Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
ENSKI kylfingurinn Ross McGowan sigraði í
gær á opna Madridarmeistaramótinu í Evr-
ópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem
McGowan sigrar í mótaröðinni og tryggði
hann sér tveggja ára keppnisrétt í henni. Eng-
lendingurinn fékk rétt rúmlega 46 milljónir kr.
fyrir sigurinn en hann sigraði á enska áhuga-
mannameistaramótinu fyrir þremur árum.
McGowan, sem er 27 ára gamall, lék gríð-
arlega vel á þriðja keppnisdegi þar sem hann
lék á 60 höggum. Hann var með sjö högga for-
skot fyrir lokadaginn og hann endaði með því
að vera þremur höggum betri en Mikko Ilonen
frá Finnlandi sem lék á 22 höggum undir pari.
Ilonen náði einnig að gulltryggja sér keppn-
isrétt í Evrópumótaröð-
inni.
McGowan var samtals
á 24 höggum undir pari
og hann var ekki langt
frá því að bæta met sem
Ernie Els setti á Evr-
ópumótaröðinni. Els lék
samtals á 29 höggum
undir pari. McGowan var
nálægt því að sigra á Jo-
hnnie Walker-meist-
aramótinu í febrúar á þessu ári. Þar var hann
með tveggja högga forskot þegar sex holur
voru eftir. seth@mbl.is
McGowan vann sinn fyrsta sigur
Ross
McGowen
UM helgina náðu þrír íslenskir sundmenn
lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í 25
metra sundlaug sem fram fer í Istanbúl í
Tyrklandi síðar á þessu ári. Jakob Jóhann
Sveinsson úr Ægi, Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og
Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR náðu öll
lágmörkunum á EM á TYR sundmótinu sem
fram fór í Laugardalslaug. Alls kepptu 294
á mótinu og komu þeir frá 9 félögum.
Jakob og Hrafnhildur voru stigahæstu
keppendur mótsins.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti
telpnamet í 400 metra skriðsundi. Hún synti
á 4.26,22 mínútum en gamla metið átti Sig-
rún Brá Sverrisdóttir,
4.27, 29 mín.
Evrópumeistaramótið
fer fram í Tyrklandi
eins og áður segir og er
þetta í þrettánda sinn
sem mótið er haldið.
Keppt verður í Abdi
Ýpekçi Arena sem er
fjölnota íþróttahöll. Þar
var Evrópumeist-
aramótið í körfuknatt-
leik haldið en körfuboltaliðin Efes Pilsen og
Fenerbache leika heimaleiki sína í keppn-
ishöllinni.
Þrír sundmenn náðu EM-lágmörkum
Ragnheiður
Ragnarsdóttir
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Á PARKEN í Kaupmannahöfn var
mikil gleði í leikslok enda fögnuðu
Danir 1:0 sigri gegn Svíum og
tryggðu sér í leiðinni farseðilinn til
Suður-Afríku. Það var Jakob
Poulsen sem skaut Dönum til Suður-
Afríku en hann skoraði eina mark
leiksins 11 mínútum fyrir leikslok. Í
sama riðli unnu Portúgalar mik-
ilvægan sigur á Ungverjum, 3:0, þar
sem Simao gerði tvö markanna og
með sigrinum komust Portúgalar
einu stigi fyrir ofan Svía í annað sæt-
ið. Cristiano Ronaldo fór meiddur af
velli á 28. mínútu og þykir ólíklegt að
hann spili með Portúgölum á mið-
vikudaginn.
Í lokaumferðinni á miðvikudaginn
taka Svíar á móti Albönum og Portú-
galar fá Möltubúa í heimsókn.
Heimsmeistarar Ítala náðu að
tryggja sér sæti í lokakeppninni með
því að jafna metin gegn Írum í upp-
bótartíma en 2:2 urðu úrslitin í Du-
blin. Alberto Gilardino var hetja
Ítala en hann jafnaði metin á ögur-
stundu.
,,Þetta er mikilvægasta markið
sem ég hef skorað fyrir Ítalíu,“ sagði
Gilardino eftir leikinn. ,,Þetta var
mjög erfiður leikur en ég held að við
höfum verðskuldað stigið,“ sagði Gil-
ardino.
