Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 5
slu ns all- Rún- i. rju til ð : lf- nn ark- “ mar ina Við ð rnin aft- að mar Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 DREGIÐ var í 32 úrslit Eimskips bik- arkeppninnar í handknattleik karla í gær. Engin lið úr N1-deildinni mætast innbyrðis og ættu því langflest þeirra að komast áfram í 16 liða úrslitin. Bik- armeistarar Vals sitja hjá ásamt Ís- landsmeisturum Hauka, Fram og ÍBV. Nýliðar Gróttu, sem komust í bikarúr- slit í fyrra, drógust á móti Stjörnunni 3 sem stóð sig vel í keppninni í fyrra en þá léku með liðinu kunnir kappar á borð við Patrek Jóhannesson, Sigurð Bjarna- son, Valdimar Grímsson og Skúla Gunnsteinsson. Athygli vekur að KS frá Siglufirði og Hörður frá Ísafirði senda lið til keppni. KS fær Breiðhyltingana í ÍR í heimsókn og Þróttur fer til Ísafjarðar. Auk þess fær Árborg lið HK í heimsókn austur fyrir fjall og Fjölnir tekur á móti Ak- ureyri. Leikið verður 18. og 19. októ- ber en aðrir leikir eru eftirfarandi: Víkingur 2 – FH ÍR 2 – HKR Grótta 2 – Stjarnan FH 2 – Afturelding Afturelding 2 – Selfoss Víkingur 3 – Víkingur Fjölnir – Akureyri Stjarnan 2 – Haukar 2. kris@mbl.is Siglfirðingar með í bikarkeppninni Patrekur Jóhannesson VALUR rótburstaði nýliða Víkings í N1-deild kvenna í handknattleik. 34 mörk skildu liðin að þegar upp var staðið en Valur sigraði, 47:13, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 20:5. Rebekka Skúladóttir var markahæst í liði Vals með 9 mörk, stóra systir hennar Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 7 og Anna Úr- súla Guðmundsdóttir kom næst með 5 mörk. Andrea Olsen var markahæst í liði Víkings með 4 mörk.  FH hafði betur á móti KA/Þór, 30:27, í Kaplakrika. Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir var atkvæðamest í FH- liðinu en hún skoraði 11 mörk og þær Ingibjörg Pálmadóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Birna Íris Helgadóttir gerðu 5 mörk hver. Hjá KA/Þór var Anna Valgerður Erlingsdóttir markahæst með 9 mörk og Ásdís Sigurðardóttir skoraði 4.  Haukar unnu stórsigur á HK, 35:21, á Ásvöllum. Hanna G. Stef- ánsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem hafa unnið báða leiki sína í deildinni en Haukar lögðu Fylki í fyrstu umferðinni. gummih@mbl.is 34 marka sigur hjá Valskonum Ágústa Edda Björnsdóttir Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EFTIR að hafa séð til Hauka í leiknum á móti Stjörnunni í opn- unarleik N1-deildarinnar þar sem Haukarnir mörðu eins marks sigur, 17:16, átti maður alveg von á því að þeir yrðu flengdir í Póllandi en ann- að kom á daginn. Þeir stóðu svo sannarlega uppi í hárinu á Pólverj- unum og voru til mynda einu marki yfir, 22:21, þegar um níu mínútur voru til leiksloka. Sigurbergur Sveinsson, sem fann sig engan veginn í leiknum á móti Stjörnunni, átti frábæran leik en stórskyttan öfluga skoraði 10 mörk. ,,Þetta var virkilega flottur leikur af okkar hálfu og strákarnir stóðu sig alveg frábærlega,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið í gær. Keyrðum upp hraðann ,,Við spiluðum 3:2:1 vörn á móti þeim og Pólverjarnir áttu í nokkr- um vandræðum með hana. Þó að þeir hafi náð að gera 30 mörk komu mörg þeirra eftir fráköst og eins þegar við vorum manni færri,“ sagði Aron. Aron sagði að