Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 viðskipti Hjól Sonur Jóhannesar dregur hann með í mótorkross 08 Viðskipti mbl.is Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is VIÐSKIPTABANKARNIR uppfylla ekki reglur Fjármálaeftirlitsins (FME) um stórar áhættu- skuldbindingar fjármálafyrirtækja þar sem stærstu áhættuskuldbindingar nema meira en sem nemur 25% af eiginfjárgrunninum. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármála- stöðugleika og er vísað til upplýsinga sem bankinn hefur undir höndum frá FME. Viðskiptabankarnir eru fjórir; Nýja Kaupþing, Íslandsbanki, Nýi Landsbankinn (NBI) og MP Banki. Samkvæmt FME er meginskýringin á því að stærstu áhættuskuldbindingar eru umfram 25% hámarkið sú að við uppskiptingu bankanna haustið 2008 voru fluttar til nýju bankanna kröfur á stóra viðskiptaaðila sem reyndust umfram 25% af þeim eiginfjárgrunni sem gert er ráð fyrir í stof- nefnahagsreikningi bankanna. Það að bankarnir uppfylli ekki þessi skilyrði um þessar mundir bendir til þess að þeir uppfylli ekki einstaka áhættuþætti og mikið verk sé óunnið við að koma áhættustýringu þeirra í ásættanlegt horf. Reglur FME kveða á um að hægt sé að veita fjármálafyrirtækjum frest til þess að laga sig að takmörkunum um áhættuskuldbindingar séu sér- stakar aðstæður fyrir hendi. Samkvæmt upplýs- ingum frá FME eru mál viðskiptabankanna nú í slíkum farvegi en það vill ekki upplýsa til hvaða tímamarka sé nú horft til í þessum efnum né hvaða banka. Ljóst er að fjármálafyrirtæki sem getur ekki dregið úr áhættu með beinum aðgerðum þarf á endanum að styrkja eiginfjárgrunn sinn til þess að geta uppfyllt skilyrði reglnanna. Skammt á veg komnir Að sögn Snorra Jakobssonar, sérfræðings hjá IFS-greiningu, ætti það ekki að koma mönnum á óvart að viðskiptabankarnir uppfylli ekki skilyrðin um þessar mundir: Það sé skiljanlegt í ljósi fjár- málahrunsins í fyrra og þess mikla umbreytinga- ferlis sem hófst í kjölfarið. Snorri segir þó þessar upplýsingar benda til þess að menn séu enn skammt á veg komnir við að byggja upp nægilega heilbrigt bankakerfi. Staðan sýnir einnig hversu litlir efnahagsreikn- ingar bankanna eru. Snorri segir að nýju bank- arnir séu mjög litlir í samanburði við forvera þeirra og þar af leiðandi þurfi ekki að koma til neinnar meiriháttar lánafyrirgreiðslna til umsvifa- mikilla rekstrarfélaga til þess að reynt sé á þanþol reglna um áhættuskuldbindingar til einstakra við- skiptavina. Að mati Snorra er þetta umhugsunar- efni við endurreisn bankakerfisins enda hljóti ein af forsendum hennar að búa til nægilega öflugt kerfi sem getur stutt við bakið á atvinnulífinu. Viðskiptabankarnir upp- fylla ekki skilyrði FME Morgunblaðið/Ómar Stórar áhættuskuldbindingar banka mega ekki vera yfir 25% af eiginfjárgrunni Í HNOTSKURN »Stóru viðskiptabankarnir eru fjórir:Nýja Kaupþing, Íslandsbanki, Nýi Landsbankinn og MP Banki. »Vikið er að starfsemi bankanna ínýrri skýrslu Seðlabankans um fjár- málastöðugleika, þar sem vitnað er til upplýsinga frá FME. »Mikið verk er óunnið að komaáhættustýringunni í viðunandi horf. LANDSNET, sem á og rekur all- ar helstu flutningslínur rafmagns á Íslandi, lauk á dögunum við skulda- bréfaútgáfu að andvirði fimm millj- arða króna. Um er að ræða verð- tryggð skuldabréf til 25 ára. Umframeftirspurn var í útboðinu en upphaflega stóð til að bjóða út 3 milljarða. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er það hópur íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfesti í útboðinu. Fjárfestingarbankinn Saga Capital hafði umsjón með útgáfunni og mun bankinn jafnframt skrá bréfin í Kauphöll Íslands. Landsnet mun nota andvirði út- gáfunnar til þess að standa straum af uppbyggingu suðvesturlínu og flutningi raforku frá Helliseiði til Reykjaness. ornarnar@mbl.is Landsnet aflar fimm milljarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á SAMA tíma og McDonald’s hættir starfsemi hér á landi er önnur erlend skyndibitakeðja að færa út kvíarnar. KFC á Íslandi, sem Helgi Vilhjálmsson í Góu rekur, undirbýr nú opnun nýs staðar í Grafarholti með vorinu. Er það áttundi stað- urinn hér á landi en KFC starfrækir einnig Taco Bell-staðina. Kristín Helgadóttir hjá KFC seg- ir engan bilbug vera að finna á fyrir- tækinu þrátt fyrir erfitt rekstrar- umhverfi nú um stundir. | 5 Nýr KFC LYKILORÐIÐ ER SVEIGJANLEIKI! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4 Hvort sem það snýr að innheimtuferlinu eða greiðslum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.