Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Fréttir 7 CAMERON Buchanan, ræð- ismaður Íslands í Edinborg í Skot- landi, hefur verið staddur hér á landi síðustu daga í því augnamiði að und- irbúa ferð viðskiptasendinefndar frá Skotlandi til Íslands á næsta ári. „Samskipti á milli Íslendinga og Skota hafa alltaf verið mjög góð en það hefur sjaldan verið meiri ástæða en einmitt nú til að styrkja og efla þessi tengsl. Við vitum vel hvað gengið hefur á milli breskra og ís- lenskra stjórnvalda varðandi Ice- save,“ segir Buchanan en vinnuheiti þessarar ferðar er „breaking the ice“ eða „brjótum ísinn“. Er mark- miðið augljóslega að bæta sam- skiptin og koma á nýjum viðskipta- samböndum milli landanna. Vonast hann til að fulltrúar sem flestra atvinnugreina í Skotlandi komi til Íslands, ekki standi til að hafa neina sérstaka sérhæfingu í þessari heimsókn eins og stundum hefur verið gert áður. Ræðismaðurinn segist ekki finna neinar breytingar í viðmóti skoskra eða breskra fyr- irtækja í garð Ís- lendinga, hin stirðu samskipti hafi meira verið innan stjórnsýsl- unnar og stjórn- málanna. „Margir halda í Skotlandi og Bretlandi að hér sé allt komið á vonarvöl og öll fyrirtæki meira og minna gjald- þrota. Eftir heimsókn mína hingað get ég farið heim og fullvissað menn um að þjóðfélagið virki með eðlileg- um hætti. Vissulega eru ekki eins margir flottir bílar á götunum og áð- ur en ég hef ekki orðið var við miklar breytingar aðrar,“ segir hann. Buchanan hefur átt viðræður við Útflutningsráð og viðskiptaráðu- neytið, auk fleiri aðila, og fundaði einnig með forseta Íslands. Hann vinnur sömuleiðis að því að skoskir ráðamenn verði með í för til Íslands á næsta ári. bjb@mbl.is Vilja brjóta ísinn Ræðismaðurinn í Skotlandi undirbýr ferð viðskiptasendinefndar til Íslands Cameron Buchanan Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is KREDIA er smálánafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum lágar upphæðir til láns sem greiða þarf til baka innan nokkurra daga. Fyrir 10.000 króna lán þarf að greiða 2.500 króna þóknun, og fyrir 20.000 króna lán þarf að greiða 4.750 króna þóknun. Hlutfallsleg þóknun fyrir- tækisins lækkar því lítillega með hækkandi láns- fjárhæð. Sé miðað við 10.000 króna lánið eru því nafnvextir á árs- grundvelli tæp 608%. Leifur S. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segir að litið sé á þókn- unina sem lántökukostnað, fremur en vexti. Leifur segir viðtökur þjónust- unnar hafi verið betri en ráðgert var. Hægt er að sækja um lán hjá Kredia á heimasíðu fyrirtækisins. Ræddu við Fjármálaeftirlitið Um leið og notandi hefur skráð sig sem viðskiptavin hjá fyrirtækinu er hægt að sækja um lán með því að senda smáskilaboð. Kredia leggur þá umbeðna um fjárhæð inn á reikning viðskiptavinar um hæl. Greiða þarf lánið til baka innan 15 daga. Ef greiðsla hefur ekki borist innan þess tíma er ráðist í hefð- bundnar innheimtuaðgerðir. Leifur segir að stofnendur Kredia hafi átt fundi með Fjármálaeftirlit- inu og Neytendastofu eftir að starf- seminni var ýtt úr vör. „Við vildum auðvitað ganga úr skugga um að starfsemi okkar væri lögleg með öllu.“ Leifur sagði að ekki þyrfti sér- stök leyfi til að veita smálán. „Lögin eru nokkuð víð og starfsemi okkar fellur fyllilega innan ramma þeirra.“ Hann segir jafnframt að ekki hafi þurfi að sækja um ákveðin leyfi fyrir lánastarfsemi Kredia. Fyrirmyndin erlendis frá Leifur segir að forsvarsmenn Kredia reki fyrirtæki sitt að norrænni fyr- irmynd. „Ég kynntist starfsemi fyr- irtækja í þessum geira í Svíþjóð og Noregi fyrir 4-5 árum. Smálána- starfsemi sem þessi nýtur nokkurra vinsælda þar þó að þar í landi bjóði menn jafnan hærri upphæðir en Kredia býður,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Smálán til skamms tíma, líkt og þau sem Kredia býður upp á, eru nokkuð al- geng utan landsteina Íslands. Í Bandaríkjunum ganga slík lán vanalega undir nafninu „payday lending“ og þykja umdeild, ekki síst vegna hlutfallslega hás vaxtakostn- aðar. Því er jafnan haldið fram að helstu viðskiptavinir smálánveitenda séu einstaklingar með lágar tekjur í fjárhagsörðugleikum sem ekki hafa möguleika á fyrirgreiðslu í banka. „Þetta er einfaldlega þjónusta sem við bjóðum upp á og viðskiptavinir ráða hvort þeir nýti sér hana eða ekki. Ef fólk hefur þessa skoðun á þeirri starfsemi sem við stöndum fyrir get ég ekki breytt því,“ segir Leifur. Hann nefnir að þeirra þjónusta komi til móts við fólk sem þurfi lágar upphæðir. „Ef fólk þarf hærri upp- hæðir en við bjóðum teldi ég eðli- legra fyrir viðkomandi að semja um slíkt við sinn viðskiptabanka.