Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 16

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 LEGGJA ber enn meiri áherslu á að fjarlægja og binda kolefni í jörðu til að berjast gegn loftslagsbreytingum af manna völdum. Þetta er inntak áskorunar helstu jarðvís- indamanna heims til þeirra þjóðarleiðtoga er sækja lofts- lagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember næstkom- andi. Jarðvísindamennirnir sóttu ráðstefnu hérlendis um helgina um bindingu koltvíoxíðs (koltvísýrings) í jörð. Í yfirlýsingu vísindamannana segir að binding kol- tvíoxíðs í andrúmslofti með öruggum hætti neðanjarðar verði að vera ein þeirra aðferða sem farnar verði til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Mun ódýrara sé að bregðast við vandræðunum nú en að mæta afleiðingum hlýnunar jarðar síðar. Á ráðstefnunni voru kynnt verkefni, sem miða að því að fanga koltvíoxíð og farga því. Megináherslan var á ís- lenska CarbFix verkefnið sem gengur út á að fanga kol- tvíoxíðgas og steingera það neðanjarðar. ben@mbl.is Vilja aukna áherslu á kol- efnisbindingu neðanjarðar Jarðvísindamenn senda áskorun á loftslagsráðstefnu HALLDÓR Hall- dórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, ætlar ekki að gefa kost á sér sem oddviti sjálf- stæðismanna í Ísafjarðarbæ og bæjarstjóraefni í sveitarstjórnar- kosningum árið 2010. Halldór hefur gegnt bæjar- stjórastarfinu frá vorinu 1998. Halldór tilkynnti ákvörðun sína á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarð- arbæ. Hann segir þetta ekki þýða að hann sé hættur í stjórnmálum. Tíminn verði að leiða í ljós á hvaða vettvangi hann muni starfa í fram- tíðinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór að ekki bæri að skilja orð sín svo að hann ætlaði að snúa sér að landsmálunum. Hann kvaðst telja að menn ættu ekki að vera of lengi í sama starfi og alls ekki sem kjörnir fulltrúar. Forystumenn og áhrifafólk í hópi sjálfstæðismanna í þremur sveit- arfélögum hafa haft samband við Halldór á undanförnum vikum og falast eftir liðsstyrk hans. „Það er ekkert nýtt, það gerðist líka 2002 og 2006,“ sagði Halldór. Hann sagðist ekki hafa tekið neina af- stöðu til þessara málaleitana enn sem komið væri. gudni@mbl.is Falast eftir bæjar- stjóranum Halldór Halldórsson Breytingar á Ísafirði „ÁSTANDIÐ er þannig hjá okkur að við erum í rauninni algjörlega einangraðar,“ segir Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Með þessum orðum vísar hún í slæma aðkomu að húsinu sem Fjölskylduhjálpin leigir af Reykjavíkurborg. „Við höfum þolað þetta núna á sjöunda ár, en nú er þetta farið að vera erfiðleikum háð. Það er lokað algjörlega á okkur Eskihlíðarmegin og svo er bara göngustígur Skógarhlíðarmegin.“ Þetta segir Ásgerður Jóna verða til þess að þeir sem eru að afhenda vörur þurfi að leggja við Skógarhlíðina og trilla vör- unum alla leið þaðan að húsinu. „Þetta er alveg gríðarlegur burður. Svo er þetta líka mjög slæm aðstaða fyrir skjólstæðinga okkar,“ segir hún. Reynt hefur verið að tala við Reykjavíkurborg af og til vegna aðstæðnanna. „Það hefur bara ekki gengið,“ segir Ásgerður Jóna. „Það er síðan verra, að það er alveg gríðarleg fúkkalykt í hús- inu og hefur verið lengi. Þetta er í rauninni eng- inn mannabústaður.“ Lausnin, segir Ásgerður Jóna, getur falist í að fjarlægja gróður austan megin við húsið, þar sem yrði mögulegt að afferma flutningabíla. Auk þess er stefnt að því að byggja skjólhýsi fyr- ir framan húsið til að verja skjólstæðinga fyrir veðri og vindum. sia@mbl.is Slæmt aðgengi að húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands Afhending vöru er erfiðleikum háð Morgunblaðið/Heiddi Sigurður Reynir Gíslason jarð- efnafræðingur, formaður vísinda- nefndar íslenska CarbFix- verkefnisins, segir að með áskor- uninni vilji vísindasamfélagið senda skilaboð um að nauðsyn- legt sé að setja aukna fjármuni í alþjóðlega sjóði svo takast megi að ýta þessum lausnum áfram. „Við eyðum ótrúlegri orku í að skrapa saman fjármuni fyrir verk- efnið. Það bjargar okkur hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að baki okkur, þrátt fyrir erfiðleika hjá þeim.“ Þannig sé t.d. ekki um auðugan garð að gresja í sjóðum í Evrópu til verkefna á borð við þetta. Fé til rannsókna nauðsynlegt Sigurður Reynir Gíslason „SVONA skemmdarverk eru fúl- mennska,“ segir Garðar Þorbjörns- son, eigandi verktakafyrirtækisins Urðar og grjóts. Í fyrrinótt voru skemmdarverk unnin á vélum og tækjum verktaka sem vinna að byggingu Háskólans í Reykjavík við rætur Öskjuhlíðar. Þegar starfs- menn Urðar og grjóts mættu til vinnu í gærmorgun var búið að skemma vinnuvélar sem þeir voru með á svæðinu: gröfur, ýtu, hefil og valtara. Klippt hafði verið á olíu- slöngur, rafmagnsleiðslur og leiðslur í vökva- og smurkerfi. Þá höfðu tankar verið fylltir af sandi og vatni. „Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa sífellt meiri skemmdir komið í ljós. Lauslega áætlað er tjón mitt eitthvað á fjórðu milljón króna og ég er ótryggður,“ segir Garðar sem tel- ur ljóst að flokkur manna hafi verið á ferð sem hafi notað öflug verkfæri til skemmdarverkanna. Síðdegis í gær hafði Garðari og hans mönnum tekist að koma einni af vinnuvélum sínum í gang til bráðabirgða og öðrum átti að koma á verkstæði. „Ég kem hingað með aðrar vélar sem ég á svo framkvæmdir stöðvist ekki,“ sagði Garðar. Lögregla kom á vettvang við Há- skólann í Reykjavík gærmorgun; tók skýrslur og myndir. Ekki fengust upplýsingar í gærkvöld um fram- gang rannsóknarinnar. sbs@mbl.is Skemmdir unn- ar og mikið tjón Morgunblaðið/RAX Skaði Verktakinn, Garðar Þorbjörnsson hjá Urð og grjóti, varð fyrir miklum skaða af völdum skemmdarvarga. Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA T E P P I Á H E I M I L I Ð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.