Þjóðverjar sýndu styrk sinn með
því að leggja Rússa að velli, 0:1, í
Moskvu og tryggðu sér þar með sæti
í úrslitakeppninni. Það var marka-
hrókurinn Miroslav Klose sem skor-
aði sigurmarkið í fyrri hálfleik en
Þjóðverjar léku manni færri síðustu
25 mínúturnar eftir að Jerome Boa-
teng fékk að líta sitt annað gula
spjald.
,,Það er hver einasti leikmaður í
mínu liði með sigurgen. Þeir börðust
hetjulega en ég viðurkenni líka að
við höfðum heppnina með okkur,“
sagði Joachim Löw, landsliðsþjálfari
Þjóðverja, eftir leikinn.
Green rekinn af velli
Englendingar, sem fyrir nokkru
voru búnir að tryggja sér sæti í loka-
keppninni, töpuðu sínum fyrstu stig-
um en þeir lágu fyrir Úkra-
ínumönnum 1:0. Það byrjaði ekki vel
fyrir Englendinga því eftir 14 mín-
útna leik var markvörðurinn Robert
Green rekinn af velli fyrir brot í ví-
tateignum. Andriy Shevchenko fór á
vítapunktinn en skot hans fór í stöng
og framhjá. Eftir hálftíma leik kom
sigurmarkið og var þar á ferðinni
Sergiy Nazarenko.
,,Þetta voru að sjálfsögðu von-
brigði enda stefndum við á að vinna
alla leiki okkar í riðlinum. Þetta var
mjög erfitt eftir að við misstum
mann svo snemma út af en mér
fannst lið okkar standa sig vel og
það var frábær barátta í liðinu,“
sagði Wayne Rooney eftir leikinn.
Evrópumeistarar Spánverja
héldu sigurgöngu sinni áfram en
þeir lögðu Armena, 1:2, á útivelli og
hafa unnið alla níu leiki sína í riðl-
inum. Cesc Fabregas og Juan Manu-
el Mata gerðu mörk Spánverja og
skoraði Mata sigurmarkið úr víta-
spyrnu.
,,Við erum í frábæru formi og
stefna okkar er að enda riðlakeppn-
ina með fullu húsi stiga,“ sagði And-
res Iniesta, leikmaður Spánar, eftir
leikinn.
Mikil sigurhátíð á Parken
Danir lögðu Svía og tryggðu sér farseðilinn í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku
Reuters
Fögnuður Heimsmeistarar Ítala fagna marki Alberto Gilardino gegn Írum en jafntefi tryggði Ítölum farseðil á HM.
Í HNOTSKURN
»Þessar þjóðir hafa tryggtsér keppnisréttinn á HM í
Suður-Afríku:
»Suður-Afríka, Ghana, Fíla-beinsströndin, Ástralía,
Japan, Norður-Kórea, Suður-
Kórea, Danmörk, England,
Þýskaland, Holland, Serbía,
Spánn, Ítalía, Brasilía, Para-
gvæ, Chile, Bandaríkin og
Mexíkó.
Línurnar eru nú mjög farnar að skýr-
ast um það hvaða þjóðir leika til úr-
slita um heimsmeistaratitilinn í
knattspyrnu í Suður-Afríku á næsta
ári. Næstsíðasta umferðin í riðla-
keppninni í Evrópu var leikin um
helgina og þar tryggðu Danir, Þjóð-
verjar, Serbar og Ítalir sér farseðilinn
til Suður-Afríku og þjóðir eins og
Frakkar og Portúgalar halda enn í von
um að komast áfram. Fílabeins-
ströndin, Bandaríkin, Mexíkó og Chile
tryggðu sér sömuleiðis keppnisrétt-
inn í Suður-Afríku.
Cristiano Ron-aldo haltr-
aði af velli í við-
ureign Portúgala
og Ungverja í
undankeppni HM
í Lissabon á laug-
ardagskvöldið
eftir aðeins 28
mínútna leik og
verður hann frá æfingum og keppni
næstu vikurnar
Sænsku blöðin fullyrða að LarsLageräck landsliðsþjálfari Svía
verði látinn taka pokann sinn eftir
leikinn gegn Albönum á miðvikudag
en vonir Svía um að komast í úr-
slitakeppni HM eru nú hverfandi.