“ Bjóða smálán með 608% ársvöxtum Smálán Kredia - vaxtakostnaður á ársgrundvelli Nafnvextir Upphæð Kostnaður Vextir Greiðsla á ársgrundvelli 10.000 2.500 25,00% 12.500 607,5% 20.000 4.750 23,75% 24.750 577,1% 30.000 7.000 23,33% 37.000 567,0% 40.000 9.250 23,13% 49.250 561,9% Upphæðir eru í krónum. Engin sérstök leyfi þarf til að reka smálánastarfsemi Leifur Haraldsson Pantaðu í síma 565600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT& ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Skoðaðu nánar á somi.is CCP HF., sem framleiðir tölvu- leikinn Eve Online, og MP banki hafa undirritað samninga um endur- fjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP banka. Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráð- ir voru í Kauphöll Íslands og voru á gjalddaga þann 28. október. Önnur eldri og óhagstæðari lán hafa einnig verið greidd upp og í stað þeirra og víxlanna kemur ný lánsfjármögnun til tveggja ára. Hagnaðaraukning Í tilkynningu er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni CCP, að félagið nái með þessu hag- stæðri áframhaldandi lánsfjármögn- un í íslenskri krónu með miklum sveigjanleika, sem hentar rekstri fé- lagsins. Segir þar jafnframt að CCP sé með skrifstofur í Bandaríkjunum, Kína og Bretlandi ásamt höfuðstöðv- um á Íslandi. Bankaþjónustan sé því alþjóðleg og í fjölmörgum myntum en tekjur CCP séu nær eingöngu í Bandaríkjadölum og evrum. Rekst- ur félagsins skilaði 6,4 milljóna dala hagnaði, um 800 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins, saman- borið við rétt rúmar tvær milljónir dala á sama tíma í fyrra. Tekjur af EVE Online-tölvuleiknum námu 25,4 milljónum dala, um 3,18 millj- örðum króna, fyrri helming þessa árs en það er rúmlega fjögurra millj- óna dala aukning frá í fyrra. gummi@mbl.is Leikjaframleiðandinn CCP í viðskipti við MP Gengið frá endurfjármögnun CCP til næstu tveggja ára „NIÐURSTAÐA mín er sú að margt gerðist með svipuðum hætti hér í aðdraganda bankahrunsins og í Bandaríkjunum í undanfara kreppunnar miklu á árunum 1930 til 1932,“ segir Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur um fyrirlestur sem hann flytur á ráðstefnunni Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á morgun, föstudag. Fyrirlesturinn ber heitið Once in Khaki Suits, sem í lauslegri þýð- ingu gæti væri „Eitt sinn í tein- óttum jakkafötum“. Vísar titillinn til línu í þekktu söngleikjalagi er varð til upp úr kreppuárunum í Bandaríkjunum, Brother, can you spare a dime? Már segir að þótt 80 ár skilji á milli þessara at- burða þá megi sjá marga líka þætti. Nefnir hann óhefta bjartsýni um framtíðarhorfur, áhrif nýrrar tækni í sam- skiptum og aukið aðgengi fólks að fjármagni, sem aftur leiddi til aukinnar neyslu. Einnig mun Már líta í fyrirlestr- inum til þeirra breytinga sem urðu í þjóðfélagsmunstri beggja þjóða á þessum tímabilum. Már segir það hafa gerst bæði hér á landi og í Bandaríkjunum að spákaupmennska jókst, tvíræðir fjárfestingarsjóðir voru stofnaðir, skattar lækkaðir og staða fjár- magnseigenda bætt með ýmsum hætti. Bendir hann m.a. á að í Bandaríkjunum hafi þeim verið mest refsað í niðursveiflunni sem mest voru í sviðsljósinu í góðærinu. Verðmat margra sjóða hafi verið út úr öllu korti og tekur hann Exista sem dæmi í sínum fyrirlestri. Fyrirlestur Más hefst kl. 11.20 á Háskólatorgi 105 en hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Þjóðarspegilinn á vef Háskólans; www.hi.is. bjb@mbl.is Már Wolfgang Mixa Eitt sinn í teinóttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.