Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 8
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is J óhannes Ingi Kolbeinsson er alinn upp í Lúx- emborg, þar sem faðir hans var flugstjóri hjá Cargolux flugfélaginu. „Ég kom heim til að fara í menntaskóla, en fór svo utan til frekara náms. Í California State University lauk ég BS prófi í rekstrarfræði og stefnumótun og í kjölfarið tók við MBA nám í Heidelberg og London.“ Jóhannes vann nokkur ár í Lúxemborg eftir útskrift, en kom heim þegar honum bauðst starf sem ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers árið 1998. „Það er svo árið 2002 sem við félagarnir stofnum Kortaþjónustuna.“ Segir hann að þeir hafi verið að skoða kortamarkaðinn þegar ákveðið var í Evrópusambandinu að fella skyldi niður öll landamæri í þessari starfsemi og leyfa viðskipti með kortauppgjör milli landa á EES-svæðinu. „Við stofnuðum til samstarfs við PBS í Danmörku, sem er þjónustuaðili Visa og Mastercard í Danmörku. Sam- kvæmt því gerum við samninga við íslensk fyrirtæki og sendum svo uppgjörin út til PBS, sem afgreiðir þau.“ Að sögn Jóhannesar var þetta í rauninni eina leiðin til að stofna til samkeppni á Íslandi. „Alltaf þegar við reyndum að komast inn í íslenska kerfið voru allar hurðir læstar. Við vorum því tilneydd til að byggja þetta upp í sam- starfi við erlendu kortafyrirtækin.“ Bjuggu sig undir langhlaup Með tilkomu Kortaþjónustunnar segir Jóhannes að ís- lenski markaðurinn hafi gjörbreyst. „Þetta hafði verið lítill, lokaður markaður án nokkurrar samkeppni. Þetta séríslenska einokunarkerfi breyttist árið 2002. Má sem dæmi nefna að söluaðilar, sem taka við kortagreiðsl- unum, fá þá í fyrsta sinn möguleika á því að fá kortaupp- gjörið greitt daglega.“ Áður var uppgjörið almennt greitt mánaðarlega, en gegn aukagjaldi í banka gátu söluaðilar fengið gert upp daglega. „Heildarkostnaður við slíka þjónustu var á þeim tíma 6 prósent af heildar- upphæð uppgjörsins, en hjá okkur greiðir fólk í mesta lagi aðeins 2,6 prósent fyrir daglegt uppgjör.“ Segir hann að fyrstu árin hafi fyrirtækinu vart verið hugað líf og að baráttan hafi verið hörð, þótt fyrirtækið hafi aldrei verið rekið með tapi. „Við gerðum okkur strax í upphafi grein fyrir því að þetta yrði langhlaup og byggðum fyrirtækið upp með það í huga. Eftir að sam- keppnisaðilarnir játuðu á sig langvarandi og umfangs- mikil samkeppnislagabrot árið 2008 varð alger kúvend- ing á markaðnum. Við náðum miklum vexti á tiltölulega stuttum tíma eftir að þeir hættu alls kyns bolabrögðum og hindrunum.“ Þá segir hann það hafa verið afar gott að þegar krepp- an skall á hafi Kortaþjónustan verið skuldlaus og staða fyrirtækisins því mun betri en margra annarra. „Við höf- um alltaf haft hagkvæmni í huga og hefur rekstrarkostn- aður okkar verið mun minni en samkeppnisaðilanna.“ Er Kortaþjónustan nú með um 10% hlutdeild í kortaveltu og er að þjónusta um 15-20% fyrirtækja í landinu. „Á þess- um tölum sést að okkar viðskiptavinir eru helst smærri og meðalstór fyrirtæki.“ Jóhannes er hestamaður og á fjölskylda hans nokkra hesta í Mosfellsbænum. „Við höfum verið í þessu í um það bil sjö ár, en ættingjar okkar drógu okkur í íþróttina. Þá er yngsti sonur minn að gera sitt besta til að draga mig í mótorkross. Ég er ekki ennþá kominn með hjól, en það er á dagskrá.