Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Fram – Grótta 19:26 Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í hand- knattleik, úrvalsdeild karla, N1-deildin, sunnudaginn 11. október 2009. Gangur leiksins: 0:2, 2.3, 2:5, 4:8, 7:13, 10:15, 12:16, 14:22, 17.22, 19:26. Mörk Fram: Hákon Stefánsson 5, Halldór Jóhann Sigfússon 4/1, Magnús Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3/1, Arnar Birkir Hálfdánarson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Stefán Baldvin Stefánsson 1. Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 13 (þar af 3 til mótherja), Zoltan Majeri 6 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Gróttu: Anton Rúnarsson 1½, Atli Rúnar Steinþórsson 4, Halldór Ingólfsson 4, Hjalti Þór Pálmason 3, Jón Karl Björns- son 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Páll Þór- ólfsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 16/1 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 280. Fram – Stjarnan 21:26 Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í hand- knattleik, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, sunnudaginn 11. október 2009. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:6, 6:10, 8:11, 8:12, 10:12, 14:15, 15:20, 18:20, 19:25, 21:26. Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7/1, Martha Sördal 4, Guðrún Þóra Hálfdán- ardóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 2, Ásta Birna Gunn- arsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Hafdís Inga Hinriksdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 21 (þar af 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 8/3, Að- alheiður Hreinsdóttir 4, Elísabet Gunnars- dóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Þor- gerður Anna Atladóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Kristín Clausen 1. Varin skot: Florentina Stanciu 31/1 (þar af 10 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Þorlákur Kjartansson. Haustbragur á þeirra frammistöðu. Áhorfendur: Um 200. Ragna Ing-ólfsdóttir og Helgi Jóhann- esson töpuðu fyr- ir Henry Tam og Donna Halliday frá Nýja-Sjálandi í undanúrslitum í tvenndarleik á SOTX Cyprus International í badminton sem fram fór í Nicosia á Kýpur nú um helgina. Þau helgi Ragna og Helgi unnu fyrstu lotuna 21:15 en Ný-Sjálend- ingarnir unnu tvær næstu, 21:11 og 21:19.    Wayne Roo-ney, leik- maður Englands- meistara Manchester United, er meiddur í kálfa og leikur ekki með Englend- ingum þegar þeir taka á móti Hvít-Rússum í loka- umferð riðlakeppni HM í knatt- spyrnu á miðvikudagskvöldið. Roo- ney þótti besti maður Englendinga í leiknum gegn Úkraínumönnum í gær en Englendingar töpuðu, 1:0, og voru það fyrstu stigin sem það tapar í undankeppninni.    Japönsku borgirnar Hiroshima ogNagasaki segjast vera að íhuga að sækja um að halda sameiginlega Ólympíuleikana árið 2020 í tengslum við herferð fyrir kjarnorkuvopna- lausum heimi. Ætla borgirnar að setja á stofn nefnd til að kanna möguleika á þessu. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengjum á borgirnar tvær í ágúst 1945 undir lok heimsstyrjald- arinnar síðari. Borgirnar hafa báðar verið endurbyggðar. Japan hefur einu sinni haldið ÓL, það var árið 1964, þegar keppt var í Tókýó. Leik- arnir fara fram í London árið 2012 og í Rio de Janeiro í Brasilíu 2016. Fólk sport@mbl.is Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is ANTON, sem lék með Akureyri í fyrra og er nú í láni frá Val, sagði lið sitt hafa gefið tóninn fyrir veturinn. „Við höfum æft mjög vel og ákváðum að byrja leik- inn með öfluga vörn og það tókst svo þetta er glæsileg byrjun í fyrsta leik vetrarins. Ég vil meina að við höfum af- sannað spána um að við lendum í átt- unda sætinu og er bjartsýnn,“ bætti Anton við. Gestirnir af Seltjarnarnesi mættu einbeittir og nýttu alla sína reynslu til að ná undirtökunum, sem gekk þegar sjö sóknir Fram í röð snemma í leiknum fóru í súginn. Safamýrarpiltum reyndist þrautin þyngri að snúa taflinu við enda var þeim einfaldlega ekki leyft það. Um miðjan fyrri hálfleik leit út fyrir að Framarar væru eitthvað að finna sig, þegar þeir fengu góðan meðbyr hjá dómurum, en það stóð stutt yfir og með dyggum stuðningsmönnum auk þess að fagna hverju marki ærlega náði Grótta aftur fullum völdum. Síðari hálfleikur var síðan lítið spennandi og um hann miðjan munaði átta mörkum, sem varð greinilega tæplega brúað þrátt fyrir að Einar Rafn Eiðsson sýndi góð tilþrif með þremur síðustu mörkum Fram. Almennur aumingjaskapur „Við skuldum stuðningsmönnum okk- ar afsökunarbeiðni,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson, sem stóð sig vel á milli stanganna hjá Fram en var ekki sáttur við lið sitt. „Vissulega voru stop- ular æfingar í síðustu viku vegna flensu en menn