Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 ÓHÆTT er að segja að leikskólinn sé stór hluti af tilveru margra barna og fjölskyldna í okkar samfélagi. Í dag er leikskólinn við- urkenndur sem fyrsta skólastig barnsins. Menntamálaráðu- neytið, sveitarfélögin og aðrir rekstraraðilar hafa lagt sitt af mörk- um í uppbyggingarstarfi leikskólans sem hefur verið í stöðugri þróun síð- ustu ár. Fjölbreytni í starfi leikskól- ans og aukin gæði hafa verið í takt við auknar kröfur samfélagsins og er leikskólinn góð undirstaða fyrir barnið til að takast á við næstu skref menntagöngunnar. Ný menntalög hafa litið dagsins ljós. Þar kemur fram að leikskólinn sé fyrsti skóli barnsins og áhersla er lögð á að börnin fái jákvæða mynd af skóla- kerfinu í heild sinni. Mikill metnaður og framsýni liggja í nýjum lögum, þar hafa fagmennska og þjónusta ráðið för. Samtökin Heimili og skóli fagna nýju leikskólalögunum. Sérstök ánægja er með IV. kafla laganna sem fjallar um aðkomu foreldra að leikskólastarfi, en sá kafli er nýr í lögunum. Þar er fjallað um foreldra, réttindi þeirra og skyldur en margir hagsmunaðilar hafa lýst yfir mik- ilvægi þess að aðkoma foreldra að leikskólastarfi sé aukin. Ábyrgð á uppeldi barna hvílir fyrst og fremst á herðum foreldra en öflugt og náið samstarf við starfsfólk leikskóla er lykillinn að vellíðan þeirra og þroska. Í nýju leikskólalögunum er skerpt á ábyrgð foreldra á leikskólagöngu barna sinna og þess farið á leit að þeir fylgist með skólagöngu barnanna með því að styðja þau og hvetja á allan hátt í góðu samstarfi við starfsfólk leikskóla. Það hefur verið hags- munamál foreldra að aðkoma þeirra að mál- efnum leikskólans verði styrkt og ábyrgð foreldra á leikskóla- starfi sé skýr. Foreldrar, starfsfólk leikskóla og börn eru samstarfs- aðilar og mynda þarf sterkan sam- starfsvettvang þar sem velferð barna er höfð að leiðarljósi. Ný leikskólalög kveða á um að við hvern leikskóla skuli starfa for- eldraráð og ber leikskólastjóra að stuðla að þessu samstarfi með því að hafa frumkvæði að stofnun þess. Þetta eru nýmæli í lögum um leik- skóla. Ætlunin er að koma á góðu og nánu samstarfi foreldra og starfs- fólks leikskóla. Með því að lögfesta stofnun foreldraráða er ekki verið að koma í veg fyrir að foreldrafélög starfi áfram við leikskóla. Lögin gera ráð fyrir því að það sé í höndum foreldra að taka ákvörðun um hvort starfandi sé foreldrafélag samhliða foreldraráði. Hér hafa skapast ný sóknarfæri fyrir foreldra leikskóla- barna, til dæmis til að fjalla um og gefa umsögn til leikskólans um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi. Einnig er kveðið á um að haft sé samráð við foreldra um allar ákvarðanir sem teknar eru um meiriháttar breytingar á skóla- starfi. Ein leiðin til að kynnast þeim leik- skóla sem tekur þátt í uppeldi barns- ins er að taka þátt í foreldra- samstarfi og opnar slíkt samstarf einnig möguleika á að geta haft áhrif á starfið og það umhverfi sem barninu er búið. Forsenda öflugs foreldrasamstarfs er gagnkvæmt traust og virðing milli foreldra og starfsfólks leikskóla. Skólastofnanir hafa á undaförnum árum komið meira að uppeldi barna þar sem dvalartími þeirra hefur lengst tölu- vert síðustu ár og sífellt yngri börn dvelja í 7-9 klukkustundir á dag á leikskólum landsins. Á leikskólum er unnið mikilvægt starf og brýnt er að við hlúum að velferð barnanna og virkjum krafta allra sem að koma. Góðir skólar koma aldrei í stað