Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 28
28 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Í Morgunblaðinu, 2. sept., s.l. er frétt undir fyrirsögninni „útlend- ingar tilbúnir að greiða hærra verð“, sem er til- komin vegna kvartana formanns Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar, (SFÚ) Jóns Steins El- íssonar, um að útgerðin hafi sent of mikið af ferskum fiski á markað erlendis í stað þess að bjóða hann á innlendum mörkuðum. Þessari gagnrýni SFÚ svarar Sig- urður Sverrisson (SS) upplýsinga- fulltrúi LÍÚ á þá lund að erlendir fiskkaupendur hafi einfaldlega verið tilbúnir að greiða hærra verð en fé- lagar hans í SFÚ og það sé nú einu sinni markmið útgerðarmanna að ná hámarks arðsemi útúr aflanum til hagsbóta, bæði fyrir útgerðina og sjó- menn.Það er greinilegt að SS hefur starfað í skamman tíma hjá LÍÚ þar sem þessi niðurstaða hans gengur þvert á markaða stefnu LÍÚ, a.m.k. hin síðari ár, sem er að halda fisk- verði sem lægstu, a.m.k. þegar vinnslan er í eigu viðkomandi útgerð- ar sem er þá að kaupa aflann af sjálfri sér, sem er algengast. Því finnst mér að breyta eigi nafni Samtaka fisk- vinnslustöðva í Landsamband ís- lenskra útvegsmanna, fiskvinnsla, eða bara LÍÚ, fiskvinnsla, því eðli- lega lýtur fiskvinnslan vilja útgerð- arinnar þar sem hún er í hennar eigu. Eða hefur einhver orðið var við há- værar kröfur útgerðarinnar á hendur vinnslunni um hærra fiskverð á liðn- um árum? Ekki ég. Einu frjálsu vinnslurnar Því eru vinnslur innan SFÚ einu fiskvinnslurnar hér á landi sem verða að afla sér hráefnis á markaði en keppa síðan við LÍÚ-vinnslurnar á erlendum mörkuðum með unnar sjávarafurðir, vinnslur sem sjómenn af örlæti sínu niðurgreiða hráefnið til. Sannleikurinn er sá að LÍÚ hefur, allt frá því að Verðlagsráð sjáv- arútvegsins var stofnað með lögum, uppúr 1960, barist gegn hækkun fisk- verðs sem helgast af því að fljótlega eftir að ráðið var stofn- að fóru flestar útgerðir að verka eigin fisk og tóku í framhaldinu rekstrarávinninginn út úr fiskvinnslunni í stað útgerðarinnar áður. Fróðlegt er að líta á nokkrar tölur þessu tengdar; þær eru að vísu að verða 3ja ára, frá í nóvember 2006, en hafa trúlega ekki mikið breyst síðan. Þá var meðalverð slægðs þorsks á innlendum mörkuðum rúm- lega 68% hærra en í beinu sölunni þ.e. þegar viðkomandi útgerð kaupir eigin afla; en eini tilgangurinn með því að verðleggja aflann í beinu viðskipt- unum er til þess að reikna hlut sjó- mannanna sem í nefndu tilfelli hefði verið 68% hærri ef selt hefði verið á mörkuðunum. Lítum á óslægða þorskinn, m.v. sama tímabil, þá var markaðsverðið um 78% hærra á inn- lendu mörkuðunum en í beinu sölunni sem þýðir sömu hækkun launa sjó- manna ef selt hefði verið á markaði. Sé borið saman hlutfall landaðs afla sem fór á markað í nóvember 2005 og í nóvember 2006 þá dróst hlutfall slægðs þorsks saman um 34% en ós- lægðs um 8%. Af þessum tölum má ráða að sífellt hærra hlutfall af bolfiski fer í beina sölu sem hefur í för með sér í kringum 40% launalækkun sjó- manna.