Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 6
Og eins er það sama, þó sjálfsmennskuþræll
þú sért, eins og fjöldinn og ég,
þín snilld breytir hreysum í hallir, og skort’
í heimkynni allsnægjuleg.
Því kóngborin sál gerir kimann að sal,
að kastala garðshomið svalt!
Þó frú sértu göfug og skrýðist í skart
sá skrúði þér maklega fer,
þú prýðir svo gullið! — og demantadjásn
er dýrmætt í hárinu á þér. —
í gröf þína, Kurly mín! kveð ég um jól,
í kot þitt — í höll þina inn.
í fásinni áranna ekki er þér gleymt,
því enn er ég riddarinn þinn.“
Mönnum eins og Stephani G. Stephanssyni er
ekki svo mjög hætt við að gleyma. Konur eins og
þær, sem hann lýsir bezt, ættu að vera ógleyman-
legar, og hann hefur gert sitt til að þær verði það.
Einna ógleymanlegust verður þó myndin af
móður hans sjálfs, þegar hann í erfiljóðunum eftir
hana áttræða kveður þannig:
„Bjarmar yfir ennið slétt,
ennþá sama móðurmildin,
mannvitsþroskinn, hagleikssnilldin . ..
Lið þitt allt mér léztu í té,
hönd þín stýrði hendi minni
hnepptri um pennann fyrsta sinni,
er ég þreytti um á og b.
Svo hef ég á sama hátt
flestu í, sem fæstir lá mér
fremsta stafinn dregið hjá þér.
Hitt er mitt, hve margt var smátt.
— Þó að væri oft við allt
ófimlega og illa lokið
ástarhendi gaztu strokið
hstanna minna höfuð hallt,
þrátt mitt eina, er eitthvað dró —
myndir klappa á kollinn líka
kveðjunni döpru, er aðrir flíka
kvæðanna minna kuldaró."
Á þessa leið ávarpar góður og göfugur sonur
mæta móður. Þannig yrkir hann, skáldið, sem ég
tel beztan málsvara íslenzkra kvenna, að vísu
kröfuharðan og strangan, en heilbrigðan, sann-
gjarnan og skilningsrfkan umfram aðra menn. Það
er enginn hversdagsmaður, sem þar leggur mœli-
snúruna á manngildi okkar.
Slík minni kvenna eða mansöngva ættum við
konur að meta að verðleikum. Þar er sannarlcga
spurt um sál okkar því þar er merkur, mætur, heill
maður á bak við kvæðin.
Gömul saga
Það er komin jólafasta. Á Felli er lífið með
óhugnanlegum hversdagsblæ. Eitthvað er það, sem
J^rengir að ömmu gömlu. Draumarnir eru erfiðir.
Alltaf dimmt, og brestir í baðstofunni. Þeir boða
ekki gott. Kíghóstinn er kominn í bæinn, börnin
standa á öndinni helblá í framan og sogin heyrast
um allan bæinn. Vilborg litla, sem er yngst, er
veikust, henni er þungt fyrir brjósti og mamma
hennar situr með 'hana í fanginu flestar stundir.
Frostin eru að harðna og snjónum kyngir niður.
Jón hirðir gripina og þegar hann kemur heim að
kvöldi er alltaf sami drunginn yfir heimilinu.
Eitt kvöldið, þegar börnin eru sofnuð, segir Álf-
heiður Jóni, manni sínum, að kúturinn með lýsi
Jrví, sem nota átti til ljósa hafi lekið og muni sér
ekki duga á lampann út vikuna. „Ég veit ekki,
hvert við ættum að leita, nema J)á helzt til Þór-
unnar í Nesi. Kannáki gæti hún selt okkur lýsi.“
Þau ákváðu þá hjónin, að Jón færi að morgni út
að Nesi, það var Jjriggja tíma gangur frá Fclli.
Um morguninn var komin stórhríð. sem hélzt
út vikuna. Þá birti upp með norðangarra og
grimmdarfrosti, en nú var lýsið Jsrotið, ekikert til
á lampann. Hugsaði þá Jón til ferðar. Ekki gat
hann lagt af stað, fyrr en hann hafði lokið gegn-
ingum og var búinn að færa konu sinni vatn og
eldivið í bæinn. þvf nú var Bogga litla orðin svo
veik. Mamma hennar gat 'helzt ekki lagt hana frá
sér.
Kuldinn í baðstofunni var svo mikill, að dreng-
irnir sátu á höndum sér, J)ó Jaeir væru dúðaðir í
ullarföt. Vilborg gamla hafði lítið talað í marga
daga. En dagurinn líður. Bogga litla sefur af og til,
en hrygla er fyrir brjóstinu og andardrátturinn
slitróttur, litlu hendurnar eru sem máttlausar. Álf-
heiður flýtir sér við verkin meðan birtan er. Jón
fór svo seint út í Nes, að hún býst ekki við honum
heim fyrr en um miðnætti. Hún færir drengjunum
og mömmu sinni matinn. Drengirnir eru nú að
hressast, en Vilborg gamla er mjög farlama, samt
hefur hún alltaf rænu á að spyrja um nöfnu sfna.
,,Áttu nú ekkert á lampanum, Álfheiður mín? Bágt
er það, ef nafna mín ætti nú ekki fleiri kvöldin í
þessum heimi, að ekki væri hægt að hafa Ijóstýru
hjá henni.“
Álfheiður hrekkur við. Þeim Jóni hafði aldrei
til hugar komið, að Bogga myndi deyja úr kíghóst-
anum. Henni verður litið á barnið í rökkrinu og
angistin grípur hana, er hún sér þjáningarsvipinn
NÝTT KVENNABLAÐ
4