Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Kynbundiðofbeldi ervandmál,
sem íslenskt sam-
félag á erfitt með
að taka á, og töl-
fræðin sýnir að fá mál rata til
dómstóla. Þórdís Elva Þórð-
ardóttir hefur nú skrifað bók
sem nefnist Á mannamáli þar
sem þessum málum eru gerð
rækileg skil. Þórdís Elva
dregur ekkert undan í bókinni
og gagnrýnir jafnt dómstóla
sem stjórnmálaflokka og fjöl-
miðla.
Í samtali við Silju Björk
Huldudóttur í Morgunblaðinu
í gær ræðir Þórdís Elva nú-
gildandi lög um bótagreiðslur
úr ríkissjóði sem sett voru á
Alþingi árið 1995. Samkvæmt
lögunum greiðir ríkissjóður
þolendum ofbeldis að hámarki
600 þúsund krónur.
„Ekkert verðbótaákvæði er
í þessum lögum sem þýðir að
upphæðin stendur í stað þrátt
fyrir hækkandi verðlag. Raun-
ar var verðbótaákvæðið upp-
haflega inni í lögunum en þeg-
ar hagfræðingarnir fóru að
reikna út hvað það myndi
kosta ríkissjóð var ákvæðinu
snarlega kippt út. Þannig að
það er engin tilviljun að verð-
bótaákvæðið rataði ekki inn í
lögin. Þeir vissu alveg hvað
þeir voru að gera,“ segir Þór-
dís Elva.
Samkvæmt útreikningum
hennar þýðir þetta að miska-
bætur hafa rýrnað um 37% frá
því að lögin voru sett því að
600 þúsund krónur í janúar
1995 voru 823 þúsund krónur
miðað við verðlag í
janúar á þessu ári.
Þórdís Elva
veltir fyrir sér
jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar
og kemst að eftirfarandi nið-
urstöðu í bók sinni: „Slíkt
jafnræði gildir ekki þegar
brotaþolar eru annarsvegar,
þar sem brotaþoli árið 2009
fær miskabætur sem eru
langtum minna virði heldur en
sá fékk sem varð fyrir sam-
bærilegu broti árið 1995.“
Dómarar geta vissulega
dæmt þolanda brots hærri
bætur en þá þarf þolandinn að
sækja bæturnar sjálfur til
gerandans. Það er óskiljanlegt
fyrirkomulag og bendir Þórdís
Elva á að í meðlagsmálum taki
ríkið að sér milligöngu um
greiðslur. Hægt væri að láta
ofbeldismenn borga með sama
hætti og meðlagsgreiðendur.
Íslenskt réttarkerfi hefur
ekki auðveldað þolendum kyn-
ferðislegs ofbeldis að sækja
rétt sinn og dómar í slíkum
málum hafa iðulega vakið
furðu, bæði vegna þess að
rammi laganna um þyngd
fangelsisdóma hefur ekki ver-
ið að fullu nýttur og bætur
hafa yfirleitt verið lágar.
Langt er frá því að dóms-
kerfið standist þær kröfur
sem á að gera í málum sem
varða kynferðislegt ofbeldi.
Þórdís Elva bendir á margt í
bók sinni sem taka þarf til
rækilegrar skoðunar. Hér er
nefnt tvennt sem hægt er að
laga með einfaldri lagasetn-
ingu.
Í nýrri bók um kyn-
ferðisbrot er bent á
margar brotalamir}
Réttur brotaþola
Það er vel tilfundið hjá
stjórn Faxaflóa-
hafna sf. að end-
urmeta hlutverk
gömlu verbúðanna
við Grandagarð í Reykjavík.
Umhverfi þeirra hefur breyst
verulega á undanförnum árum
og tímabært að þær fylgi þeirri
þróun.
Gömlu verbúðirnar við
Geirsgötu, grænu verbúðirnar
svokölluðu, hafa þegar gengið í
endurnýjun lífdaga. Í þeim og í
nágrenni þeirra er meðal ann-
ars að finna litla veitingastaði,
sem draga til sín gesti og lífga
mjög upp á hafnarsvæðið.
Nærri gömlu verbúðunum
við Grandagarð, bláu verbúð-
unum, eru nú risnar verslanir
og þar eru jafnframt fjölmörg
þjónustufyrirtæki af ýmsum
toga, að ógleymdu Sjóminja-
safninu. Það er því tímabært að
huga að því að nýta óvenjulegt
húsnæði verbúðanna undir
verslun og þjónustu, svo mann-
líf dafni á svæðinu, rétt eins og
á Geirsgötunni.
Í viðtali við
Morgunblaðið í
gær sagði Júlíus
Vífill Ingvarsson,
formaður stjórnar
Faxaflóahafna, að
sumir af núverandi leigutökum
verbúðanna væru hættir út-
gerð og notuðu verbúðirnar
sem geymslupláss. Hann sagði
hins vegar einnig að talsvert
væri um að smærri útgerðir í
fullum rekstri væru með að-
stöðu í verbúðunum og ekki
stæði til að ýta þeim út.
