Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ✝ Guðmundur Ró-bert Ingólfsson fæddist á Akranesi 15. mars 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. sept- ember sl. Foreldrar hans eru Erla Aðalheiður Hjörleifsdóttir, f. 29.1. 1934, og Ing- ólfur Hafsteinn Sveinbjörnsson, f. 26.3. 1932, látinn. Fósturfaðir Guð- mundar Róberts er Daði Kristjánsson, f. 9.10. 1935. Systkini Guðmundar Róberts eru Sigrún Hrönn Daðadóttir, f. 14.8. 1956, og Kristján Þröstur Daðason, f. 20.10. 1960. Eiginkona Kristjáns er Friðrika Eygló Gunnarsdóttir, f. 21.3. 1962. Börn þeirra: 1. Finn- bogi Rúnar, f. 8.5. 1996, 2. Að- alheiður Kristín, f. 10.3. 2000. Sambýliskona Guðmundar Ró- berts er Þórný Sigurjónsdóttir, f. 8.10. 1957. Dóttir Þórnýjar er Sig- rún Birna Grímsdóttir, f. 19.11. 1978. Börn Sigrúnar eru: 1. Grím- ur Ingi, 10 ára, 2. Haukur Logi, 6 ára, 3. Bergsteinn Már, 3 ára. Guðmundur Ró- bert, eða Robbi eins og hann var oftast kallaður, ólst að miklu leyti upp hjá móðurömmu sinni, Guðrúnu Gunn- arsdóttur á Akranesi, sem reyndist honum mjög vel. Hann var heimilisfastur hjá ömmu sinni þar til hún lést 1996 og reyndist henni ómet- anlegur þar til yfir lauk. Robbi lærði vélvirkjun hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Vann hann á þeirra vegum í ýmsum fyrirtækjum. Robbi var áhugamaður um tónlist og var duglegur að safna henni. Var ósjaldan til hans leitað að vera plötusnúður á samkomum bæj- arins. Útför Guðmundar Róberts fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. september, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Kæri vinur. Nú skilur leiðir um sinn, það var sárt að þú skyldir þurfa að láta í minni pokann fyrir þessum sjúkdómi, sem allir óttast og tekur svo marga. En þú trúðir á hið ómögu- lega og vildir ekki gefast upp, þetta var alltaf að lagast, en svo fór sem fór, hetjan varð að gefa eftir. Því er nú verr, aðeins fjörutíu og sjö ára gamall. En af hverju þú? Þú sem hafðir bú- ið þér fallegt heimili og áttir framtíð- ina fyrir þér, við hlið þér var yndisleg kona sem unni þér af öllu hjarta og bar þig á höndum sér, studdi þig í öll- um veikindunum, betur en nokkur annar og mátti aldrei af þér sjá, og hélt í hönd þér til síðustu stundar. Þökk sé henni fyrir allt og allt. Við sem kveðjum þig núna trúum því að þú sért kominn á leiðarenda. Þar muni bíða þín margar útréttar hendur, en þar mun eitt faðmlagið verða best, faðmurinn hennar ömmu þinnar, þegar hún knúsar drenginn sinn, og mun aldrei líta af honum eitt augnablik. Það er trú mín. Elsku Robbi minn. Það var alltaf gaman þegar þú komst til okkar. Við þurftum svo margt að ræða í gamni og alvöru og það var alltaf svo létt yf- ir þér, við hlógum oft dátt að gam- ansemi þinni, en minningin geymir það. Þetta eru erfiðar stundir fyrir okkur sem þekktum þig svo vel, þennan geðþekka dreng sem öllum vildir vel. Nú sjáum við þig í huga okkar, brosi þínu og kímni gleymum við aldrei. Ég og fjölskylda mín vottum Þór- nýju og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að blessa minningu góðs drengs sem gott var að eiga að vini. Blessuð sé minning hans, Sigvaldi. Elsku Robbi bróðir. