk um af tilviljun, að hjálpa mér. Ég leit upp — við stóðum hálfbogin og horfðum og horfðum hvort á annað. ... Svo rétti hann úr sér, tók í höndina á mér og sagði til nafns. Ég sagði hvað ég hét, en mundi þá að það var ekki lengur mitt nafn og fór hjá mér. — Hann sá blómvöndinn, sem ég hélt á — og hitt fólkið, og sá hvaðan við komum. Þá flýtti hann sér að rétta mér púðurdósina og vagnmiðann minn, sem hann hélt á og rauk burtu. Við ætluðum út að borða hádegisverð, halda upp á brúðkaupsdaginn. Vélrænt fylgdist ég með þeim. Við komum til veitingahússins, þar stóð leigubíll. Það skipti engum togum, ég settist inn í bílinn og sagði bílstjóranum hvert ætti að keyra. Hin stóðu eftir á gangstéttinni. Heldurðu að ég hafi hræðst hið nýja líf, sem ég hafði játað og viljað flýja aftur til þess lífs, sem ég var vön? Eða heldurðu að ég sé ekki með öllum mjalla? Jú, þú veizt áreiðanlega, hvað þú ert að segja. — Vitanlega var það ekki heldur aðeins vegna manns- ins, sem ég rakst á á götunni. Þar fyrir treysti ég því. nokkrar sekúndur, að ég gæti hitt hann aftur. En hann minnti mig á hversu skakkt það er, að álíta að ekkert óvænt geti komið fyrir. Hvílík ragmennska það er, að velja sér maka, sem hefur góðar ástæður, í stað þess að bíða eftir kraftaverkinu. Það kemur! Hugsaðu þér, að hafa komið sér í þann bobba að geta ekki mætt því, af hræðslu við að verða einmana, og viðbjóði, að heyra aðra pískra: Auminginn hefur aldrei gifzt! Ætli það hafi þó ekki einhver viljað hana? — Ég veit um stúlkur, sem Framhald á bls. 13

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.