Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
✝ Magnea Alberts-dóttir fæddist í
Reykjavík þann
1.mars 1924. Hún lést
á Droplaugarstöðum
5. september síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Albert
Sigurðsson verka-
maður f. 8.5. 1882, d.
25.2. 1951 og Jónína
Jónsdóttir húsfreyja
f. 14.10. 1890 d. 25.2.
1972.
Bróðir Magneu var
Jón Albertsson sjómaður f. 20.2.
1916, d. 7.4. 1977. Systur hennar
voru Unnur G. E. Albertsdóttir f.
6.8. 1917, d. 10.2. 1996 og Anna S.
Albertsdóttir f. 16.5. 1920, d. 22.11.
1997. Eftirlifandi systir Magneu er
Svanhildur Bára Albertsdóttir f.
2.8. 1927.
Barnsfaðir Magneu var Arnkell
Bergmann Guðmundsson bók-
bindari f. 7.12. 1924, d. 15.12. 2005.
Dóttir Magneu er Hafdís Arnkels-
dóttir lyfjatæknir f. 17.12. 1954,
gift Jóni Valdimarssyni flugstjóra f.
16.7. 1944. Börn þeirra eru 1)
Magnea Íris Jónsdóttir f. 6.10. 1983,
eiginmaður hennar er Þórður Ey-
dal Magnússon rafeindavirki f.
30.6. 1981, dóttir þeirra er Sara
Karin f. 8.5. 2009. 2)
Hjörtur Freyr Jóns-
son f. 23.5. 1992.
Magnea ólst upp í
Reykjavík og hlaut
hefðbundna skóla-
göngu í Austurbæj-
arskólanum. Hún
stundaði einnig nám
við Myndlistarskóla
Íslands. Hún fór ung
að vinna og vann
lengi í sælgætisgerð-
inni Freyju. Síðustu
26 árin sem hún var
útivinnandi vann hún
hjá dagblaðinu Tímanum.
Magnea bjó lengst af ævi sinni í
Álftamýri 30, ásamt systur sinni,
Svanhildi Báru, systursyni, dóttur
sinni og móður.
Eftir að hún hætti að vinna, gaf
hún sig listagyðjunni á vald og mál-
aði, heklaði, saumaði út, prjónaði
og skar út. Hún naut þess að hafa
loksins tíma til að sinna áhuga-
málum sínum sem voru ótalmörg.
Árið 2007 seldi hún Álftamýrina og
keypti sér fallega þjónustuíbúð á
Skúlagötu 20 (Vitatorg) þar sem
hún bjó, þar til hún fór á Droplaug-
arstaði.
Útför Magneu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 16.
september og hefst athöfnin kl. 15.
Á fallegum haustmorgni, laugar-
daginn 5. september, kvaddi móðir
mín þetta jarðlíf 85 ára gömul. Rétt
áður en hún lést horfði hún á mig í
síðasta skipti þessum fallegu bláu
augum, svo hvarf hún inn í ljósið.
Heilsu hennar hafði hrakað tals-
vert síðasta ár og hún vissi hvert
stefndi, hún dó sátt við Guð og
menn.
Hún var næstyngst fimm systk-
ina og fæddist í Kirkjustræti 6, í
litlu gulu húsi við Tjörnina. Hún ólst
upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi.
Hún fæddist 1924 og ólst því upp
í kreppunni þegar fólk átti varla til
hnífs eða skeiðar. Hún fór því ung
að bera út blöð til að létta undir með
fjölskyldunni. Einnig hugsaði hún
um og passaði yngstu systur sína,
Sv. Báru, sem hafði fengið lömunar-
veikina aðeins þriggja ára gömul.
Ávallt þegar hún fór út að leika sér
bar hún systur sína á bakinu hvert
sem þær fóru.
Föstudaginn 22. október árið
1937 gaus upp mikill eldur á Berg-
þórugötu 16 þar sem fjölskylda
hennar bjó og brunnu inni gömul
hjón. Móðir hennar rétt komst út
með yngsta barnið Sv. Báru, áður
en eldhafið gleypti allt. Allar þeirra
veraldlegu eigur sem e.t.v. voru
ekki mjög miklar brunnu inni.
Mamma var 13 ára og átti bara fötin
sem hún stóð í. Þetta var fyrir daga
trygginga og bóta. Við þetta áfall
leystist fjölskyldan upp, faðir henn-
ar flutti vestur í Kolbeinsstaða-
hrepp og þær mæðgurnar leigðu
litla kjallaraíbúð í bænum. Baslið og
fátæktin var meiri en við í dag get-
um gert okkur í hugarlund og þykj-
umst við búa á krepputímum.
