Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Fréttir 5 Sökktu þér í viðskipti á fimm m s Viðskiptablað Morgunblaðsins tudögu www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Örugg pökkun í þínum höndum - okkar sérgrein! FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SÚ ákvörðun Lystar ehf., rekstrar- aðila McDonald’s-keðjunnar, að hætta starfsemi hér á landi hefur vakið heimsathygli. Það gerist heldur ekki á hverjum degi að þessi risa- keðja yfirgefi heila þjóð í einu vet- fangi. Reyndar hefur það gerst tíma- bundið í Frakklandi og víðar. Í fréttum sænskra fjölmiðla af lok- uninni hér á landi er m.a. gefið í skyn að ákvörðunin hafi verið að kröfu McDonald’s. Spurður um þetta segir Jón Garðar Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri Lystar, að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun. Gerðar hafi verið ákveðnar áætlanir í upp- hafi árs um reksturinn. Þegar ljóst var að þær áætlanir gengu ekki eftir hafi verið ákveðið að hætta. Ein- hverjar skuldir höfðu hlaðist upp við sjálfa keðjuna en Jón Garðar segir samkomulag hafa tekist um það upp- gjör. Kostnaður tvöfaldast „Við ætluðum ekki að reka þetta endalaust með tapi, það verður að vera einhver rekstrargrundvöllur. Það er heldur enginn akkur fyrir McDonald’s að keyra okkur í kaf,“ segir Jón Garðar en gengishrunið og verðhækkun á aðföngum skipti mestu um þessa ákvörðun. Velta Lystar á síðasta ári var um 800 milljónir króna. Jón segir rekstr- arárið hafa verið mjög erfitt og ekki hafi verið hægt að fylgja geng- isbreytingunum eftir. „Við höfum verið að keppa við staði sem eru með aðföngin að mestu leyti innlend. Þar hefur kostnaður hækkað um 25% á meðan hann hefur tvöfaldast hjá okkur,“ segir Jón Garðar. Hann sér ekki fyrir sér að McDonald’s-staður verði opnaður hér á landi aftur fyrr en Ísland er komið í Evrópusambandið og meiri stöðugleiki sé kominn á gengi gjald- miðla. Jón Garðar skilaði inn sínu leyfi og hann vill ekkert segja til um hvort hann sæki um leyfið á ný ef svo fer að Ísland gangi í ESB. Með inn- göngu í sambandið geti komið upp allt önnur staða. „Vonandi gengur Metro bara mjög vel og Íslendingar verða ánægðir með það sem við bjóðum þar,“ segir Jón Garðar en sem kunnugt er ætlar hann að opna veitingahús um kom- andi mánaðamót undir merkjum Metro á sömu stöðum og McDonald’s hefur verið á til þessa hér á landi. Var flest innlent í fyrstu Aðföng McDonald’s og hráefni hafa meira og minna verið innflutt á seinni árum, í raun allt fyrir utan kokteil- sósu frá MS, að sögn Jóns Garðars, sem tók við McDonald’s-stöðunum af fyrsta leyfishafanum, Kjartani Erni Kjartanssyni, árið 2004. Þetta er nokkur breyting frá því þegar fyrsti McDonald’s-staðurinn var opnaður hér á landi í september árið 1993. Þá var hráefnið meira og minna innlent, eins og sérvalið nauta- kjöt frá Kjötbankanum í Hafnarfirði, kjúklingakjöt frá Reykjagarði, græn- meti frá Ágæti, mjólkurvara frá Mjólkursamsölunni og íslenskur fisk- ur frá SH. Reyndar voru fiskréttir þá búnir til hjá dótturfélagi SH í Bret- landi. Hamborgarabrauð og umbúðir komu frá Bretlandi. Að sögn Jóns Garðars hefur McDonald’s á seinni árum gert ríkari kröfur um hráefnið og því hafi Lyst þurft að leita meira út fyrir landsteinana. Þannig hefur t.d. grænmeti og ís verið flutt inn á síðustu árum. Vatnaskil urðu svo fyrir nokkrum árum þegar nautakjötsbirgðir klár- uðust í landinu og Lyst varð að flytja inn kjöt. Eftir það hefur leyfi ekki fengist hjá McDonald’s til að fram- leiða kjötafurðirnar hér á landi á ný. Þetta er önnur erlenda veitinga- húsakeðjan sem hættir starfsemi hér á landi á skömmum tíma. Hamborg- arastöðum Burger King