Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 1
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 viðskipti Umhverfisvæn Guðrún G. Bergmann rekur um- hverfisvænt hótel að Hellnum á sumrin 12 Viðskipti mbl.is Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur nú til rannsóknar eitt umfangsmesta mál sem komið hefur til kasta stofn- unarinnar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um er að ræða heildstæða rann- sókn sem varðar markaðsmisnotk- un sem beinist að öllum föllnu bönkunum þrem- ur, Kaupþingi, Glitni og Lands- bankanum. Grun- ur leikur á að í bönkunum hafi kerfisbundið verið reynt að halda verði hlutabréfa uppi fyrir banka- hrunið með því að senda röng og mis- vísandi skilaboð til markaðarins. Rannsókn á Kaupþingi er komin lengst af þessum þremur. Einu veðin bréfin sjálf Rannsóknin beinist m.a. að því að með kerfisbundnum hætti hafi verið reynt að hafa áhrif á verð hlutabréfa og þar með dregin upp röng mynd af raunverulegu verðmæti þeirra. Mörg dæmi eru um lánveitingar hjá Kaupþingi banka til eignarhalds- félaga þar sem lánið var nýtt til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og einu veðin voru bréfin sjálf. Dæmi um slíkt eru t.d. lánveitingar til Holt In- vestments Ltd., eignarhaldsfélags Skúla Þorvaldssonar, þar sem eini tilgangur láns virðist hafa verið hlutabréfakaup í Kaupþingi. Svipuð eru lán til Kevins Stanfords, en 45 prósent lána til hans voru fyrir hluta- bréfakaupum í bankanum og var hann fjórði stærsti hluthafinn. Lán- veitingar til Q Iceland Finance ehf., félags í eigu sjeiks Al-Thani, falla einnig undir þetta, en þar virðist hafa verið gerð tilraun til að auka tiltrú á bankanum í lok september 2008, rétt fyrir hrun. Hluti rannsóknarinnar beinist sér- staklega að hlutabréfakaupum Kaupþings banka í sjálfum sér og sölu á bréfum áfram, eins og í tilviki hlutabréfakaupa Al-Thanis, en lög- um samkvæmt mátti bankinn aldrei eiga meira en 5 prósent af eigin bréf- um á hverjum tíma. Oft voru sérstök félög í eigu viðskiptavina fengin til að kaupa hlutabréfin með stuðningi bankans. Hlutabréfakaupunum var síðan lýst af stjórnendum sem traustsyfirlýsingum og almenningur, markaðurinn og fjárfestar blekktir. Ein allsherjar misnotkun FME með risavaxið mál til rannsóknar Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, er við enda borðsins á myndinni hér að ofan. Honum á vinstri hönd eru Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga, prófessor, en á hægri hönd þau Anne Si- bert, prófessor, og Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans. Þetta er fólkið sem ákveður hverjir stýrivextir bankans eiga að vera, en peningastefnunefndin hefur það hlutverk að taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Þar með talið eru ákvörðun varðandi stýrivextina, sem kynnt verður í dag, og aðra vexti, viss viðskipti við lánastofn- anir, ákvörðun bindiskyldu og viðskipti á gjaldeyr- ismarkaði. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti fundurinn sem Már stýrir í peningastefnunefnd Seðlabankans LYKILORÐIÐ ER SVEIGJANLEIKI! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4 Hvort sem það snýr að innheimtuferlinu eða greiðslum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.