Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 12
Guðrún frá Lundi: GULNUÐ BLÖÐ FRAMHALDSSAGA var orðinn svo mikill krossberi, að það var átakanlegt að sjá hann. Þú sást hann ekki nema fyrstu vikumar. Hann hefði sjálfsagt þegið, að þið hefðuð komið oftar að sjúkrabeði hans systkinin. En þið hafið nú sjálfsagt haft ykkar ástæður til að heimsækja hann ekki oftar. Ykkur hefur líklega runnið til rifja að sjá hann.“ — „Þetta er nú svo sem ekki nema það, sem liggur fyrir okkur öllum og er óþarfi að hræðast," sagði Nikulás, en skipti svo snögglega um og sagði glettnislega: „Þú mátt fara að setja upp ketilinn, karlinn þinn er að róa hér innan Nesið. Ef han hefur þá ekki oltið sofandi af klárnum og háls- brotnað.“ — „Ég er ekki smeyk um hann. Hann hefur oft hefur verið. En í stærð 44 byrjar 31. pr. mcð 4 1. hvítum, en allar svo: 2 — (6) — 6 1. rauðar, x G 1. hvítar, 6 1. rauðar, x, endurt. milli x-anna, unz 9 — (13) — 17 1. eru eftir, þá 6 I. hvítar, 3 — (7) — 6 1. rauðar. — Stærð 44 endar á 5 hvítum L, 33. pr. sansérað o. s. frv. Þegar bakið mælist 36 — (38) — 38 cm eru felldar af 2 1. í hvorri hlið, Siðan annan hvorn pr. (þegar réttan snýr að) þannig: 3 1. mynzturpr., taka 1 1. r. óprj., 1 r. prjónuð og sú ópr. dregin yfir. prjóna mynzturpr. unz 5 I. eru eftir, þá 2 1. saman, 3 1. mynzturpr. Þcssi úrtaka 16 — (18) — 20 sinn- um. Þar á eftir 2 1. hvorum megin teknar xir annanhvom pr. þannig: 3 1. mynzturpr., 1 1. ópr. 2 r. saman og sú ópr. dregin yfir, prjóna mynzturpr. unz 6 I. eru eftir, þá 3 r. saman, 3 1. mynzturpr. Þessi úrt. endurt. unz 39 — (43) — 45 1. eru eftir. Þær felldar af í einu. Framst.: Prjónað eins og bakið unz 79 — (83) — 87 I. eru á. Þá samtímis handvegsúrt. eru 9 — (11) — 13 miðl. felldar af og prjónað í tvennu lagi. Felldar af í næstu pr. hálsmegin: einu sinni 5 1., tvisvar 2 1. og 3 — (4) — 5 sinnum 1 1. Þegar úrt. handvegsmegin er eins og á bak- inu fellt af. Ermarnar: Fitjaðar upp 46 — (48) — 50 1. á pr. nr. 4 og prjónaður 3 cm snún. (1 sn. 1 r.). Á síðasta snúningspr. cr aukið út mcð jöfnu millib. svo 60 1. verði á. Skipt um pr., teknir nr. 5J/2. Aukið út 1 1. hvorum megin með 2 cm millib. unz 90 — (94) — 98 1. eru á. Þegar ermin mælist ca. 42 cm, eða þegar mynztrið passar við bak og framst.. eru felldar af 2 1. hvorum megin, síðan úrtakan eins og á bakinu, unz 10 1. eru eftir, þær felldar af í einu. — Saumaðir saumar og ermarnar í. Faldir lausir endar. Kraginn: Fitjaðar upp 95 1. á pr. nr. 4 og prjónaður 5 cm snún., 1 sn., 1 r., á síðasta pr. aukið í mcð jöfnu millib. svo 111 1. verði á og prjónaðir 3 cm snún. (3 r., 3 sn.). Þá skipt um prjóna, teknir nr. 5% og prjónaðir 12 cm snún. (3 r., 3 sn.) ekki fellt af. Sex fyrstu cm af kragan- um saumaðir saman að framan, sjá myndina, síðan cru teknar upp 1. framan á kraganum, beggja megin, og prjón- aður 1 pr. með rauðu og 1 með sanséruðu allt í kring og fellt af í einu Iagi. Kraginn saumaður við. 10 áður verið einn á ferð þéttkenndur. Það er öllu hlíft, sem Guð hlífir,“ sagði Sigurlaug. „Á Kláus þinn vísa hand- leiðslu hans?“ — ,.