Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 30

Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ✝ Jónína HelgaGísladóttir fædd- ist í Reykjavík 3. júlí 1941. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Holts- búð í Garðabæ 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jónínu voru Brynhildur Páls- dóttir hjúkrunarkona, f. 1. janúar 1901, d. 20. apríl 1992, og Gísli Þorleifsson múr- arameistari, f. 23. október 1907, d. 23. apríl 1954. Systkini Jónínu eru Páll Leifur múrarameist- ari, f. 18. september 1936, og Sigrún Gerða hjúkrunarfræðingur, f. 26. desember 1942. Jónína giftist 20. febrúar 1981 Torfa Jónssyni, myndlistarmanni og kennara, f. 2. apríl 1935. Foreldrar hans voru Hanna Alvilda Helgason, f. Erikson, húsmóðir, f. 9. september 1910, d. 27. febrúar 1999, og Jón Sig- urður Helgason stórkaupmaður, f. 20. febrúar 1903, d. 28. nóvember 1976. Dóttir Jónínu og Torfa er Guð- rún Inga lögfræðingur, f. 5. júní 1982. Sambýlismaður hennar er Atli Már Sigurðsson stjórnmálafræð- ingur, f. 21. janúar 1981. Sonur Jón- ínu og Hjalta Kristgeirssonar hag- fræðings, f. 12. ágúst 1933, var Gísli Rúnar dr. í tölvunarfræði og pró- fessor við háskólann í Waterloo í Kanada, f. 24. okt. 1967, d. 19. júní 2003. Kona Gísla Rúnars var Ro- berta Joanna Holtz básúnuleikari, f. 15. október 1971. Jónína ólst upp í Reykjavík. Hún hóf átta ára gömul nám í píanóleik hjá Hermínu Kristjánsson og naut síðan lengi hand- leiðslu hennar og eig- inmanns hennar, Árna Kristjánssonar, í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Lokapróf úr Tónlistarskólanum tók hún úr tón- menntakennaradeild. Þá tók hún einnig próf í uppeldisfræði og sál- arfræði frá Kennaraskóla Íslands. Árið 1981 bætti hún við prófi frá hinu þekkta Associated Board of the Royal Schools of Music. Auk þess sótti hún mörg námskeið í píanóleik og söng en hún lauk átta stigum í söng meðfram píanónáminu. Píanó- kennsla varð aðalstarf Jónínu og starfaði hún við Tónlistarskóla Garðabæjar, Nýja Tónlistarskólann, Tónlistarskóla Kópavogs og Söng- skólann í Reykjavík. Þá starfaði hún mikið með kórum, þar á meðal Ár- nesingakórnum í Reykjavík og Þjóð- leikhúskórnum, og einsöngvurum. Sérstaklega átti hún bæði langt og farsælt samstarf við Ingveldi Hjalte- sted sópransöngkonu. Útför Jónínu fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag, 10. sept- ember, kl. 15. Mömmsulína mín mjög svo sæt og fín, fær sér blund á þúfu með barnið sitt á grúfu, kennir því að njóta fögru náttúru. Og þannig var hún. Með barn sér við hlið í leik og kennslu, naut þess sem var á því augnabliki, rólyndið uppmálað. Mamma gerði reyndar undantekn- ingu í náttúrumenntun sinni þegar hún fór með mig úr bláberjamónum í byggð þegar mér varð mál. Ég varð því sein til við að vökva gróður. Fljót- andi í heita pottinum var hún líkt og strönduð hafmeyja í dulargervi. Henni leið vel í vatni og skammaðist sín ekkert fyrir það. Enda til hvers? Fagra, mjúka höndin hennar strauk mér um vanga svo að ég heyrði aðeins annað hvert orð. Það var í lagi. Ómþýða röddin hennar bjó til tón- list. Blæbrigðin jafn nákvæm og þeg- ar hún lék á píanóið og því var næst- um nóg að heyra hana lýsa tónlistinni sem hún kenndi í orðum. Hávær hlátrasköll, eiginlega hlát- uröskur, bárust frá þessari annars prúðu konu svo