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll sem söknum þín mikið. Þú varst einstaklega ljúfur í þér og góður vin- ur. Og skapbetri mann var varla hægt að finna. Það er svo margs að minnast. Tónlistin var stór þáttur í lífi þínu. Þú hlustaðir mikið á alla tón- list. Á Bítlaárunum óx plötusafnið þitt hægt og rólega. Oft leitaði maður til þín ef eitthvert lag þurfti að finna. Það var alltaf rólegt og notalegt að koma í heimsókn og hlusta á tónlist og skoða þær plötur sem þú varst að kaupa og þá voru auðvitað vinsælustu lögin tekin upp á kassettu. Þú eign- aðist marga vini og kunningja í tengslum við tónlistina og einnig í gegnum starf þitt hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. En tíminn leið og fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós að Robbi greindist með alvarlegan sjúkdóm. Baráttan var mikil og allan tímann var hann bjartsýnn á að hann hefði betur en ekki varð við neitt ráðið. Ég þakka Landspítalanum og Sjúkra- húsi Akraness fyrir alla þá umönnun sem honum var veitt í veikindum sín- um. Ég votta Þórnýju sambýliskonu hans mína dýpstu samúð og foreldr- um mínum. Minning þín er ljós í lífi okkar. Kveðja, Kristján. Við Guðmundur Róbert eða Robbi vorum systrasynir, báðir fæddir 1952. Mæður okkar voru systur, fæddar og uppaldar á Akranesi. Móð- ir mín fór ung í vist til Reykjavíkur en alltaf voru góð samskipti á milli. Við Robbi vorum mjög ungir þegar samvera okkar hófst. Robbi ólst að miklu leyti upp hjá ömmu okkar á Mánabraut 6b, Guðrúnu Gunnars- dóttur og Ásgeiri Guðmundssyni frá Ófeigsfirði. Amma starfaði við fisk- vinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni, síð- ar vann hún við þvotta og ræstingar, síðast í Sementsverksmiðjunni. Amma var ráðskona hjá honum. Robbi var mjög hændur að Ásgeiri enda var hann mjög vingjarnlegur og hjálpsamur. Það var eftirsóknarvert hjá borg- arbarninu að fara á Skagann. Þar var allt frjálslegra en á mölinni fyrir sunnan enda leyndust hættur víða. Leiksvæði barna í Reykjavík um þær Guðmundur Róbert Ingólfsson ✝ Kjartan Kári Frið-þjófsson fæddist í Reykjavík hinn 21. mars 1958. Hann var búsettur í Osló en lést í Tyrklandi aðfaranótt 14. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans eru Guðrún Sigurð- ardóttir tækniteikn- ari, f. 18. maí 1937 í Reykjavík, d. 26. sept- ember 1994, og Frið- þjófur Max Karlsson viðskiptafræðingur, f. 6. maí 1937. Systkini Kjartans eru sammæðra Ástríður S. Valbjörnsdóttir, f. 30. apríl 1960, og samfeðra þau Sigurlaug Regína, f. 10. september 1961, og Jónas Gauti, f. 17. júlí 1966. Kjartan Kári kvæntist Kjersti Marie Bergtun 1988 í Sandefjord í Noregi þar sem þau stofnuðu heim- ili. Þau slitu samvistir 1992. Börn þeirra eru Kristín Helene, f. 7. mars 1988, búsett í Tromsö, og Kjetil Andreas, f. 3. janúar 1990, búsettur í Osló. Sambýliskona Kjart- ans Kára frá árinu 1998 er Aroon Kiraki- at, f. 1957, frá Taí- landi. Kjartan Kári út- skrifaðist frá versl- unardeild Verzl- unarskóla Íslands en síðar nam hann rekstrarfræði í Osló. Síðustu 10 árin starfaði hann hjá flugfélaginu SAS. Útför Kjartans fór fram hinn 4. september sl. í Østre Aker-kirkju í Osló. Minningarathöfn verður hald- in í Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. september kl. 15. Kári bróðir er dáinn. Hann lést langt um aldur fram, 51 árs að aldri, eftir skyndileg veikindi og eftir sitj- um við harmi slegin. Kári lifði svo heilbrigðu lífi að það er erfitt að skilja af hverju hann var hrifinn á brott svo skyndilega. Hann átti kærleiksríkt heimili með Aroon, sambýliskonu sinni til 11 ára. Börnin hans tvö frá fyrra hjónabandi, Krist- in Helene, 21 árs, og Kjetil