Það vona ég að minnsta kosti,“ sagði hún. „Má ekki bjóða þér kaffi, frændi? Kannski mýkir það sviðann í sálinni," bætti hún við. „Þakka þér fyrir, en ég held ég eigi ekki við það í þetta sinn,“ sagði hann. „En geturðu svarað því, hvað það hefur átt að þýða fyrir Margréti Guðnadóttur að þjóta á aðra bæi um leið og bróðir minn var búinn að gefa upp öndina? Varð hún svona fegin, eða hvað?“ „Ég býst við, að engan geti undrað það, þó hún hafi orðið fegin að því þjáningastríði var lokið. Og svo hefur líklega móðir hennar ætlað sér að hlynna að henni heima hjá sér. Það verður þó alltaf hlýjasta athvarfið í lífinu. Hún hefur sjálfsagt verið orðin svefnþurfi, eins og hann. Trúað gæti ég, að það yrði ekki langt á milli þeirra,“ sagði hún. — „Nú, þú spáir nokkru þykir mér. Það er mikil ást eða hvað maður á að kalla það,“ sagði Nikulás, en brá þó auðsjáanlega við þessi dómsorð. „Maður heyrði það nú alltaf, að sjaldan væri ein báran stök, og ekki heldur tvær kistur bornar úr sama bænum, svo að ekki bættist sú þriðja við.“ „Nú, það yrði vatn á myllu Guðna gamla, ef svo yrði,“ hreytti Nikulás út úr sér, kastaði kveðju á þá skynsömu konu, Sigurlaugu, sem glotti skrítilega að baksvipnum á frændanum, þegar hann gekk úr hlaði. Hann var sár- gramur yfir sinni erindisleysu. Það var óviðkimnanlegt að spyrja um, hvað það hefði verið, sem þessir skarfar voru að skrifa við dánarbeð Markúsar, vel gat það hafa verið eitthvð annað en erfða- skrá. Um það vissi náttúrlega enginn. Báðar voru þær eitthvað meinfýsnar í svörum, Sigurlaug gamla og stelpu- tryppið þarna inni í baðstofunni. Báðar voru uppstopp- aðar af samúð með Margréti, enda var ekki annað hægt að segja en hún væri búin að reyna þó nokkuð þetta sumar. Það var ekki gott að botna í þessu Kláusardóti, Allt bar það öfundar- og haturshug til Markúsar og Mar- grétar, en kom þó útgrátið fram í bæjardyr á móti honum. Fjandinn hafi öll þeirra hræsnistár. Kláus gamli mætti honum skammt fyrir innan Bakk- ann. Honum hafði sótzt eftirreiðin þó nokkuð vel. Hann hékk hálfsofandi á klárnum. Hann réttist i sæti, þegar hann sá, hver var þar á ferð. „Jæja, þá mætumst við. Þú hefur verið undra fljótur, þykir mér. Hvað segir þú þá í fréttum? Hafðirðu nokkuð upp úr gönuskeiðinu annað en láta klárinn svitna. Ekki svo vel, að til væri leki í mínu búi úti í kaffið, þó þú hefðir þegið það. Þú hefðir gert betur að doka við eftir mér.“ — „Ég hafði ekki lyst á kaffi hjá kerlingu þinni, en hún bauð mér það. Ekki vantar greiðann hérna á útbæjuninn, þó hræsn- in fljóti ofan á. Það voru allir útgrátnir og illa útsofnir. Svo ekki meira um það. Mér hefur ekki verið gefin svo mikil skynsemi, að ég geti skilið svona fólk.“ Kláus gamli rétti honum vasapelann, hann saup vel á honum, þakkaði fyrir sig og sló undir nára og þeysti burtu án þess að kveðja. Það voru dauflegir dagar, sem eftir voru til gangn- anna. Kláus karlinn var vanur að smíða utan um alla, sem dóu þar út á Nesinu. En nú fór Gunnar á Múla inn á Hvítasand og beið þar meðan kistan utan um Markús var smíðuð. Síðan var hún flutt sjóveg út í víkina. Sig- urlaug var sárreið yfir þessu háttalagi. Fannst maður NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.