Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 8
8 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
KÖRFUBOLTI hefur lengi verið stundaður í
Kópavogi en Breiðablik hefur ekki náð að
landa titli í karlaflokki. Reyndar hefur liðið
aldrei verið nálægt því og litlar líkur á að
það blandi sér í baráttuna um titlana í vetur.
Liðið er ungt og margir lykilmenn þess frá í
fyrra eru farnir.
Tap gegn KR
Breiðablik endaði í 8. sæti af alls 12 liðum
í Iceland Express-deild karla á síðustu leik-
tíð.
Einar Árni Jóhansson var þá þjálfari liðs-
ins en hann tók við Blikum í næstefstu deild
og kom liðinu upp í hóp þeirra bestu. Einar
hætti störfum hjá Blikum s.l. vor og er hann
yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík.
Nýliðarnir náði ekki að velgja KR undir
uggum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.KR
vann báða leikina örugglega og fagnaði síðan
Íslandsmeistaratitlinum í kjölfarið.
Tvívegis í úrslitakeppnina
Breiðablik hefur tvívegis komist í úrslita-
keppnina frá því að hún var tekin upp árið
1994. Blikar hafa ekki náð að festa sig í sessi
í hópi bestu liða landsins en Kópavogsliðið
hefur lagt mikla áherslu á yngriflokkastarfið
hjá sér á undanförnum árum. Margir bíða
spenntir eftir því að 1993-árgangur félagsins
láti að sér kveða í meistaraflokki karla, en sá
leikmannahópur er mjög öflugur.
Heimavöllur Breiðabliks í Smáranum hefur
í gegnum tíðina borið þann titil að vera versti
körfuboltavöllur landsins.
Frábær aðstaða
Þennan titil hefur Smárinn hrist af sér því
sl. sumar var skipt um gólf í húsinu og eru
körfuboltamenn almennt á þeirri skoðun að
Smárinn sé nú einn allra besti körfuboltavöll-
ur landsins. Það er þó vafamál hvort það sé
hentugt fyrir leikmenn Breiðabliks, því flest-
ir hlakka núna til þess að leika í Smáranum,
ólíkt því sem var upp á teningnum áður.
Ljósmynd/thorsport.is
Nýr maður Hrafn Kristjánsson er þjálfari
körfuknattleiksliðs Breiðabliks úr Kópavogi.
Ungt lið lið sem þarf að sanna sig
Gríðarlega miklar breytingar eruá leikmannahópi Breiðabliks
auk þess sem nýr þjálfari er í
brúnni.
Hrafn Kristjánsson er þjálfariBreiðabliks en hann hefur
mikla reynslu af þjálfun í efstu
deild. Hrafn, sem hóf ferilinn hjá
KR sem leikmaður, lék lengi með
KFÍ á Ísafirði. Hann þjálfaði Ísfirð-
inga um tíma áður en hann flutti sig
um set til Akureyrar. Þór frá Ak-
ureyri lék undir stjórn Hrafns í
nokkur tímabil en hann hætti þar
störfum sl. vor og samdi við Breiða-
blik.
Nemanja So-vic var
stigahæsti leik-
maður Breiða-
bliks á síðustu
leiktíð en hinn 32
ára gamli mið-
herji samdi við
ÍR sl. sumar.
Nemanja skoraði
24 stig að með-
altali í leik og skilur hann stórt
skarð eftir sig og þá sérstaklega í
sóknarleiknum.
Njarðvíkingurinn Einar Árni Jó-hannsson er hættur að þjálfa
Breiðablik en hann fékk nokkra
leikmenn úr Njarðvíkurliðinu með
sér yfir í Kópavoginn á meðan hann
þjálfaði liðið. Leikmennirnir eru
flestir farnir í sitt gamla félag.
Kristján Rúnar Sigurðsson sem
skoraði 12,2 stig að meðaltali í leik
er farinn í Njarðvík. Rúnar Ingi
Erlingsson er einnig farinn í Njarð-
vík en hann skoraði um 10 stig að
meðaltali í leik.
FramherjinnHalldór
Halldórsson,
sem áður lék með
Keflavík, er far-
inn frá Blikum
og Emil Jóhanns-
son skipti yfir í
Snæfell úr
Stykkishólmi.
Þorsteinn Húnfjörð átti að leikastórt hlutverk í liði Breiðabliks
í baráttunni undir körfunni en mið-
herjinn hætti mjög snögglega hjá
félaginu fyrir nokkrum vikum.
Bandaríkjamaðurinn John Daviser í herbúðum Blika en hann
er einn af fjölmörgum leikmönnum
sem hafa bæst í hópinn í sumar. Má
þar nefna Hjalta Friðriksson, Sæ-
mund Oddsson, Gylfa Geirsson,
Bjarna Árnason, Ágúst Ang-
antýsson og Jón Sverrisson.
