Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 ✝ Þorkell Árnasonfæddist á Vífils- stöðum 17. janúar 1924. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi 8. september sl. Foreldrar Þorkels voru Steinunn Þor- kelsdóttir, f. 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, hús- móðir í Reykjavík, og Árni Kristjánsson, f. 7.11. 1901, d. 8.4. 1966, verkamaður í Bræðraminni á Bíldu- dal. Stjúpfaðir Þorkels var Rögn- valdur Guðbrandsson, f. 27.9. 1900, d. 28.2. 1983, lengst af verkstjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Systkini Þorkels, sammæðra: Guðbrandur, f. 29.10. 1926, d. 12.12. 2002, bílamálarameistari og örygg- isvörður í Reykjavík, var kvæntur Bjarndísi Albertsdóttur húsmóður og eignuðust þau sjö börn; Svanur, f. 14.12. 1929, fórst með Suðurland- inu 25.12. 1986, sjómaður í Reykja- vík, var kvæntur Fríðu Gústavs- dóttur og eignaðist hann fimm börn; Árna Steinunn, f. 5.5. 1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðjóni Andréssyni, ökukennara og fyrrv. forstöðumanni, og eiga þau fjögur börn; Már, f. 19.8. 1942, matreiðslu- maður og bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Gíslínu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Uppeldisbróðir Þor- kels var Birgir Harðar- son, f. 18.8. 1946, d. 20.6. 1987, forstöðu- maður Eimskips í Nor- folk í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Þorkels, samfeðra, urðu þrettán talsins. Þorkell ólst upp í Hafnarfirði fram að fermingu, hjá móður sinni og stjúpföður. Hann flutti þá með þeim til Reykjavíkur þar sem hann var búsettur síðan. Þau bjuggu lengst af við Haðarstíginn. Þorkell flutti síðan til systur sinnar, Árnu Steinunnar, og eiginmanns hennar, Guðjóns Andréssonar, 1974, og bjó hjá þeim til dánardags. Þorkell starfaði hjá Eimskipafé- laginu á sjötta áratugnum en hóf síðan störf hjá Reykjavíkurborg 1962 og starfaði þar til 1994 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Þorkels fer fram frá Nes- kirkju í dag kl. 11. Móðurbróðir okkar, Þorkell Árna- son, lengst af borgarstarfsmaður, er látinn, hálfníræður að aldri. Við köll- uðum hann aldrei Þorkel, heldur Dengsa, og hann var ekki bara bróðir móður okkar, heldur einn af fjölskyld- unni – fyrst hjá afa og ömmu og pabba og mömmu – þegar við fæddumst og ólumst upp, fyrstu árin á Haðarstígn- um – og síðan á unglingsárunum þeg- ar hann flutti til okkar fjölskyldunnar í Vesturbæinn. Og Dengsi var ekki bara móðurbróðir og fjölskyldumeð- limur. Hann var besti frændi sem völ er á. Hann varð yndislegur frændi barna Mörtu, Vilhjálms Andra og Steinunnar Önnu, sem og dóttur Steinunnar og Hallbjarnar , Vigdísar, sem fæddist í fyrra. Umhyggja hans var einstök – eink- um þegar börnin áttu í hlut og mál- leysingjarnir í fjölskyldunni, hund- arnir Plató og Bangsi og síðan kettirnir Sókrates og Arisóteles. Hann var aldrei í rónni fyrr en allir voru komnir í höfn. Það er enginn til- viljun að Vigdís litla bankar enn á her- bergisdyrnar hans Dengsa og vill fá fund með þessum góða frænda sínum sem hélt svo mikið upp á hana. Dengsi fylgdist vel með og var haf- sjór af fróðleik um sagnfræðileg mál- efni sem honum voru huglæg úr Hafn- arfirði og Reykjavík. Hann hafði ákveðnar skoðanir þegar kom að stjórnmálum og var sannur sjálfstæð- ismaður enda mætti hann í allar Varð- arferðir og hafði einstaklega gaman af að taka þátt í kosningabaráttu með því að mæta á kosningaskrifstofurnar. Það var alltaf hátðisdagur í huga Dengsa þegar kom að kjördegi. Í vor þegar við tvíburasysturnar fórum með honum út í Hagaskóla að kjósa hitti hann Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra, og frú Ástríði. Það gladdi Dengsa mikið