Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 2 Fréttir                  ! !" #! #$ % !&'( &() )*   + + + +         , -# ) , -#    Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is JÖTUNN Holding greiddi upp allar skuldir við sinn helsta lánveitanda, Kaupþing banka. Því mun hvorki Nýi Kaupþing né skilanefnd Kaup- þings þurfa að afskrifa neitt vegna lána til félagsins, að sögn Stefáns H. Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Jötuns Holding og fyrrverandi fjár- málastjóra Baugs. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær fékk Jötunn Holding, sem var í eigu Baugs Group, Fons og skoska kaupsýslumannsins Toms Hunters, rúmlega 17,1 milljarð króna að láni til að fjárfesta í hluta- bréfum í Glitni, en Jötunn gegndi lykilhlutverki í valdabaráttu í bank- anum á vordögum 2007. Tap Jötuns vegna rekstrarársins 2007 nam 7,2 milljörðum króna samkvæmt árs- reikningi en félagið skuldaði 23,3 milljarða í lok ársins. Hinn 30. apríl 2008 samþykkti stjórn FL Group að afskrá félagið af markaði. Eigendur 87 prósenta hlutafjár samþykktu að vera áfram í félaginu. Þeir sem áttu þau 13 pró- sent í FL Group sem eftir voru fengu í staðinn hlutabréf Jötuns í Glitni. Stefán Hilmarsson segir að þetta hafi verið með þeim hætti að Jötunn Holding hafi, fyrir milligöngu Kaup- þings, selt FL Group öll hlutabréf sín í Glitni á markaðsgengi þess tíma. Hann segir að söluandvirðið hafi verið notað til að gera upp við Kaupþing. FL Group hafi síðan skipt á þeim bréfum við hluthafa sem ekki samþykktu að afskrá FL Group og fengið í staðinn eigin bréf. Jötunn Holding tapaði rúmlega 8 milljörð- um króna á þessari sölu. Að sögn Stefáns voru það hluthafar Jötuns sem báru það tap. Að hans sögn þurftu hluthafar Jötuns að leggja fram 20 prósent eigið fé á móti lánum þegar bréfin í Glitni voru keypt vorið 2007. Í janúar 2008 hafi jafnframt komið veðkall frá Kaupþingi vegna lækkunar á virði hlutabréfanna í Glitni. Það sem var útistandandi af láni frá Kaupþingi hafi síðan verið gert upp þegar félag- ið seldi FL Group bréfin í Glitni. Kaupþing lánaði Jötni og lán voru greidd að fullu UMTALSVERÐ velta var á skuldabréfamarkaði í gær í kjölfar nýrrar verðbólgumælingu Hagstof- unnar. Heildarveltan nam 22 millj- örðum króna. Samkvæmt upplýs- ingum frá greiningardeild Landsbankans lækkaði verðtryggð ávöxtunarkrafa um á bilinu 6 til 26 punkta frá opnun til lokunar mark- aða. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um á bilinu 4 til 49 punkta í viðskiptum gærdagsins og nam velta viðskiptanna 10 milljörðum. Fram kemur í Hagsjá Landsbank- ans að þróunin á markaðnum bendi til þess að fjárfestar telji minni lík- ur hröðu vaxtalækkunarferli nú en áður sökum þeirra verðbólgu sem nú mælist. Morgunblaðið/G.Rúnar Mikil velta með skuldabréf Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SKILANEFND Glitnis „afskrifaði“ í apríl á þessu ári 122,5 milljónir króna vegna lánveitinga til Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Þetta kemur fram í tölvu- póstsamskiptum lögmanns Lárusar og starfsmanna skilanefndarinnar sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í tölvupóstsamskiptum milli starfsmanna er notað orðið af- skrift. 211 milljónir útistandandi „[Þ]etta er lánið og eftirstöðvar af- skrifast,“ segir þar, en fyrr í sam- skiptunum hefur lögmaður Lárusar tilkynnt um millifærslu upp á 88,7 milljónir króna inn á reikning bank- ans fyrir hönd umbjóðanda síns vegna uppgjörs á útistandandi láni að fjárhæð 211,2 milljónir króna. Samkomulag náðist milli skila- nefndar Glitnis og Lárusar að milli- færslan fæli í sér fullnaðaruppgjör vegna lánsins, en Lárus átti gagn- kröfu á bankann sem gerð var upp á sama tíma. „Það var ekkert af- skrifað. Við áttum skuldabréf á Lárus og Lárus átti lögmæta kröfu á bankann. Þær mættust og hann greiddi síðan mismuninn,“ segir Kristján Óskarsson hjá skilanefnd Glitnis. Aðspurður hvort um ógreidda árangurstengda greiðslu (bónus) eða ógreidd laun hafi verið að ræða segist Kristján ekki geta svarað því hvers eðlis krafa Lár- usar var. Hann sé bundinn af bankaleynd og honum sé því ekki heimilt að ræða eðli kröfunnar. Lárus Welding gerir upp við Glitni banka Kristján Óskarsson Ekkert afskrifað, segir skilanefnd Í HNOTSKURN »Lárus Welding hóf störfsem forstjóri Glitnis hinn 30. apríl 2007 eftir að valda- hlutföll í eigendahópi bankans breyttust. Útlán Glitnis jukust um þúsund milljarða á 12 mán- uðum