undir tók í veggjun- um. Mömmsulínan var nafn sem við bróðir gáfum henni. Gilli, Gulla og mömmsulínan. Hún hló við og sendi okkur augnaráð þrungið gleði og ást- úð. Við vorum gullin hennar. Svo kom þjófur sem stal grimmi- lega frá henni. Einu í einu, hægt og bítandi, en með vissuna að vopni. Elsku mamma mín. Hógværðin þín kenndi mér margt, ég numdi ekki allt. En eitt það lærði ég, ástina frá þér. Elsku hjartað mitt. Ó hve ég hef saknað þín lengi. Saknað þess að spjalla við þig um lífið og tilveruna. Við vorum vinkonur og ég gat sagt þér allt, átti þinn stuðning og mjúku tilsögn vísa. Að eiga þig að í lífinu var svo gott. Þú hefur þurft að fara yfir mikið hjarn. En það hefurðu gert jafn listi- lega og þú lékst áður tónlist. Með auðmýkt og reisn kvaddir þú hæfileika þína og getu fyrir fullt og allt og reyndir að valda engum hug- arangri. Að lokum gættir þú þess að senda okkur pabba í djúpan svefn rétt á meðan þú kvaddir þennan heim og fórst yfir í þann næsta. Elsku spörfuglinn minn. Þú sigr- aðir að lokum og fékkst lausn. Guð blessi þig og minningu þína í hjarta mínu og þeirra sem unnu þér. Guðrún Inga Torfadóttir. Ég var mjög lánsöm að eiga Jónínu Helgu sem stóru systur. Nína var góð, uppfinningasöm og skemmtileg systir. Umhverfið okkar í æsku voru Melarnir í Vesturbænum og þar var gott að vera barn og leika sér. Á heimili okkar var mikil tónlist. Foreldrar okkar kenndu okkur að hlusta og njóta tónlistar og fóru með okkur á tónleika hjá Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Tónlistarhæfileikar systur minnar komu snemma í ljós. Hún var nemandi Hermínu Krist- jánsson við Tónlistarskóla Reykja- víkur og þar kom hún oft fram sem einleikari við skólasetningar og skemmtanir. Ég gleymi því aldrei hvað ég var stolt af systur minni þeg- ar hún steig upp á sviðið og settist við píanóið. Jónína gerði tónlistina að ævistarfi. Hún var píanókennari og almennur tónlistarkennari og frábær undirleikari. Systir mín hafði einstaklega fág- aða og fallega framkomu. Hún tók ör- lögum sínum af ótrúlegri ró og sýndi mikla reisn í baráttu sinni við Alz- heimer-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn er grimmur og harður bæði fyrir ein- staklinginn og alla fjölskylduna. Til allrar hamingju átti Nína sterka og ástríka fjölskyldu sem gekk við hlið hennar. Ég þakka starfsfólkinu á Hlíðar- bæ, Hraunsbúð og Landakotsspítala fyrir góða umönnun. Torfi og Guðrún þið eigið samúð mína og fjölskyldu minnar alla. Sigrún Gerða Gísladóttir. Sumarið sem ég var fjögurra ára dvaldi ég með Unnu móðursystur minni, sem var í reynd alla tíð mín önnur móðir, ásamt vinkonu hennar og dætrum þeirra austur í Vík í Mýr- dal. Þetta var dýrðartími fyrir lítinn dreng. Dag einn segir Unna mér að koma með sér út á símstöð og þar í síman- um var svo mamma og sagði mér að ég væri búinn að eignast litla systur. Mikið varð ég glaður og vildi fá að heyra í henni, sem ég fékk. Seinna grunaði mig nú að mamma hefði að- eins klipið hana til að uppfylla ósk mína. Það sem eftir var sumars beið ég í eftirvæntingu eftir því að sjá hana litlu systur mína. Þessi litla stúlka var Nína systir mín sem við kveðjum í dag. Nína var gædd góðum tónlistar- hæfileikum sem við systkini hennar hlutum ekki í vöggugjöf. En mikið öf- unduðum við hana af þessari gáfu og vorum mjög