“ Eiginkona Jóhannesar er Andrea Kristín Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri og einn af stofn- endum Kortaþjónustunnar sem sótt hefur í sig veðrið að undanförnu. Morgunblaðið/Ómar Hestamaður Jóhannes Ingi Kolbeinsson er á kafi í hest- unum í frítíma sínum ásamt fjölskyldunni. Gott að reka skuldlaust fyrirtæki í kreppunni SVIPMYND» HEIMSMARKAÐSVERÐ á mjólk og mjólkurafurðum hefur lækkað svo hratt undanfarið að bandarískir mjólkurbændur eru farnir að slátra stórum hluta kúahjarða sinna til að draga úr framleiðslu og eftirspurn. Samtök mjólkurbænda þar í landi hjálpa bændum við að slátra kúm sínum í stað þess að selja þær, en samtökin eru mjög áfram um að draga úr mjólkurframleiðslu. Á árunum 2002-2006 greiddu samtökin fyrir slátrun um 275.000 kúa, en á þessi ári einu hefur um 225.000 kúm verið slátrað á vegum samtakanna. Alls er gert ráð fyrir því að bandarískir mjólkurbændur slátri nú um 55.000 gripum í hverri viku, sem þýðir að haldi svo fram sem horfir muni um þremur milljónum gripa verða slátrað á árinu. Kreppan drepur kýrnar Reuters MÁLGAGN kínverska kommúnistaflokksins hef- ur sakað leitarvélarisann Google um ritskoðun. Er sagt að Google hafi komið í veg fyrir að fólk fyndi vefsíðu blaðsins, eftir að fjallað var um höfund- arréttardeilu á síðunni. Fréttin, sem um ræðir, snýst um gagnrýni hóps kínverskra höfundarrétthafa á áform Google um að koma upp bókasafni á netinu. Í þrjá daga eftir að fréttin birtist varaði Google-leitarvélin netnotendur við því að á vefsíðu blaðsins gætu leynst tölvuveirur. Dagblaðið segir að þetta hafi hugsanlega tengst umfjöllun blaðsins um höfundarréttardeiluna og hefur einn ónefndur stjórnandi hjá blaðinu sagt að illur vilji Google hafi ráðið för. Google segir hins vegar að sjálfvirkt for- rit ákveði við hvaða síðum eigi að vara vegna hugsanlegrar öryggishættu og að engin manneskja komi þar nærri. Eins og alþekkt er hafa fáar ríkisstjórnir teygt sig lengra en sú kín- verska í tilraunum sínum til að hafa stjórn á netnotkun þegna sinna. bjarni@mbl.is Grjótkast úr kínversku glerhúsi NÚ er McDonald’s á leið úr land- inu eftir sextán ára dvöl. Hafa sumar spírurnar líkt brottför hamborg- aravörumerkisins við fall Saddams Husseins í Írak og aðrar hafa fagnað þessu framfaraspori í átt að auknu frelsi einstaklingsins. Það er allt gott og blessað, en hagfræðingar, hér heima og erlendis, gráta hins vegar örugglega í kaffibolla sína og syrgja Big Mac-hamborgarann. Borgarinn sá hefur lengi verið not- aður til að bera saman kaupmátt í mismunandi löndum. Er þá reiknað hve lengi venjulegur einstaklingur er að vinna sér inn fyrir einum Big Mac. Rætt hefur verið um að í stað að- keyptra hráefna hefði McDonald’s á Íslandi getað boðið upp á íslenska framleiðslu og hafa sviðakjammar verið nefndir í því sambandi. Hug- myndin er ágæt sem slík, en óneit- anlega væri erfitt að finna McKjömm- unum stað í hinu flókna líkani sem að baki Big Mac-vísitölunni liggur. Þeir sem haldnir eru matvæla- öryggisblæti geta einnig fagnað brottför borgarans, enda mun nýr hamborgarastaður auka eftirspurn eftir íslenskri framleiðslu. Hver verða örlög Big Mac-vísitöl- unnar að borgaranum horfnum? ÚTHERJI • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.