Morgunblaðið - 21.09.2009, Page 5
Íþróttir 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
„ÞAÐ var náttúrlega smábónus að skora þessi
mörk en það skiptir mig litlu máli,“ sagði Atli
Guðnason hógvær eftir að hafa tryggt FH end-
anlega Íslandsmeistaratitilinn með báðum mörk-
unum í 2:0-sigri á Val, en Atli hefur verið hreint
út sagt frábær fyrir FH í sumar.
„Mér hefur liðið mjög vel á vellinum í sumar.
Ég er náttúrlega í mjög góðu liði, við erum frá-
bærir saman, og þegar maður finnur það að sam-
herjar manns vita nákvæmlega hvert maður ætl-
ar að hlaupa, og öfugt, þá virkar liðið auðvitað
mjög vel. Hvort það er ég sem skora eða ekki
skiptir engu máli. Það er engin stjarna í þessu liði
og við erum bara ellefu góðir fótboltamenn sem
gerum þetta saman,“ sagði Atli ánægður með
leiktíðina og sína frammistöðu.
„Ég hef tekið þátt í þremur titlum en þetta er
klárlega mitt besta sumar.
Ég hef verið að bæta mig frá
því ég kom í FH fyrst 2004
en þá var ég einfaldlega ekki
nógu góður. Ég var lánaður í
tvö ár og kom svo sterkur til
baka og ég held að ég sé
ágætis dæmi um leikmann
sem elst upp hjá liði og gefst
ekkert upp við að berjast um
sæti í því. Ég er búinn að
vera í FH frá því ég var fjög-
urra ára og krakkar sem eru í FH núna sjá að það
eru FH-ingar í liðinu og vilja ná því líka. Ég held
að það sé miklu skemmtilegra en að vera með lið-
ið fullt af aðkeyptum leikmönnum eins og þetta er
hjá sumum félögum,“ sagði Atli. sindris@mbl.is
„Klárlega mitt besta sumar“
Atli
Guðnason
Bein textalýsing frá leiknum
mbl.is | Pepsideildin
Kaplakrikavöllur, Pepsi-deild karla, 21.
umferð, sunnudag 20. september 2009.
Skilyrði: Rigning en logn. Völlurinn
rennandi blautur.
Skot: FH 16 (5) – Valur 11 (8).
Horn: FH 9 – Valur 5.
Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Sigurðs-
son. Vörn: Pétur Viðarsson, Dennis Siim,
Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðs-
son. Miðja: Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi
Guðmundsson (Björn Daníel Sverrisson
77.), Matthías Vilhjálmsson. Sókn: Ólaf-
ur Páll Snorrason (Alexander Söderlund
82.), Atli Viðar Björnsson, Atli Guðna-
son.
Lið Vals: (4-3-3) Mark: Kjartan Sturlu-
son. Vörn: Baldur I. Aðalsteinsson (Guð-
mundur Viðar Mete 62.), Reynir Leós-
son, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni
Ólafur Eiríksson. Miðja: Ian Jeffs, Baldur
Bett (Marel Baldvinsson 69.), Sigurbjörn
Hreiðarsson. Sókn: Matthías Guð-
mundsson, Helgi Sigurðsson, Arnar S.
Geirsson (Viktor U. Illugason 85.).
Dómari: Erlendur Eiríksson – 5.
Áhorfendur: 2.418.
FH – Valur 2:0
an
sum-
gi
sem
árið
i tvö
nni á
mið-
ðsli
ar-
um
l eft-
.
mikl-
fði
þolað það að vera með 6-8
leikmenn, og þar af nokkra
sem eru nánast undantekn-
ingalaust í byrjunarliði, frá
keppni í þennan tíma,“ sagði
Heimir, sáttur við sumarið.
„Við spiluðum frábærlega
eftir tapið í Keflavík í fyrstu
umferð og skoruðum mikið
af mörkum. Það er svo ekk-
ert óeðlilegt að á ákveðnum
tímapunkti detti menn aðeins
niður en við rifum okkur strax upp aftur. Við
nýttum landsleikjahléið vel í að undirbúa okkur
fyrir þessa leiki við ÍBV og Val og ætluðum okk-
ur að tryggja okkur titilinn í þessum leik,“ bætti
hann við. sindris@mbl.is
vinna þetta mót“
Heimir
Guðjónsson
Kiel, undirstjórn
Alfreðs Gísla-
sonar, vann yf-
irburðasigur á
Dormagen á úti-
velli, 34.22, í
þýsku 1. deildinni
í handknattleik í
gær. Kiel hefur
unnið þrjá fyrstu leiki sína, rétt eins
og Hamburg, Lemgo og Flensburg.
Aron Pálmarsson var í liði Kiel en
náði ekki að skora. Christian Spren-
ger og Filip Jicha voru markahæstir
með 5 mörk hvor en mörkin dreifð-
ust vel á liðið.
Íslensku fyrirliðarnir, Þórir Ólafs-son og Róbert Gunnarsson,
mættust í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik í fyrrakvöld og gerðu jafn-
tefli 32:32. N-Lübbecke var í heim-
sókn í Gummersbach og gerði Þórir
5 mörk fyrir N-Lübbecke og Heið-
mar Felixsson 2 en Róbert gerði 3
mörk fyrir Gummersbach og tryggði
liði sínu stig með því að gera þrjú af
síðustu fjórum mörkum liðsins.
Rúnar Kára-son átti fín-
an leik með
Füsche Berlín,
liði Dags Sig-
urðssonar, þegar
það heimsótti
Flensburg. Loka-
tölur urðu 27:24
fyrir Alexander
Perersson og félaga í Flensburg. Al-
exander skoraði ekki í leiknum en
Rúnar gerði sex mörk fyrir Füsche.