Á meðan ég starfaði hjá Vél- stjórafélagi Íslands boðuðu nokkrir útgerðarmenn, sem voru að velta fyrir sér kaupum á nýjum skipum, til funda með talsmönnum áhafna skipanna. Rekstrarspá á röngum forsendum Á fundunum fóru talsmenn útgerð- anna yfir rekstrarspá vegna vænt- anlegra skipa en það sem var sam- merkt með öllum spánum var að tekjurnar voru alltaf m.v. verð í beinni sölu og m.v. tekjurnar og gjöldin gengu dæmin ekki upp. Erindi út- gerðanna við okkur var á þá lund að við beittum okkur fyrir eftirgjöf á launum áhafnanna í þeim mæli að dæmið gengi upp. Spurningin er hvernig hefði dæmið litið út ef tekjurnar hefðu miðast við markaðsverð en ekki verð í beinu söl- unni þ.e. tekjuhækkun um 50-70% og óbreytt útgjöld nema þann hluta þeirra sem hlýst af hækkuðum hlut sjómanna. Ljóst er að hækkun tekna um nefnt hlutfall hefði breytt útkomunni, trú- lega úr tapi í einhvern tekjuafgang, en það kom auðvitað ekki til greina því það hefði aukið hlut sjómanna á kostn- að útgerðarinnar. Í ljósi þessa er allt tal SS um sameiginlega hagsmuni fé- lagsmanna LÍÚ og sjómanna, a.m.k. þegar um er að ræða útgerðir sem reka eigin fiskvinnslu, meiningarlaust hjal, það segir sagan okkur und- anbragðalaust. Engu að síður ætla ég ekki að skattyrðast við SS vegna þessa þar sem dvöl hans í menningar- miðstöð LÍÚ er nú ekki ýkja löng. Engu að síður er ég ögn undrandi þar sem ég hélt að ekkert færi frá LÍÚ án þess að framkvæmdastjórinn, Friðrik J. Arngrímsson (FJA), yf- irfæri það og færði til betri vegar ef eitthvað hefði verið ranghermt af hreinni vangá sem alltaf getur gerst, líka á bestu heimilum. Að yfirferð og betrun lokinni mundi hann veita plagginu sitt, allt að því guðlega, samþykki því eins og allir vita þá er FJA svo gegnheill og heið- arlegur, a.m.k. að eigin sögn, að hann þarf ekki að ganga í gegnum dauðans dyr eins og við hin dauðleg mannanna börn á leið sinni í himnaríki. Þess í stað getur hann, hvenær sem hann kýs, svifið upp í almætti himinsins og tekið sér þar stöðu í því hásæti sem hann kýs þegar Lyklapétur og heilög þrennig hafa lokið upp fyrir honum dyrunum með tilheyrandi bugti og beygjum. Eftir Helgi Laxdal Helgi Laxdal » Því er tal SS um sameiginlega hagsmuni félagsmanna LÍÚ og sjómanna í flestum tilvikum meiningarlaust hjal, það segir sagan okkur undanbragðalaust. Höfundur er vélfræðingur. Með bugti og beygjum Ég kveð þig í dag með sárum söknuði í hjarta mér bróðir kær. Þótt ég hafi gengið í gegnum erf- iðleika í lífi mínu eru þeir ekkert á við þessa síðustu daga. Þvílíkur haf- sjór tilfinninga sem hefur þotið í gegnum huga minn er ólýsanlegur, frá mikilli reiði gagnvart sjálfum mér til dýpsta æðruleysis sem ég hef fundið fyrir. Þegar ég fékk símtalið um hvað hefði komið fyrir þig bjóst ég þó ekki við þessu, ég var kominn á staðinn eftir nokkrar mínútur. Að upplifa björgunarmennina reyna að bjarga lífi þínu eru lengstu mínútur sem ég hef lifað og að segja aldraðri móður okkar voru þungbær spor og nóttin var sú erfiðasta sem ég hef átt. Elsku Jón Ingi minn, við bræð- urnir vorum langt frá því að vera sáttir hvor út í annan síðustu ár, samt var nú ekkert í illu á milli okk- ar. Síðustu daga hef ég verið að skoða gömul myndaalbúm og við það hafa blossað upp gamlar og góðar minningar sem ég á um þig og mig. Þegar ég var litli