Aðalsteinn Pálsson 30 ára Bakvörður
Arnar Pétursson 18 ára Bakvörður
Ágúst Angantýsson 24 ára Framherji
Bjarni Konráð Árnason 23 ára Bakvörður
Daníel Guðmundsson 22 ára Bakvörður
Jón Sverrisson 22 ára Framherji
John Davis 25 ára Bakvörður/framherji
Guðjón Magnússon 22 ára Framherji
Gylfi Geirsson 28 ára Bakvörður
Hjalti Friðriksson 20 ára Framherji
Hjalti Ólafsson 17 ára Bakvörður
Ívar Örn Hákonarson 18 ára Bakvörður/framherji
Rúnar Pálmarsson 27 ára Bakvörður
Sæmundur Oddsson 28 ára Bakvörður/framherji
Trausti Jóhannsson 26 ára Framherji
Þorsteinn Gunnlaugsson 27 ára Framherji/miðherji
Leikmannahópur Breiðabliks 2009-2010
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
MÉR líður bara vel í Kópavoginum
og þetta er allt á réttri leið hjá okk-
ur,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálf-
ari körfuknattleiksliðs Breiðabliks,
en hann tók við þjálfun liðsins sl.
sumar eftir að hafa starfað lengi hjá
Þór á Akureyri.
Það er óhætt að segja að leik-
mannahópur Breiðabliks sé mikið
breyttur frá því að liðið endaði í átt-
unda sæti af tólf á síðustu leiktíð.
Flestir af lykilmönnum liðsins eru
horfnir á braut og hefur Hrafn þurft
að púsla saman nánast nýju liði.
Það er að mörgu að hyggja fyrir
þjálfara þegar þeir fá leyfi stjórn-
arinnar til þess að leita að liðstyrk
frá Bandaríkjunum eða Evrópu.
Gengisvísitalan kemur þar eitthvað
við sögu en Hrafn var með ákveðnar
forsendur í huga þegar Bandaríkja-
maðurinn John Davis var fenginn til
liðsins í haust. Davis verður seint
sagður hávaxnasti leikmaður lands-
ins en hann er fjöhæfur og var hon-
um ætlað það hlutverk að leika vörn
gegn léttum framherjum en ekki
miðherjunum. „Við gerðum ráð fyrir
því að miðherjinn Þorsteinn Hún-
fjörð yrði með okkur í vetur. Það
breyttist og ég get alveg viðurkennt
það að tímasetningin hefði alveg
getað verið betri hvað það varðar.
Við fengum John Davis til liðs við
okkur. Hann er fjölhæfur leikmaður
og þarf að taka að sér varnar-
hlutverk gegn miðherjunum undir
körfunni.“
Vel heppnuð styrktarþjálfun
Undirbúningstímabilið hjá Blik-
um hófst um mitt sumar og hefur
Hrafn nýtt sér þá þekkingu og
reynslu sem fyrir hendi er hjá
Breiðabliki. „Félagið er með marga
hæfa þjálfara í ýmsum deildum sem
miðla reynslu sinni og þekkingu
þvert á íþróttagreinarnar. Strák-
arnir sem náðu að vera með á öllu
undirbúningstímabilinu fóru í gegn-
um mjög áhugavert ferli hjá frjáls-
íþróttaþjálfara. Þeir hafa lyft, hopp-
að og gert ýmsar styrktaræfingar
sem oftar en ekki sitja á hakanum.
Ég sé mikinn mun á þeim sem hafa
náð að fara í gegnum allt ferlið. Þeir
eru fljótari, snarpari, sterkari og
betri alhliða íþróttamenn. Það eru
nokkrir leikmenn sem hafa ekki náð
öllu undirbúningstímabilinu og þeir
þurfa sinn tíma.“
Markmið Breiðabliks í vetur er að
gera betur en í fyrra, segir Hrafn,
en hann viðurkennir að veturinn
verði án efa erfiður. „Við þurfum
tíma til að slípa okkur saman. Með
nýjum þjálfara koma nýjar
áherslur, miklar breytingar eru á
leikmannahópnum. Við setjum okk-
ur markmið en ég held að sæti í úr-
slitakeppninni væri mjög góður ár-
angur.“
1993-árgangurinn
áhugaverður
Þjálfarinn telur að Breiðablik eigi
mjög efnilega leikmenn í yngri
flokkum félagsins sem gætu lyft fé-
laginu á hærri stall í nánustu fram-
tíð. „Það er verður spennandi að sjá
hvernig 1993-árgangurinn spjarar
sig í framtíðinni. Þeir eru mjög efni-
legir og gætu náð langt. Efniviður-
inn er nægur hérna í Kópavoginum
og það er spennandi fyrir mig og
aðra þjálfara félagsins að starfa í
þessu umhverfi.“
Varnarmaður í Grindavík
Hrafn telur að deildin verði nokk-
uð tvískipt í vetur. „Suðurnesjaliðin
þrjú, Snæfell og Íslandsmeistaralið
KR verða án efa í baráttunni um
titlana. Mér finnst Grindavík mjög
spennandi og þeir gerðu rétt með að
ráða til sín sterkan og duglegan
miðherja sem finnst gaman að spila
vörn.“
Nýr þjálfari og miklar
breytingar hjá Blikum
Vel heppnuð frjálsíþróttastyrktarþjálfun Breiðablik missti marga lykilmenn
Morgunblaðið/Ómar
Farinn Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson leikur ekki með Breiðabliki í vetur.
Breiðablik hefur gengið í gegnum
miklar breytingar í sumar en liðið
endaði í áttunda sæti á sl. leiktíð og
nýliðarnir komust í úrslitakeppnina.
Miklar breytingar einkenna ekki að-
eins leikmannahóp liðsins því Hrafn
Kristjánsson er nýr þjálfari liðsins.
Hann er þaulreyndur þjálfari þrátt
fyrir að það sé nokkuð langt í að hann
fái frítt í strætó vegna aldurs.