Morgunblaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÁLFHEIÐUR Ingibjörg Arnfinns- dóttir, 10 ára Grindvíkingur, fékk afhent verðlaun í gær fyrir að hafa getið rétt um úrslitin í leik Íslands og Noregs í EM-leik Morgunblaðs- ins, mbl.is, Ölgerðarinnar og Nettó. Fékk hún að launum gjafapoka frá Ölgerðinni, ásamt gjafabréfi frá Nettó og áritaðri landsliðstreyju, sem fyrirliði kvennalandsliðsins, Katrín Jónsdóttir, og Kristín Ýr Bjarnadóttir afhentu. Álfheiður var í skýjunum yfir verðlaununum og að fá að hitta átrúnaðargoðin sín en hún hefur æft fótbolta með Grinda- vík síðustu fjögur árin og er varn- arjaxl eins og Katrín. Með rétt úrslit gegn Noregi Morgunblaðið/Kristinn Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer KULDAGALLAR 8.990 STÆRÐIR 74-98 KR 7.99 0 STÆRÐIR 98-128 KR 8.9 90 4 LITIR NÝ SENDING AF KULDAGÖLLUM Vindhelt og vatnsfráhrindandi nylon efni NAME IT SMÁRALIND S: 544 4220 / KRINGLAN S: 568 4344 Enskuskóli Erlu Ara Auglýsir enskunám í Hafnarfirði • 10 getustig með áherslu á tal • Styrkt af starfsmenntasjóðum • kennsla hefst í næstu viku Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Skipuleggjum námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is Þú ert velkomin í heimsókn og tekur ákvörðun eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt Str. 40- 56 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Yfirhafnir, úlpur og kápur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Blússujakki 5.900 kr. 3 litir Buxur 4.900 kr. 4 litir „ÞETTA var al- veg óvart. Við fé- lagarnir fórum upp á golfvöll í eftirmiðdaginn eins og við erum vanir. Vorum á þriðju braut og þar small þetta svona al- gjörlega,“ segir Skagamaðurinn Guðmundur Valdimarsson, sem fór holu í höggi á Garðavelli á Akranesi í gær. Dagsetningin var 09-09-09, sjötug- asti og sjöundi afmælisdagur þessa snjalla golfleikara á Skipaskaga. Guðmundur æfir golf flesta daga með félögum sínum, þeim Karli Þórðarsyni og Alfreð Viktorssyni, sem er degi yngri en Guðmundur og heldur upp á 77 ára afmælið í dag. „Við erum allir löngu hættir að vinna og notum þetta sem okkar dægradvöl. Það var hins vegar ekk- ert markmið hjá mér að ná holu í höggi. Líkurnar á slíku eru líklega minni en að fá stóra vinninginn í happdrætti. Ég byrjaði að æfa golf um fimmtugt. Maður er aldrei of seinn að byrja í golfinu. Mér hefur einu sinni áður tekist að ná holu í höggi, fyrir um fimmtán árum,“ seg- ir Guðmundur sem keppir í golfi í öldungaflokki. Guðmundur Valdimarsson er Strandamaður, fæddur árið 1932. Hann er bifvélavirki að iðn og starf- aði lengi sem slíkur og við járn- smíðar. „Mér og minni fjölskyldu hefur vegnað vel frá því við fluttumst hing- að á Skagann fyrir 45 árum og það á jafnt við um golfið sem annað,“ segir Guðmundur. sbs@mbl.is Fór holu í höggi á afmælisdaginn 09-09-09 var happadagur Skagamanns- ins Guðmundar Valdimarssonar Guðmundur Valdimarsson. FORYSTA stórmeistarans Henriks Danielsens minnkaði niður í 1½ vinning þegar hann gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson í mjög spennandi skák í 9. umferð á Skák- þingi Íslands í gær. Teflt er í Bol- ungarvík. Henrik hefur 7½ vinning. Bragi Þorfinnsson sigraði Guðmund Kjartansson í gær og er annar með 6 vinninga. Í 3.-4. sæti, með 5½ vinning, eru Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson. Tíunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst hún kl. 16. Hægt er að fylgjast með skákunum beint á vefnum www.skak.is. Hinrik þarf einn vinning úr tveimur síðustu skákum sínum til þess að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn. sisi@mbl.is Henrik gerði jafntefli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.