bróðir sem leit upp til stóra bróður, stundir sem hafa legið í dvala í jafnvel áratugi. Stóri bróðir að fara með mér í Reykjavík að kaupa gítar handa mér. Þú á trommusettinu eða með kjuðana fyr- ir framan plötuspilarann öllum stundum og ótal fleiri minningar. Jón minn, ég sakna þess mjög að við gátum ekki kvaðst sáttir í þessu lífi en ég mun skrifa þér annað bréf þegar um hægist í höfði mínu og senda það til þín! Ég veit að mamma á eftir að sakna þín mikið, þú sem heimsóttir hana nær daglega á Hrafnistu. Ég held að hún trúi ekki ennþá að þú sért farinn. Ég skal hugsa vel um hana Jón minn. Ég veit að þér þótti vænt um mig og svo sannarlega var það gagnkvæmt. „Fyrirgefningin getur verið gífur- lega mikilvægt ferli, ekki aðeins fyr- ir þann sem er að deyja heldur líka fyrir þá sem eftir verða.“ Næst þegar við hittumst, Jón Ingi minn, þá sláum við í takt saman. Hvíl í friði elsku bróðir. Þórhallur. Skyndilega er komið að kveðju- stund, það er erfitt að trúa því að Jón Ingi bróðursonur minn sé dáinn og við munum ekki sjá hann oftar. Síðast hittumst við 14. júlí við útför frænku hans í Hafnarfjarðarkirkju. Hann var þá hress og lét vel af sér, sagði við mig gamansamur að hann þyrfti líklega að breyta lífsstílnum því hann hefði mælst með of háan blóðþrýsting. Þó að vitað væri að með árunum myndi fjölga í graf- reitnum í kirkjugarðinum hefði eng- um dottið í hug að hann yrði þar næstur. Við spjölluðum lengi saman yfir kaffibolla og ostaköku og ég sagði honum frá ferð okkar föður- frænkna hans á Hornstrandir í júní síðastliðnum, vildi hann fá ferðalýs- ingu og lagði áherslu á hversu mikið sig langaði að koma þangað, þar var faðir hans uppalinn og þar höfðu for- feður hans búið. Hann sagðist ætla að koma með í næstu ferð en sú ferð verður ekki farin. Jón Ingi var að- eins tíu ára og bróðir hans Þórhallur Jón Ingi Óskarsson ✝ Jón Ingi Ósk-arsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1957. Hann lést þriðjudaginn 1. sept- ember sl. Foreldrar hans eru Guðmundur Óskar Frímannsson, f. 25. febrúar 1927, d. 15. janúar 1968, og Elsa Guðjónsdóttir, f. 25. mars 1928. Bróðir Jóns er Þórhallur Frí- mann, f. 12. febrúar 1963. Sonur Þórhalls er Fannar Þór, f. 2. október 1986. Útför Jóns Inga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. sept- ember, kl. 13. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. fimm ára þegar þeir misstu föður sinn. Sú þungbæra reynsla markaði uppvaxtarár þeirra. Móðir þeirra veitti þeim bræðrum þann stöðugleika og heimilishlýju sem hún gat. Hún var í góðri stöðu hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar en utan síns vinnutíma sinnti hún alfarið heimilinu og drengjunum sínum. Ekki vissi ég til að drengirnir eða móðir þeirra fengju neitt sem hét áfalla- hjálp eða sálræn aðhlynning við föð- urmissinn. Slík aðstoð var þá ekki til nema í orðabókum og vart hugað að því að börn hefðu sál. Hafnarfjörður var alla tíð hans heimabær þó að hann byggi um tíma í Reykjavík. Hann var þá í sambúð með útlendri konu í nokkur ár. Eftir það bjó hann með móður sinn þar til hún flutti á Hrafnistu vegna hrakandi heilsu. Hún dvelur nú þar á sjúkradeild og getur vart trúað