foreldra því foreldrar eru áhrifa- mestu fyrirmyndir barna sinna. Eins og máltækið segir: Lengi býr að fyrstu gerð. Framundan eru mörg sóknarfæri fyrir foreldra og þau skulum við nýta vel í þágu barnanna. Börnin eru framtíð lands- ins og það er skylda okkar foreldra að bera ábyrgð á velferð þeirra. Það gerum við með því að taka þátt í leik þeirra og starfi. Stuðlum saman að því að byggja upp barnvænt samfélag. Aukin aðkoma foreldra að leikskólastarfi Eftir Sjöfn Þórð- ardóttur »Ný leikskólalög gera ráð fyrir stofnun for- eldraráða við leikskóla en þannig skapast ný sóknarfæri fyrir for- eldra í leikskólum og samstarfsvettvangur. Sjöfn Þórðardóttir Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Á DÖGUNUM var frumsýndur „fyrsti íslenski spennutryllirinn“, eins og hún var kynnt, og óvenju- mikið lagt í aug- lýsingar: Vegg- spjald í yfirstærð á vegg Sambíósins á Akureyri. Þarna var hún sem sagt komin „Reykjavík whale watching massacre“ og eftirvænting mín var mikil og ég mætti snemma til að tryggja mér miða á frumsýningu. Ég var hissa á því hvað það var lítil umferð, enda kom í ljós að það voru ekki nema 10-15 manns í salnum á frumsýningu. Ég settist eftirvæntingarfullur en hvað gerð- ist; myndin gekk fram af mér og vinkonu sem var með mér, ég gafst upp og var farinn út löngu fyrir hlé. Þetta er ekki fyrsti spennutryll- ir á Íslandi. Besti íslenski spennu- tryllir til þessa er að mínu mati Reykjavík-Rotterdam eftir Óskar Jónasson sem ég sá á frumsýn- ingu í fyrra. En þessi nýja mynd, RWWM eins og hún er kölluð, er frekar fyrsti íslenski keðjusagarmorðing- inn. Þarna er fólk drepið hægt – en örugglega – og leikstjórinn Júl- íus Kemp og Sjón handritshöf- undur þurftu auðvitað að hafa til- finninguna og áhrif myndarinnar alveg í hámarki með því að sýna árásir og fylgja þeim eftir með nærmyndum af blóðspýtandi sár- um. Vill fólk láta ganga fram af sér? Þetta verður blóðugasta blómstur í landkynningu og mark- aðssetningu íslensks kvikmynda- heims til þessa. Ég er viðkvæmur og kelling í mér og það var líka ung tveggja barna húsmóðir á Akureyri sem mætti þarna með mér. Og sem betur fer urðu börnin eftir heima. Myndin hvort sem er bönnuð inn- an 16. Og þessi hryllingur kostaði mig á annað þúsund! Ég reyndi ekki að fá endurgreitt. Ég þekki Sjón aðeins sem vin bróður míns og gerði mér því miklar væntingar um að sjá afrakstur handritsvinnu hans til að læra af, þar sem ég er sjálfur að vinna í handritum. En Júlíus Kemp og Sjón eru á ann- arri línu en ég, vægast sagt. Í Morgunblaðinu 6.9. sl. kemur fram að Sjón er að vinna í handriti fyrir Vesturport, þar hlýtur að verða minna blóð. Baltasar Kormákur fékk fullt hús á Mýrina og síðast Brúðgum- ann fyrir einu til tveimur árum. En á RWWM voru aðeins 10-15 manns mættir á frumsýningu á meistara-blóðgos-brunna- sláturmynd. Ég er hrifinn af slátri en ekki úr mannablóði heldur lambablóði og nú heilsar sláturtíð 2009 með blóðugustu íslensku mannakjöts- hakkmynd til þessa. Frá því á æskuárum hefur móðir mín eldað í sláturtíðinni grauta úr blóði, – en hráefnið er nú mest hveiti og vatn. Grautur sem lítur út eins og dökk- brúnn búðingur, – gjarnan með rúsínum. Og þennan graut hef ég eldað fyrir sjálfan mig nær dag- lega síðasta árið eða svo. Ég er fagurkeri og nýt þess að búa á fögru hreinu Íslandi og ég er að vinna í handriti að slát- urmynd en það verður ham- ingjutáraslátur, – botnar og barm- ar, en faldir í blómaskrúði. Þetta er mitt markmið næstu 40 ár, von- andi næ ég því fyrir þann tíma. ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON, fjöllistamaður. Massacre-martröð Frá Atla Viðari Engilbertssyni Atli Viðar Eng- ilbertsson SÍÐUSTU dagana á síðasta ári boðaði þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Guðlaugur Þór Þórð- arson, nið- urskurð í heilbrigð- ismálum. Eitt af því sem Guð- laugur boðaði var að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og breyta spít- alanum í öldr- unarvistun. Margir voru ósáttir við þessa tillögu og var ég ein af þeim þar sem ég þekki starfsemi meltingar- sjúkdómadeildar St. Jósefsspítala á eigin skinni en þangað hef ég sótt lækningu frá árinu 1992. Ég get fullyrt að starfsemin sem þar fer fram hefur eingöngu farið batnandi og allt gert til að láta sjúklingum sem þangað koma líða eins vel og hægt er en það hef ég áður sett fram í greinaskrifum í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki kosið Vinstri græna í kosningunum í apríl létti mér mikið þegar Ög- mundur Jónasson tók við embætti heilbrigðisráðherra en að mínu áliti hafði hann verið einn harðasti andstæðingur niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu. Hann hafði þá sagt sína skoðun á aðgerðum heilbrigð- isráðherrans Guðlaugs Þórs og lýst óánægju sinni með hvernig hann seildist í vasa sjúklinganna. Einnig gladdi það mig að heyra hann segja að hann myndi endur- skoða þær sparnaðaraðgerðir sem kynntar höfðu verið á síðasta ári. Í grein í Morgunblaðinu þakkaði ég Ögmundi sérstaklega fyrir að ætla að endurskoða ákvarðanir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þann niðurskurð sem hann hafði boðað. Einnig vitnaði ég í sömu grein í Ögmund þar sem hann sagði í út- varpsþættinum Sprengisandi hinn 8. febrúar 2009 að sett yrðu skýr markmið með niðurskurði sem ekki kæmi niður á starfsfólki og að ekki yrði dregið úr aðgengi sjúklinga. Í sama þætti talaði hann um að reynt yrði að ná sátt um þær skipulagsbreytingar sem nauðsynlegar væru. Annað finnst mér þó vera upp á teningnum núna þegar ég hlusta á nýjustu fréttir úr heilbrigðiskerf- inu en allt þetta tal um niðurskurð og lokun deilda á spítulunum ýtir undir óöryggi sjúklinga og starfs- fólks. Þessi skrif mín hafa sennilega engin áhrif á ákvörðun ríkisstjórn- arinnar í heilbrigðismálum en mér finnst mikilvægt að mín rödd heyrist þar sem hún er rödd sjúk- lingsins sem verður fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Það er nóg að rogast með ólæknandi sjúkdóm þó maður þurfi ekki líka að óttast niðurskurð í heilbrigð- iskerfinu. Ég hef stundum sagt að þegar maður veikist sé mikilvægt að vera bæði andlega og líkamlega hraustur. Aldrei eiga þau orð eins vel við og núna á Íslandi. ÞURÍÐUR RÚRÍ VALGEIRSDÓTTIR leikskólakennari. Frá Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir Skamm skamm Ögmundur „Bankana vantar trausta lántakendur,“ segir textavarpið okk- ur í aðalfyrirsögn sunnudaginn 30. ágúst 2009. Ef traustan lán- takanda vantar, þá getur ríkið búið hann til með því að stofna fyrirtækið „Rík- isíbúðir ohf.“, sem stundaði þau viðskipti að kaupa og eftir atvikum selja íbúðir aftur, þegar hæfur og fjár- sterkur aðili vildi kaupa. Annars myndu „Ríkisíbúðir ohf.