hafa æft í þrjá mánuði og það er alger hneisa að menn mæti ekki til leiks betur undirbúnir. Byrjunin var slæm því við hefðum auðveldlega getað verið með fjögurra marka forystu eftir tíu mínútna leik. Það er ekki hægt skrifa þetta á reynsluleysi því sumir hafa góða reynslu en til dæmis Hákon er ungur og var sterkastur í sókn- arleiknum og svo stóðu ungu horna- mennirnir sig ágætlega. Frekar má segja að frammistaða okkar sé almenn- ur aumingjaskapur,“ sagði Magnús eftir leikinn. Sem fyrr segir átti Grótta sigurinn skilinn og vörnin í heild sinni stóran þátt í honum. Liðið byrjaði vel, stýrði síðan leiknum og hélt hann út en miðað við aldur leikmanna og jafnvel líkamlegt ástand sumra var það gott. Það má því alveg skrifa þennan sigur á leikreyns – að missa aldrei taktinn. Auk Anton fór Gísli Guðmundsson á kostum í markinu. Hjalti Þór Pálmason og Ha dór Ingólfsson sýndu tilþrif og Atli R ar Steinþórsson var sterkur á línunn Í framhaldi af þessu spyrja af hver Framarar, sem ættu að vera líklegri að halda uppi hröðum leik, gerðu það ekki. Nokkrir áttu samt góða spretti Hákon Stefánsson, Arnar Birkir Hál dánarson, Einar Rafn, Halldór Jóhan Sigfússon og Magnús var góður í ma inu. „Það var komið að mér“ Anton Rúnarsson skoraði 11 mörk í góðum sigri Gróttu gegn Fram í Safamýrinni Morgunblaðið/Óm Góður Lánsmaðurinn úr Val, Anton Rúnarsson fór fyrir liði Gróttu gegn Fram í Safamýrinni í gær. „ÞEIR eru búnir að skora nóg í gegnum tíðina og það var komið að mér núna,“ sagði Anton Rúnarsson, sem átti stór- góðan leik og skoraði 11 mörk þegar karlarnir í Gróttu, hoknir af reynslu, fóru létt með að vinna strákana í Fram 26:19 þegar liðin mættust í Safamýrinni í gær. Etir Kristján Jónsson kris@mbl.is FRAM byrjaði tímabilið með sigri á Ak- ureyri en Stjarnan tapaði á heimavelli fyrir Val. Framundan er tveggja vikna hlé á deildinni og Atli Hilmarsson, þjálf- ari Stjörnunnar, sagðist ekki hafa viljað fara í fríið án stiga: ,,Ég fékk smásjokk eftir Valsleikinn, sérstaklega af því að okkur tókst ekki að nýta styrkleika okk- ar sem eru hraðaupphlaupin. Það var allt annað upp á teningnum í dag og ég er mjög bjartsýnn á veturinn. Auðvitað verið ömurlegt að fara í þetta frí með 0 stig því næsti leikur er því ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Ég er því mjög feg- inn. Þessi fjögur lið, Stjarnan, Fram, Valur og Haukar geta öll unnið hvert annað og Fylkir gæti einnig blandað sér í toppbaráttuna,“ sagði Atli í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum. Eins og svo oft áður drógu rúmensku leikmennirnir, Florentina Stanciu og Alina Tamasan, vagninn hjá Stjörnunni. Florentina fór hamförum í markinu og varði 31 skot en það er ekki í fyrsta skipti sem hún afrekar að verja yfir 30 skot í leik. Mikið mæðir á Alinu bæði í sókn og vörn. Þorgerður Anna Atladótt- ir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir hafa oft verið atkvæðameiri og því þurfti Alina að taka af skarið í sóknarleiknum. Segja má að vendipunktur leiksins hafi verið í stöðunni 16:20 fyrir Stjörnuna. Þá missti Stjarnan mann af velli og Fram fékk vítakast. Florentina varði hins vegar vítakastið frá markahæsta leik- manni Fram, Karen Knútsdóttur sem hefði getað sett verulega spennu í leik- inn fyrir lokakaflann. Karen er skemmtilegur leikstjórnandi með frá- bæra tækni og hún skilaði sínu. Skytt- urnar sitt hvorum megin við hana, Stella Sigurðardóttir og Hildur Þor- geirsdóttir, voru hins vegar heillum horfnar og skiluðu aðeins 2 mörkum: ,,Okkar plús er vörn, markvarsla og hraðaupphlaup og það gerði útslagið. Auðvitað er Florentina stórkostlega góð en ég vil ekki taka neitt frá varn- armönnunum. Samvinnan var frábær- lega góð og vörnin þvingaði leikmenn Fram í erfið skot og þá vissi Florenti hvar skotin myndu koma á markið,“ sagði Atli ennfremur. Karen sagði leikmenn Fram hafa gert of mörg mistök í sókninni: ,,Við gerðum alltof of mörg tæknimistök. V skutum auk þess illa á markið og það varð okkur að falli í þessum leik. Vör var mjög góð hjá þeim. Þær standa a arlega og það getur verið erfitt að skjóta á þær og Florentina er auðvita góð í markinu,“ sagði Karen Knúts- dóttir. Formúla sem virkar  Florentina Stanciu varði 31 skot í marki Stjörnunnar  Skytturnar hjá Fram í bullandi vandræðum  Atli Hilmarsson feginn að ná tveimur stigum fyrir fríið Morgunblaðið/Óm 31 varin skot Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar og rúmenska landsliðsins fór á kostum gegn Fram. Íslandsmeistarar Stjörnunnar í hand- knattleik kvenna lönduðu sínum fyrsta sigri í N1-deildinni á þessari leiktíð í gær þegar liðið heimsótti Fram í Safamýrina. Stjarnan sigraði tvöfalt á síðustu leiktíð en Fram er silfurlið síðustu tveggja ára á Íslandsmótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.