þeirri staðreynd að sonur hennar sé dáinn. Aðdáunar- vert var hvað hann sýndi móður sinni mikla umhyggju, heimsótti hana svo til daglega á Hrafnistu og keyrði hana í hjólastól um gangana og út á góðviðrisdögum. Hann var áhugasamur um skyldmenni sín, vildi vita hvar þau bjuggu og hvernig þeim vegnaði. Það kom oft á óvart hve mikið hann vissi um ættmenni sín þrátt fyrir takmörkuð tengsl og umgengni eins og oft vill verða. Jón Ingi starfaði við ýmis störf, meðal annars sem kjötiðnaðarmaður þó að hann lyki ekki réttindanámi í þeirri iðngrein. Síðustu árin var hann leigubílstjóri og á sumrin bílstjóri hjá ferðaskrifstofum, þá aðallega með útlendinga í skoðunarferðum um allt land. Þurfti hann þá oft að grípa inn í sem fararstjóri og var um tíma að hugleiða að afla sér réttinda sem leiðsögumaður enda orðinn vel kunnugur ferða- og söguleiðum um allt land. En ferðir Jóns Inga verða ekki fleiri, óvænt er hann farinn í sína hinstu ferð. Megi blessun fylgja honum á eilífðarbrautum og minning hans lifa í kærleika. Ég hef horft á laufið lifna ljósið vaka um nætur, – ég hef séð þig brosa, brosa, barn við vorsins fætur. Og mér fannst sem æsku minni eitthvað vængi léði. Var það gleði, var það feimin gleði? (Guðmundur Böðvarsson) Föðursystir þín, Rósa. Undanfarnir dagar hafa verið undarlegir svo ekki sé fastar að orði kveðið. Í dag kveðjum við óvænt einn af okkur, Jón Inga eða Jón „bróður“ eins og við kölluðum hann flest. Sumarið í sumar var fyrsta sumarið í 10 ár sem Jón var ekki ak- andi rútum hringinn í kringum land- ið. Oft þegar hann var í hringferðum þá hringdi hann í okkur, þá sá hann eitthvað skemmtilegt eða var stadd- ur á stöðum sem hann vissi að okkur þótti varið í. Það er óskiljanlegt að hann eigi ekki eftir að ganga inn á BSR oftar. Jón var góður félagi og vinur. Við munum sakna þess að hafa hann ekki með okkur lengur. Jón hafði sitt í föstum skorðum. Hann kom inn á morgnana og fékk lánaðan Moggann. Svo stundaði hann vinnuna fram eftir degi. Hann lauk hverjum degi með að þvo bílinn. Það gerði hann líka mánudaginn 1. september en varð bráðkvaddur. Söknuður okkar vinnufélaga hans er þó léttvægur miðað við aðstand- endur hans, þeim sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning Jóns mun lifa með okkur öllum sem hann þekktum. Farðu í friði, kæri vinur. Steinar og Ragnheiður. Í Morgunblaðinu 4. september síðastliðinn er birt grein eftir þá Ólaf Sigurjónsson og Guðfinn Jakobsson þar sem þeir taka til um- fjöllunar áform Lands- virkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Svo er að skilja að þeir félagar hafi tals- verðar áhyggjur af fjár- hag fyrirtækisins og telji það þess ekki umkomið að vinna að undirbúningi virkjanafram- kvæmda á svæðinu sem þeir segjast raunar vona að ekki verði af. Í fram- haldinu víkja þeir að skipulagsmálum sveitarfélaganna sem að ánni liggja og telja þau vera óljós. Þá virðast þeir vilja leggja það til að sótt verði um framlag til ríkissjóðs til að „verjast ágangi Landsvirkjunar“. Hlýtur það að teljast fremur frumleg hugmynd, að ætlast til að ríkissjóður, svo illa á sig kominn sem hann er, fari að eyða fjármunum í að vinna gegn áformum fyrirtækis, sem