“ leigja íbúðir sínar út á markaðsverði. Krónan rúllaði aftur í kaupum og sölu fasteigna. Það er mjög vanmetið hvað hæfur og öruggur fasteignamarkaður er stór hluti af lífsgæðum fólks og grundvöllur þess að venjuleg fjöl- skylda geti lifað hamingjusömu og fjárhagslega öruggu lífi. Er algjört grundvallaratriði. Núna hefur hrun bankanna valdið því að fasteignir seljast ekki sem áð- ur og öll fasteignasala er nánast frosin föst. Fólk reynir að skipta á íbúðum. Lætur íbúð sína í skiptum fyrir aðra betri og þægilegri og not- ar varla peninga við skiptin. Krónan okkar er sem sagt hætt að rúlla í fasteignaviðskiptum hér á landi. Er mjög slæmt. Úr þessu þarf að bæta með ein- földum og öruggum hætti. Við verð- um að draga úr neikvæðri umræðu okkar um fjármál heimilanna og hag landsins. Í stað þess verðum við að snúa okkur að því raunhæfa verk- efni að endurreisa fasteignamark- aðinn og láta krónuna okkar rúlla þar aftur. Ný og meiri velta á fasteignamarkaði leys- ir ótrúlega mörg fjár- hagsvandamál hjá venjulegu fólki. Kæmi eins og nýr og frels- andi andblær, sem leysa myndi alla vega að hluta fjárhagsvanda margs fólks. Byrjum að láta okkar aumu krónu rúlla aftur í stórum stíl við kaup og sölu fasteigna. Það skapar okkur meiri þjóðartekjur og meiri hagvöxt sem nota mætti til að borga ICE- SAVE en það myndu hagfræðingar segja okkur í blöðum og sjónvarpi. Reddaði Icesave. En hvað með sálina í venjulegu fólki, sem ætlar núna í dauðans ang- ist að hætta að greiða af íbúðum sín- um? Getur ekki borgað meira. Sveltir sig jafnvel og börnin líka un- anfarna mánuði til að borga af íbúð- inni, en allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölskyldur þurfa öruggt skjól, þeg- ar skólar byrja með haustinu. Geta ekki verið á götunni með börnin sín. Ástandið með vanskil á greiðslum af íbúðalánum verður verra og verra með degi hverjum. Þetta segja okk- ur fréttir í blöðum. En hvað með sálarangist þeirra kvenna og barna sem sjá fram á að lenda á götunni og tapa öllu sínu fé vegna vísitölu- og gengistryggðra lána? Er hægt að bjóða konum og börnum okkar upp á þetta? Hvað með sálarangistina? Nú er það þannig, að greinarhöf- undur var fasteignasali í áratugi en er nú tekinn að eldast. Hann hefur lifað og séð markað fasteigna hér á landi rísa og falla, en fara svo aftur í gang að nýju. Þekkir þetta allt í ára- tugi af sinni lífsreynslu. Í stuttu máli sagt er það einfalt mál, ef vilji yfirvalda er fyrir hendi, ásamt framtaki yfirvalda, að snúa fasteignamarkaðinn aftur í gang. Þetta hefur verið gert áður þótt vandamálið hafi þá verið minna. Auðveldara að leysa það, þar sem það var ekki risavaxið eins og nú. Samt verðum við að láta krónuna okkar rúlla aftur í fasteignasölu. Okkur hefur verið sagt frá hlið- stæðu og nýlegu vandamáli í risa- vöxnum bílaiðnaði Bandaríkjanna. Þar var allt að frjósa fast með sölu á bílum vegna nýlegs hruns á lána- markaði fasteigna þar í landi. Þó greinarhöfundur sé kominn örlítið fram úr í eðlilegri lengd á þessari blaðagrein, þá verður að ljúka henni með nokkrum völdum orðum í stuttu máli. Bandaríkjamenn björguðu sínum bílaiðnaði með inngripi ríkisins. Nú rúllar dollarinn þar jafnvel hraðar en menn áttu von á. Hér þarf að veita ónotuðu fé í bönkum og lífeyr- issjóðum út á fasteignamarkaðinn á ný svo krónan rúlli þar aftur á fullri ferð sem áður. Beita ríkisábyrgð til að útlán banka og lífeyrissjóða séu tryggð ef nauðsyn ber til. Meira seinna. Krónan verður að rúlla aftur og áfram Eftir Lúðvík Gizurarson » Það er mjög van- metið hvað hæfur og öruggur fasteignamark- aður er stór hluti af lífs- gæðum fólks ... Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.