Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Bjóðum upp á margar gerðir og verðflokka af vönduðum heyrnartækjum frá Oticon. Þú getur fengið heyrnartæki sem eru nánast því ósýnileg bak við eyru eða lítil og nett heyrnartæki inn í eyra. Pantaðu tíma hjá okkur í fría heyrnarmælingu og upplifðu hvað nýjasta heyrnartæknin getur gert fyrir þig. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við einnig upp á heyrnarmælingar víðs vegar á landsbyggðinni. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | w w w . h e y r n a r t a e k n i . i s Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880 eða á www.heyrnartækni.is Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag frá kr. 59.900 Frábær þriggja nátta helgarferð – síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Bjóðum frábær sértilboð á völdum hótelum á ótrúlegum kjörum. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Top Hotel ****. Aukagjald fyrir einbýli kr. 9.000. Aukalega kr. 10.000 fyrir gistingu á Hotel Clarion Congress centre****. Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000. Aukalega kr. 10.000 fyrir gistingu á Corinthia Towers *****. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Sértilboð 24. september. 24. - 27. september Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúleg sértilboð Ótrúlegt sértilboð Í bókinni Aftur til kreppuhagfræði, sem kom út á íslensku fyrir skömmu, skrifar hag- fræðingurinn og nób- elsverðlaunahafinn Paul Krugmann „… að einu hindranirnar í vegi velmegunar á heimsvísu séu úreltar kennisetningar sem hneppa mannshugann í fjötra“. Ein slík kennisetning er að verðtrygging lánsfjármagns sé órjúf- anlega tengd íslensku krónunni og verði því ekki afnumin nema með upp- töku annars gjaldmiðils. Ég held að hluti af vandræðum okkar við að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja sé einmitt fólginn í þessari kenningu. Vandinn sem þarf að leysa er tví- þættur: annars vegar er það greiðslu- vandi vegna þess að greiðslubyrði lána er fólki og fyrirtækjum ofviða. Hins vegar er vandinn sá að eigna- myndun er neikvæð og verður að öllu óbreyttu nánast engin á næstu árum eða áratugum. Lítil eignamyndun, svo ekki sé talað um neikvæða, er vandi sem er miklu alvarlegri og hefur víð- tækari afleiðingar en mér hefur virst koma fram í umræðunni. Geti fyrir- tæki ekki fjárfest og vaxið vegna skuldabyrði verður lítil sem engin fjármunamyndun í hagkerfinu sem mun óhjákvæmilega leiða af sér stöðnun og versnandi lífskjör. Það má heldur ekki gleyma því að íbúðakaup hafa verið um fjórðungur fjárfestinga og fjármunamyndunar í landinu og því skiptir eignamyndun þar miklu máli fyrir allt hagkerfið. Stóra spurningin er því sú, hvernig hægt sé að leysa bæði greiðsluvand- ann og neikvæða eignamyndun án þess að allt fari aftur á hliðina. Eina leiðin sem mér virðist vera fær er eins konar eignatilfærsluleið þar sem fjár- magn er fært frá lánardrottnum til skuldunauta án þess að til komi af- skriftir eða niðurfelling skulda. Ég held að þarna komi verðtryggingin okkur til hjálpar, svo einkennilega sem það kann að hljóma. Skoðum það nánar. Við höfum verið með tvo gjaldmiðla í gangi síðastliðin 30 ár – verðtryggða krónu og óverðtryggða. Verðtryggð króna hefur verið notuð í lánaviðskipt- um en sú óverðtryggða hefur verið notuð til þess að greiða lánin. Láns- fjármagn hefur því verið greitt til baka að raunvirði að viðbættum vöxt- um. Þetta fyrirkomulag í almennum lánaviðskiptum þekkist hvergi annars staðar í heiminum í sama mæli og hér á Íslandi. Það segir mér að algengast sé að miða við nafnverð lána og vaxta en ekki raunvirði. Þá erum við komin að kjarna málsins. Mín tillaga er sú að breyta skuldum heimila og fyrirtækja að hluta til í óverðtryggð nafnvaxtalán til 20 eða 30 ára með einum gjalddaga og lágum vöxtum. Hversu hátt hlutfall skulda yrði breytt með þessum hætti er matsatriði og færi væntanlega eftir því hverjar skuldir eru umfram eignir, væntanlegri afskriftaþörf eða 20% viðmiðinu sem nefnt hefur verið í um- ræðunni. Vextir yrðu greiddir á láns- tímanum en ekkert af höfuðstóli fyrr en að lánstíma loknum eftir 20 eða 30 ár. Með þessari einföldu skuldbreyt- ingu myndi létta á greiðslubyrðinni, góðar líkur væru á að lánin yrðu greidd að fullu og því þyrfti lánveit- andinn ekki að afskrifa krónu. Kjarn- inn í þessari leið er að láta eitt algeng- asta og áhrifaríkasta lögmál hagkerf- isins – verðbólguna, leysa skuldavand- ann. Það kann vel að vera að verð- mæti lánsins verði ekki mikið í lok lánstímans en það færi eftir verðbólgu í landinu. Verðbólga gegnir mikil- vægu hlutverki við eignatilfærslur í fjármálaheiminum og það er ósköp eðlilegt og er raunar meginregla í hagkerfum alls staðar í veröldinni, nema á Íslandi. Ef verðbólga væri ekki til er hætt við að vextir og vaxta- vextir yrðu að stjarnfræðilegum fjár- hæðum og óskapnaði sem engin réði við. Það má einnig leiða að því líkum að nafnvaxtalán myndu auka verulega aðhald í ríkisfjármálum og pen- ingastjórnun vegna þess hversu miklir hagsmunir væru í húfi, einkum fyrir fjármagnseigendur, að verðbólga héldist sem minnst. Lán sem eru með ein- um gjalddaga, og stund- um eru kölluð kúlulán, eru miklu algengari en margur heldur. Kúlulán eru algeng í fyrirtækjaviðskiptum eins og nýjasta dæmið um sölu Orku- veitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS orku er dæmi um. Bretar og Hollend- ingar hafa meira að segja boðist til að lána okkur Íslendingum fyrir Ice- save-skuldinni afborgunarlaust í sjö ár og án verðtryggingar. Rík- isstjórnir um allan heim fjármagna sig með útgáfu kúlulána til langs tíma, að langstærstum hluta óverðtryggt, sem ganga svo kaupum og sölum á markaði. Eigendur þessara íslensku kúlulána geta einnig selt þau, leigt eða veðsett eða gert hvað annað við þau sem venja er að gera með verð- bréf. Verðtrygging lánsfjármagns virð- ist ætla að valda okkur enn einum skaðanum. Hún byrgir okkur sýn á leiðir út úr skuldavandanum. Verð- tryggingin er af sumum talin vera hluti af íslenska hagkerfinu og jafnvel forsenda þess að hægt sé að stýra því og út frá þessari forsendu virðast all- ar tillögur um lausn á skuldavand- anum ganga. Þarna er að finna „fjötra hugans“, eins og nóbelsverðlaunahaf- inn Krugmann myndi líklega orða það, sem við verðum að losna undan til þess að komast inn á eðlilega braut og leysa þann skuldavanda sem við höfum hneppt okkur í. Hvað ber að gera? Eftir Ingólf H. Ingólfsson Ingólfur H. Ingólfsson »Kjarninn í þessari leið er að láta eitt al- gengasta og áhrifarík- asta lögmál hagkerfisins – verðbólguna, leysa skuldavandann. Höfundur er félagsfræðingur og eigandi spara.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.