Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 23

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 09.09.09 Jenni Hokkanen brosti sínu blíðasta er hann Lasse Kurki brá upp myndavél að lokinni hjónavígslu þeirra í Árbæjarsafnskirkju í gær. Ekki lá verr á prestinum, honum Þóri Haukssyni. Árni Sæberg Á LAUGARDAGINN kemur heldur Borgarahreyfingin sinn fyrsta landsfund og ræður ráðum sínum um næstu skref í starfi ís sínu í þágu þjóðarinnar. Hreyfingin vann eft- irminnilegan sigur í kosningum sem haldnar voru í kjölfar endurtekinna þjóðfunda á Austurvelli þar sem breiðfylking borgara þessa lands krafðist réttlætis og raunverulegs lýðræðis. Það var einmitt upp úr þessum fundum sem hreyfingin var sprottin og þangað sótti hún hug- myndir sínar og kröfur. Í aðdgraganda kosninganna er Borgarahreyfingin þess vegna kynnt sem breiðfylking fólks sem á fátt ann- að sameiginlegt en að vera virkir borgarar í lýðræðissamfélagi. Fólks með fjölbreyttan bakgrunn og ólíkar lífsskoðanir. Stjórnmálaafl sem sinn- ir hagsmunavörslu fyrir einn hóp – þjóðina – og hefur eina meginreglu að leiðarljósi; að færa völdin frá flokks- ræði til lýðræðis. Frá flokksræði til lýðræðis Það er ástæða til að rifja þessi orð upp hér og halda þeim til haga á kom- andi landsfundi. Þau eru í okkar huga, sem höfum tekist á hendur þá ábyrgð að vera fulltrúar Borg- arahreyfingarinnar á Alþingi Íslend- inga, sá kjarni sem starf okkar á að snúast um. Í þeim felast sannindi sem ekki mega undir nokkrum kring- umstæðum gleymast. Það hefur sýnt sig í öllum sam- félögum á öllum tímum að það vald sem skapast í krafti miðstýringar og regluverks verður á skömmum tíma uppteknara af viðhaldi sjálfs sín en þeim jarðvegi sem það er upphaflega sprottið úr. Þess sjást víða merki í fréttaflutn- ingi og á spjallrásum vefjarins hversu undurfljótt hugmyndin um miðstýrt flokksapparat sem hafa þarf vit fyrir fólki lætur á sér kræla. Þannig hefur tiltölulega fámennur hópur gert til- kall til eignarhalds á hreyfingunni í kjölfar kosningasigursins og sumir einstaklingar meira að segja tekið að líta á sig sem fulltrúa heillar þjóðar og þá líklegast vegna góðrar mæt- ingar sinnar á félagsfundi. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að einhverjir missi þannig sjónar á upphaflegu erindi lýðræðishreyf- ingar eins og þessarar því flokks- ræðið með eignarrétti fárra útvalinna er nokkurn veginn eina fyrirmyndin að stjórnmálaafli sem við höfum í þessu landi og rætur þess liggja dýpra en nokkurn grunar. En það er líka hálfkaldhæðnislegt að þurfa ítrekað að svara kröfum um meint vald sjálfskipaðra flokkseigenda yfir þingmönnum hreyfingarinnar, í ljósi þess að slíkur hráskinnsleikur er ein- mitt dæmigerð birtring þess múl- bundna veruleika stjórnsýslu og mið- stýringar sem Borgarahreyfingunni var frá upphafi ætlað að vinda ofan af. Dýrmæt reynsla Það er heilmikið til í því sem haldið hefur verið fram að ekki hafi nægi- lega vel verið hugað að skipulagi starfsins og áframhaldandi þróun mála eftir kosningar. Að menn hafi ekki verið viðbúnir því að ná raun- verulegum árangri, hvað þá að koma fjórum mönnum á þing. Til þess var tíminn einfaldlega of knappur, reynsluleysi okkar allra of mikið. Engu að síður er fátt sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið vel úr góðum árangri – hvernig fyrirfram ákveðin áætlun eða ákvarðanir um vinnulag hefðu gert störf okkar auð- veldari eða markvissari. Til þess hafa aðstæður einfaldlega verið of ófyr- irsjáanlegar og í raun súrrealískar. Hér leynist líklega ein mikilvæg- asta mótsögn veruleikans og sú sem erfiðast getur verið að sætta sig við, nefnilega sú, að veruleikinn er, líkt og maðurinn sjálfur, ólíkindatól og skreppur alltaf úr höndum skipulags- ins – og miðstýringarinnar þá minnst varir. Í því ljósi má segja að það hafi ekki verið svo galið að vita ekki upp á hár hvernig bregðast skyldi við kosn- ingasigri, en bregðast þess í stað við þeim veruleika á eigin forsendum þegar þar að kæmi. Og það er einmitt það sem við höfum verið að gera frá fyrsta degi. Það má kalla það spuna eða flæði, það má líka orða það svo að við höfum lagt meiri áherslu á að vanda okkur á hverju og einu augna- bliki en að vinna eftir fyrirfram njörvaðri áætlun. Fyrir vikið höfum við gert alls kyns mistök, yfirsést ým- islegt og