Fatih Terimlandsliðs-
þjálfari Tyrkja í
knattspyrnu
sagði eftir ósig-
urinn gegn Belg-
um í undankeppni
HM í fyrrakvöld
að hann ætlaði að
hætta þjálfun
landsliðsins eftir leikinn á móti Ar-
menum í lokaumferð riðlakeppn-
innar á miðvikudaginn. Tyrkir eiga
ekki lengur möguleika á að komast í
úrslitakeppni HM en Terim tók við
þjálfun landsliðsins í annað sinn árið
2005.
Frakkar fara í umspil um að kom-ast í úrslitakeppnina en þar
sem Serbar burstuðu Rúmena er
ljóst að Frakkar hafna í öðru sæti.
Frakkar tóku á móti Færeyingum í
París og unnu stórsigur, 5:0. Andre-
Pierre Gignac skoraði tvö mörk fyr-
ir Frakka og þeir Nicolas Anelka,
William Gallas og Karim Benzema
gerðu sitt markið hver.
Serbar sýndufrábær tilþrif
á heimavelli gegn
Rúmenum en
lokatölur urðu 5:0
og með sigrinum
eru Serbar búnir
að tryggja sér
sæti í úr-
slitakeppni HM.
Milan Jovanovic
skoraði tvö marka Serba og þeir Ni-
kola Zigic, Marko Pantelic og
Zdravko Kuzmanovic gerðu sitt
markið hver.
Theofanis Gekas fór á kostum íliði Grikkja sem burstuðu Letta
í Aþenu, 5:2. Gekas skoraði fjögur af
mörkum Grikkjanna sem eiga smá-
von um að komast beint í lokakeppn-
ina. Fyrir lokaumferðina í riðlinum
eru þeir í öðru sæti, þremur stigum
á eftir Svisslendingum.
Varnarjaxlinn Phillipe Senderosskoraði tvö marka Svisslend-
inga sem lögðu Lúxemborgara, 3:0,
og hefndu ófaranna frá því í fyrri
leiknum.
Fólk sport@mbl.is
„Guð og dýrlingurinn Palermo björguðu okkur,“
sagði Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argent-
ínu, eftir dramatískan 2:1-sigur sinna manna á
Perúmönnum í Suður-Ameríkuriðli undankeppni
HM í knattspyrnu. Maradona ákvað að kalla á
Palermo í landsliðið eftir tíu ára hlé og hann skor-
aði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar
framyfir venjulegan leiktíma.
„Farðu út á völlinn og gerðu út um leikinn fyrir
okkur eins og þú hefur svo oft gert,“ sagði Mara-
dona við Palermo þegar hann
skellti honum í sóknina í seinni
hálfleik.
Með sigrinum komust Arg-
entínumenn í fjórða sætið í
riðlinum, eru stigi á undan
Úrúgvæ, en þjóðirnar mætast í
lokaumferðinni á miðvikudag.
Sigurliðið fer beint á HM en
tapliðið fellur úr leik eða fer í
umspil við lið sem endar í
fjórða sæti í Norður- og Mið-
Ameríkuriðlinum.
„Þetta er einn mesti gleðidagur í lífi mínu,“
sagði Martin Palermo. „Ég mun aldrei gleyma
þessu. Það hefur gengið á ýmsu á ferli mínum en
líklega er þetta hápunkturinn á honum,“ sagði
Palermo, sem hágrét eftir leikinn, sem leikinn var
í grenjandi rigningu í Buenos Aires.
Chilemenn tryggðu sér farseðilinn á HM eftir
4:2-sigur á Kólumbíu en Chile hefur ekki tekið
þátt í úrslitakeppni HM síðan í Frakklandi árið
1998.
Diego Forlan hélt vonum Úrúgvæa á að komast
til Suður-Afríku á lífi en hann skoraði sigurmarkið
úr vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Úrúgvæar
lögðu Ekvadora á útivelli, 1:2.
gummih@mbl.is
Guð og Palermo björguðu okkur
Diego Maradona og strákarnir hans í argentínska landsliðinu eygja von á HM
ARGENTÍNUMENN halda enn í vonina um að kom-
ast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu eftir afar þýð-
ingarmikinn sigur á Perú í undankeppni HM.
Martin Palermo