að mestu leyti er í eigu ríkisins. Áformum um að ráðast í einhverjar þær hagkvæmustu og sjálfsögðustu virkjanir sem hægt er að ráðast í, ef á annað borð er einhver framtíð í raforkuvinnslu í landinu. Það að þeir félagar hafi áhyggjur af fjárhag fyrirtækisins á þann hátt sem þeir leggja upp með er vægast sagt furðulegt. Þegar flestir hafa eðlilegar áhyggjur af stöðu ríkissjóðs og helstu fyrirtækja landsins, þá þykir þeim verst að innan fyrirtæk- isins ríki framfarahugur og að horft sé til fram- tíðar. Framhald grein- arinnar byggist síðan á því að gefa ýmislegt í skyn og láta að því liggja að óeðlilega hafi verið staðið að málum í und- irbúningsvinnu þeirri sem fram fór af hálfu sveitarfélaganna sem liggja að Þjórsá. Slíkur málflutningur dæmir sig að sjálfsögðu sjálfur og getur ekki talist gott innlegg í um- ræðuna, nema tilgangurinn sé að draga hana niður á það plan, að sem allra fæstir vilji þar að koma. Greinarhöfundar koma síðan fram með þá frómu ósk að Vinstri hreyf- ingin grænt framboð líði undir lok af þessu öllu saman, ef hún stöðvi ekki fyrirhugaðar virkjanir og kemur ekki á óvart að þeir félagar hyggist sækja sér styrk í þá átt. Að sjálfsögðu sækja þeir kraftinn þangað sem hann er mestur og framsýnin mest og er það vel, þar eiga þeir eflaust heima og ekki er að efa að styrkur þeirra muni nýtast vel í þeim herbúðum. Svo er að skilja af þeim félögum, að slæm staða þjóðarbúsins sé ekki síst því að kenna að virkjanaframkvæmdir hafi verið helst til miklar og er afar upplýsandi að það skuli koma fram og ekki seinna vænna, þar sem flestir hafa haldið til þessa að um hafi verið að kenna óráðsíu af hálfu fjár- málastofnana og aðgæsluleysi yf- irvalda hvað eftirlit með þeim varðaði. Í lok greinar sinnar lofa þeir síðan því að hætta ekki að berjast fyrir varðveislu „landbúnaðarhéraðsins Suðurlands“ og er gott til þess að vita að til skuli vera þeir sem af fúsum og frjálsum vilja eiga sér þá hugsjón, en ekki er gott að sjá á hvern hátt það kemur þessu máli við, þar sem virkj- anir í neðri hluta Þjórsár munu ekki hafa nema sáralítil áhrif á þessa þætti. Hugrenningar í lok greinarinnar um að ekki skuli neitt það gert sem stuðli að „sundrungu og andstöðu“ hitta þá sjálfa fyrir á vægast sagt pín- legan hátt, því þetta segja þeir sem einna harðast hafa gengið fram í að stuðla að sundrungu á því svæði sem til umfjöllunar er. Vitanlega er það svo að flestum er ljóst að ef virkja á vatnsföll á Íslandi, þá koma sterkast til greina þau svæði í neðri hluta Þjórsár sem í dag eru ónýtt. Þannig er, að þegar er búið að byggja upp miðlunarmannvirki þau sem til þarf og því er augljóst að hag- kvæmt er að nýta þau með virkjunum í neðri hluta árinnar. Þúfnapólitík Vinstri grænna á ekk- ert erindi inní þessa umræðu, því hér er um raunverulegt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða en ekki útópíska draumsýn. Eftir Ingimund B. Garðarsson » Að sjálfsögðu sækja þeir kraftinn þangað sem hann er mestur og framsýnin mest og er það vel, þar eiga þeir ef- laust heima… Ingimundur B Garðarsson Höfundur er vélfræðingur og bóndi í Flóahreppi. Virkjun Þjórsár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.