að hitta þau hjón enda var hann alla tíð dyggur stuðn- ingsmaður Davíðs sem sýndi honum ætíð mikla vinsemd enda voru þeir ná- grannar eftir að Davíð flutti í Skerja- fjörðinn. Hann kenndi okkur systrun- um fleira, meira og betur en flestir háskólar kenna í uppeldisfræðum – m.a. að bera virðingu fyrir umhverf- inu, löngu áður en stjórnmálamenn fóru að skreyta sig með „umhverfis- vænni“ og „grænni“ pólitík, og hann kynnti okkur fyrir ævintýrum mann- lífsins í miðbæ Reykjavíkur í sinni hverdagslegu og hógværu mynd. Hann unni þessum miðbæ, höfninni og Örfirsey og mannlífinu sem þar blómstraði, sögunni og sérkennunum. Hann kenndi okkur betur en nokkur skóli stundvísi, reglusemi, vinnusemi, hógværð og heiðarleika. Hann kenndi – eins og allir góðri kennarar – oftast án orða, með umhyggju sinni, návist og góðvild. Hann var sannur vinur og leiðbeinandi í besta skilningi þess orðs. Elsku Dengsi, takk fyrir lífsgleði þína og lífsviðhorf. Það fylgir okkur alla tíð. Marta og Raggý Guðjónsdætur. Þegar við systkinin fréttum að Þor- kell, eða Dengsi frændi eins og við þekktum hann, væri kominn á spítala var okkur í fyrstu brugðið en eins og allir sem þekktu Dengsa fannst okkur ekkert sjálfsagðara en að hann yrði kominn á lappir og þá fyrr en seinna, slík var þrautseigjan og dugnaðurinn í honum. Það er því erfitt að kyngja því að hann hafi kvatt þennan heim. Fyrstu minningar okkar um Dengsa frænda eru hans traustu hendur og stöðugleiki þegar við vor- um að taka okkar fyrstu skref og göngutúrarnir með honum frá ömmu og afa út í búð þar sem hann keypti handa okkur íspinna og kannski fíla- karamellu ef við vorum stillt. Við ól- umst upp í sama húsi og amma og afi og Dengsi. Hann varð því fljótt hluti af fjölskyldunni og snerti líf okkar á sinn einstaka hátt með einlægni sinni, hlýju og staðfestu. Hann var að mörgu leyti ankerið í fjölskyldunni því þegar allt virtist breytingum háð, góðum sem slæmum, var Dengsi ávallt á sínum stað og hélt sínu striki sama hvernig vindar blésu. Hann var duglegur, heiðarlegur og traustur maður sem við öll getum tekið okkur til fyrirmyndar. Það er ekki fyrr en við stöndum frammi fyrir þeim kalda veruleika að þurf að kveðja í hinsta sinn þennan ljúfa og einstaka frænda okkar að við lærum síðustu lexíuna frá honum. Hvað við skiljum eftir okkur er ekki eins mikilvægt og hvernig við lifum lífinu, Dengsi var ekki upptekinn af gylliboðum framtíðarinnar heldur naut hann þess besta sem hver dagur hafði upp á að bjóða, hvort sem það var skírn Vigdísar Önnu, yngsta með- lims fjölskyldunnar, eða bæjarferð á pylsuvagninn. Tíminn frá því Dengsi studdi okkur systkinin taka fyrstu skrefin og allt til þess dags sem við studdum hann taka sín síðustu er okkur ómetanlegur. Dengsi minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, við systkinin eigum eftir að sakna þín sárt. Vilhjálmur Andri og Steinunn Anna. Vinur minn, Þorkell Árnason, er látinn, eftir skamma sjúkdómslegu, áttatíu og fimm ára. Kynni okkar náðu yfir rúma þrjá áratugi en hann var móðurbróðir konu minnar, heim- ilismaður hjá foreldrum hennar um langt árabil, uppáhaldsfrændi stór- fjölskyldunnar og fagnaðarhrókurinn í öllum fjölskylduboðum. Það verður erfitt að hugsa sér stórhátíðir og fjöl- skylduveislur hér eftir, án þess að Þorkell sé þar miðdepillinn. Þorkell veiktist hastarlega af heila- himnubólgu í frumbernsku og bar þess menjar alla tíð. Það kann að hljóma undarlega en þegar fötlun hans sleppti var hann samt í öllum öðrum skilningi mikill gæfumaður. Hann var reglusamur og vinnusamur, trúr yfir öllu sem honum var treyst fyrir, vinmargur og vinfastur. Hann var fjölskyldumaður af lífi og sál og naut þess að