Vignir Svavarsson gerði eittmarka Lemgo sem vann Düs-
seldorf 26:21 en Logi Geirsson er
ekki byrjaður að spila eftir langvar-
andi meiðsli. Sturla Ásgeirsson náði
ekki að skora fyrir Düsseldorf.
Hannes Jón Jónsson gerði eitt
marka Burgdorf er liðið tapaði 26:28
fyrir Grosswallstadt. Sverre Jak-
obsson skoraði ekki fyrir Grosswall-
stadt og Einar Hólmgeirsson er
meiddur og því ekki með liðinu.
Gylfi Gylfason skoraði 3 mörkfyrir Minden í gær þegar liðið
tapaði fyrir Wetzlar á heimavelli,
22:24. Ingimundur Ingimundarson
skoraði ekki fyrir Minden en tók vel
á í vörninni og var tvívegis rekinn af
velli.
Guðmundur Þ.Guðmunds-
son fagnaði sigri
sem þjálfari GOG
í gærkvöld þegar
lið hans vann Vi-
borg, 19:17 á úti-
velli. Ásgeir Örn
Hallgrímsson er
ekki byrjaður að
spila vegna meiðsla en GOG hefur
farið vel af stað og trónir á toppi
dönsku úrvalsdeildarinnar í hand-
knattleik með 6 stig eftir 3 leiki.
Skautafélag Akureyrar sigraðiBjörninn, 4:2, í fyrsta leiknum á
Íslandsmóti karla í íshokkí sem fram
fór á Akureyri í fyrra kvöld. Rúnar
F. Rúnarsson, Orri Blöndal, Ingvar
Þór Jónsson og Andri Freyr Sverr-
isson skoruðu mörk Akureyringa en
Úlfar Jón Andrésson gerði bæði
mörk Bjarnarins.
Íslenska stúlknalandsliðið, 19 áraog yngri, hóf undankeppni Evr-
ópumótsins á góðum sigri, 2:0, gegn
Portúgölum á laugardaginn. en rið-
illinn er leikinn í Portúgal. Þórhild-
ur Stefánsdóttir og Kristín Erna
Sigurlásdóttir skoruðu mörkin í síð-
ari hálfleik. Ísland leikur við Sviss í
dag en svissneska liðið vann Rúmen-
íu, 5:0, svo þetta er líklega úrslita-
leikur riðilsins.
Fólk sport@mbl.is
r Sindra Sverrisson
ris@mbl.is
OR varð sparkspekingum landsins
rætt um það að Íslandsmeistarabik-
nn í knattspyrnu yrði nær örugglega
kyrrt í hillu FH-inga eftir að þeir
ðu honum aftur af Valsmönnum með
amatískum hætti á síðasta ári. Marg-
ættu eflaust í vandræðum með að
ndla slíkar væntingar en það á
inilega ekki við um Hafnarfjarð-
iðið sem hefur sýnt frábæra frammi-
ðu í sumar og tryggði sér sinn
mta titil á sex árum í gær með 2:0
ri á Valsmönnum í næstsíðustu um-
ð Pepsi-deildarinnar.
Sigurinn í deildinni þetta árið var af-
sannfærandi, um það verður ekki
lt. Vissulega sáu KR-ingar vonar-
ætu núna undir það síðasta eftir örlít-
hikst í FH-vélinni en sú glæta varð
rei meira en það. FH hefur á köflum
spilað frábæra knattspyrnu sem unun
er að fylgjast með en skilar jafnframt
miklum árangri.
Liðið byrjaði mótið á tapi gegn
Keflavík í fyrstu umferð en á eftir
fylgdu hvorki fleiri né færri en ellefu
sigurleikir sem komu FH í svo góða
stöðu að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika átti
það sigur í deildinni alltaf vísan.
Atli maður mótsins?
Nokkrir leikmenn hafa skarað fram
úr í öflugum leikmannahópi Heimis
Guðjónssonar þjálfara, sem í gær land-
aði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli
sem þjálfari á tveimur árum, í sumar.
Þar má nefna Atla Guðnason sem hefur
lagt upp ógrynni marka auk þess að
skora þau nokkur sjálfur en hann gerði
einmitt bæði mörkin í gær með lag-
legum hætti. Enginn yrði hissa yrði
hann kjörinn besti leikmaður Íslands-
mótsins.
Nafni hans Atli Viðar Björnsson hef-
ur að sama skapi verið algjörlega frá-
bær en hann er markahæstur í deild-
inni og var á dögunum verðlaunaður
með landsliðssæti. Fleiri mætti svo
sannarlega nefna eins og Matthías Vil-
hjálmsson og Hjört Loga Valgarðsson
auk þess sem Eyjamaðurinn Tryggvi
Guðmundsson kom sterkur til baka í
liðið eftir að hafa óvænt verið á vara-
mannabekknum um tíma snemma
móts.
Valsmenn höfðu að litlu að keppa í
gær en sýndu á tíðum klærnar og voru
afar óheppnir að ná ekki að skora í fyrri
hálfleik. FH-ingar höfðu hins vegar góð
tök á leiknum í seinni hálfleik og sýndu
að þeir eru besta lið landsins, og það er
alls ekki ólíklegt að það verði þeir
áfram á næstu árum.
Morgunblaðið/hag
eistararnir FH-ingar hafa öðlast góða reynslu í að stilla sér upp með Íslandsbikarinn og þeir voru snöggir að því í leikslok í gær.
Frábær frammistaða
Atli Guðnason gerði bæði mörkin þegar FH innsiglaði sigurinn á Íslandsmótinu