En með dugnaði og sparsemi
tókst þeim systrum að kaupa íbúð í
Álftamýri 30, þar sem þær bjuggu
með Alberti, syni Svanhildar, mér
og móður sinni. Alls bjó mamma 43
ár í Álftamýri og eignaðist þar góð-
ar vinkonur, Jón og Sigríði, Lúlla og
Guðrúnu, Jóa og Betu mína, eins og
mamma sagða alltaf. Eins eignaðist
hún góðar vinkonur í vinnunni á
Tímanum. En besta vinkona hennar
hét Ragnheiður Guðmundsdóttir
(Heiða) og höfðu þær þekkst í yfir
70 ár þegar Heiða lést og ég veit að
mamma saknaði hennar alla tíð.
Hún tók hana til sín í Álftamýrina
þegar Heiða var fárveik af krabba-
meini og hugsaði um hana eins lengi
og hún gat.
Eftir að mamma hætti að vinna
gat hún sinnt öllum áhugamálum
sínum, hún var mjög ljóðelsk og las
mikið af ljóðum, málaði mikið og
eignaðist vinkonur í Norðurbrún-
inni. Eftir að heilsu hennar fór að
hraka keypti hún íbúð á Vitatorginu
og bjó þar. Vinkonur hennar þar
Kristín Einarsdóttir, Hrefna og
Þorbjörg hjálpuðu henni eftir
mætti, en það kom að því að hún gat
ekki búið lengur ein og fékk vistun á
Droplaugarstöðum þar sem Sv.
Bára, systir hennar, bjó. Þar var
hugsað einstaklega vel um hana,
stúlkurnar sem vinna á 3b kallaði
hún englana sína og þær sungu með
henni og hlustuðu á hana fara með
ljóðin sín. Umhyggjusemi þeirra
var einstök. Hún hélt andlegri
heilsu til loka. Esjan var henni hug-
leikin, hún horfði oft til Esjunnar og
sagði:
Falla Hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.
(Stephan G, Stephanss.)
Með ást, virðingu og söknuði.
Þín áskær dóttir,
Hafdís Arnkelsdóttir.
Elsku amma, nú ert þú farin frá
okkur og komin á betri stað og hitt-
ir alla þá sem ég veit að þú saknaðir
og hlakkaðir til að hitta. Þó er alveg
víst að veröldin hér er orðin fátæk-
ari og við eigum eftir sakna þín
meira en orð fá lýst. Við getum
þakkað þér fyrir svo ótal margt.
Það var alltaf hægt að stóla á þig og
þú varst alltaf til staðar fyrir okkur.
Þú lagðir það á þig að læra að
prjóna örvhent til að geta kennt
mér að prjóna. Það lék allt í hönd-
unum á þér hvort sem það var
saumaskapur, útskurður eða mynd-
list og þú varst svo stolt og ánægð
þegar Hjörtur barnabarnið þitt fór
á listabraut.
Þú varst alveg einstök og hafðir
svo frábæra útgeislun. Þú vildir
vera amma allra vinkvenna minna
sem eftir það kölluðu þig alltaf
ömmu. Þú vildir öllum vel og elsk-
aðir alla, stóra jafnt sem smáa og
verður mér hugsað til þess þegar þú
fórst að gefa snjótittlingum á svöl-
unum hjá þér einn veturinn, svo
einn morguninn gleymdirðu að gefa
þeim og komu þeir þá nokkrir og
görguðu og gogguðu á gluggann hjá
þér.
Þú varst alltaf svo atorkusöm,
það var ekki hægt að bjóða þér í
mat án þess að þú værir farin að
vaska upp eftir matinn, jafnvel þó
við værum með uppþvottavél. Eins
varstu mikil félagsvera og man ég
þegar grenitréð í Álftamýrinni var
að deyja, þá sagðirðu „Það er að
deyja af því það stendur eitt“.
Þú áttir alltaf auðvelt með að sjá
spauglegu hliðarnar á öllu og eitt
skiptið komstu þegar enginn var
heima og það gleymdist að læsa.
Þegar við komum síðan heim var
miði eftir þig á borðinu sem á stóð
„Takk fyrir sjónvarpið og græjurn-
ar, kær kveðja, innbrotsþjófurinn“.
Seinustu 3 – 4 árin voru þér svo-
lítið erfið. Þú fluttir úr Álftamýrinni
og upp á Skúlagötu um það leyti
sem ég var að gifta mig en þú lést
það ekki stoppa þig og mættir gal-
vösk í brúðkaupið þar sem tekin var
þessi fína mynd af okkur og
mömmu, þrír ættliðir í kvenlegg.
