Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 4 Fréttir Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is STJÓRNENDUR í stórum fjár- málafyrirtækjum eiga ærið verkefni fyrir höndum í endurskipulagningu áhættustýringar sinnar. Þetta er mat sameiginlegs vinnuhóps sem er samsettur af eftirlitsaðilum fjár- málamarkaðar í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Japan, Sviss, Bretlandi og Frakklandi. Vinnuhóp- urinn skilaði skýrslu til Alþjóða- greiðslubankans fyrir stuttu. Rætt var við fulltrúa 20 stórra, al- þjóðlegra banka um vinnubrögð í áhættustýringu banka. Helstu van- kantar þeirrar hefðbundnu áhættu- stýringar banka sem leiddi til fjár- málakreppunnar eru taldir hafa falist í skorti á yfirsýn yfir heildar- áhættu banka, sem og samskipta- leysi milli æðstu stjórnenda og þeirra sem sýsluðu með áhættu. Einnig kom fram í skýrslunni að stór fjármálafyrirtæki hefðu einfaldlega ekki yfir nægilega öflugri upplýs- ingatækni að ráða til að fá fullnægj- andi yfirsýn yfir heildaráhættu. Fram kemur að hvata- og launa- kerfi fjármálafyrirtækja þarfnist endurskoðunar. Beita þarf öðrum aðferðum til að reikna upphæð þeirra. Í stað þess að ákvarða heild- arbónusgreiðslur sem hlutfall af heildartekjum þarf að líta til hag- ræns hagnaðar og taka tillit til kostnaðar fjármagns og lausafjár við tekjumyndun. Þannig er talið raun- hæfara að skilgreina bónusgreiðslur sem fall af ávinningi undirliggjandi áhættu. Áhætta sé metin út frá fleiri þáttum Reuters Áhættustýring Óvíst er með öllu hvort þessi fjárfestir sé meðvitaður um vankanta á áhættustýringu stærstu fjármálafyrirtækja heims. Í HNOTSKURN »Sérfræðingar telja upplýs-ingatækni fjármálafyrir- tækja of lélega til að meta heildaráhættu. »Líta þarf til kostnaðar viðfjármögnun, eigin fjár og lausafjár við ákvörðun um bónusgreiðslur. Heildaryfirsýn skortir í áhættu- stýringu TIL greina kemur að kínverska félagið Zhejiang Geely Holding Gro- up eignist Volvo-einkabílaverksmiðj- urnar í Svíþjóð. Á Ford Motor Co., móðurfélag Volvo, í viðræðum við Geely og hefur sagst taka kínverska félagið fram yfir aðra áhugasama. Fjármálastjóri Ford, Lewis Bo- oth, segir að allt útlit sé fyrir að Geely muni reynast ábyrgur eigandi að Volvo, sem muni halda áfram að byggja fyrirtækið upp, en halda á sama tíma í grundvallargildi þess. Mjög náin tengsl eru milli Volvo- verksmiðjanna og móðurfélagsins, en Ford framleiðir m.a. vélar og aðra stóra íhluti í Volvo-bíla. Hafa sumir áhyggjur af því að kínverska félagið muni misnota þessi tengsl til að afla sér þekkingar á framleiðslu og fram- leiðsluaðferðum Volvo og Ford. Meðal þeirra er formaður stéttar- félags verkfræðinga hjá Volvo, Magnus Sundemo, en hann fer fyrir hópi Svía sem vill kaupa Volvo-verk- smiðjurnar af Ford. bjarni@mbl.is Kínverjar gætu eignast Volvo FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ÞEGAR bjartsýni var sem mest á alþjóð- legum fjármálamörkuðum voru íslenska krónan og ungverska forintan með vinsælli hávaxta- myntum sem notaðar voru í svokölluð vaxta- munarviðskipti. Þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga og áhættufælni jókst voru slík viðskipti með því fyrsta sem fjárfestar hurfu frá. Myntir eins og krónan og forintan voru seldar í stórum stíl, með tilheyrandi geng- islækkun. Síðla árs höfðu bæði Ísland og Ung- verjaland leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, en aðstæður í löndunum voru sambærilegar að nokkru leyti. Mikil erlend skuldsetning var fyrir hendi í báðum löndum og gengi gjaldmiðla hafði hækkað talsvert á þenslutímum. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn virðist þó ekki líta Ísland og Ungverjaland sömu augum. Ungverski seðla- bankinn hóf að lækka vexti hratt um mitt sumar á þessu ári, og nú eru stýrivextir 7%. Á sama tíma hefur ungverska forintan styrkt jafnt og þétt. Vextir Seðlabanka Íslands hafa hins vegar haldist óbreyttir á sama tímabili. Krónan hefur heldur ekki sýnt mikil batamerki, þrátt fyrir háa vexti og gjaldeyrishöft. Í skýrslu lánshæfisfyrirtæksins Moody’s frá því í síðasta mánuði er ástandið á Íslandi talið nokkru verra en í Ungverjalandi, sérstaklega með tilliti til framboðs lánsfjár innanlands. Að vísu hélt ungverska bankakerfið að mestu velli, ólíkt hinu íslenska, enda að mestu leyti um að ræða dótturfélög stærri banka í Evrópu. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort gjaldeyrishöftin sem samþykkt voru síðasta vetur á Íslandi haldi aftur af krónunni, og hindri þar með vaxtalækkanir. Hefðbundnar hag- fræðikenningar gera ráð fyrir að háir vextir styrki gengi gjaldmiðla, en því virðist ekki að heilsa í tilfelli íslensku krónunnar. Bent hefur verið á að vaxtalækkun geti sent út þau skilaboð að ákveðnum stöðugleika sé náð, með tilheyr- andi auknu trausti á efnahagslíf viðkomandi landa. Einnig hafa mælikvarðar á áhættusækni, svo sem skuldatryggingaálag, sýnt fylgni við gengi hávaxtamynta, sem bendir til að fleiri þættir ráði gengi gjaldmiðla en stýrivextir. Óvíst hvort gjaldeyrishöft séu lausnin  Ungverska forintan hefur styrkst jafnt og þétt samfara hröðum stýrivaxtalækkunum undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  Sjóðurinn virðist ekki líta Ísland og Ungverjaland sömu augum Stýrivextir á Íslandi og í Ungverjalandi síðastliðið ár 22. okt. 2008 20. okt. 2009 % 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Seðlabanki Íslands Seðlabanki Ungverjalands 12% 11,5% 12% 7% Í HNOTSKURN »AGS fer með stjórn efnahagsmála í Ung-verjalandi, og seðlabankinn hefur lækk- að vexti þar í landi hratt. »Á sama tíma hefur forintan styrkst og ernú lítillega undir skráðu gengi á þeim árum sem vaxtamunarviðskipti tíðkuðust hvað mest. »Hefðbundnar hagfræðikenningar geraráð fyrir að háir vextir styðji við gengi gjaldmiðla. Gjaldeyrishöft á krónunni geta þó hugsanlega rýrt traust á gjaldmiðlinum og þar með hindrað gengisstyrkingu. Ísland og Ungverjaland eiga það sam- merkt að hafa lent í hörðu gengisfalli, sem og að hafa falið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum stjórn efnahagsmála. Hins vegar er engum gjaldeyrishöftum til að dreifa í Ungverja- landi, og þar hafa stýrivextir lækkað hratt. UNDANFARNA mánuði hefur bandaríkjadalur veikst mjög gagn- vart öðrum myntum og er svo komið að mörgum þykir nóg um. Kan- adíski bankinn Canadian Imperi- al Bank of Com- merce (CIBC) sagði nýlega að framtíð kan- adíska fram- leiðslugeirans væri í hættu gripi kanadíski seðlabankinn ekki til að- gerða. Er kanadíski dollarinn nú farinn að nálgast þann bandaríska, en 93 bandarísk sent þarf til að kaupa einn kanadískan dollara, en fyrr í mán- uðinum var gengið nær 97 sentum. Kanadíska útflutningsráðið sagði í vikunni að væri gengið í kringum 95 bandarísk sent út árið 2010 gætu 2-3 prósent af kanadískri landsfram- leiðslu horfið. Aðalhagfræðingur CIBC sagði að kanadískar verksmiðjur væru nærri því að tapa öllum útflutningshagnaði og gætu því þurft að flytja sig um set. Hvetur hann kanadíska seðlabank- ann til að grípa til harkalegri aðgerða til að veikja kanadíska dollarann í samanburði við þann bandaríska. Hefur seðlabankinn ekki útilokað að grípa inn í á alþjóðlegum gjaldeyr- ismörkuðum. bjarni@mbl.is Vill veikja kanadíska dollarann NORSKI seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í gær og varð þar með fyrsti seðlabankinn í Evrópu til að gera slíkt frá því að fjár- málakreppan skall á í fyrra. Hækk- unin nam 0,25 prósentustigum og fóru vextirnir við það í 1,5%. Búist hafði verið við því að Norð- menn yrðu þeir fyrstu til að ríða á vaðið hvað stýrivaxtahækkun varð- ar eftir langt tímabil stöðugra lækkana á vöxtunum. Stýrivaxtahækkunin hjá norska seðlabankanum er tilkomin vegna aukinna opinberra útgjalda, hækk- andi hrávöruverðs og vaxandi verð- bólgu. Noregur er nú opinberlega kominn út úr kreppunni en henni lauk þar í landi á öðrum fjórðungi ársins. Sérfræðingar reikna með áfram- haldandi stýrivaxtahækkunum í Noregi. Norðmenn hækka stýrivexti TAP Century Aluminum, móður- félags Norðuráls, fyrstu sex mánuði ársins nam 181,6 milljónum dala, andvirði um 22,5 milljarða króna. Er þetta aðeins minna tap en á sama tíma í fyrra, en þá var það 201,6 milljónir dala. Mjög hefur dregið úr söluhagn- aði fyrirtækisins. Sölutekjur á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu 642,4 milljónum dala, en á sama tímabili í fyrra námu þær 1.568,6 milljónum dala. Century hefur dregið úr fram- leiðslu eftir að álverð lækkaði í fyrra og eru um 28% af fram- leiðslugetu ónýtt. Eru það einkum verksmiðjur í Bandaríkjunum sem þetta bitnar á, en um 42% af banda- rískri framleiðslugetu Century eru ónýtt. bjarni@mbl.is Century tapar 22 milljörðum króna í ár Morgunblaðið/Ómar www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.