Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 14
Guðrún H. Hilmarsd. húsmæðrokennari: FISKBAKSTUR 4 bollar soðinn fiskur 1/2 bolli brauðmylsna. Sósa: 2—4 msk smjörl. 2 msk hveiti 2 bollar mjólk 1 laukur lárviðarlauf, steinselja salt og pipar 2—4 msk rifinn ostur Fylling: 3—4 epli 6 msk sykur kanel með vanillu 1/2 bolli rúsínur ílórsykur. Búið til mjólkursósu kryddaða með lauk, lárvið- arlaufi og steinselju, þegar hún er til. Smyrjið eld- fast mót og stráið í það brauðmylsnu. Blandið osti í sósuna og látið hana í mótið í lögum með fisk- inum. Stráið brauðmylsnu yfir og bakið í vel heit- um ofni Jjar til brauðmylsnan er orðin fallega brún. — Borðað með soðnum kartöflum og bræddu smjöri ef vill. EPLARÚLLUR Deig: 5 msk smjörl. 75 gr. 1/2 bolli sykur 1 egg 440 gr hveiti 3 tsk lyftiduft 1/2 bolli mjólk. Hraarið smjörið létt og ljóst og bætið síðan hinu í í þeirri röð, sem J^að er nefnt. Hnoðið saman í deig og fletjið það út. Afhýðið eplin og skerið J)au í bita. Blandið eplunum saman við sykur, kanel og rúsínur og jafnið því yfir deigið. Veíjið deiginu saman eins og rúllutertu. Bakið það við 150°C þar til það hefur fengið fallegan gulbrúnan lit. — Flór- sykri stráð yfir áður en eplarúllan er borin fram. fyrir hana en þvælast í aðrar heimsálfur, þar sem hún þekkir enga sál. Það er ekki neitt fráleitt að reyna að klófesta þennan gullfisk, sem á jörðina í félagi við ykkur. Þetta er ekki svo afleitt að setjast í þetta laglega bú. Þær eru fallegar hjá Jónasi karlinum rollugreyin. Hann þarf ekki að kosta miklu til að verða búfær sá kauði.“ Auðbjörg flýtti sér burtu úr baðstofunni. Þetta varð einhver mesti sorgardagur, sem þær mæðgur höfðu lifað, síðan þær fluttu að Grenivík, þó margir hefðu gengið nærri þeim. Auðbjörg var búin að mynda sér nýja vin- áttu við Gyðu, en nú var sú stjarna hröpuð. Allt var skrifað og lært á sömu bókina fyrir henni. Hún bjóst við, að það bezta væri fyrir sig að vera hér heima hjá for- eldrum sínum, þó það væri allt annað en skemmtilegt. Jónas og Guðbjörg fóru að vinna á túninu, en strákur, sem þau áttu, snérist kringum lambféð. Þau ætluðu að verða þar næsta ár, sagði Guðbjörg sinni forvitnu sam- býliskonu. En hvort þau yrðu þar ein, hafði hún ekki hugmynd um, en henni þótti vænt um meðan hún hafði blessaða mjólkina handa sér og sínu fólki. „Já, það er vel líklegt, að þér bregði við, eða vera í þurrabúð," sagði Sigurlaug. Það var um krossmessubilið, að Gunnar í Múla reið heim að Melhúsum og gerði boð fyrir Margréti. Hann hafði aldrei komið þar við, þó hann væri sífellt á ferð- inni inn að Grenivík þennan síðastliðna vetur. Margrét kom út. Hann heilsaði henni kompánlega og bauð hana velkomna heim. „Nú er vorið komið, Margrét mín,“ sagði hann og brosti dálítið. „Þá verðum við að fara að hugsa eitthvað um búskapinn í Grenivík. Þú manst, að mér var gefið þetta allt með þeim skilmálum, að þú nytir þess með mér. Ég get ekki hugsað til þess, að ég verði að svíkja það lof- orð. Ég vona, að þú sért sama sinnis og ég, viljir uppfylla þessa síðustu ósk þessa góða vinar okkar.“ — „Þú sérð engin önnur ráð,“ sagði hún. „Getur ekki Guðbjörg ráðskað fyrir þig? Mér finnst ég varla geta hugsað til þess að flytja að Grenivík aftur. Þar minnir mig allt á erfiðleikana í fyrrasumar." „Þú hlýtur að muna eftir þeim hvort sem er, meðan þú ert svona nærri. Ég hefði ekki farið fram á þetta, ef það hefði ekki verið vilji Markúsar. Hann sagði, að ég fyndi aldrei eins góða stúlku og þig. En svo getur þú verið ráðskona hjá mér svona til að byrja með. Ef það getur ekki gengið, vil ég láta þig hafa eitthvað af eig- unum. Mér finnst ég ekki vera frjáls að njóta þeirra, ef þú verður ekki hjá mér.“ „Þú kemur inn og færð kaffi. Eg þarf að hugsa mig dálítið um. Náttúrlega vil ég uppfylla ósk Markúsar, en mér leiðist einveran. Heldurðu, að þau vilji ekki verða í húsmennsku hjá þér þessi hjón, sem hafa verið þar í vetur?“ — „Það getur vel verið. Ég skal tala um það við þau.“ Hann kom inn og beið eftir kaffi. Þegar hann fór, gekk hún með honum suður fyrir túngarðinn. (Frh.) UM VINARGARÐ Oft hef ég ílúið í þitt skjól undan hríð og skuggum. Það er eins og sífellt sól sé í Ju'num gluggum. I. Þ. í SAMÚÐARSKYNI vegna fráfalls Bandaríkjaforseta, John F. Kennedy, hefur frú Kennedy fengið 200.000 bréf og 800.000 skeyti. Blaðið hækkar í verði frá síðustu áramótum, verður nú kr. 45,00 árgangurinn. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.