stolt af henni þegar við fórum að hlusta á hana leika á píanó á skemmtunum Sumargjafar á sumar- daginn fyrsta. Við systkinin áttum ljúfa og góða æsku á Grenimel 5 hjá foreldrum okkar og öllum góðu ættingjunum í húsinu. Nína var aðeins 12 ára þegar faðir okkar lést og hafði það vissulega mik- il áhrif á líf okkar en vinátta og um- hyggja okkar nánustu hjálpuðu okk- ur yfir erfiðleikana. Svo liðu árin eins og gengur. Nína eignaðist tvö elskuleg börn, Gísla Rúnar sem hvarf frá okkur allt of fljótt og Guðrúnu Ingu sem er auga- steinninn okkar allra. Nína veiktist af miskunnarlausum sjúkdómi fyrir um það bil 10 árum, en hún barðist hetjulega og kvartaði aldrei. Það var átakanlegt fyrir fjöl- skyldu hennar að sjá hana hverfa smám saman burt án þess að geta neitt að gert. Vertu sæl systir mín. Elsku Torfi, Guðrún Inga og Atli, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Páll Leifur og Sif Huld. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hana Jónínu eða Nínu eins og hún var ávallt kölluð. Nína og pabbi giftu sig á æskuheimili hennar á Grenimelnum. Fyrst þegar ég fór að koma í heimsóknir til þeirra bjuggu þau í Þingholtsstræti. Stundum sést það á fólki við hvað það starfar. Nína var píanókennari og undirleikari. Og iðulega fannst mér þetta skína í gegnum allt hennar fas. Hún talaði með höndunum, lagði áherslu á orð sín með svipbrigðum, orð hennar og skoðanir voru meitl- aðar, lifandi og sterkur hláturinn fyllti stofuna líkt og hún væri að spila á hljóðfærið. Samt talaði hún aldrei um sjálfa sig eins og margir gera, hún minntist varla á starf sitt eða tónleika, sem hún var að fara að spila á. Líkt og hún sjálf skipti engu máli. Því það var fjölskyldan, sem átti hug hennar allan. Hún lifði fyrir sína nán- ustu. Börnin sín tvö ól hún upp í ástríki og hvatti þau til dáða. Fyrir föður minn var það sérstakt lán að kynnast Nínu því hún bjó honum fallegt heim- ili og átti ríkan þátt í því að hann gat helgað sig listsköpun sinni og hugð- arefnum. Mér er því mikið þakklæti í huga þegar ég kveð Nínu. Hún hefur nú fengið hvíld hjá Guði eftir baráttu við sjúkdóm, sem smátt og smátt svipti hana öllu því, sem prýddi hana. Kristín Torfadóttir. Ljúf og yfirlætislaus listakona sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfr- ar sín. Þannig manneskja var Nína mágkona. Þegar Jónína Gísladóttir kom inn í fjölskyldu okkar var hún þroskuð kona með stálpaðan son og búin að skapa sér sess sem píanóleikari og tónlistarkennari. Henni fylgdi menn- ingarlegur andblær. Hvenær sem komið var saman var tónlistin hluti af næringunni. Fyrstu árin var það fast- ur liður að Nína settist við píanóið. Við hátíðleg tækifæri dró Torfi bróð- ir fram fiðluna og Gísli Rúnar sýndi hvers hann var megnugur með þver- flautuna. Samleikur þeirra þriggja tókst með ágætum – hefur væntan- lega ekki verið alveg undirbúnings- laus. Seinna tók svo Guðrún Inga virkan þátt í tónlistarflutningnum, enda varð hún fljótt gjaldgeng við pí- anóið undir handleiðslu móður sinn- ar. Þessar stundir kunnum við öll vel að meta. Nína var mikilvirkur listamaður. Auk þess að kenna fjölda ungmenna að handleika slaghörpuna var hún eftirsóttur undirleikari, bæði hjá kór- um og einsöngvurum. Sérstök sam- vinna skapaðist hjá þeim Ingveldi Hjaltested. Þær komu fram saman á fjölmörgum tónleikum innanlands og utan og gáfu svo út tvöfaldan hljóm- disk. Þar fóru saman frábær flutn- ingur og notalegt lagaval og því ekki að sökum að spyrja með útkomuna. En Nína átti sér sannarlega fleiri hliðar. Hún hafði einstaklega góða nærveru og kunni til hlítar þá list að láta öðrum finnast þeir einhvers virði. Sérstaklega var hún óspör á hrósyrðin við yngsta fólkið. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði gam- an af gönguferðum og reyndar öllum ferðalögum. Við þau tækifæri voru það ekki síst smáatriðin í umhverfinu sem hún vakti athygli á. Þessu feng- um við meðal annars að kynnast á ótal samverustundum í sumarbústað stórfjölskyldunnar í Mosfellsbæ. Þar naut Nína sín vel. Mikið reyndi á persónueinkenni Nínu eftir að veikindi hennar fóru að koma í ljós. Hún var ekki orðin sex- tug þegar Alzheimers-sjúkdómurinn sótti að henni með öllum sínum þunga. Undan þeirri byrði kvartaði Nína aldrei. Hún tók örlögum sínum af ótrúlegri yfirvegun, ákveðin í að láta sína nánustu þjást eins og lítið og unnt var. Torfi bróðir á hrós skilið fyrir þá miklu umhyggju sem hann sýndi Nínu á þessum erfiðu árum. Hávaðalaust hvarf hún smátt og smátt frá okkur. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Nínu, bæði eins og hún var og eins eftir að sjúk- dómurinn tók völdin. En minningin sem lifir er um konuna sem var. Sigurveig Jónsdóttir, Hallgrímur Jónsson. Kveðjur frá Maríulandi. Ég er Bobbi-Jo Holtz. Ég var gift Gísla Rúnari Hjaltasyni, syni Jónínu. Á þeim tíma naut ég þeirra forrétt- inda að kynnast Nínu afar vel. Ég var aðeins 23 ára þegar ég hitti Nínu fyrst og þannig kom það til að hún varð líkt og önnur mamma mín. Sum- ar af dýrmætustu minningum mínum um Nínu eru um okkur að búa til tón- list saman. Hún lék á píanó, ég söng oftast og Gísli lék á þverflautuna. Ég man þegar hún kenndi mér textann við íslenskt lag og þau Gísli léku und- ir þegar ég söng. Lagið var „Þú eina hjartans yndið mitt“. Hún spilaði fal- lega undir og það var fallegur dagur! Hún var afskaplega ljúf og falleg persóna. Og hún elskaði sólskin! Ég þekki það af eigin reynslu því að sam- an fórum við til Bahama-eyja og á ströndina í Maríulandi. Við nutum þess báðar að stunda jóga og ég minnist þess þegar við gerðum jóga- æfingar á heimili hennar. Við skipt- umst á að finna upp stellingar. Ég man einnig eftir ferðum með Nínu, Torfa og Gísla þar sem við fórum í fjallgöngur í íslenskri sveit og stopp- uðum svo einhvers staðar á West- falla-húsbílnum þeirra Nínu og Torfa. Á þessum ferðum málaði Torfi oft landslagið og við hin nutum nátt- úrunnar eða klifruðum upp brattar brekkur. Ég minnist einnig ferða með Nínu og fjölskyldu hennar til þess að vera með Sigrúnu og fjöl- skyldu yfir hátíðarnar. Við áttum þar góðar stundir, spiluðum á spil og borðuðum of mikið af súkkulaði. Við fórum alltaf mikið í sund í ferðum okkar til Íslands. Nína kenndi mér að slaka á í heitu pottunum og gera vel við mig með húðkremum á eftir. Ég man eftir skemmtilegum sögum Nínu um þegar hún tróð upp með ólíkum tónlistarmönnum. Ein sagan sem hún sagði mér oftsinnis var um fræga söngkonu á Íslandi sem hún spilaði oft undir með á fremur mik- ilvægum tónleikum. Hún sagði að hún hefði verið svo feimin við að fara á svið með henni að hún hefði eig- inlega falið sig á bak við söngkonuna