Þessi stefnumótun Faxaflóa-
hafna er gleðileg. Lítil fyrir-
tæki á sviði verslunar og þjón-
ustu geta vel blómstrað við hlið
smærri útgerða og slík blanda
myndi áreiðanlega draga að
bæði heimamenn og ferða-
menn.
Ytra byrði verbúðanna er
friðað, svo sérstakt útlit þeirra
mun halda sér. Það kemur hins
vegar ekki í veg fyrir fjöl-
breytta starfsemi innan dyra.
Vonandi rætist sú spá Júlíusar
Vífils, að strax næsta vor fær-
ist töluvert líf í þetta svæði.
Stefnumótun
Faxaflóahafna
er gleðileg}
Verbúðalíf
A
thygli vakti í vikunni þegar ung
dönsk kona birti myndskeið á
vefnum Youtube þar sem hún aug-
lýsti eftir föður ungs sonar síns. Í
myndbandinu sást hin ljóshærða
Karen ásamt drengnum og sagði hún farir sínar
ekki sléttar. Hún hefði hitt erlendan ferðamann
á bar og ákveðið eftir aðeins of marga drykki að
sýna honum hvað danska hugtakið „hygge“
gengi út á. Ávöxtur þeirrar kósístundar, son-
urinn August, hvíldi í fangi móður sinnar og
drakk úr pela. Karen mundi hvorki nafn manns-
ins né hvaðan hann var og ákvað þess vegna að
skella sér á netið og finna barnsföðurinn.
Eftirleik sögunnar þekkja nú flestir. Hún
reyndist ekki ósvikin heldur hönnuð af danska
ferðamálaráðinu í því skyni að lokka ferðamenn
til Danmerkur.
Nokkuð hefur verið fjallað um málið í dönsku blöðunum.
Hjá Jyllandsposten benda menn á þá staðreynd að al-
mannafé hafi verið varið í að búa til lygasögu sem þessa,
sem um milljón notendur Youtube skoðuðu á örfáum dög-
um.
Blaðið Information leitaði til nokkurra háskólamanna
og velti því upp hvort myndbandið væri hneisa eða frá-
bærlega vel heppnuð markaðssetning. Einn viðmælandinn
taldi það vel heppnað. Það hefði haft í för með sér að Dan-
mörk væri nú þekkt fyrir fleira en skopmyndamálið.
Annar viðmælandi var ekki sama sinnis og blés á þá full-
yrðingu danska ferðamálaráðsins að konan í myndband-
inu væri dæmi um hina sjálfstæðu og frjálsu
dönsku konu. Þarna væri dregin upp mynd af
konu sem hefði drukkið of mikið, stundað
óvarið kynlíf og væri nú í óheppilegri stöðu.
Með myndbandinu hefði mistekist hrapallega
að draga upp jákvæða mynd af Danmörku.
Sjálfri fannst mér þetta danska tiltæki pín-
legt og myndbandið enn eitt dæmið um hvern-
ig konur eru gerðar að söluvöru. Þetta er
raunar nokkuð sem er vel þekkt á Íslandi og
er sjálfsagt eldra en heimsfegurðartitlar Hófí-
ar og Lindu Pé.
Ætli það séu ekki hátt í tuttugu ár frá því
huggulegar, langleggja konur í einni og sömu
lopapeysunni reyndu að lokka ferðamenn til
landsins. Öllu færri ár eru þó síðan fyrirheit
um „dirty weekend“ áttu að lokka menn um
borð í vélar Flugleiða áleiðis til Íslands. Og
dæmin eru vissulega fleiri.
Hið nýjasta sem ég man í þessum efnum er raunar
nokkurra daga gömul dagblaðsauglýsing. Þar reyndi
veiðiverslun að laða til sín viðskiptavini með því að birta
mynd af konu sem stóð úti í miðri á í efnislitlum sundföt-
um.
Þrátt fyrir áratugalanga jafnréttisbaráttu virðist boð-
skapurinn seint ætla að komast til skila. Freistandi væri
að ætla að nú hlytu allir að vera búnir að ná þessu og hætt-
ir að reyna að nota líkama kvenna til þess að selja vörur
eða áfangastaði. En því miður er það ekki svo. Sú barátta
er líklega eilífðarverk. elva@mbl.is
Elva Björk
Sverrisdóttir
Pistill
Konur sem selja
Mælitæki sem
fjölmargt mæðir á
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Á
rlega í mars endurskoðar
Hagstofa Íslands þann
grunn sem vísitala
neysluverðs byggist á en
hann á að endurspegla
meðalneyslu landans hverju sinni.
Ljóst er að neysla Íslendinga hefur
dregist hratt saman á undanförnum
mánuðum sem vekur spurningar um
hvort vísitölugrunnur, sem skoðaður
er árlega, gefi nægjanlega rétta mynd
af neyslunni og þar af leiðandi verð-
lagsþróun í landinu.