ofgert öðru. En þannig höf- um við líka lært að nýta enn betur þau tækifæri sem gefist hafa til að vega og meta, endurskoða og tengja, með betri árangri en nokkur flokks- lína eða niðurnjörvuð hugmynda- fræði leyfir. Þar er mikilvægasta lexí- an fólgin í því gjöfula samstarfi sem við höfum átt við fjöldann allan af fólki, jafnt kjósendur okkar sem aðra, sem verið hafa í sambandi við okkur á þeim fjölbreytta vettvangi sem í boði er í samtímanum; hvort sem er með samtölum á neti og í síma, á fundum eða á förnum vegi. Við höfum lagt mikla áherslu á að auðvelt sé að nálg- ast okkur, að við séum ekki atvinnu- pólitíkusar í þeirri einangrandi merk- ingu sem í því hefur falist, að við neitum að fylgja flokkslínum en hlustum eftir öllu sem rétt er og gagnlegt og göngumst við því sem aðrir gera betur en við og látum ekki fyrirfram merkt hólf móta hegðun okkar né afstöðu. Þannig sjáum við hlut Borg- arahreyfingarinnar verða mestan; sem vettvang opinnar hugmynda- fræði og vakandi, heiðarlegrar end- urskoðunar. Sem barnsins sem er alltaf tilbúið að spyrja þess sem venj- an er að þegja um, en jafnframt sem manneskjunnar sem tekur út þroska sinn í samspili ólíkra viðhorfa og reynslu og býr yfir æðruleysi þess sem ekkert hefur að fela. Við erum þess fullviss, að fenginni dýrmætri reynslu, að þinginu væri betur farið og þar með þjóðinni allri, ef hver og einn þingmaður ynni sann- anlega samkvæmt eigin sannfæringu og tæki ákvarðanir út frá eigin innsæi, byggðu á opnum huga og ein- lægum áhuga á framgangi þess sem sannara og betra reynist. Þannig gæti enginn dulist á bak við flokks- múra þegar hentaði né þurft að beygja sig undir svokallaðan flokks- aga þegar flokknum hentaði. Við höfum vissulega orðið að læra hratt á nýjum vinnustað og ekki átt annars úrkosti en starfa samkvæmt þeim venjum sem þar eru í hávegum hafðar. Þegar við bætist að þingheimi hefur verið haldið í gíslingu tveggja umræðuefna frá fyrsta degi, er óhætt að halda því fram að svigrúm nýs stjórnmálaafls til athafna og áhrifa hafi reynst æði takmarkað. Engu að síður höfum við orðið vitni að breyt- ingum í starfsháttum, viðmóti og hlutverkaskipan innan hins háa Al- þingis sem gefa til kynna að tilvist lýðræðishreyfingar eins og þeirrar sem við erum fulltrúar fyrir hafi mun meiri áhrif en nokkur hefði þorað að vona. Kannski vegna þess að eðli málsins samkvæmt er Borg- arahreyfingin ótamið afl sem ætlar sér ekki að læra leikreglurnar allt of vel. Óbundinn fulltrúi mennskunnar sem nýtur þess að geta fylgt eigin sannfæringu eins og hún birtist í hjarta hvers manns. Nokkuð sem „flokksmönnum“ innan hreyfing- arinnar hefur reynst erfitt að sætta sig við. Eða eins og einn félagi okkar hefur bent á: „Við ætluðum okkur að skapa meðal annars vettvang í sam- félaginu fyrir persónukjör, en á sama tíma virðast samt margir ekki aðhyllast það að þingmenn séu per- sónur.“ Að þessu sögðu blasir við: – að Borgarahreyfingunni er ætlað mun stærra og mikilvægara hlut- verk en svo að hún megi verða flokksræði og forsjárhyggju fárra manna að bráð. – Að næsta skref felst í að tryggja enn frekar virkni hreyfingarinnar með jafnræði í skipulagi hennar og uppbyggingu. – Að sem opinn og lýðræðislegur vett- vangur hefur Borgarahreyfingin alla burði til að vera sú brú milli þjóðar og þings sem stefnt var að frá upp- hafi. Áfram veginn Á landsfundi Borgarahreyfing- arinnar á laugardaginn verða lagðar fyrir samþykktir um hreyfinguna sem fela í sér skref í átt til enn frek- ari árangurs á þeim vettvangi sem við störfum á og opna m.a. grasrót- arhreyfingum og einstaklingum raunhæfa leið til áhrifa innan stjórn- kerfisins. Við teljum þjóðina þurfa á slíku tækifæri að halda nú meira en nokkru sinni fyrr og hvetjum því alla sem láta sig málin varða til að kynna sér samþykktirnar á heimasíðu hreyfingarinnar www.xo.is og leggja sitt af mörkum á komandi lands- fundi. Með kæri þökk fyrir gott samstarf hingað til. Eftir Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur og Þór Saari »… hefur Borg- arahreyfingin alla burði til að vera sú brú milli þjóðar og þings sem stefnt var að frá upphafi. Birgitta Jónsdóttir Höfundar eru þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Brú milli þjóðar og þings Margrét Tryggvadóttir Þór Saari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.