þegar þær stigu á sviðið. Hún sagði frá þessu á afar hlægilegan máta þar sem hún lék söguna á meðan hún sagði hana. Við áttum sérstök tengsl af því að við vorum báðar tilfinninga- næmar tónlistartýpur og kenndum báðar einkatíma í tónlist. Ég man hve Nína elskaði börn! Kannski í fleiri en einni ferð okkar Gísla til Íslands sagði Nína við mig: „Þú veist, Bobbi-Jo (ég man hvernig hún sagði nafnið mitt … alltaf með áherslu á fyrsta sérhljóða…), að þú munt njóta þess meira að eignast barn en hvaða kettling sem þú átt.“ Hún var alltaf að reyna að sannfæra okkur Gísla um að þá væri góður tímapunktur til þess að eignast fjöl- skyldu. Í lengri tíma var ég hins veg- ar sátt við að eiga ketti. Til Torfa og Guðrúnar minnar, Palla og Sifjar, Sigrúnar og fullorð- inna barna hennar: Vinsamlega vitið að þið eruð í öllum hugsunum mínum og bænum. Eiginmaður minn, Oscar Velasco, sendir einnig samúðarkveðj- ur. Takk fyrir að lesa þetta. Ást og tónlist, Bobbi-Jo Holtz. Til vina og fjölskyldu Jónínu. Með sorgmæddu hjarta skrifa ég þetta bréf. Saman vorum við Jónína tengdamæður barna okkar, Gísla og Bobbi-Jo. Við spiluðum fjórhent á pí- anó fyrir brúðkaup þeirra í kapell- unni við Maríulandsháskóla. Ég man hve mikið við æfðum. Jónína orðaði það svo: „Við þurfum að æfa aftur og aftur til þess að þetta verði fullkom- ið.“ Við eiginmaður minn, Ralph, heim- sóttum Ísland þrisvar sinnum og Jónína og Torfi voru fullkomnir gest- gjafar. Við fundum það hjartanlega að þau voru „íslenska fjölskyldan okkar“. Við eigum dýrmætar minn- ingar um ferð til Flateyrar og dvöl hjá Sigrúnu og fjölskyldu hennar. Dóttir okkar, Becky, minnist helgar- innar á ströndinni eftir brúðkaup Bobbi og Gísla og hversu vel Jónína og Sigrún skemmtu sér við að vera „virðingarverðar dömur“ þar. Við deildum harmi hennar við fráfall Gísla sonar hennar, því að við elsk- uðum hann og skildum hversu mikil áhrif það hafði á líf hennar. Nú vona ég og bið þess að sál hennar sé í friði og að hún hafi átt endurfundi með ástkærum syni sínum í himnaríki. Við fjölskylda mín sendum ástar- kveðjur og bænir til fjölskyldu Jón- ínu. Við hlökkum til þess að hittast aftur við hamingjuríkt tilefni. Bestu kveðjur, Patricia Anne Holtz. Ég á mér nokkrar myndir í huga mér sem eru minningar sem ég geymi og kalla fram þegar mér finnst ég þurfi á þeim að halda. Sumar þess- ar minningar verða að helgimyndum. Slíka á ég af þeim systrum Sigrúnu Gerðu og Nínu. Eldri systirin var orðin veik og hjálparleysið sárt, eftir stóð þessi óendanlega blíða, þegar rofaði til í hugarheimi hennar og hún þekkti mig. Þær komu oft í heimsókn til mín þegar þær fóru í vikulega upp- lyftingarferð saman og hittu frænd- fólk og vini. Helgimyndin í huga mín- um gerist í forstofunni heima hjá mér: Sigrún krýpur við fætur systur sinnar og er að hjálpa henni að reima skóna. Nína drúpir höfði í hjálpar- leysi sínu og kærleikurinn streymir. Ég geymi þessa mynd í huga mér. Og líka myndir af henni áður en veik- indin settu krumlur sínar í vitund hennar. Hlæjandi umfaðmandi frænka mín með fallega rauða hárið og bjarta brosið. Ég minnist sumar- dags fyrir nokkrum árum. Nína hringir og spyr mig hvort ég vilji ekki koma upp í sumarbústað þeirra í Jónína Helga Gísladóttir                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.