Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STAÐREYNDIR og uppspuni voru meðal þess sem Olli Rehn, stækk- unarstjóri Evrópusambandsins, gerði að umtalsefni á málfundi í Há- skóla Íslands í gær. Sagði hann að í umsóknarferli Íslands um aðild að ESB þyrfti að kveða niður margar sögusagnir með staðreyndum. „Oft eru uppi sögusagnir um ESB, bæði innan aðildarríkja sambands- ins og ríkja sem sækja um aðild. Eina leiðin til að taka lýðræðislegar ákvarðanir er hins vegar að mínu viti byggð á staðreyndum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Þess vegna svaraði ég því til hér áð- an að það væri klárlega flökkusaga að það tæki Ísland 15 ár að taka upp evruna. Ég skýrði það út að það yrði vissulega mun styttri tími.“ Hann ítrekar líka að það hafi jákvæð áhrif að lýsa yfir þeirri stefnu að ætla að taka upp evru og jákvæð áhrif evru- aðildar komi sum hver fram löngu áður en myntin er endanlega tekin upp, ef viðkomandi ríki er í aðild- arferlinu. Sannfærður um að fundin verði lausn á sjávarútvegsmálunum Oft heyrast þær raddir að ekki sé hægt að fá varanlegar undanþágur frá stefnu ESB. Jafnvel að ef við fengjum þær yrðu þær gerðar að engu fyrir evrópskum dómstólum og þar að auki værum við of smá til að hafa áhrif á stefnu ESB. Hvort hljóma þessi atriði meira eins og staðreyndir eða sögusagnir í þínum eyrum? Rehn brosir í kampinn og vill ekki gefa mikið upp. „Þú hefur mörg at- riði í einni spurningu. En auðvitað er sjávarútvegur allra mikilvægasta málefnið fyrir Ísland og lifibrauð Ís- lendinga. Þess vegna skil ég full- komlega áhyggjur af málaflokkum eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Hins vegar er of snemmt að gefa upp einhverja afstöðu til þess hver útkoman gæti orðið. Við erum enn að greina muninn á evrópskri og ís- lenskri fiskveiðistefnu. En ég er þess fullviss að við getum fundið lausn á því hvernig Ísland getur tek- ið þátt í sjávarútvegsstefnu ESB. Eiginlegar viðræður eru ekki hafnar og því hafa embættismenn ESB, eins og þú sjálfur, ekki sýnt á spilin. Hvenær komum við á þann tímapunkt að samningsaðilar sýni á spilin og gefi upp hvað er í boði? „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk Evrópusambands- ins og meginreglur þess. En þar til það kemur upp er það ekki hlutverk framkvæmdastjórn- arinnar að hafa frumkvæði að var- anlegum undanþágum eða sér- sniðnum lausnum. Þegar slík mál vakna erum við samt yfirleitt viljug til að leysa úr þeim og finna einhvers konar aðlögun eða sérstakar lausnir. Þá þurfa þær að vera vel rökstuddar og þurfa að vera mjög mikilvægar fyrir viðkomandi ríki.“ Skýrsla rannsóknarnefndar verður mikilvægt skjal í ferlinu Augljóslega eru mikilvægustu spurningarnar á listanum sem þú af- hentir íslenskum ráðamönnum, í augum Íslendinga, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og peningamál. Hverj- ar eru mikilvægustu spurningarnar í augum Evrópusambandsins, frá ykkar sjónarhóli? „Ég er reyndar sammála Íslend- ingum um þetta. Og ég hef rætt þetta við forsætisráðherra og all- nokkra alþingismenn, bæði úr röð- um stjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Rehn. „Mín niðurstaða er sú að mikilvægustu málin verði vissulega sjávarútvegur og landbúnaður. Því til viðbótar tel ég að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði mikilvæg þegar við metum getu Íslands til að fram- fylgja evrópskum reglum.“ Aðildarríkin eru almennt nei- kvæð gagnvart undanþágum Hvernig skynjar þú umræðuna í ESB-ríkjum gagnvart undanþágum fyrir ný aðildarríki? „Aðildarríki ESB eru almennt ekki hrifin af því að undanþágur séu veittar. Hins vegar er raunveruleik- inn sá að ríki sem sækja um aðild biðja iðulega um sérstakar lausnir fyrir sig og við þurfum að fjalla um þær hverja fyrir sig. Venjulega þurfa þær að vera vel rökstuddar og mjög mikilvægar.“ Nú er sjávarútvegsstefna ESB í miklum breytingafasa. Getur Ísland fengið undanþágu frá henni í þann tíma sem það mun taka að breyta henni? Til dæmis tíu eða tuttugu ár? „Þetta er sannarlega mikilvægt atriði bæði fyrir Ísland og ESB. Í fyrsta lagi munu endurbæturnar á fiskveiðistefnu ESB verða í áttina að íslenska módelinu og byggjast á reynslu Íslendinga í sjálfbærri nýt- ingu á sjávarauðlindinni. Þess vegna mun breyting á stefnu ESB gera það auðveldara fyrir Ísland að aðlagast henni,“ segir Rehn. „Fyrst þurfum við að kynna okkur þetta almennilega en í mínum huga er það bara eðlilegt að þegar við fáum á hreint í hvaða átt fisk- veiðistefna ESB stefnir eftir breyt- ingarnar munum við vita hvenær heppilegur tímapunktur er fyrir inn- göngu Íslands í hana. Og þá þurfum við að sjá hvers konar lausn eða mögulega sérlausn þarf til þess. Þar að auki byggist sjávarútvegsstefna ESB á veiðireynslu á hverjum stað. Eðli málsins samkvæmt hafa Íslend- ingar sterka veiðireynslu á Íslands- miðum. Það er jákvæður punktur til að byrja viðræðurnar á, frá sjón- arhóli Íslendinga.