eftir að hann tók við. Lárus Welding STRAUMUR fjárfestingar- banki hyggst höfða mál gegn Þreki, rekstrar- félagi World Class, vegna sölu á rekstri líkams- ræktarstöðvanna hér á landi til Lauga ehf. í sept- ember sl., en Laugar ehf. eru í eigu Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, eiginkonu hans. Er bankinn ósáttur við að verð- mæti hafi verið færð til með þessum hætti, en Straumur á kröfu á Þrek Holding vegna yfirtöku þess félags á rekstri líkamsræktarstöðva í Danmörku á árinu 2006. „Þrek átti 50 prósent í þessu félagi í Dan- mörku ásamt GÁP Fitness og Straumur átti 50 prósent. Straumur fékk okkur til liðs við sig í kaup- unum. Síðan kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini því félagið var keypt á allt of háu verði eftir ráð- gjöf þeirra [Straums],“ segir Björn Leifsson. Hann segir að félagið hafi síðan verið selt og eftir hafi staðið eitthvað af skuldum við Straum sem séu í félaginu Þrek Holding. Straumur sé að ganga á þær eignir. Björn segir að söluverð rekstrar WC til Lauga ehf. sé trúnaðarmál. Hann hafnar þó kennitöluflakki. Laugar ehf. hafi alltaf verið eigandi allra tækja meðan Þrek hafi verið rekstrarfélag. thorbjorn@mbl.is Í mál vegna World Class Björn Leifsson „SKIL á tilboðum voru á mánu- daginn og við erum að vonast til þess að geta valið þann sem hreppir hnossið á föstudaginn [á morgun],“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórn- arformaður Portusar. Í ágúst sl. auglýsti Situs, syst- urfélag Portusar, eftir aðilum til að taka þátt í lokuðu útboði á ráðgjöf vegna byggingar hótels við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins. Hlutverk ráðgjafans sem fær verkefnið verður að leiða saman fjárfesti til að byggja hótelið og rekstraraðila hótelkeðjunnar, en forsvarsmenn Situsar hafa orðið varir við áhuga erlendra hótelkeðja á rekstri hótels á staðnum. Sam- kvæmt verðmati er verðmæti lóð- arinnar undir hótelið á verðbilinu 1,5-3,5 milljarðar króna. Það er sú upphæð sem Situs vonast eftir að fá fyrir lóðina. thorbjorn@mbl.is Útboði vegna hótels að ljúka Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is RÁÐGEFANDI álit EFTA-dóm- stólsins verður úrskurði Hæstarétti Íslands rétthærra þegar kemur að því að ákvarða forgangsröðun krafna í þrotabú Landsbankans. Í nýjum samningi við Hollendinga og Breta um Icesave-innstæðurnar er gert ráð fyrir því að Trygginga- sjóður innstæðueigenda geti, við ákveðnar aðstæður, haft forgang umfram Hollendinga og Breta þegar kemur að kröfum í þrotabú Lands- bankans. Þessi forgangur er hins vegar háð- ur þeim skilyrðum að Hæstiréttur Íslands úrskurði um hann og að sá úrskurður sé ekki í andstöðu við ráð- gjefandi álit sem aflað hafi verið frá EFTA-dómstólnum. Þýðir þetta í raun að álit EFTA- dómstólsins, sem á að vera ráðgef- andi, er í raun bindandi hvað varðar þetta mál. Inntak álitsins ræður því hvort Hæstiréttur Íslands geti veitt Tryggingasjóðnum forgangskröfu í þrotabúið. Lögmenn sem Morgun- blaðið ræddi við staðfesta þetta og segja að með þessu sé trygginga- sjóðurinn í raun að segja sig undan lögsögu íslenskra dómstóla - að hluta til að minnsta kosti. Gjaldþrotaskipti á íslensku félagi heyra undir íslensk lög og því gerir samningurinn ráð fyrir því að þegar kemur að skiptunum sjálfum heyri þau undir íslenska dómstóla. Nær allur annar hugsanlegur ágreiningur um túlkun og efndir á samningnum heyrir hins vegar undir enska dóm- stóla. Álit EFTA-dómstólsins eru ætíð ráðgefandi, en ekki bindandi, þótt vissulega taki íslenskir dómstólar til- lit til þeirra. Fari svo að Hæstiréttur úrskurði að Tryggingasjóður eigi í ákveðnu tilviki forgangskröfu í þrotabú bankans, en EFTA-dóm- stóllinn væri þeirri niðurstöðu ósam- mála, býður það upp á lagalega óvissu að mati viðmælenda blaðsins. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldis- ins standa úrskurðir Hæstaréttar, en í þessu einstaka máli gæti laga- legt gildi þeirra verið háð áður- nefndu áliti EFTA-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn verði Hæstarétti yfirsterkari Icesave-samningur felur EFTA-dómstól úrskurðarvald um forgangsrétt krafna Morgunblaðið/Kristinn Dómur Úrskurði Hæstiréttur um forgang krafna Tryggingasjóðs í þrotabú Landsbankans þarf hann að vera í samræmi við álit EFTA-dómstólsins. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Einnota latex hanskar – ópúðraðir. Góð kaup!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.