gleðja yngstu kynslóðina þegar hann kom færandi hendi úr sín- um rómuðu miðbæjarferðum. En áhugi hans og umhyggja náðu einnig út fyrir fjölskylduna. Hann unni mannlífinu í miðbænum, við gömlu höfnina og „úti í eyju“ og var sjálfur um árabil einn af máttarstólpum þess mannlífs. Þar átti hann sína föstu vini: Sigga í Hamborg, Sigga og Reyni rakara í Tryggvagötunni, hafsögu- menn og vini á skráningarskrifstof- unni, lögregluþjónana á miðbæjar- stöðinni, fastagesti í Kolaportinu, afgreiðslufólkið á Bæjarins bestu að ógleymdum Davíð Oddssyni, for- sætisráðherra og síðar seðlabanka- stjóra, sem átti það til að stoppa við strætóskýlið í Skerjafirðinum þegar Þorkell beið þar eftir vagninum og bjóða vini sínum far í bæinn. Þorkell var stálminnugur á menn og málefni og hafsjór af fróðleik um horfin hús, skip og báta, frá Reykja- vík og Hafnarfirði. Hann var í essinu sínu þegar við komumst yfir gamlar myndir frá Reykjavík eða Hafnarfirði og kunni þá frá mörgu að segja. Ég þakka þessum sómamanni samfylgd- ina og allan þann hlýhug sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Þor- kell átti góða að og var sjálfur öllum góður sem hann átti samskipti við. Gæfa hans var ekki síst í því fólgin. Kjartan Gunnar Kjartansson. Þorkell Árnason                          ✝ Elskuleg dóttir okkar, sambýliskona, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og besti vinur, BYLGJA HRÖNN NÓADÓTTIR frá Tálknafirði, Tjaldhólum 52, Selfossi, lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Fríða Sigurðardóttir, Nói Marteinsson, Bjarki Hrafn Ólafsson, Hildigunnur Kristinsdóttir, Ívar Pétur Hannesson, Fríða Hrund Kristinsdóttir, Róbert Árni Jörgensen, Atli Fannar Bjarkason, Börkur Hrafn Nóason, Helena Rut Hinriksdóttir, Ingibjörg Jóna Nóadóttir, Birgir Már Gunnarsson, Hannes Kristinn, Róbert Maron og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÁSTRÓS SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR LINGAAS, Faxabraut 13-15, Keflavík, áður til heimilis Hólmgarði 2, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. september kl. 11.00. Per Snorri Lingaas, Carola Lingaas, Edda Lingaas, Aina, Sofia, Pétur, Baldur, Ragnhildur S. Jónsdóttir og Ársæll Jónsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fóstri og sonur, GUNNAR GEORG SIGVALDASON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 10. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styðja líknardeild Landspítalans í Kópavogi, s. 543 1159. Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Agnes Ólafsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, vinir og aðrir vandamenn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, EINAR GÍSLASON frá Lundi í Lundarreykjadal, Brekkuflöt 2, Akranesi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. september. Útförin verður auglýst síðar. Auður Sigurrós Óskarsdóttir, Gísli Einarsson, Guðrún Hulda Pálmadóttir, Sigríður Einarsdóttir, Brynjólfur Óskar Einarsson, Berglind Guðmundsdóttir, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Alfreð Gestur Símonarson, Ástríður Einarsdóttir, Guðmundur Hrafn Björnsson, Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fyrrverandi eiginkona og systir, ELÍSABET HJÖRDÍS HARALDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 39, áður Kárastíg 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. september kl. 15.00. Orri Sigurðsson, Saga Ýrr Jónsdóttir, Hildur H. Sigurðardóttir, Unnur Sigurðardóttir, Stefán Birgisson, Sigurður I. Tómasson, Halla V. Haraldsdóttir, Jónína G. Haraldsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir tiltekinn skilafrest eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.