Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1964, Blaðsíða 8
Falleg veggmynd Saumist í jafa eða stramma. Síðastliðið ár komu út bœkur eftir pessar konur Sogin hafa minnkað, bara hrygla. Skyldi Jón ekki fara að koma? Hún hafði gert allt, sem hún hafði vit á til að lina þjaningar elsku litlu stúlkunnar sinnar. en ekkert dugir. — Og svo hafði hún verið svo barna- leg að halda það, að hjá prestshjónunum væri mesta kærleiksrúmið. Allt er hljótt — aðeins andardráttur sofandi fólksins og hryglustunur Boggu litlu. Alfheiður þrýstir henni að sér og reynir að hlýja henni við brjóst sín, tárin streyma niður á litla kollinn og hún biður: „Guð almáttugur hjálpaðu mér að bera mína byrði.“ Nú hryktir í baðstofunni. Aftur er stórviðri skollið á. Hún vefur barnið fastar í faðm sinn og hallast upp að koddanum. Ömurleg hljóð, og vindsúgur þýtur um gluggann. Kertið er út- brunnið. Miðnætti. — Upp túnið á Felli kemur Jón, hann hefur storminn í fangið og frostið er napurt. En nú er hann kominn heim til konunnar og barn- anna sinna og nú verður hægt að kveikja ljós í Felli næstu mánuði. Hann hraðar sér inn göngin, veit hvar lýsislampinn hangir, tekur upp eldinn, bætir á lampann, kveikir og gengur til baðstofu og að rúmi Alfheiðar með Ijósið. Hún sefur og barnið ... Hann hrekkur við, barnið er dáið í faðmi hennar. Hann kom þá of seint. Hún var ekki fjölmenn, jarðarförin. Dísa gamla kom samt og allir af prestssetrinu nema maddaman. Kannski hefur hún viljað vera hjá börnum sínum, ef til vill liefur samvizkan látið til sín heyra. Árni, sonur Jóns og Álfheiðair, varð er árin liðu •þekktur prestur. Er hann fór alfarinn heiman að, eftir að hafa tekið prestvígslu, sagði móðir hans við hann að síðustu, er hann kvaddi hana: „Árni minn, sýndu trú þína í verkunum. Það er ekki nóg að mæla fagurt — þú verður líka að breyta vel." G. Hornbjarg 6 Elinborgu Lárusdóttur: Eigi má sköpum renna. Guðrúnu P. Helgadóttur: Skáldkonur fyrri alda. Guðrúnu frá Lundi: Stýfðar fjaðrir, 3. hefti. Hönnu Kristjánsdóttur: Segðu engum. Hugrúnu: Dætur Fjallkonunnar. Ingibjörgu Jónsdóttur: Ást til sölu. Ingibjörgu Sigurðardóttur: Læknir í leit að ham- ingju. Þórunni EIvu Magnúsdóttur: Anna Rós. Margréti Jónsdóttur: Kökur Margrétar. Minningarrit Lestrarfélags kvenna: Konur segja frá. Nýtt ár Gamla árið hæruskotið, 1963, kvaddi, og við tók- um undir kveðju þess með blysum, brennum og ljóskösturum, ræðum, klukknahringingum og söng. Víst skildi það eftir margar minningar óafmáan- Iegar. En nú höldum við okkur til fyrir nýju ári, sem heilsar með hækkandi sól. Fallegur er vitnisburður daladætranna, sem „dreymir allar um sól og vor“, en ætli draumarnir verði ekki ruglingslegri í fjölbýlinu, þegar farið er að kaupa vín og tóbak fyrir 5 milljónir á einum degi, eins og gert var á Þorláksmessu? Grýla gamla, sem um langan aldur hefur ekki látið á sér kræla, er komin í Jressu gervi í fjölbýlið. Það getur ekki verið tilviljun, að í sama blaðinu, sem birti Jressa fregn um tóbaks- og vínkaupin, er sagt frá tillögu fræðsluráðs um að reistur verði nýr skóli í nágrenni Reykjavíkur fyrir drengi á aldr- inum 7—15 ára, sem þurfa að vera í sérskóla vegna djúpstæðra truflana á tilfinningalífi sínu. Stígum á stokk og strengjum þess heit að leggja Grýlu aldrei lið. Eldri kynslóðin var hrædd með henni í æsku sinni og nú ætti hún að hafa vit og þrek til að forða börnum sínum frá að lenda í pokanum hennar. Gleðilegt ár! NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.