Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 íþróttir Titilvörn á NM Gerpla hefur titil að verja á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. NM fer fram í Finnlandi. Karlalið frá Gerplu með í fyrsta sinn. Ármann og Stjarnan einnig þátttakendur. 2 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Ómar Mættir Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á Laugardalsvelli í gær en liðið mætir Suður-Afríku í vináttulandsleik á morgun á Laugardalsvellinum. Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Stabæk í Noregi var einbeittur á svip og Kristján Örn Sigurðsson varnarmaður úr Brann var til varnar. HÓLMFRÍÐUR Magnúsdóttir var hetja Kristi- anstad í gær þegar liðið sigr- aði Sunneå, 3:2, á heimavelli í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Hólm- fríður, sem var skipt inná á 67. mínútu, skoraði sigurmarkið á lokamínútunni og tryggði liði sínu ákfaflega mik- ilvæg stig í fallbaráttu deild- arinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir léku allan tím- ann fyrir Kristianstad en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Kristianstad er í 10. sæti af tólf í deildinni, fjórum stigum á undan Piteå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgården þegar liðið sigr- aði Örebro, 2:0, en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Edda Garð- arsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir voru í liði Örebro allan tímann. gummih@mbl.is Hólmfríður hetja Kristianstad Hólmfríður Magnúsdóttir Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ARON Pálmarsson skoraði tvö af mörkum þýska meistaraliðsins Kiel þegar liðið vann góðan sigur á Barcelona, 30:27, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik en liðin áttust við í Palau Blaugr- ana-höllinni í Barcelona í gær. Kiel hafði yfir í leikhléi, 20:17, og skoraði Aron tvö síðustu mörk Kiel í fyrri hálfleik með þrumuskotum en Hafn- firðingurinn ungi tók töluverðan þátt í leiknum og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Aron lék á miðjunni og ekki er annað hægt að segja að hann eigi bjarta framtíð með þýska stórliðinu en Aron, sem gekk í raðir þess frá FH í sumar og gerði fjögurra ára samning, hefur verið ótrúlega fljót- ur að aðlagast leik liðsins og er framtíðarmaður þess. Barcelona tókst að jafna metin í 22:22 eftir 13 mínútna leik í síðari hálfleik og komast yfir, 24:23, þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Þá var Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, nóg boðið. Hann tók leikhlé og brýndi sína menn og það skilaði sér svo um munaði. Eftir leikhléið skoraði Kiel fimm mörk í röð og lagði með því grunninn að sigri sínum í leiknum. Varði fjögur vítaköst Tékkneska stórskyttan Filip Jicha var marka- hæstur hjá Kiel með 7 mörk og hornamaðurinn Christian Sprenger skoraði 6 en besti maður Kiel og vallarins var franski landsliðsmarkvörðurinn Thierry Omeyer. Hann varði frábærlega og þeg- ar upp var staðið varði hann 25 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst, en Omeyer var í síðustu viku útnefndur handknattleiksmaður ársins af Alþjóðahandknattleikssambandinu og var svo sannarlega vel að því kominn. Hornamaðurinn Victor Tomas var markahæst- ur í liði Barcelona með 6 mörk og Marco Oneto var næstmarkahæstur Börsunga með 5 mörk. ,,Þetta var virkilega sætur sigur og skemmti- legur leikur. Mér fannst við hafa tök á að gera út um leikinn snemma í seinni hálfleik en þá gerðu mínir sig seka um að misnota hverja sóknina á fætur annarri og skyndilega vorum við komnir undir. Það var ekkert annað að gera en að taka leikhlé og stappa stálinu í strákana og það tókst því lokakaflinn var okkar,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, við Morgunblaðið eftir leikinn en lærisveinar hans töpuðu sínu fyrsta stigi í þýsku 1. deildinni í síðustu viku þegar þeir urðu að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Lemgo. Kiel hefur þar með unnið báða leiki sína í riðla- keppninni en Kiel fagnaði þriggja marka sigri gegn spænska liðinu Ademar Leon, 35:32, í fyrstu umferðinni. Omeyer sá um Börsunga  Frakkinn fór á kostum í marki Kiel í sigri á Barcelona í Meistaradeildinni í handknattleik  Aron skoraði tvö glæsileg mörk fyrir þýsku meistarana KARLALANDSLIÐ Íslands í knatt- spyrnu leikur vináttulandsleik gegn Íran þriðjudaginn 10. nóv- ember og fer hann fram í Teheran, höfuðborg Asíuríkisins. Þetta verð- ur í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast í knattspyrnulandsleik. Íran hefur lengi verið ein af fremstu knattspyrnuþjóðum Asíu og er í þriðja sæti í álfunni á heims- lista FIFA, á eftir Japan og Suður- Kóreu. Alls eru Íranar í 60. sæti listans, 36 sætum ofar en Ísland, en þess ber að geta að samanburður á milli heimsálfa á listanum er ekki sérlega marktækur. Íran missti naumlega af sæti í úr- slitakeppni HM í Suður-Afríku. Lið- ið komst í úrslitakeppni 10 liða í As- íu og var aðeins stigi á eftir Norður-Kóreu sem hreppti annað sætið í riðlinum og komst á HM. Suður-Kórea fékk 16 stig í riðl- inum, Norður-Kórea 12, Sádi- Arabía 11, Íran 11 og Sameinuðu arabísku furstadæmin eitt stig. Íranar gerðu jafntefli, 1:1, við Suður-Kóreu á útivelli í loka- umferðinni en með sigri hefðu þeir farið á HM í Suður-Afríku. Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Park Ji-sung, leikmaður Manchester United, fyrir Suður-Kóreu og gerði draum Írana að engu. Íslenska landsliðið spilar þá tvo leiki í nóvember því það sækir Lúx- emborg heim í annan vináttulands- leik laugardaginn 14. nóvember. vs@mbl.is Ísland mætir Írönum í Teheran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.