Andreas, 19 ára, komu til að búa hjá honum fyrir 10 árum og bæði eiga þau nú um sárt að binda. Kári var búsettur í Osló sl. 23 ár, en hann kom eins oft og hann hafði tök á til Íslands. Fyrir Kára var land- fræðileg fjarlægð engin fyrirstaða. Hann á mestan þátt í því að þau frændsystkinin, þ.e. börnin hans tvö og dóttir mín Birta Marlen, kynntust strax á unga aldri og halda góðu sam- bandi enn í dag, þrátt fyrir að þau hafi búið alla sína ævi í sitt hvoru landinu. Ég geymi dýrmætar minn- ingar af heimsóknum Kára og krakk- anna til okkar þegar við bjuggum í Svíþjóð. Upptökurnar sem Kári gerði af frændsystkinunum í leik og þar sem hann og Birta eru að spjalla sam- an eru mér ómetanlegar. Eitt það skemmtilegasta sem Kári gerði var að ferðast og hafði hann far- ið víðar um heim en flestir mér kunn- ugir hafa farið á miklu lengri ævi. Hann spilaði mikið snóker og varð bæði Íslandsmeistari og Noregs- meistari í þeirri grein. Kári er enn í dag í 2. sæti yfir alla þá í Noregi sem unnið hafa til flestra verðlauna í snók- er. Kári hafði einn aðdáunarverðan hæfileika og það var að lifa í núinu og hann lét sér aldrei leiðast. Þrátt fyrir mikið mótlæti á köflum í lífi sínu bar hann ávallt höfuðið hátt og lét ekki bugast. Jákvæðni hans og hressleiki í samskiptum við fólk var áberandi í fasi hans. Honum þótti vænt um fjöl- skyldu og vini og ef eitthvað bjátaði á hjá öðrum þá var hann sem klettur sem ekkert haggaði og sem allir leit- uðu til. Kári var jarðsettur í Osló 4. sept- ember að viðstöddum hans nánustu auk fjölda vina og vinnufélaga. Það voru tilfinningalega þung spor fyrir okkur systkini Kára, systurson hans, Kjetil og pabba, sem báru hann síð- asta spölinn til hinstu hvíldar. Sólar- geislarnir sem komu fram á þeirri stundu minntu okkur á að lífið heldur áfram hversu sár sem söknuðurinn er. Ég þakka Guði fyrir Kára bróður. Minningin um góðan dreng lifir. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, Kjartan Kári Friðþjófsson ✝ Útför systur minnar og frænku okkar, HEIÐU AUSTFJÖRÐ frá Þórshöfn, Ægisgrund 19, Garðabæ, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. september kl. 13.00. Trausti Örn Guðmundsson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát systur okkar og mágkonu, BIRNU M. EGGERTSDÓTTUR kennara. Ásta Lóa Eggertsdóttir, Ingigerður Eggertsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Pétur Eggert Eggertsson, Sigurborg Steingrímsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, VILBORG STEFÁNSDÓTTIR frá Litla-Hvammi, Mýrdal, Kleppsvegi 6, Reykjavík, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sólrún Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir. Kær móðir okkar, INGE ELLY JOHNSON, f. Schepler Eiríksson, 13. maí 1920, andaðist mánudaginn 31. ágúst. Kveðjustund verður í Nordic Heritage Museum, Seattle, laugardaginn 19. september kl. 14.00-18.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Robert Carl, Ellen Louise og Kurt Daniel. ✝ Okkar ástkæra frænka, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, til heimilis Laugarnesvegi 40, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 8. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Sigrún Björnsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR MAGGÝ MAGNÚSDÓTTIR, Prestastíg 11, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 8. september. Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.