Spurningin á ekki síst rétt á sér
vegna þeirrar staðreyndar að stærst-
ur hluti lána í landinu er verð-
tryggður og hækkar því í takt við
verðlagsþróunina. Fleira hangir þó á
spýtunni, t.a.m. aðgerðir og stýrivext-
ir Seðlabanka og sömuleiðis horfir
verkalýðshreyfingin mjög til verð-
bólgunnar í sinni samningagerð.
Að sögn Guðrúnar Ragnheiðar
Jónsdóttur, deildarstjóra vísitölu-
deildar Hagstofunnar, er grunnur
vísitölunnar ákveðinn að stærstum
hluta út frá útgjaldarannsókn, þar
sem úrtak 1.200 heimila á ári gefur
Hagstofunni nákvæmar upplýsingar
um neyslu sína. Við endurskoðun vísi-
tölugrunnsins eru niðurstöður
þriggja ára lagðar til grundvallar. Þar
fyrir utan eru aðrar heimildir nýttar,
s.s. upplýsingar frá söluaðilum, kaup-
samningar fasteigna og bifreiða, virð-
isaukaskattsskýrslur og fleira.
Það tekur þó tíma fyrir þessi gögn
að berast. Þannig var við endurreikn-
inga í mars sl. stuðst við útgjalda-
rannsókn áranna 2005-2007, þ.e. þeg-
ar þenslan var í hámarki. Þá lágu
einnig fyrir sölutölur verslana og inn-
flytjenda frá árinu 2008 en upplýs-
ingar um bílasölu náðu til febrúar í ár.
„Ef öll neyslan hefði dregist saman
jafnt hefði það ekki haft nein áhrif á
vísitölugrunninn því þá væri hlut-
fallsskiptingin innbyrðis eins,“ út-
skýrir Guðrún. „Núna breyttist
grunnurinn hins vegar t.a.m. vegna
þess að bílasala og ferðalög til út-
landa drógust saman. Við það hækk-
aði hlutfall matarinnkaupa í vísitöl-
unni úr 12 í 14%.“
Þar sem matur er meðal þeirra
vöruflokka sem hafa hækkað ört í
verði að undanförnu vegna geng-
isbreytinga skilar sú verðhækkun sér
því nú í ríkari mæli út í vísitöluna en
áður, þar sem matur hefur meira
vægi nú í grunninum.
Guðrún telur ekki raunhæft að
endurskoða vísitölugrunninn oftar en
nú er gert. „Við yrðum alltaf að
leggja a.m.k. tólf mánaða neyslu til
grundvallar vísitölunni því neyslan er
svo sveiflukennd og karfan á að end-
urspegla meðal ársútgjöld heimilis-
ins. Eins hefur það áhrif hvenær
gögn liggja fyrir því við þurfum að
hafa óyggjandi upplýsingar um
breytingar á neyslunni til að hreyfa
við vísitölugrunninum. Það dugar
ekki að hafa sögusagnir um að hlut-
irnir séu að breytast.“
Undir þetta tekur Ólafur Darri
Andrason, hagfræðingur ASÍ. „Hag-
stofan hefur reynt að bregðast við
þessum skyndilegu breytingum án
þess að fara út í fálmkennda nið-
urskrift á vísitölunni, sem væri eins
og að reyna að tryggja okkur gott
sumar með því að bæta fjórum gráð-
um við hitamælinn. Vísitalan er ein-
faldlega mælitæki en hvernig við nýt-
um það mælitæki er annað mál.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Peningar Vísitalan byggir m.a. á útgjaldarannsókn Hagstofunnar.
Flóknir útreikningar liggja að
baki vísitölu neysluverðs. Þar
sem vísitalan er mælitæki á verð-
lagsþróun í landinu eiga lands-
menn gríðarmikið undir því að
þessir útreikningar séu réttir.
Húsnæðisverð vegur núna 14% í
verðlagsvísitölu Hagstofunnar en á
þensluárunum var iðulega gagn-
rýnt að húsnæðisverð væri þar inni.
Rökin voru þau að í samræmdri
vísitölu neysluverðs (HICP), sem
reiknuð er á Evrópska efnahags-
svæðinu, er ekki tekið tillit til hús-
næðisverðs. „Það hefur eiginlega
verið tæknilegt vandamál að koma
húsnæði inn í þá vísitölu en núna er
unnið að því að svo megi verða,“
segir Guðrún. Mörg önnur lönd hafi
ekki jafn góð gögn um breytingar á
húsnæðisverði og t.a.m. Fast-
eignaskrá Íslands safni hér saman.
Ólafur Darri er henni sammála um
að eðlilegt sé að húsnæðisverð sé
þáttur í vísitölunni, því húsnæði sé
og verði stór hluti í kostnaðarreikn-
ingi hverrar fjölskyldu. „Ef við
hefðum tekið þetta út á sínum tíma
þegar íbúðaverð hækkaði værum
við í mun verri stöðu í dag, þegar
íbúðaverð fer lækkandi.“
HÚSNÆÐIÐ
INNI
››