Sigurbergur og Björgvin Hólmgeirsson hefðu verið virkilega góðir í sóknarleiknum sem og línumaðurinn Pétur Pálsson og þá hefði Birkir Ívar Guðmundsson átt fínan leik í markinu. Eftir að hafa séð til ykkar í leikn- um á móti Stjörnunni bjóst ég við stóru tapi. ,,Ef við hefðum spilað eitthvað í líkingu við það í þessum leik hefðum við tapað með 15 marka mun. Strák- arnir tóku sig saman í andlitinu og við náðum svo sannarlega að bæta sóknarleikinn sem var í molum í leiknum á móti Stjörnunni. Það var mikið óöryggi í leik okkar í Garða- bænum en það var allt annað uppi á teningnum gegn Wisla. Menn spiluðu svo sannarlega með hjart- anu og lögðu sig 100% fram í verk- efnið. Leikmenn Wisla hafa lík- amlega yfirburði og eru hávaxnir þannig að við reyndum að keyra upp hraðann og það gekk bara vel.“ Eftir þessi úrslit hlýtur þú að meta möguleika ykkar á að komast áfram góða. ,,Við eigum klárlega góða mögu- leika á að komast áfram. En lið Wisla Plock er gríðarlega vel mann- að og með ótrúlega mikla breidd svo við verðum að spila virkilega vel á Ásvöllum til að slá það út. Maður skynjaði það eftir leikinn að leik- menn Wisla voru gríðarlega svekkt- ir með úrslitin enda ætluðu þeir að vinna okkur með tíu marka mun. Þannig var umræðan fyrir leikinn. Það var mikil stemning í höllinni sem var orðin full klukkutíma fyrir leik og það er alltaf gaman að spila slíka leiki. En það er bara hálfleikur í þessu einvígi og nú vonast ég til að handboltaáhugafólk fjölmenni á seinni leikinn á Ásvöllum. Við þurf- um á öflugum stuðningi að halda enda reikna ég með að Pólverjarnir heima á Íslandi mæti á leikinn og styðji við bakið á sínum mönnum,“ sagði Aron en áður en að leiknum gegn Wisla kemur taka Haukarnir á móti Akureyringum í N1-deildinni á miðvikudagskvöldið. ,,Lékum með hjartanu“  Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Wisla Plock  Skorar á fólk að fjölmenna á Ásvelli á laugardaginn Morgunblaðið/Ómar Góður Línumaðurinn Pétur Pálsson átti góðan leik gegn Wisla Plock og skoraði 5 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið. Í HNOTSKURN »Mörk Hauka: SigurbergurSveinsson 10, Pétur Páls- son 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Jónatan Jónsson 2, Guðmundur Ólafs- son 1, Heimir Óli Heimisson 1. »Arkadiusz Miszaka varmarkahæstur hjá Wisla Plock með 7 mörk og Daninn Lars Möller Madsen skoraði 5. ÍSLANDSMEISTARAR Hauka gerðu góða ferð til Póllands þar sem þeir mættu Wisla Plock í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Wisla Plock hafði bet- ur í jöfnum og spennandi leik, 30:28, eftir að hafa haft yfirhöndina í leik- hléi, 15:12. Möguleikar Hauka á að komast áfram verða að teljast nokk- uð góðir en síðari leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á laugardaginn og þar þurfa Íslandsmeistararnir svo sannarlega á góðum stuðningi að halda. Andri Stefanog félagar hans norska meistaraliðinu Fyllingen, stein- lágu fyrir danska liðinu FC Kaup- mannahöfn, 21:34, í Meist- aradeild Evrópu í handknattleik í gær. Andri skoraði 3 af mörkum Fyllingen en Arnór Atla- son var ekki á meðal markaskorara FCK.    Rúnar Kárason skoraði eitt markfyrir Füchse Berlin þegar liði vann öruggan sigur á Hannover Burgdorf, 32:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Dagur Sig- urðsson þjálfar lið Füchse Berlin. Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir Hannover Burgdorf.    Arnar Jón Agnarsson skoraði 5mörk fyrir Aue sem tapaði fyrir Friesenheim, 37:24, í þýsku 2. deild- inni í handknattleik.    Gylfi Gylfasonskoraði 2 mörk fyrir Mind- en og Ingimund- ur Ingimund- arson 1 þegar lið þeirra beið lægri hlut fyrir sterku liði Hamburg, 34:23, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Hans Lindberg, hinn hálfíslenski, skoraði 12 af mörkum Hamburg, þar af 8 úr vítaköstum.    Norski landsliðsmaðurinn Veg-ard Samdahl, leikmaður pólska liðsins Wisla Plock, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í fyrri leik Hauka og Wisla Plock í Póllandi á laugardaginn.    Ragnar Ósk-arsson reyndist sínum fyrrverandi sam- herjum í Nimes erfiður í franska handboltanum á laugardaginn. Ragnar skoraði 8 mörk í 11 til- raunum fyrir Dunkerque sem sigr- aði 26:29. Ragnar var markahæstur norðanmanna en 5 marka hans komu af vítalínunni. Dunkerque hefur unn- ið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sín- um í deildinni.    Pavla Nevarilova gat ekki leikiðmeð Fram gegn Stjörnunni í N1-deild kvenna í gær en þessi öfl- ugi línumaður er að jafna sig eftir brjósklos í baki. Hún gæti orðið leik- fær eftir nokkrar vikur. Sigurbjörg Jóhannsdóttir er einnig frá vegna meiðsla en hún sleit krossband á síð- ustu leiktíð. Lið Fram ætti að styrkj- ast verulega þegar þær snúa aftur en liðið misst nokkra öfluga leik- menn í sumar. Fólk sport@mbl.is GYLFI, sem hefur staðið sig virkilega vel með Reading í ensku 1. deildinni á leiktíðinni, hefur verið úti í kuldanum í síðustu leikjum landsliðs- ins en eftir að hann gaf ekki kost á sér í æfinga- leik á móti Dönum í sumar hefur hann ekki verið valinn en í gær var hann kallaður til leiks. ,,Fyrst Gylfi gaf ekki kost á sér í Danaleikinn litum við svo á að hann vildi einbeita sér alfarið að Reading og því hefur hann ekkert verið með okkur í síðustu leikjum. Það birtust svo fregnir af því í fjölmiðlum að Gylfi vildi spila með landsliðinu og eftir að hann og Eyjólfur ræddu saman ákváðum við að velja hann í hópinn. Ég fagna því að Gylfi vill vera með okk- ur enda er hann virkilega góð- ur leikmaður,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálf- ari U21 árs landsliðsins, við Morgunblaðið í gær. Ekki er víst hvort Birkir Bjarnason leiki með gegn Norður-Írum á morg- un en hann er með gipsumbúðir á hendinni og fékk ekki leyfi hjá dómara leiksins að spila leik- inn gegn San Marinó á föstudagskvöldið þar sem íslenska liðið vann stærsta sigur U21 árs lands- liðsins frá upphafi, 8:0. Alfreð Finnbogason, framherji Breiðabliks, er tæpur en hann á við meiðsli að stríða í læri. Þá verður fyrirliðinn Rú- rik Gíslason ekki með U21 árs liðinu á morgun þar sem hann leikur með A-landsliðinu gegn Suður-Afríku. ,,Við ætlum okkur að vinna Norður-Írana en við reiknum með hörkuleik. Þeir koma grimmir eftir 6:2 tapið á móti okkur en það er hugur í okkar strákum,“ sagði Tómas Ingi. gummih@mbl.is Gylfi kominn í U21 árs hópinn á ný Fundaði með þjálfaranum og tekur þátt í leiknum við N-Íra á morgun GYLFI Þór Sigurðsson, leikmaður Reading, er kominn aftur í U21 árs landsliðið í knattspyrnu sem mætir N-Írum í Grindavík á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.