“ Viljugir til að finna lausnir Morgunblaðið/Kristinn Olli Rehn Stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að spil ESB í aðildarviðræðunum liggi þegar á borðinu fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins. Vel sé hins vegar brugðist við beiðnum um sérlausnir.  Mikilvægustu spurningarnar á listanum sem Olli Rehn afhenti varða sjávarútveg og landbúnað  Eðlilegt að Ísland gangi inn í sjávarútvegsstefnu ESB þegar ljóst er hvert breytingar á henni stefna Í HNOTSKURN »„Leiðin inn í ESB er stuttfyrir Ísland en það þýðir ekki að hún verði auðveld. Hraði viðræðna veltur á get- unni og viljanum til þess að taka á sig þær skyldur sem fylgja ESB-aðild,“ sagði Rehn. »Venjulega álítum við það ávaldi þeirra stjórnvalda sem fengu spurningalistann hvort þau birta hann. Ég myndi vilja hafa þetta opið og gegnsætt. Þetta er allt til á geisladiski og ætti því að vera auðvelt að birta,“ sagði Rehn um það hvort opinbera ætti spurningalistann. »„Norrænt fólk er raun-sætt. En hjónabandið við ESB er ekki bara til fjár, það er til að deila grunngildum. Við deilum fullveldinu í skipt- um fyrir mannréttindi, rétt- læti og lýðræði.“ Í máli Olli Rehn í Háskóla Íslands í gær kom fram að mögulegt væri að ESB myndi veita Íslandi aðstoð á afmörkuðum sviðum efnahags- mála. Spurður hvers eðlis slík að- stoð gæti verið sagði Rehn að hún væri stundum veitt sem viðbót við aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd sem eiga í miklum erf- iðleikum. „T.d. Serbíu, sem fengið hefur aðstoð við að komast yfir sín vandamál. AGS fjármagnar fyrir þá stór lán og ofan á það veitir ESB tengda aðstoð,“ sagði Rehn. Samningaviðræður um þetta stæðu enn yfir en hann gæti ekki lýst því í smáatriðum, heldur heyrði það undir Joaquín Almunía, yfirmann efnahags- og peninga- mála hjá Framkvæmdastjórninni. Efnahagsaðstoð frá ESB Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ leitum að sérfræðingum á Íslandi sem eru reiðubúnir að vinna og búa í Noregi,“ segir Jan Fredrik Hvam sem var staddur hér á landi í vikunni á vegum atvinnumiðlunarinnar Job- crossing. Fyrirtækið auglýsti í atvinnublaði Morgunblaðsins sl. sunnudag eftir m.a. tölv- unarfræðingum, verkfræðingum, tæknifræð- ingum og sérfræðingum tengdum trygginga- eða fjármálastarfsemi. Viðbrögðin við auglýs- ingunni voru mjög góð, yfir fimmtíu umsækj- endur voru fljótir að svara en Jobcrossing seg- ir næga vinnu að hafa í mörgum atvinnu- greinum í Noregi. Vantar verkfræðinga Jan Fredrik segir efnahagsástandið í Noregi vissulega hafa orðið fyrir áfalli vegna krepp- unnar en atvinnuleysi hafi þó ekki náð þeim hæðum sem spáð var og svo virðist sem atvinnumarkaður- inn sé þegar að rétta úr kútnum af nokkrum krafti. Skýringuna segir Jan Fre- drik m.a. felast í því að hið opinbera er mjög stór at- vinnuveitandi í Noregi – mun stærri en hér á landi. Í Noregi vantar nú m.a. verkfræðinga til starfa þar sem ríkið leggur áherslu á uppbyggingu vega- kerfis og annarra þátta grunnþjónustunnar. Einnig sé næga vinnu að hafa fyrir tölv- unarfræðinga, kerfisfræðinga og forritara. Jan Fredrik segir flestar atvinnumiðlanir vinna þannig að þær finni fólk með ákveðna þekkingu fyrir fyrirtækin. Hugmyndafræði Jobcrossing er nokkuð ólík. Jan Fredrik ferðast nú milli Evrópulanda og finnur fólk með sérþekkingu á sviðum sem þörf er á í Noregi. Fyrirtæki hans hefur svo samband við fyrirtæki í þeim geirum sem atvinnuleitandinn hefur áhuga á. Jobcrossing kemur svo á viðtali og mætir m.a. með umbjóðanda sínum í það og borgar allan kostnað við utanferð vegna þess. „Flest fyrirtæki í Noregi vilja sjálf aðstoða starfsfólk sitt við að finna húsnæði en við get- um einnig tekið slíkt að okkur,“ segir Jan Fre- drik. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við leitum til Íslands eftir fólki,“ segir hann. Fyrir utan það að Íslendingar séu vel menntaðir sé menning landanna tveggja lík og svo virðist sem Íslendingar vilji frekar vinna á Norð- urlöndunum en t.d. í Kanada. Vegna smæðar þjóðarinnar sé einnig auðvelt að komast í sam- band við fólk í atvinnuleit. Ekki komi að sök að Íslendingar tala flestir Norðurlandamál. Menntun og menning Íslendinga heilla Norðmenn Jan Fredrik Hvam www.jobcrossing.is LANDLÆKNIR hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins. Einnig verða tekin í notkun ný tæki til að meta þroska barna. Þau eru PEDS – Mat foreldra á þroska barna og BRIGANCE þroska- skimun. Námsmatstofnun hefur unnið að þýðingu, staðfæringu og forprófun á tækjunum í samstarfi við Landlækn- isembættið og Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, að því er segir á vef Landlæknisembættisins. Ungbörn verða skoð- uð fyrr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.