Þú, mamma og ég, svo núna í maí þá
kom sá fjórði, litla langömmubarnið
þitt hún Sara.
Ég sit hérna og horfi á kertið sem
þú gafst mér, þú áttir alveg eins og
sagðir við mig, við skulum kveikja á
þessum kertum og þá loga þau sam-
an. Nú kveiki ég hins vegar á mínu
kerti fyrir þig og rétt eins og þú
kveiktir á kerti fyrir langömmu-
barnið þitt þegar hún kom í þennan
heim, þá kveikjum við á kertum
núna þegar þú ert að kveðja.
Eins sárt og það er að kveðja veit
ég að við sjáumst aftur, þá tekur þú
á móti okkur með pönnsum en
þangað til viljum við þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur og allt
sem þú skilur eftir þig. Við eigum
svo margar góðar minningar um
þig.
Ég er svo stolt af því að fá að vera
nafna þín og svo þakklát fyrir að
hafa þekkt þig. Eitt er alveg víst og
það er að ég er betri manneskja fyr-
ir að hafa haft þig í lífi mínu.
Takk fyrir öll árin, elskum þig
alltaf.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt
(Hallgrímur Pétursson.)
Magnea Íris og Hjörtur Freyr.
Elsku Magga frænka. Mikil var
sorg mín þegar ég frétti að þú værir
dáin og lífið verður aldrei eins án
þín. Nú ert þú farin frá okkur á ann-
að tilverustig og eftir situr sökn-
uður en margar ljúfar minningar.
Ég er þakklát því hversu stutt er
síðan við hittumst og gátum átt góð-
ar stundir saman. Þú varst mér
strax mikils virði sem litlu barni og
ég gat alltaf stólað á væntumþykju
þína í gegnum árin.
Eftir að mamma dó bjó ég hjá þér
þegar ég kom í heimsókn frá Eng-
landi og met vel stundirnar sem við
sátum saman og spjölluðum um
gömlu dagana. Þótt þú ættir erfiða
barnæsku var þér gefin sérstök
sængurgjöf, sérlega ljúft skap og
fallegt bros sem létu fallegu bláu
augun ljóma af gleði yfir minnstu
hlutum. Mikið var gaman að hlusta
á þig fara með kvæðin sem þú kunn-
ir svo mikið af.
Ég man sem stelpa þegar þið
bjugguð öll á Kárastígnum í pínu-
litlu húsnæði. Samt tókuð þig mig
inn þegar mamma fór á berklahæli.
Við sváfum fimm í stofunni og borð-
stofunni og amma í eina svefnher-
berginu en samt virtist fara vel um
okkur og ég man það sem góðan
tíma. Oft vannst þú á tveimur stöð-
um, einum á daginn og svo öðrum
stað á kvöldin. Ég fór oft með þér á
kvöldin og við hreinsuðum gler og
þú varst svo þreytt á heimleiðinni
að þú sofnaðir í strætó og ég þurfti
að vekja þig þegar við komum heim.
Þú og Bára systir þín bjugguð
saman í mörg ár með ömmu og
börnum ykkar og dugnaðurinn og
krafturinn varð til þess að þið gátuð
keypt nýja fína íbúð. Árin eftir að
þú hættir að vinna voru þín „gullnu
ár“ og þú gast sinnt öllum þínum
áhugamálum og voru þau mörg. Þú
hafðir sérstaklega fallega rödd,
varst í kór sem ung kona og hafðir
einstaka hæfileika til að teikna og
mála. Svo varst þú flink að sauma
út, hekla og prjóna og meira að
segja skera út. Hæfileikarnir voru
endalausir.
Ekki gast þú eignast betri dóttur
en Hafdísi og sagðir oft við mig:
„Ég þurfti ekkert annað barn því ég
fékk besta barn í heimi.“ Hafdís var
móður sinni einstaklega góð og
hugsaði um hana í fallegu þjónustu-
íbúðinni sem hún átti heima í síð-
ustu árin, eins lengi og hún gat búið
ein. Á Droplaugarstöðum sá ég þig
oft, betri stað hefðir þú ekki getað
farið á því að allt starfsfólkið var
draumafólk og kyssti þig og faðmaði
daglega. Eins hittir þú systur þína
daglega því hún dvaldi einnig á
Droplaugarstöðum.
Hafdís kom á hverjum degi í
heimsókn og ég sá andlitið á þér
ljóma í hvert sinn sem þú sást hana.
