Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009  Sala á opn- um kortum á sýningar Þjóð- leikhússins hefur fimm- faldast frá því í fyrra, hvorki meira né minna, skv. tilkynningu frá leikhús- inu. Í fyrrahaust ellefufaldaðist sala á áskriftarkortum í Borgar- leikhúsinu, skv. upplýsingum frá leikhúsinu og salan á þeim það sem af er hausti hefur aukist um 65%, miðað við sama tíma í fyrra. Hvað veldur svo þessum gríðar- lega leikhúsáhuga Íslendinga? Því er erfitt að svara en í það minnsta lætur fólk kreppuna ekki aftra sér frá því að kaupa sér leikhúskort. Eru Íslendingar kannski upp til hópa hættir að fara í leikhúshelg- arferðir til stórborga? Mörg leik- húskortin er nú hægt að kaupa fyr- ir eina slíka ferð. Kortasala margfaldast hjá stóru leikhúsunum Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verður kannski ekkert í langan tíma, ekki nema við finnum okkur eitthvað almennilegt að gera,“ segir söngkonan Ragnheiður Gröndal sem flytur til Berlínar ásamt unnusta sínum, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, í næstu viku. „Við verðum í tvo og hálfan mánuð til að byrja með, en vonandi getum við verið eitthvað lengur. Ég er með augastað á nokkrum útgáfufyrirtækum í Þýskalandi og ég ætla að tala við þau og sjá hvort það sé mögu- leiki á að komast á samning. Svo langar mig til að halda nokkra tónleika, og sjá hvort maður geti ekki lifað af þessu þarna, alveg eins og hér. Við viljum líka fara að semja svolítið, komast aðeins í burtu og fá innblástur.“ Aðspurð segir Ragnheiður að þau renni ekki alveg blint í sjóinn, enda þekki þau fjölda tónlistarmanna sem búa í Berlín. „En við vitum samt ekki alveg hvað við er- um að fara að gera, við erum að fara í svolitla óvissu og ætlum bara að sjá hvað gerist. Mig langar reyndar líka að fara í tón- smíðanám og er með augastað á skóla þarna úti, þótt ekkert sé enn komið á hreint.“ Síðasta tækifæri til að sjá Ragnheiði og Guðmund áður en þau flytja af landi brott verður í Háskólabíói um helgina, þegar þau hita upp ásamt þjóðlagasveit sinni fyrir tónleika Jethro Tull. Að vísu er uppselt á tónleikana, og komast víst færri að en vilja. Ragga Gröndal og Gummi P. flytja til Þýskalands Bless bless Ragga og Gummi kveðja, í bili.  Ný útvarpsstöð Einars Bárðar- sonar, Kaninn, hefur vakið nokkra athygli að undanförnu, en eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu mun Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrum Kompás- maður, t.d. stýra nýjum þætti á stöðinni. Ekki hefur þó öll umfjöll- un um stöðina verið jákvæð því Dr. Gunni fer mikinn á bloggsíðu sinni, og er greinilega afar ósáttur við þá tónlist sem á stöðinni er leikin. Talar doktorinn meðal annars um „sorglega framsóknarhnakka-- pleilista“ og segir svo: „Ég skil ekki hvað Einar er að spá með þessari herfilegu músík. Eins og það sé ekki nóg að það sé ein FM957, sem reyndar er með miklu skemmtilegri músík.“ Doktorinn sér þó eina já- kvæða hlið á málinu; nýjan útvarps- þátt Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, Tvíhöfða, sem hann segir að hafi engu gleymt. Doktorinn segir nóg að hafa eina FM957  Tvær íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til sýningar á kvik- myndahátíðinni í London, Naglinn eftir Benedikt Erl- ingsson og Njáls- gata eftir Ísold Uggadóttur. Hátíð- in stendur yfir 14.-29. október. Stuttmyndir til London Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞAÐ er nú orðið þónokkuð síðan, að þöndum myndskreyttum seglum þeir sigldu skipum sínum að,“ söng Megas í hljóðveri í Hafnarfirði í gær þar sem hann var við æfingar ásamt hljómsveit sinni Senuþjófunum. Þessar upphafslínur úr laginu „Súlnareki“ áttu vel við, þetta er annað lagið á hinni klassísku hljóm- plötu Megasar, Millilendingu og þó- nokkuð síðan hún var hljóðrituð en hún kom út árið 1975. Þeir voru að æfa Millilendingu frá upphafi til enda fyrir tónleikana í kvöld og sigldu laginu fagmannlega til hafn- ar. „Þetta er költ-klassísk,“ segir Megas þegar við erum sestir inn á kaffistofu og hann blaðar í möppunni sem hefur að geyma frumútgátur laganna. Senuþjófarnir hafa á síð- ustu misserum leikið mörg kunnustu laga Megasar, ásamt nýju efni, en Megas segir að hér sé um nokkuð annað að ræða enda lögin af Milli- lendingu leikin í heild sinni, ásamt aukalögum á borð við Passíusálma númer 51 og 52. „Þetta er önnur nálgun,“ segir hann. „Ekki kópíer- ing. Það er stuðst við orgínalinn og svo spila menn eins og tíðkast að spila núna í dag, en með tilliti til þess sem áður var spilað.