var lokað fyrr á árinu og þá hefur einkareknum stöðum Quiznos-samlokukeðjunnar verið lokað. Olís er með sérleyfisrétt- inn áfram frá Quiznos og er með þennan rekstur inni í mörgum af sín- um þjónustustöðvum. Erfitt hjá öðrum Af samtölum við fulltrúa annarra veitingahúsakeðja má ráða að þær séu ekki í nákvæmlega sömu stöðu og McDonald’s, þó að öll aðföng hafi einnig hækkað í verði og ýmis rekstr- arkostnaður sömuleiðis. Rúmur helmingur allra aðfanga hjá Pizza Hut á Íslandi er innfluttur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi Pizza Hut ásamt Pétri Jónssyni, seg- ir reksturinn mjög erfiðan nú um stundir en gripið hafi verið strax fyr- ir ári til ýmissa aðgerða. Án þess að draga úr kröfum eða skömmtum hafi í samráði við birgja verið reynt að lækka kostnað og starfsfólki verið fækkað. Þórdís og Pétur reka einnig Pizza Hut í Finnlandi, eru þar með sjö staði, og hún segir kreppuna einnig hafa gert vart við sig hjá Finnum. Velta staðanna, sem flestir eru í Helsinki, hafi klárlega minnkað. Aðrar keðjur ætla að þrauka Reuters McDonald’s Fyrir réttum sextán árum hóf McDonald’s starfsemi hér á landi. Ísland var þá 67. landið sem skyndibitarisinn steig fæti sínum á. Í dag er fyrirtækið með um 30 þúsund staði í 118 löndum um allan heim. Í HNOTSKURN »Auk McDonald’s, PizzaHut og KFC hafa nokkrar aðrar erlendar veitinga- húsakeðjur verið hér á landi. »Má þar nefna Subway,Ruby Tuesday, Domino’s og Taco Bell. Burger King hætti nýverið starfsemi hér. »Rekstraraðilar þessarakeðja hafa í mörgum til- vikum stofnað svipaðan rekst- ur á sama stað. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Ís- landi (Kentucky Fried) segir rekstur veitingahúsa sem annarra fyrir- tækja erfiðan vegna sveiflna á genginu. KFC rekur einnig Taco Bell-staðina en öll aðföng eru að miklu leyti innlend. Kristín segir að þrátt fyrir efnahagsástandið sé engan bilbug að finna á fyrirtækinu. Opna á áttunda KFC-staðinn seinna í vetur, nánar tiltekið í Grafarholti. „Þó að við kaupum okkar aðföng að miklu leyti hér á landi þá hefur allt hráefni hækkað í verði. Þeir birgjar sem við skiptum við hér flytja margir hverjir inn sínar vörur. Umbúðir sem við kaupum hérna væru ekki miklu ódýrari þó að við flyttum þær beint inn. Við höfum alltaf haft þá stefnu að kaupa allt hérna innanlands sem við getum keypt,“ segir Kristín. Kentucky Fried bætir við sig Aðrar erlendar veitinga- húsakeðjur flytja töluvert inn af hráefni og aðföngum, þó ekki í sama mæli og McDonald’s. Skyldi McDonald’s koma aftur með inngöngu Íslands í ESB? KFC Opna á áttunda staðinn hér á landi í vor, í Grafarholti. ÚTLÁN til einkageirans á evru- svæðinu minnkuðu um 0,3% á árs- grundvelli í september. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1998 sem slíkur samdráttur á sér stað. Þessar tölur eru áhugaverðar sé haft í huga að fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu hafa nánast ótakmarkaðan aðgang að lausafé vegna aðgerða Evrópska seðlabankans að undanförnu. Sá að- gangur virðist ekki, enn sem komið er, duga til þess að örva útlán fjár- málastofnana eða auka eftirspurn eftir þeim. Fram kemur í umfjöllun breska blaðsins Financial Times að hag- tölur um samdrátt í útlánum dragi úr líkum á því að Evrópski seðla- bankinn auki aðhald og hækki stýri- vexti á næstu misserum. Auk minni umsvifa á lánamarkaði sýna hag- tölur að peningamagn í umferð á evrusvæðinu fór minnkandi milli ágúst og september. Það gefur enn- fremur sterka vísbendingu um að botninum sé ekki náð í hagkerfum Evrópu þrátt fyrir lágt stýrivaxta- stig. ornarnar@mbl.is Dregur úr útlánum á evrusvæðinu Evran Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.