Mér finnst gott að hugsa til þess að
Hafdís var hjá þér síðustu dagana
og gaf þér styrk og öryggi fram á
síðustu stundu þangað til Guð tók
við þér. Börn Hafdísar, Magnea og
Hjörtur, voru þér til mikils yndis og
svo gaf Magga þér langömmubarn,
Söru Karin. Elsku Hafdís og fjöl-
skylda, megi Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum og í framtíð-
inni. Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra frá fjölskyldu minni.
God bless aunty Magga.
Elsku Magga mín, ég þakka þér
fyrir vinskapinn og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman og
bið algóðan Guð að geyma þig og
varðveita. Ástarkveðja
Jónína Elísabet Waltersdóttir
(Jonný frænka.)
„Besta vöggugjöf sem hægt er að
fá er gott geð,“ sagði Magnea með
sinni djúpu og kraftmiklu rödd. Sú
gjöf hafði henni hlotnast ásamt svo
mörgum öðrum kostum.
Á unglingsárum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast sóma-
konunni Magneu Albertsdóttur,
mömmu Hafdísar, vinkonu minnar.
Alltaf voru móttökurnar einstak-
lega góðar í Álftamýrinni og gaman
að hlusta á sögur og vísur sem
Magnea fór svo vel með. Hún naut
lífsins á svo ótal marga vegu, leidd-
ist aldrei, sótti námskeið í útskurði
og listmálun sem hún stundaði
hvort tveggja af kappi auk alls kyns
annars handverks, hafði gaman af
söng, ferðaðist um heiminn og virt-
ist njóta hverrar stundar. Með hlýju
sinni og einlægni laðaði Magnea
fram það besta í fólki. Elsku Haddý,
Jón, Magga, Hjörtur, Bára og Alli –
ég og fjölskylda mín vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og minnumst
Magneu með þakklæti og söknuði.
Ég minnist – þakka allt og óska þér
um eilífð góðs er héðan burt þú fer.
Far vel, far vel. Þig vorsins dísir geymi
og vaki blessun yfir þínum heimi.
(Hulda)
Ingibjörg Karlsdóttir.
Kveðja frá listahópnum
Fyrir þetta blessa ég ykkur: Þið gáfuð
mikið og vissuð ekki til að þið gæfuð
neitt.
(Kahil Gibran)
Kæra vinkona. Þessi orð komu
okkur í hug þegar við fréttum að
Magnea vinkona okkar hefði kvatt
þennan heim. Við kynntumst Magn-
eu fyrir nokkrum árum í listnámi
hjá Hafdísi Benediktsdóttur í Norð-
urbrún í Reykjavík. Þessi hópur
hefur náð einstaklega vel saman og
hefur verið okkur sem þar erum
mikill gleðigjafi. En gleðin kemur
frá þeim sem þarna eru og Magnea
átti stóran hlut þar að máli, hún átti
til að standa fyrirvaralaust upp og
hefja söng svo undur fallega og öll
ljóðin kunni hún og flutti svo vel.
Þetta er okkur öllum svo minnis-
stætt.
Ást hennar á íslenskri náttúru fór
ekki á milli mála í verkum hennar,
helsta viðfangsefni í myndlistinni
voru íslenskir fossar og glímdi hún
tímunum saman við að ná þeim sem
fegurstum. Það er ekki ætlun okkar
að fara að rekja lífshlaup Magneu
enda aðrir betur til þess fallnir en
við. En viðhorf hennar til lífsins sit-
ur í okkur er nutum samvista við
hana, hún var einstaklega falleg og
vel gefin kona, æðrulaus og mikil
hvunndagshetja.
Við viljum þakka þér, kæra
Magnea, allar þær gleðistundir er
þú gafst okkur með því að vera til.
Far þú í friði.
Vinkonur í listahópnum,
Karolína og Sigrún.
Magnea Albertsdóttir
✝
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
VALDIMAR EINARSSON,
lést á gjörgæsludeild Freemans Hospital í
Newcastle mánudaginn 14. september.
Sævör, Einar og systkini.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANHILDUR GUÐNADÓTTIR,
Hörgshlíð 6,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti laugardaginn
12. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Þ. Þórðardóttir, Þorvaldur K. Þorsteinsson,
Svanhildur Þorvaldsdóttir, Þór Tryggvason,
Margrét Á. Þorvaldsdóttir, Georg Garðarsson
og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar, mágkona og frænka,
KATRÍN VIGFÚSDÓTTIR
frá Sunnuhvoli,
Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 10. september, verður
jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn
19. september kl. 14.00.
Herdís Vigfúsdóttir,
Fanney Vigfúsdóttir,
Haukur Vopni
og aðrir vandamenn.