“ Megas segir að Senuþjófarnir átti sig vel á hvernig hann vilji hafa þetta. „Þetta er annað sánd núna. Eins og 20. aldar útgáfur af Händel miðað við 19. aldar út- gáfur,“ segir hann. Þegar ég tala um að á tónleikum þeirra Senuþjófanna hafi þeir leikið mörg klassísku lag- anna af óhömdu æskufjöri glottir Megas og segir strákana til í að leggja þetta á sig. Þeir rýna í gamlar útsetningarnar og hann segir að sem dæmi sé „Súlnarekinn“, sem ég heyrði, nokkuð snúinn. Þar séu nót- ur sem einhverjum kunni að finnast sérkennilegar en hafi sitt hlutverk. Smáhittarar sem hafa gengið Margir eiga sér uppáhaldslög á þessari plötu. „Það eru svona smá- hittarar sem hafa gengið gegnum tíðina, með einfalda melódíu. Þeir taka ekki miklum breytingum.“ Þeg- ar hann er spurður um sín uppá- haldslög á plötunni segir hann að „Súlnarekinn“ hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér, „og „Silfurskott- urnar“ hafa gengið. „Erfðaskráin“ hefur alltaf verið fín enda er hún svo einföld. Ég hef samt mest spilað „Spáðu í mig“ og „Ragnheiði bisk- upsdóttur“. En gott vín batnar með aldrinum.“ Margt er í pípunum hjá Megasi. Tvöföld tónleikaplata væntanleg, Segi ekki frá, og hljóðritun hafin á nýrri plötu með Senuþjófunum. Megas segir að ekki verði þó fram- hald á því að þeir leiki gömlu plöt- urnar hans í heild. „Ég feta ekki sömu slóð. En allt getur samt skeð,“ bætir hann við íbygginn. „Ég hef al- mættið með mér síðan ég spilaði í Hallgrímskirkju.“ Í stúdíóinu er byrjað að leika „Ég hef ekki tölu“ og Megas gengur að hljóðnemanum. „Hef almættið með mér“  Megas og Senuþjófarnir leika öll lögin af Millilendingu á NASA í kvöld  „Þetta er költ-klassík,“ segir Megas  Ný tvöföld hljómleikaplata væntanleg Morgunblaðið/Einar Falur Rýnt í nóturnar Megas og Sigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari Senu- þjófanna, fara yfir hljómaganginn á Hammond-orgelinu. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem tók þátt í mjög sérstöku góðgerðaverkefni í London á laugardaginn. Verkefnið kallast High heel fashion walk, en það er skóframleiðandinn Marta Rúnarsdóttir sem á heiðurinn af því. „Þetta er ganga sem er haldin til styrktar munaðarlausum börnum. Þar ganga konur 2,5 kílómetra á eins háum hælum og þær geta, og safna áheitum um leið,“ útskýrir Friðrik, en þetta var í fyrsta skipti sem gangan fór fram. Til Íslands? Aðspurður segir Friðrik að ein- hver hundruð hafi tekið þátt í göng- unni, og að hæðin á hælum allra kvenna hafi verið mæld í þeim til- gangi að finna hæsta hælinn. Að- koma hans að göngunni var sú að syngja nokkur lög í upphafi, en í lokin söng hann svo nýtt lag úr eigin smiðju – lagið „Fabulous“ sem hann gaf konunum sem gengu að gjöf. „Og ég þurfti að sjálfsögðu að syngja lagið í háum hælum,“ segir söngvarinn og bætir því við að lík- legt sé að samskonar ganga verði haldin hér á landi áður en langt um líður. „Marta ætlar að koma með þetta til Íslands á næsta ári, og ætlar sér svo að gera þetta í einhverri borg í Evrópu á hverju ári. Hún var ann- ars að opna mjög flotta verslun þarna úti á laugardaginn. Hún framleiðir sem sagt skó og sendir þá um alla Evrópu – er rosalega flott gella.“ Söng fyrir hundruð kvenna á háum hælum í London Morgunblaðið/Kristinn Friðrik Ómar Þurfti að sjálfsögðu að vera á háum hælum þegar hann söng. Friðrik Ómar tók þátt í afar sérstæðu góðgerðaverkefni Megas og Senuþjófarnir flytja í kvöld á skemmtistaðnum NASA lögin af hljómplötunni Millilend- ingu, en það var önnur plata Megasar og kom út árið 1975. Þetta eru aðrir tónleikarnir í röðinni Manstu ekki eftir mér en á dögunum lék Ensími lögin af plötunni Kafbátamúsík. Hljómsveitin Júdas var Meg- asi til halds og trausts á Milli- lendingu en á plötunni eru mörg af hans þekktari lögum, þar á meðal „Ragnheiður bisk- upsdóttir“ og „Ég á mig sjálf“. 34 ára klassík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.